Morgunblaðið - 05.08.1987, Blaðsíða 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987
Líttu i/ið, það borgarsig
Ki" Einar Farestveit &Co.hf.
Borgartúni 28, símar 91-16995, 91-622900.
Árni S. Gunnars-
son - Minning
höfum engin tök á því. Við getum
ekki fært tímann aftur á bak. En
eitt getum við gert. Við höfum
möguleika á því að nýta tímann vel
í okkar stutta lífí. Með því að lifa
og elska tökum við á okkur ábyrgð
og áhættu. Við úppskerum líka, því
má aldrei gleyma. Okkur er mögu-
legt að veita birtu og yl í lífínu.
Það eigum við að kappkosta. Nógu
er lífíð erfítt samt á stundum.
Ljóð Einars Ben. úr Einræðum
Starkaðar á erindi til allra. Tvö
erindi, sem koma svo mjög við kviku
manns, fara hér á eftir: .
Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.
Kær, ungur frændi er nú kvadd-
ur. Okkur mæðgur langar með
örfáum orðum að kveðja Ama Sig-
urð. Við Edda Júiía eigum þess eigi
kost að sýna virðingu okkar og
væntumþykju með því að vera með
fjölskyldu okkar á kveðjustund. Við
vildum gjaman geta verið heima
og styrkt unnustu, foreldra, systk-
ini, ömmu og aldraðan afa. Við
hefðum kosið að halda utan um
allt þetta fólk. En við eigum ekki
kost á því að velja.
Þegar við kveðjum kæran, ungan
frænda okkar er margt að þakka
fyrir. Okkur frændfólki Áma Sig-
urðar þótti alltaf innilega vænt um
hann. Við vomm líka afar stolt af
honum. Því verður eigi á móti
mælt. Það var fylgst mjög grannt
með framgöngu hans í íþróttum,
enda er fjölskylda hans öll afar virk
á þeim vettvangi. Þau fylgdust
nokkum veginn að í aldri frænd-
sjstkinin. Minnisstæð er fæðing
Áma frænda 25. nóvember 1968.
Þann 10. janúar 1969 fæddist ann-
ar frændi. Fylgdust þeir frændumir
talsvert að og stuttu seinna tvær
litlar frænkur. Atvik höguðu því
þannig að vegalengdir hömluðu
mjög nánum samskiptum frænd-
systkinanna þegar fram liðu
stundir. Reglulegar fréttir bámst
af hinum stórefnilega, unga íþrótta-
manni, sem frændsystkinin, við
íjölskyldan og síðast en ekki síst
móðurbróðurinn, vomm svo inni-
lega stolt af. Hann var okkur alls
staðar til sóma. Okkur er ógleyman-
legt hversu Ijúfur Ámi Sigurður var
alltaf með fallega brosið sitt.
Frændsystkinin hittust oft í tengsl-
um við sameiginleg áhugamál,
íþróttimar. Það vom alltaf sömu
góðu fréttimar sem okkur bámst
af Áma Sigurði. Fyrir góðu minnin-
gamar megum við þakka. Ekkert
nema góðar minningar eigum við
um ungan frænda okkar. Við von-
um heilshugar að það megi hjálpa
og styrkja ástvini hans, sem nú eiga
um sárt að binda.
Héðan frá Svíþjóð sendum við
mæðgur okkar hjartans kveðjur og
biðjum góðan guð að vemda ykkur.
Lundi,
Edda Júlía og
Edda Sigrún.
Kveðja frá félögum
í meistaraflokki
Körfuknattleiksdeildar ÍR
Okkur setti hljóða þegar við frétt-
um það fyrir rúmri viku að hann
Ámi Siggi væri dáinn. Hvemig
getur þetta gerst? Af hveiju er lífíð
svona óréttlátt? Þessum spuming-
um og öðmm um tilgang lífsins
verður sjálfsagt aldrei svarað til
neinnar fullnustu. Trúin á þennan
tilgang má þó aldrei bregðast og
verður að vera okkur til huggunar
þegar við nú sjáum á bak ungum
og góðum félaga.
rMivtal
ÁRÍÐANDITTLKYNNING
OFNKO í Kópavogi hefur yfirtekið
einkaumboð fyrir PMIVtal á íslandi.
Verslið þar sem gæðin gilda.
✓
PMIVtal etvtÁauvH&oð á 'l&CciMcli
Smárahvammi, Kópavogi. Símar 40922 og 44210.
Nýja mjúka heimilistækjalínan er komin
Blomberg kynna fyrstir heimilistækja-
framleiðenda glæsilegu mjúku línuna
Blomberg býður stærra og
glæsilegra úrval íinnbygging-
artækjum en nokkur annar.
Verið velkomin, við höfum
tímafyrirþig.
Mercedes Benz og BMW riðu
á vaðið, svo komu húsgagna-
framleiðendurnir.
Nú kynna Blomberg fyrstir
heimilistækjaframleiðenda
þessa gullfallegu línu.
UE614 gufugleypir. X:r:rr.~T.. BA2334 glerhelluborð
Kraftmikill en lágvær. með rofum. Auðvelt í
Vvrí*0’! þrifum.
: 9/VOl'V
1
KE2520kæliskápur
til innbyggingar með eða
án frystihólfs.
BO2230 Ofn
með blæstri, grilli og yfir-
og undirhita.
Blomberg
Þetta er örlítið sýnishorn
af tækjum.
Fæddur 25. nóvember 1968
Dáinn 26. júlí 1987
Þeir sem guðirnir elska deyja
ungir var það fyrsta sem mér kom
í huga er mér var tilkynnt þetta
hönnulega slys.
Árni Sigurður var sonur hjón-
anna Jóhönnu Sigurðar og Gunnars
Ámasonar rafvirkja, sem lengi
bjuggu í Borgamesi en fluttu síðan
til Reykjavíkur. Áma Sigga þótti
alltaf vænt um Borgames og því
kom hann aftur og starfaði hér í
sumar ásamt því að þjálfa og spila
með knattspymudeild Skallagríms.
Fyrir um það_ bil ári síðan felldu
þau hugi sama Ámi Siggi og Guðný
dóttir okkar. Síðan var hann eins
og einn af fjölskyldunni og reyndist
okkur eins og besti sonur. Alltaf
var hann tilbúinn að aðstoða ef ein-
hver þurfti þess með. Þá var hann
sérlega bamgóður. Alltaf hafði
hann tíma til að fara með litlu vin-
konu sína að veiða, á völlinn eða
bara í bíltúr og fyrir það viljum við
þakka en nú er hann horfínn og
söknuðurinn er mikill en minningin
um góðan dreng mun lifa.
Að loknum þessum fátæklegu
orðum viljum við votta foreldrum
hans og systkinum innilegustu sam-
úðarkveðjur okkar. Élsku Guðný
mín, við biðjum góðan Guð að gefa
þér styrk í sorginni.
Blessuð sé minning hans.
Anna og Sigurður Már
Lífíð er flókið samspil atburða.
Það ber í sér svo marga óskiljan-
lega þætti sem bæði færa mikla
gleði en oft á tíðum óbærilega kvöl
og sorg. Við mannfólkið stöndum
agndofa, hjálparlaus og fyrst og
fremst skilningsvana er slys eða
veikindi eiga sér stað sem hafa í
för með sér ökuml og stundum
missir kærs ástvinar.
Þegar ungt fólk á í hlut lýstur
það með miklu stærra höggi. Ung-
ar, yndislegar mannverur sem eru
að byija að fóta sig í ólgusjó lífsins.
Ungt fólk í blóma, fullt af orku og
krafti til þess að takast á við lífíð
og vera með í lífsbaráttunni. Allt í
einu eins og hendi sé veifað er reitt
til höggs.
_Við höfum ekkert val. Við ráðum
svo sáralitlu varðandi þá atburði
sem skipta sköpum í lífí okkar, ráð-
um oft engu um. Við kysum svo
gjaman að geta ráðið og valið, en
þá haga atvik því þannig að við