Morgunblaðið - 05.08.1987, Side 69

Morgunblaðið - 05.08.1987, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987 69 Héraðssambandið Skarphéðinn: Þurfa að semja um til- kostnað upp á tvær millj- ónir vegna Gauksins STJÓRNARMENN Héraðssam- bandsins Skarphéðins þurfa að semja um uppgjör á tveimur milljónum króna vegna tilkostn- aðar við útihátiðina Gaukinn sem halda átti i Þjórsárdal um helgina en var hætt við vegna fámennis. Á föstudagskvöldið höfðu ein- ungis 17 keypt sig inn á Gaukinn og um miðnætti það kvöld ákváðu forsvarsmenn hátíðarinnar að hætta við. Um ástæður þess að fólk kom ekki í Þjórsárdalinn að þessu sinni segja forsvarsmenn HSK að margt geti hafa hjálpast að. Dagskráratriði hátíðarinnar virðast ekki hafa höfðað til unga fólksins en þau urðu önnur en gert hafði verið ráð fyrir í fyrsta undirbúningi. Búið var að gera ráð fyrir því að Bubbi Mortens yrði á Gauknum og virtist það ætla að ganga upp en þegar átti að fastsetja það með samningum komu boð frá honum að hann vildi ekki á Gaukinn held- ur í Húsafell. Samkvæmt þessum fyrirætlunum var gert ráð fyrir að MX 21 og Bubbi sæju um öll skemmtiatriði. Bubbi kom fram á Gauknum í fyrra og líkaði Skarp- héðinsmönnum framlag hans með ágætum. Annað sem brást í undirbún- ingnum var að búið var að gera drög að samningi við hljómsveitina Stuðkompaníið um að spila á Gauknum en þegar kom að því að skrifa undir samninginn gekk allt til baka og þeir fóru í Húsafell. Þama telja Skarphéðinsmenn að tveir mikilvægir hlekkir hafí brugðist í undirbúningnum. Ennfremur telja forsvarsmenn Skarphéðins það furðulegt hjá starfsfólki Umferðamiðstöðvarinn- ar að fullyrða á fimmtudegi við Sumar- bústaður brennur BRUNI varð í sumarbústað við Elliðavatn á laugardagskvöld. Talsverðar skemmdir urðu á bústaðnum. Slökkviliðinu í Reykjavík var á laugardagskvöld kl. 23.04 tilkynnt um eldsvoða í sumarbústaðnum Steinahlíð við Vatnsendablett 212. Þegar að var komið logaði glatt í bústaðnum og logar stóðu út um glugga. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Sumarbústaður þessi er um 45 fermetrar. Svefnherbergi og eldhús skemmdust mikið af bruna, aðrir hlutar voru mikið skemmdir og þakið mikið skemmt. Ekki er ljóst um eldsupptök, en þó er talið að kviknað hafí í út frá olíuofni. fjölmiðla að straumurinn lægi í Húsafell, áður en fólk var almennt farið af stað. Þetta kom fram hjá útvarpsstöðvum á fimmtudeginum og á forsíðum dagblaða á föstu- degi. Þetta telja þeir að hafi einnig haft áhrif á það hvert fólkið fór. Stjórnarmenn Skarphéðins standa nú frammi fyrir því að semja um tilkostnað vegna Gauks- ins upp á tvær milljonir og kemur það til viðbótar skuld upp á 500 þúsund vegna ferðar á Landsmótið á Húsavík. Vandinn er því nokkur hjá sambandinu en þó eru menn þar á bæ ekki á þvi að gefast upp. „í svona stöðu er það alltaf spurn- ingin hversu mikils velvilja við njótum hjá hinum ýmsu aðilum. Menn hafa sýnt þessu góðan skiln- ing og vörur til dæmis verið teknar til baka athugasemdalaust," sagði Guðmundur Kr. Jónsson formaður Skarphéðins. Hann ssgði ennfrem- ur að stjórnin kæmi saman á næstunni til að ræða hvernig kom- ast mætti hjá því að draga starf- semi héraðssambandsins saman vegna þessa. Viðbrögð dyggra stuðnings- manna héraðssambandsins hafa verið á þá vegu að margir hafa komið á skrifstofu HSK á Selfossi og afhent framlög sem svarar að- göngumiðaverði á Gaukinn og lýst sig tilbúna til átaks fyrir samband- ið. Sig. Jóns. Hafnarfjörður: Engin ákvörðun tekin um sorp- hauga við Krísuvík „ÉG VIL þakka Sveini Björnssyni listmálara fyrir áhuga hans á umhverfismálum. Þar er hann á sama máli og bæjaryfirvöld í Hafnarfirði, sem hafa mikinn áhuga á að vernda umhverfi Krisuvíkur til útivistar," sagði Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar, en í grein Sveins, „Á að gera fólk- vang að öskuhaugum", sem birtist í Morgunblaðinu 31. júlí síðastliðinn, hvetur hann til þess að Hafnfirðingar standi vörð um Krísuvík. Guðmundur Ámi sagði að Sveinn gerði bæjaryfirvöldum upp skoðanir varðandi nýtingu Krísuvíkurlands- ins og því vildi hann taka fram að þær lauslegu hugmyndir, sem uppi eru um staðsetningu nýrra sorp- hauga fyrir Reykjavík og nágranna- byggðir gerðu ráð fyrir þeim við Selöldu. „Selalda er langt frá því að vera í túnfæti Krísuvíkur. Hún er niður undir sjó í allnokkurri fjar- lægð frá hinu eiginlega Krísuvíkur- landi," sagði Guðmundur. Hann sagði að fyrir lægi að sorp- haugar Reykjavíkur og nágrennis við Gufunes yrðu fullnýttir um 1990. Sveitarfélögin á svæðinu hafa því nýlega sameinast um stofnun félags sem ætlað er að leysa þetta sameiginlega vandamál og finna sorphaugunum nýjan stað. „Það félag er að komast á um þessar mundir og mun fjalla um þá val- kosti sem þegar eru fyrir hendi og aðra sem kunna að koma upp síðar," sagði Guðmundur, en auk Selöldu hefur Álfsnes á Kjalamesi verið nefnt sem hugsanlegur urðun- arstaður. Hópferð ítal- anna 170 Iokið HÓPFERÐ ítalanna 170 sem hafa faríð um landið síðustu daga lauk í gær þegar þeir komu til Reykjavíkur. Þessi ferð er hin fyrsta af þremur og verða bílarn- ir fluttir út með ferjunni Norr- önu að lokinni þríðju og síðustu ferðinni. Þessi fyrsta ferð heppnaðist vel að undanteknum tveimur óhöppum; einn bíll ók á brú yfír Botnsá í Mjóafirði í Djúpi og skemmdist nokkuð, annar bíll valt út af vegin- um efst í Jökuldal og ökumaður hans hlaut slæmt fótbrot en farþega sakaði ekki. Þátttakendur vom mjög ánægðir með ferðina og fannst ævintýri líkast að kynnast íslenskri náttúru. Fólkið fer utan í lok vikunnar og nýr hópur kemur á sama tíma. NÝIR MINJAGRIPIR! Höfðabakka 9 Sfmi 685411 Arfells innréttingar Ármúla 20 flytiai IB Búðina Armúla 17a ■ ' % rjujtyjgcic y- v/ "e *?»'•£** *»%£•**£ Iimv ■Js* , 1 . h . 'w' - * ^ r ' - ■ v w % . • .< . » * • IVésmiðja •. Kaupfélags Hvámmsfjaroar ÚTSALA 'PcMÍSZ- 1 TÍZKAN 1 í Laugavegi71 II. hæð Simi 10770

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.