Morgunblaðið - 05.08.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.08.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987 Yfirheyrslum í vopnasölumálinu lokið: Svik, óheilindi og virð- ingarleysi fyrir lögunum - sagði Daniel Inouye, formaður rannsóknar- nefndar bandarísku öldungadeildarinnnar Washington, Reuter. Rannsóknum bandarískra þing- nefnda á vopnasöluhneykslinu og fjárstuðningnum við skæruliða í Nicaragua lauk á mánudag með yfirheyrslum yfir Caspar Wein- berger varnarmálaráðherra. Að þeim loknum létu nokkrir frammá- menn á þingi í ljós álit sitt á því, sem fram hefur komið, og fóru hörðum orðum um ríkisstjórn Ron- alds Reagan forseta og þau alvarlegu afglöp, sem henni hafa orðið á í utanríkismálum. „Hér hefur verið sögð ljót saga, saga um svik og óheilindi og um virð- ingarleysi fyrir lögunum," sagði öldungadeildarþingmaðurinn Daniel Inouye í yfirlýsingu að yfirheyrslun- unum loknum. „Hér heftir líka verið sögð sagan um meingallaða stjómar- stefnu, sem leynileg klíka í Hvíta húsinu sigldi eftir; sagan um mikla þjóð, sem brást þeim hugsjonum, sem gerðu hana mikla, og varð því sjálf gísl mannræningjanna, sem reynt var að semja við.“ Warren Rudman, öldungadeildar- þingmaður úr flokki repúblikana, sagði, að Hvíta húsið hefði misnotað völd sín og Reagan hefði lagt blessun sína yfir „mikla heimsku" með því að selja vopn til írans. Lagði hann hins vegar áherslu á, að Reagan hefði hvorki vitað um né samþykkt fjár- stuðninginn við skæruliða í Nic- aragua. Aukið eftirlit með CIA Dagblaðið The Washington Times skýrði frá því í gær, að nú væri ver- ið að leggja síðustu hönd á lög um Austur-Þýskalands náðu í gær samkomulagi um samvinnu á sviði friðsamlegrar hagnýtingar kjarnorku. Viðræður um þessi mál hófust árið 1983. Umhverfismálaráðuneyti Vest- ur-Þýskalands skýrði frá því að kjarnorkuslysið í Chernobyl hefði aukið mikilvægi samkomulagsins. aukið eftirlit með starfsemi banda- rísku leyniþjónustunnar, CIA. Væru lögin bein afleiðing af vopnasölunni og leynilegum fjárstuðningi við kontra-skæruliða. Sagði blaðið einn- ig, að háttsettir menn í CIA hefðu miklar áhyggjur af lögunum, sem þeim fyndust svo ströng, að þeir ættu ekki annars úrkosta en fara á bak við þau. 999.999 dollarar Við rannsókn Bandaríkjaþings á vopnasöluhneykslinu kom það meðal annars fram, að TOW-flugskeytin, sem seld voru írönum, voru greidd með fimm ávísunum og var hver SÆNSKA stjórnin sagðist í gær vera jákvæð gagnvart ósk libönsku stjórnarinnar um framsal lið- hlaupa nokkurs úr líbanska hernum líbönsk stjórnvöld telja að maðurinn hafi myrt Rashid Kar- ami, forsætisráðherra landsins. Karami lést l.júni af völdum áverka sem hann hlaut er sprengja sprakk í þyrlu er hann var farþegi í. Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði í gær: „Ósk Líbana á fullan skilning okkar og samúð með hliðsjón af morðinu á forsætis- ráðherranum. Sjálf urðum við fyrir Samkvæmt því munu löndin m.a. skiptast á upplýsingum varðandi mælingar á geislavirkni, geymslu kjarnorkueldsneytis og kjarnorku- úrgangs. Að sögn ráðuneytisins munu ríkin tvö einnig láta hvort annað vita af því með fyrirvara ef þau hyggjast taka í notkun ný kjarn- orkuver. þeirra upp á 999.999 dollara. Var það gert til þess að CLA þyrfti ekki að gréina þinginu frá kaupunum en það ber að gera ef greiðsla er milljón dollarar eða meiri. Kom þetta fram hjá þingmanninum Jack Brooks, sem sæti átti í einni rannsóknarnefnd- anna. Weinbergar vamarmálaráð- herra sagði í yfirheyrslunum á mánudag, að hann hefði ekki vitað um hvaða háttur hefði verið hafður á með þessar greiðslur enda verið andvígur vöpnasölunni frá upphafí. Hann sagði hins vegar, að herinn hefði selt CIA flugskeytin fyrir allt of lítinn pening, fýrir 7,3 milljónir dollara í stað 9,4 millj. Hvorki Wein- berger né Brooks gátu skýrt hvemig á því stendur, að herinn segist hafa fengið 7,3 millj. dollara en ávísanim- ar frá CIA eru aðeins upp á 4.999,995 dollara. barðinu á hryðjuverkamönnum með skelfilegum hætti á síðasta ári“. Olof Palme, þáverandi forsætisráðherra Svía, var myrtur snemma á síðast- liðnu ári og hefur morðingi hans ekki fundist enn. Carlsson sagði hins vegar í viðtali við sænska sjónvarpið að vísbending- ar í máli Líbanans Elie Louis Sleibi væm enn þá of veikar til að réttlæta brottvísun frá Svíþjóð. Sænska lögreglan handtók Sleibi í flóttamannamiðstöð í Motala á Austur-Gotlandi á laugardaginn en hann kom til Svíþjóðar frá Kýpur fyrir mánuði og hefur verið undir eftirliti öryggislögreglunnar. Líbanska lögreglan segir manninn hafa yfírgefið Líbanon fímm dögum eftir morðið á Karami en Sleibi starf- aði sme flugvirki á flugvelli þeim er þyrla forsætisráðherrans kom frá. Þriggja manna sendinefnd frá Líbanon var væntanleg til Stokk- hólms í gær með sönnunargögn í málinu. Samkvæmt sænskum lögum má ekki framselja einstakling til lands þar sem hann getur átt dauða- dóm yfir höfði sér. Áköf umræða hefur undanfama daga átt sér stað í sænskum blöðum þar sem þar sem rr).a. er spurt hvort Svíar geti skotið skjólshúsi yfir morðingja forsætisráð- herra á meðan sænska lögreglan leiti enn morðingja Olofs Palmes. Sænska Dagblaðið spyr hvað myndi gerast ef hugsanlegur morðingi Bandaríkja- forseta reyndi að fela sig í Svíþjóð. Austur- og Vestur-Þýskaland: Samkomulag þýsku ríkj- anna um kjamorkumál Ponn. Reuter. RÍKISSTJÓRNIR Vestur- og Meintur morðingfi Karamis: > Ovíst um viðbrögð Svía Stokkhólmi, Beirut, Reuter. Jazzballett í ágúst 3ja vikna 4x íviku 90 mín. tímar Kennari Bára Magnúsdóttir í síma 83730 frá kl. 09-19. a Jazzballettskóli Báru. NÚ GETA ALLIR EIGNAST AIWA Vorum að fá liina frábæru samstæðu frá Aiwa CP-550 Einstakt sumartilboð!!! CP 550. Útvarp með LB, MB, FM og SW. Magn- ari 2x15 W(RMS) 5 banda tónjafnari. Tvöfalt segulband með „High Speed Dubbing", Metal, CR02, plötuspilari-hálfsjálfvirkur, tenging fyrir C.D., hátalarar 30 W (RMS). Frábær tóngæði frá AIWA. VERÐ AÐEINS KR. 29.680,- stgr. Láttu ekki happ úr hendi sleppa. ATH. Þetta er aðeins ein af mörgum frábærum stæðum frá AIWA. Sendum í póstkröfu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.