Morgunblaðið - 05.08.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.08.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987 LEIKBÆR Reykjavlkurvegi 50s(mi 54430 Liverpool Laugavegi 18a simi 11135 Um TVI - Tekið undir með Garra ráðherra kannast ekki við að um háskóla hafi verið rætt í sambandi við þessa viðbótardeild VÍ, en telur þó, að hér sé verið að deila um keisarans skegg. En hér er verið að krýna skeggprúðan keisara; TVÍ ætlar að fylgja nafngiftinni eftir í verki og útdeila háskólagráð- um. Og næst víkur skólastjóri að hröðum vinnubrögðum og lítilli opinberri umræðu um TVI. Skoðun hans er sú, að hröð vinnubrögð séu vænlegri til árang- urs en langt nefnda- og ráðuneyta- vafstur. Og hröð hafa vinnubrögð- in verið, nefnd stofnuð á vegum VÍ viku fyrir jól til að skipuleggja tölvuskóla; skilar síðan áliti sínu í apríl. Opinn fundur var auk þess haldinn í vor, og leist öllum vel á stofnun tölvuskóla. Á raunveruleg- an tölvuháskóla var hins vegar ekki minnst fyrr en miklu síðar, sbr. ummæli fyrrverandi mennta- málaráðherra. Hröð hafa vinnu- brögðin verið, og háskóli hefur líklega sjaldan verið hristur fram úr ermi á skemmri tíma. (Eitthvað handa Heimsmetabók Guinness?) En „hastverk er lastverk“, segja Norðmenn. Þriðja atriði hjá skólastjóra: „Má Tölvuháskólinn veita BS-gráðu?“ Fyrst koma í hugann orð góða dátans Svejks: „Það má ekki, en það er hægt." í sjálfu sér getur hver sem er veitt BS-gráðu. Spum- ingin er, hvers virði hún_ sé. Upplýsingar um BS-gráðu TVÍ gat ég naumast sótt í aðra staði en í sjálfslýsingu skólans sjálfs. Og gefur sú lýsing annað til kynna en að hér bjóðist útsöluvara: BS- gráða eftir 2 ára nám? Varla hafa lesendur getað túlkað sjálfslýsingu TVÍ á annan veg. Ég er því ekki fullsáttur við þessi orð skólastjóra í svargreininni: „. . .en vandséð er hvaða tilgangi greinar í dag- blöðum, um gæði BS-náms, sem ekki er orðið til og enginn veit hvemig verður, geti þjónað". En þessi og önnur ummæli skólastjóra benda til, að eitthvað sé nú verið að draga í land. Fjórða atriðið er það, hvort stofnun TVÍ leiði til tvíverknaðar. Sömu greinar og TVÍ hyggst sinna em kenndar við einkaskóla og við HÍ, svo mikið er víst. Og ég fjöl- yrti um HÍ í grein minni, vegna þeirra harðræða, sem tölvufræðin þar býr við. Sú grein er í fjár- svelti; á sama tíma er TVÍ best líkjandi við vel haldinn hlöðukálf. En skólastjóri dregur sínar líkingar af baráttu einkafyrirtækja á frjáls- um markaði og óæskileika einok- unar. Og þangað á hann ekki að sækja samlíkingamar að mínu mati. Ályktun stærðfræðiskorar HÍ hefur að geyma atriði um það, hvað háskóli sé og eigi að vera, svo vel orðuð og skýr, að þau mætti klappa í marmara og festa á skrifstofuveggi menntamála- ráðuneytisins. Tímaskyn háskóla fram og aftur í tímann þarf að miða við meira en bókhaldsárið eitt og svikult markaðsástand má ekki ráða sjóndeildarhring háskóla. Metnaður hans á að vera meiri en slíku nemur, og iila skilur sá eðli háskóla, sem telur líkingar sem þessar henta. Hið fimmta: „Er þörf fyrir Tölvuháskóla?" Skólastjóri svarar þessari spumingu sinni játandi og vitnar til orða Qölmargra atvinnu- rekenda og annarra um nauðsyn náms þess, sem TVI hyggst miðla. En sögðu þessir menn, að þörf væri á stofnun háskóla til þessa — með öllum þeim skuldbinding- um, sem þeirri nafngift fylgja? Hið sjötta er spumingin um sjálfstæði VÍ og hæfni þess skóla til að ráða háskólakennara. Og í því efni erum við Garri jafnhissa; það eru raunar fleiri. Já, er mér láandi, þótt ég setji spumingar- ÖRYGGIS- HJÁLMAR Fyrir vélíþróttir Verð frá 2.750.- Ýmsar gerðir, stærðir og litir eftirJón Gunnarsson Fyrst er að þakka skólastjóra VÍ fyrir svör hans í Mbl. 28. júlí við fyrirspumum mínum um vænt- anlegan Tölvuháskóla Verslunar- skóla íslands (ég mun nota hér skammstöfunina TVÍ til stytting- ar), þakka honum um leið fyrir að kenna mér orðið „afmenntun"; næst að þakka öllum þeim háskóla- mönnum, sem tekið hafa af honum ómak og veitt sín svör í blöðum og útvarpi, og nú síðast en ekki síður Garra hjá Tímanum, sem fjallar hressilega um málið 30. júlí og bætir við ýmsum þörfum spum- ingum, sem vonandi hljóta sín svör áður en lýkur. Loks er að gera svörum skólastjóra nokkur skil. Svörunum skipar hann í 7 liði, og fylgi ég þeirri framsetningu. Þeirri spumingu, hvort TVI sé háskóli svarar skólastjóri játandi. TVÍ . . . mun taka inn stúdenta og því er um að ræða nám á háskólastigi.. Enginn neitar því, að forsenda háskólasetu hérlendis sé stúdentspróf. Og skólastjóri gagnályktar í snatri: skóli, sem krefst stúdentsprófs, er með því orðinn háskóli. Og þá er nú hætt við, að margir skólar í landinu geti snyrt til nafn sitt, ef þetta eru rökin. „Léttvæg rök,“ segir Garri. Sigurður Líndal, lagaprófessor, tók dýpra í árinni: „Þetta er algjör rökleysa, þér er óhætt að bera mig fyrir því.“ í ályktun stærðfræði- skorar HÍ er því andmælt, að TVÍ geti kallast háskóli nema að upp- fylltum svipuðum skilyrðum og HÍ setur. Og fyrrverandi menntamála- GEIMÁLFURINN ALF SJÓNVARPSSTJARNAN MIKLA er komin! Verð kr. 1.850,-Póstsendum Jón Gunnarson „Tímaskyn háskóla fram og aftur í tímann þarf að miða við meira en bókhaidsárið eitt og svikult markaðsástand má ekki ráða sjóndeiid- arhring háskóla. Metnaður hans á að vera meiri en slíku nemur.“ merki við þetta sjálfstæði VÍ, svo fast sem sá skóli hyggst nú totta ríkisspenana? Undarlegur skóli er það, sem getur stytt sér leið fram hjá menntayfirvöldum þjóðarinnar í flestum efnum, nema þegar seil- ast þarf eftir fé úr vösum skatt- greiðenda. Þetta er harla ólíkt sjálfstæði Bjarts okkar í Sumar- húsum. En VÍ telur sig jafnsjálf- stæðan í tilverunni, þótt hann þiggi fé á Rauðsmýri. Við Garri skiljum þetta ekki alveg. Hið sjöunda og síðasta: „Mér þótti vert að nefna enska orðið „deskilling" í grein minni, túlkaði það sem gengisfellingu þekkingar og kunnáttu hvers konar. Páll Jensson, forstöðumaður RHÍ, bætti um betur í samtali við Þjóðviljann og taldi ekki síður tímabært að tala um verðbólgu nafngifta. Skólastjóri telur, að hugtakið komi málinu lítið við; mér segir hins vegar svo hugur, að það taki nærri kjama þess. Svo er að fjölga spumingum lítið eitt í lokin: Skólastjóri segir, að margir háskólamenn hafi stutt stofnun TVÍ. Mig undrar á þessu. Ég sé ekki betur en hæstiréttur á tölvusviðinu hafi tjáð álit sitt: Forvígismenn Reiknistofnunar HÍ hafa sagt skoðun sína, fjögurra síðna rækileg álitsgerð frá stærð- fræðiskor HÍ liggur fyrir og kennslustjóri HÍ hefur látið í ljósi álit sitt á málinu, eins og það hef- ur verið kynnt. Getur skólastjóri lesið stuðning við stofnun tölvuhá- skóla út úr orðum þeirra? Og aðrir háskólamenn, sem ég hef talað við — og þeir eru orðnir margir — eru sammála um nauðsynjaleysi stofn- unar þessa háskóla. Og í lokin spyr ég með Tíma-Garra og vitna í orð hans jafnframt: „Alþingi fer með fjárveitingavaldið og ákveður endanlega ríkisstyrk- inn til tölvudeildarinnar. Þá getur varla farið þjá því — nema Alþingi sé þeim mun geðlausara —■ að tíl umræðu komi hvernig orða skuli styrkveitinguna, hvort i henni eigi að felast viður- kenning á þvi að verslunarskól- inn geti hafið sjálfan sig upp á háskólastig, eins og ekkert sé. Ólíklegt er að Alþingi viður- kenni slíkt fúsk..“ Og nú er að sjá, hve sannspár hann Garri okkar rejmist. Málið varðar m.a. gengi íslenskra lærdómstitla. Og hve geðlaust eða geðríkt mun Alþingi Islendinga nú reynast í máli sem þessu? Og vonandi fara spumingar Garra ekki fram hjá þingmönnum. Höfundur er lektor í almennum málvlaindum við Háskóla ísliuida.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.