Morgunblaðið - 05.08.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987
25
hyggja hefur ekki sneitt hjá skóla-
kerfinu. Menn hafa sett á langar
ræður um staðsetningu skóla í
landinu, en erfitt er að fá menn til
að festa sig við hvað á að gera þar
innan veggja. Steinn Steinarr hafði
eftir fóstru sinni að meiningin væri
rímorð, „þeir nota það fyrir sunnan
til að ríma á móti þrenningunni".
Það loðir alltaf einhver ævintýra-
blær við menningu og menntuit 'og
skólagengnir menn komast oft
furðu langt með litla kunnáttu.
Virðing fyrir vel unnu verki er
hins vegar lítil. Hvergi í heiminum
eru nýútskrifuðum mönnum fengin
í hendur abyrgðarstörf eins og hér
á landi. Öll störf þarfnast ákveðinn-
ar verkkunnáttu. Sjómaðurinn,
fiskverkunarkonan, sá sem selur
fiskinn til útlanda, bóndinn, mjólk-
urbílstjórinn, kennarinn, járnsmið-
urinn, gangastúlkan, læknirinn,
guðfræðiprófessorinn og blaðberinn
allir eru hlekkir í atvinnulífi okkar.
— Ágætur járningamaður var eitt
sinn spurður hvort annar maður
gæti jámað hest og hann svaraði:
„Nei, en hann heldur vel fæti“. Það
getur vart næmari skilning á mikil-
vægri góðrar verkkunnáttu.
En skólakerfið okkar virðist ekki
taka mið af þessu. Stöðugt er troð-
ið inn í framhaldsskólana sundur-
leitu bóknámi og í stað þess að
beina unglingum í upphafi í nám
við þeirra hæfi eru menn felldir á
prófum. Þannig gengur fjöldi fólks
með þá grillu að iðnnám sé óæðri
flokkur. Undirbúningur undir há-
skólanám er losaralegur. Þar skiptir
mestu máli staðgóð kunnátta í
tungumálum og reikningi. Auðvitað
koma ýmsar aðrar greinar að gagni,
svo sem undirstöðuatriði í tölvu-
meðferð. Ástandið er þó þannig að
nú hefst háskólanám margra á fyr-
irlestrum um hvernig megi nota
tölvu eins og ritvél. Sú skamma-
demba sem dunið hefur á skóla-
mönnum undanfarið hefur ekki
skilað miklum framförum, en ljóst
er að miðstýring framhaldsskóla er
komin út í öfgar. Hér skulu talin
nokkur atriði sem hafa mætti í
huga:
1. Það þarf að útrýma þeim hugs-
unarhætti að það séu ill örlög
að komast ekki í háskólanám
og það er óþarfa minnimáttar-
kennd hjá skólastjóra Verslunar-
skólans að segjast ætla að kenna
prógrammeringu á háskólastigi.
2. Það þarf að viðurkenna að góð
menntun kostar peninga.
3. Það þarf að auka fjárhagslegt
sjálfstæði framhaldsskólanna.
Þeir þurfa hver um sig að koma
sér upp sinni skólastefnu þannig
að nokkur samkeppni myndist.
4. Það þarf að stokka upp kennslu-
hætti í Háskólanum, fá fastráðn-
um kennurum viðfangsefni við
hæfi, gera kennsluna markviss-
ari og reka þá stundakennara
sem koma ólesnir í fyrirlestra
og ná engum árangri í kennslu.
5. Það þarf að selja húsið sem
keypt var fyrir minningarstofn-
un um Sigurð Nordal og gleyma
þeirri vitleysu. — Okkur vantar
ekki gamla menn.
8. Stjórnmálasiðferði
og fjölmiðlar
Pólitísk misbeiting valds er tii
staðar í öllum löndum. Hér hefur
framferði allskonar labbakúta í
skjóli valds víða gi-afið undan
trausti almennings á stjórnmála-
mönnum. En stjórnmálamönnum
hefur heldur ekki tekist að koma
sér upp þeim siðferðisþroska að
traust veki, og er eins og sumir
þeirra geri sér enga grein fyrir að
þeir eiga sína stöðu undir almenn-
ingi.
Núverandi faraldur hófst 1983
þegar Geir Hallgrímsson formaður
Sjálfstæðisflokksins hafnaði í 7.
sæti í prófkjöri fyrir þingkosningar.
Hann virtist ekki gera sér neina
grein fyrir hvaða boðskapur þetta
var fyrir formann flokksins. Og
þegar hann féll út af þingi þá fór
hann ekki heldur. Geir er maður
vinsæll og nýtur óskoraðs trausts
samverkamanna sinna, sem töluðu
hann upp í þessa vitleysu, en áttuðu
sig ekki á hve hættulegt fordæmi
þeir voru að gefa. Þegar búið var
að úthrópa Albeit Guðmundsson
sem þjóf, þótt algjörlega ósannað
væri, mátti honum vera ljóst að
kosningabaráttan myndi að veru-
legu leyti snúast um þessar ávirð-
ingar og verða flokknum mjög
þung. Ekki datt honum í hug 'að
taka á einhvem hátt á þessu sjálfur
heldur beið hann þess að formaður-
inn. gerði honum úrslitakosti.
Þegar ljóst varð að Þorsteinn
Pálsson hafði forklúðrað Alberts-
málinu og fylgi Sjálfstæðisflokksins
stóð hann ekki upp svo aðrir gætu
sameinað flokkinn, heldur varð per-
sóna hans númer eitt, en sterkur
Sjálfstæðisflokkur númer tvö.
Grátbroslegasta dæmið er þó
Svavar Gestsson formaður Alþýðu-
bandalagsins, sem stritast við að
sitja, meðan rannsókn fer fram á
flokknum fyrir opnum tjöldum. Var
ekki til eitthvað í kaþólsku sem hét
sundurkramning hjartans?
Mikil fjölmiðlabylting er orðin í
landinu þó mér finnist engin breyt-
ing jafnast á við breytingar sem
útvarpsráð Njarðar P. Njarðvík kom
á. Því miður þroskast maður of lítið
af því fréttaflóði sem yfir dynur og
óskaplega er nú dómgreind og
kunnátta margra fréttamanna lítil.
En þrátt fyrir það tekst þeim furð-
anlega að vekja athygli á sér. Hins
vegar virðist alveg liðið undir lok
að alþingismenn taki nokkur mál
upp, veki á þeim athygli og beijist
fyrir þeim. Þeir láta nægja að tjá
sig um tilbúin vandamál frétta-
mannanna.
Ég sé þó ekki betur en valdamikl-
ir aðilar séu á mjög áhrifamikinn
hátt farnir að nota sér fjölmiðlana.
Það bar til fyrir nokkru að vegna
samkeppni í skipaflutningum til
landsins var flutningskostnaður
orðinn innflytjendum mjög hag-
stæður. Afkoma skipafélaganna var
léleg og það kom eins og reiðarslag
þegar Bandaríkjamenn tóku sjálfir
að sér flutninga fyrir herinn. Is-
lensk stjórnvöld fóru sér hægt í
málinu. Ljóst var að Hafskip var
veikasta fyrirtækið á markaðnum
og nú biiti Helgarpósturinn frétt
um að það væri gjaldþ'rota. Því var
í fyrstu neitað og forystumenn þess
nauðuðu um að fá herflutninga.
Hafskip var síðan gert upp og aðal-
keppinauturinri Eimskip, sem haft
hafði lélega afkomu á samkeppnis-
tímanum keypti eignir félagsins
vægu verði. í öllu þessu máli var
Albert Guðmundsson jafnan aðal
sökudólgur. Þegar hæfilega langur
tími var liðinn hrópaði síðan Eim-
skip að ef þeir fengju ekki herflutn-
ingana legðust af siglingar til
landsins. Og það fengu þeir. Og
síðan er metágóði. Albert hefur
löngum verið flokksforustunni leið-
ur og þegar kom að kosningum í
vor vantaði leið til að losna við
hann og auðvitað leysti Helgarpóst-
urinn inálið. Ég er stundum að velta
fyrir mér hvort þeir Helgarpósts-
menn gera sér í raun og veru ekki
grein fyrir hvernig þeir hafa verið
notaðir í því gífurlega hagsmuna-
stríði sem þarna átti sér stað.
Innlend forsíðufrétt í Morgun-
blaðinu vekur jafnan athygli, en
Þorsteinn og jakkinn þótti mér
næsta barnaleg frétt. Ég vona að
Þorsteinn Pálsson eigi eftir að kom-
ast á forsíðu Morgunblaðsins í
mörgum góðum fréttum á komandi
árum, en minni jafnframt á, að það
er hálfgerður ósiður að hengja
jakka á stólbak, og það fer illa með
jakkann. Það má til að kaupa herða-
tré í Forsætisráðuneytið.
Höfundur er verkfræðingur í
Reykjavík
ÚTSALA
Hælaskór kr. 1990 nú 990.- Öklaskór kr. 1990.nú 790.-
Kvenskór kr. 1990 nú 990.- Hælaskór kr. 2890.nú 990.-
Herraskórkr. 1990.nú495.- Herramokkasíurkr.2490.nú 1290.-
>>
íþróttaskór 20% afsláttur.
Tréklossar 20% afsláttur.
ATH: Við höfum mikið og gott
úrval af fallegum skóm frá Tops,
Puffins, Oswald o.fl., o.fl. ein-
stöku verði.
Póstsendum
VELTUSUNDI 1
21212
ÚTSALAN
ER HAFIN
Allar sumarvörur
verslunarinnar á
útsölu.
v/Laugalæk, sími 33755
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ástóum Moggans!____________x