Morgunblaðið - 05.08.1987, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987
Minning:
Asgeir Blöndal
Magnússon
Fæddur 2. nóvember 1909
Dáinn 25. júlí 1987
Ásgeir var fæddur 2. nóvember
1909 í Tungu í Auðkúluhreppi í
Amarfirði og andaðist í Borgarspít-
alanum 25. júlí sl. Foreldrar hans
voru Magnús Sigurðsson verka-
maður og kona hans, Lovísa
Halldóra Friðriksdóttir ljósmóðir.
Ég veit ekki hvort æskuumhverfi
Ágeirs hefur verið hvetjandi til
langskólanáms. En móðir hans
gerði hvað hún gat til að mennta
sig í starfi og hann mun hafa lesið
vandlega tiltækar bækur, hvers efn-
is sem þær voru. Uppvaxtarár hans
voru tímar mikilla framfara víða
um land og um þær mundir breidd-
ist út vonin um að með rússnesku
byltingunni væri komið óbrigðult
fordæmi fyrir bættu mannfélagi. í
þeirri stefnu sáu hann og margir
fleiri betri tíma fyrir íslenska al-
þýðu.
Hann aflaði sér fjár til að setjast
í Menntaskólann á Akureyri og var
kominn þar á síðasta námsár fyrir
stúdentspróf þegar honum var vísað
úr skóla veturinn 1930—31 fyrir
að skrifa grein í tímaritið Rétt um
„hreyfíngu íslenskrar öreigaæsku".
En nemendum hafði þá með ráð-
herrabréfi verið bönnuð stjóm-
málastarfsemi.
Nú fóm í hönd ár sjálfsnáms og
vinnu hjá Ásgeiri. Hann vann ýmis
störf, einkum í síld, og tók þátt í
stjómmálum fyrir Kommúnista-
flokk íslands og síðar Sósíalista-
flokkinn eftir skipulagsbreytingu
flokksins, notaði þá málakunnáttu
sem hann hafði fengið í skóla til
að afla sér fróðleiks af ýmsu tagi,
meðal annars um heimspeki og fé-
lagsvísindi. Bók hans um það efni,
„Marxisminn, nokkur fmmdrög,"
kom út 1937, og þýðing hans á bók
F. Engels, „Uppruna Qölskyldunn-
ar, einkaeignarinnar og ríkisins",
1951. Eflaust hefur hann ritað
greinar um þvílík efni í blöð og
tímarit á þessum ámm þótt ekki
kunni ég á því skil.
Stúdentsprófi lauk Ásgeir síðan
utanskóla frá Menntaskólanum á
Akureyri 1942. Þá var hann orðinn
fjölskyldumaður. En hann hóf há-
skólanám í íslenskum fræðum og
lauk prófí 1945. Tveim ámm síðar
gerðist hann starfsmaður Orðabók-
ar Háskóla íslands og vann henni
til ársloka 1980. Þá lét hann af
störfum fyrir aldurs sakir, en
síðustu tvö árin var hann forstöðu-
maður Orðabókarinnar. Samhliða
skrifaði hann fjölda greina um
íslenska orðfræði, einkum í tímarit
og afmælisrit, enda var hann kunn-
ur meðal íslenskufræðinga langt
út fyrir landsteinana. Þá kenndi
hann mörg ár ýmsa þætti íslenskrar
málfræði og skyldar greinar við
Háskóla íslands, svo sem gotnesku.
Annars verða þessi störf hans eigi
rakin frekar í þessum minningar-
orðum.
Ásgeir var einn þeirra orðabókar-
manna sem annast hafa útvarps-
þætti um íslenskt mál á hvetjum
vetri eftir að þeir hófust fyrir rúm-
um þijátíu ámm. Með þeim hefur
miklum og mikilvægum fróðleik um
íslenska tungu verið haldið til haga,
og verður það starf ekki metið til
fulls. Því veldur bæði gott samband
orðabókarmanna við hlustendur og
sérstaða íslenskrar tungu sem rann-
sóknarefnis vegna góðarar vitn-
eskju manna um hana öldum
saman.
Eftir að Ásgeir hætti störfum við
Orðabók Háskólans vann hann að
rannsóknum á skyldleika íslenskra
orða meðan heilsa entist, síðasta
sprettinn beinlínis í köpp við örlögin
í mynd ólæknandi sjúkdóms. Hon-
um entist aldur til að lesa próförk
orðsifjabókarinnar, sem er hin
fyrsta sinnar tegundar með skýr-
ingum á íslensku.
Ásgeur las orðabækur sér til
fróðleiks, mundi orðin og merkingar
þeirra. Það fór líka svo að hann
varð einn fróðasti, ef ekki fróðastur
manna um íslenskan orðaforða að
fornu og nýju. Við sem höfum feng-
ist við orðabækur, þykjumst hafa
töluverða þjálfun í að muna orð og
merkingar, en engan veit ég hafa
staðið Asgeiri á sporði í þeim efn-
um. Þess varð ég áþreifanlega var
í samstarfí við hann um endurskoð-
un á Orðabók Menningarsjóðs sem
kom út 1983. Ef Ásgeir hefði feng-
ið að ráða hefði sú útgáfa dregist
enn um hríð — og bókin orðið betri.
Þetta var í samræmi við eðli
hans og kröfur um vönduð vinnu-
brögð. Sumum gat þótt hann
óþarflega kröfuharður um full-
komnun verks, þótt hann vissi að
því verkstigi yrði ekki náð. En ég
skildi sjónarmið hans á þessa leið:
„Menn eiga að vera kröfuharðir um
verk, en mildir í dómum um menn.“
Hann var ljúfur og hjálpsamur ef
til hans var leitað, en reiddist ef
honum þóttu menn bregðast skyldu
sinni við réttlætið eða náungann,
hver sem átti í hlut.
Þess var áður getið að síðustu
kröftum sínum varði Ásgeir til að
semja orðsifjabók, þar sem skýrður
er uppruni og skyldleiki íslenskra
orða. Þrem vikum fyrir andlátið
sendi hann mér bréf og bað mig
aðstoðar við að finna hugsanlegar
heimildir um tvö fátíð orð. Árangur
af leit minni var lítill og ef til vill
var þetta bara aðferð hans að
kveðja. En starfið að íslenskum
málvísindum heldur áfram þótt einn
hinn liðtækasti í flokki íslenskra
málfræðinga sé fallinn í valinn,
þrotinn að heilsu og kröftum.
Ásgeir var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Sigríður Sigurhjart-
ardóttir frá Siglufírði og eignuðust
þau þijá syni. Þau voru meðal frum-
býlinga Kópavogskaupstaðar, en
svo dó Sigríður frá bömunum ung-
um 1951. Yngsta bamið fór þá í
fóstur hjá móðurfólki sínu, en Ás-
geir hélt heimili með eldri drengjun-
um, fyrri árin oftast með ráðskonu.
Um tveim áratugum síðar kvæntist
hann Njólu Jónsdóttur frá Stokks-
eyri og fluttist til Reykjavíkur þar
sem þau áttu fallegt heimili og
hann naut sín vel við störf meðan
heilsa leyfði.
Að leiðarlokum er svo mitt að
þakka góða viðkynningu og trausta
samvinnu.
Árni Böðvarsson
Þegar ég kom að Orðabók Há-
skólans árið 1955, voru þeir þar
fyrir, Jakob Benediktsson og Ás-
geir Blöndal Magnússon. Unnum
við svo saman þrír hin margvísleg-
ustu orðabókarstörf um nær aldar-
fjórðungsskeið. Nú er hinn fyrsti
okkar fallinn frá. Ekki verður því
neitað, að það vakti sérstaka tilfínn-
ingu hjá mér, þegar mér barst frétt
um andlát Ásgeirs Blöndals norður
í land, þar sem ég er á ferð. Þó var
mér vel ljóst að hveiju stefndi, þeg-
ar ég kvaddi hann á Borgarspítalan-
um fáum dögum áður. Minningar
um samvinnu okkar Ásgeirs Blön-
dals hrönnuðust upp, þótt segja
megi, að náinn kunningsskapur
hafi aldrei myndazt milli okkar.
Fyrstu kynni okkar Ásgeirs Blön-
dals Magnússonar urðu annars
haustið 1942, er við settumst báðir
í heimspekideild Háskóla íslands
og tókum að leggja stund á íslenzk
fræði. Ásgeir Blöndal var þá tölu-
vert eldri en aðrir nýstúdentar. Kom
það líka þegar í ljós, að hann stóð
öðrum nýstúdentum langtum frem-
ur í þessum fræðum og var óvenju-
vel lesinn í öllum greinum þeirra.
Svo fór einnig, að hann lauk prófi
frá Háskólanum vorið 1945 með
loflegum vitnisburði.
Árið 1947 gerðist Ásgeir Blöndal
starfsmaður Orðabókar Háskólans
og var það óslitið, þar til hann varð
að láta af störfum sjötugur í árslok
1979. Síðustu tvö ár starfsferils
síns var hann forstöðumaður Orða-
bókarinnar eftir dr. Jakob Bene-
diktsson.
Ég sagði hér framar, að Ásgeir
Blöndal hefði verið óvenjuvel undir
háskólanám búinn haustið 1942.
Ég varð þess líka fljótt áskynja,
þegar við urðum samverkamenn við
Orðabók Háskólans, að þar fór frá-
bærlega vel menntaður maður sem
Ásgeir var og fjölfróður um flesta
hluti. Ekki bar samt mikið á, enda
var honum sízt í huga að láta mik-
ið yfir þekkingu sinni. Hann var
og hlédrægur alla þá tíð, sem ég
hafði af honum kynni, og flíkaði
aldrei lærdómi sínum að fyrra
bragði.
Vafalaust hefur mörgum fundizt
Ásgeir Blöndal fáskiptinn við fyrstu
kjmni, og þannig var mín reynsla
í upphafi samstarfs okkar. Aftur á
móti varð mér fljótlega vel ljóst,
að hann var allra manna hjálp-
fúsastur, þegar leitað var til hans,
og um það get ég borið glöggt
vitni. Þar var nær aldrei komið að
tómum kofunum, og þekking hans
á íslenzkum orðabókum og íslenzk-
um orðaforða var með ólíkindum.
Ég held t.d., að það hafí tæplega
komið fyrir, að Ásgeir færi skakkt
með eða misminnti, hvort eitthvert
orð eða orðasamband kæmi fyrir í
orðabók Sigfúsar Blöndals eða ekki.
Þeir voru fleiri en ég, sem undruð-
ust þetta minni hans.
Það var þess vegna ekki ófyrir-
synju, að Ásgeiri Blöndal var falin
endurskoðun nýrrar útgáfu orða-
bókar Menningarsjóðs á sínum tíma
með frumhöfundi hennar. Sú útgáfa
ber víða merki hins fjölfróða orða-
bókarmanns.
Haustið 1956 tókum við áður-
nefndir þremenningar við Orðabók
Háskólans að okkur þáttinn ís-
lenzkt mál í Ríkisútvarpinu. Eins
og alþjóð veit hefur hann síðan
verið í höndum okkar orðabókar-
manna. í upphafí kom hér einnig
fram mikil þekking Ásgeirs Blön-
dals á íslenzku talmáli. Tengdi hann
manna bezt þætti sína við söguleg-
an uppruna orða og merkingu
þeirra og aftur nútímanotkun.
Undraðist ég oft, hversu vel honum
fór þetta úr hendi og þá ekki sízt
að gera fræðilega hluti ljósa öllum
hlustendum sínum. Þeir muna þetta
vafalaust og sakna nú örugglega
þess, að hann er horfínn frá hljóð-
nemanum með sinn lipra stíl og
notalega tungutak.
Eitt er það verkt sem lengst mun
halda minningu Ásgeirs Blöndals
Magnússonar á lofti, en það er
mikil orðsiíjabók jrfir íslenzka
tungu. Að þessu verki vann hann
um mörg ár í hjáverkum með störf-
um sínum við Orðabók Háskólans,
en af miklum krafti, er hann hafði
látið af embætti. Lauk hann við
þetta verk og hafði næstum lesið
fyrstu próförk, er hann féll frá. Því
miður auðnaðist Ásgeiri ekki að sjá
verk sitt koma út fullfrágengið.
Hins vegar varð honum það örugg-
lega ánægjuefni, að Orðabók
Háskólans, sú stofnun, sem hann
helgaði beztu starfsár sín, gefur
þetta verk út. Ekki er þetta okkur,
sem eftir stöndum, minna gleðiefni,
því að hér hefur Ásgeir Blöndal
leyst af hendi hið gagnmerkasta
verk í sögu íslenzks orðaforða. Þó
að ekki væri fyrir annað, ber for-
ráðamönnum Orðabókarinnar að
þakka þann heiður og þá velvild,
sem hinn látni starfsmaður hennar
sýndi henni með þessu.
Hér hefur ekki verið rakinn ævi-
ferill Ásgeirs Blöndals Magnússon-
ar. Þessi orð min eru einungis sett
saman til þess að þakka honum
áratuga samvinnu. Enda þótt hann
léti af störfum í árslok 1979, hélt
hann sambandi sínu við Orðabókina
til hinzta dags og var nær daglegur
gestur á stofnuninni. Þannig fylgd-
ist hann með vexti og viðgangi
hennar, þótt hann yrði lögum sam-
kvæmt að víkja úr sæti sínu.
Að endingu sendi ég konu hans,
sonum hans og öðru skylduliði sam-
úðarkveðjur stjómar og starfsliðs
Orðabókar Háskólans.
Jón Aðalsteinn Jónsson
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Jón Eiríksson, bóndi í Vorsabæ, með fullvaxna, óklippta kanínu.
• •
Orug-giir markaður
fyrir kanínufiðuna
— segir Jón Eiríksson kanínubóndi í Vorsabæ á Skeiðum
Selfossi.
„ÞETTA er eina landbúnaðarafurðin sem öruggur mark-
aður er fyrir,“ segir Jón Eiríksson, bóndi í Vorsabæ á
Skeiðum og ritari Landssambands kanínubænda, um
kanínufiðuna, en hann er með 80 fullorðnar kanínur og
um 60 unga. Það er Fínull hf. sem kaupir fiðuna en
fyrirtækið starfrækir verksmiðju á Álafossi. Verðið á
kílói af kanínufiðu er núna 2.000 krónur.
Jón Eiríksson segir það ekki
útheimta mikla vinnu að hirða
kanínumar og telur hentugt fyrir
fólk að hafa kanfnur svona til
uppfyllingar með öðmm bú-
rekstri. Hann segist gefa kanín-
unum grængresi á sumrin sem
hann slær með orfí. Á vetuma
þurfi þær gott hey og dálítið
kjamfóður.
Þeir sem standa að rekstri
Fínullar hf. em Byggðastofnun,
Álafoss hf. og Landssamband
kanínubænda. Keypt var verk-
smiðja frá Þýskalandi sem unnið
getur kanínufiðuna í band, bæði
hreina eða blandaða bómull, silki
eða gerviefnum.
í aprílhefti fréttabréfs kanínu-
bænda kemur fram að vélamar
komu til Álafoss 16. janúar og
fyrsta bandið var spunnið 29. jan-
úar. Fínull hf. hefiir tekið þátt í
gamsýningum í Stuttgart ásamt
Álafossi og er þátttakandi í vöm-
þróunarverkefiii með Iðntækni-
stofnun ásamt fleiram.
í fréttabréfinu segir Kristján
Valdimarsson framkvæmdastjóri
frá starfsemi Fínullar hf. og era
lokaorð hans eftirfarandi: „Þrátt
fyrir að mikið hafi verið gert á
þessum 4 mánuðum er mikið verk
óunnið, bæði í vöruþróun og
markaðsmálum. Það er augljóst
mál að við þurfum að sannfæra
kaupendur um að við séum að
famleiða góða vöra á sanngjömu
verði. Við megum því hvergi slaka
á gæðakröfum. Bæði Fínull og
bændur eiga mikið verk fyrir
höndum við að vinna þessu nýja
fyrirtæki sess en með samvinnu
og samstiltu átaki mun það ta-
kast." Sig. Jóns.