Morgunblaðið - 05.08.1987, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 05.08.1987, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987 ' 53 í Sumarmót norræna sum- arháskólans á Hvanneyri DAGANA 1. ági'ist til 8. ágtkst er haldið hér á landi, að Bændaskól- anum á Hvanneyri, sumarmót Norrænna sumarháskólans. Mót- in eru haldin ár hvert til skiptis á Norðurlöndunum, en þó ein- ungis í annað hvert skipti á íslandi, eða 9. hvert ár. Síðast var mótið haldið hérlendis á Laugarvatni 1978. Um 170 þátt- takendur frá öllum Norðurlönd- unum eru væntanlegir á mótið. Norræni sumarháskólinn er há- skóli sem var stofnaður af Norður- landaráði árið 1951 og dregur nafn sitt af sumarmótunum. Uppistaðan í starfsemi skólans eru hins vegar vinnuhópar sem starfa allan ársins hring víðsvegar um Norðurlöndin, en núna eru 150 hópar starfandi á 21 stað. NSU er frábrugðinn öðrum háskólum að því leyti að hann er opinn öllum. í starfi hans taka þátt jafnt fólk sem starfar við rannsókn- ir og nemendur og fólk á vinnu- markaðnum. Markmið skólans er að skapa tengsl á milli Norðurlandabúa sem fást við svipuð verkefni í daglegu lífi. Lögð er áhersla á að starfið sé þverfaglegt og að það samtvinni fræðimennsku og verksvit á við- komandi sviði. Efnin eru hins vegar breytileg og er hverju verkefni sinnt að meðaltali í þijú ár, og reynt er að haga verkefnavali þannig að fengist sé við ný vandamál og nýjar aðferðir, sem enn hafa ekki brotið sér braut inn í viðurkenndar stofn- anir nema að litlu leyti. Jafnvel þó að hópamir beri hver um sig ákveðna yfirskrift sem afmarkar það efni sem þar á að fjalla um, þá þykir það æskilegt að þátttak- endur hópanna komi úr sem flestum áttum þannig að umræðan verði sem þverfaglegust. Nú eru alls 11 hópar starfandi en þess er alltaf gætt að hópar á sem flestum sviðum séu í gangi samtímis. T.d. er hópur starfandi sem nefnist „Subjektivitet og int- ersubjektivitet", en í honum er fjallað um heimspekileg og sál- fræðileg viðfangsefni. Þá er starf- andi hópur um þróunarleiðir í 3. heiminum og annar, sem kannski er nátengdur, um tækniþróun og félagslegar afleiðingar hennar. Þriðji hópurinn, er ijallar um hag- fræði- og stjómmálafræðilega umræðu, heitir Framtíð Evrópu. Þá er starfandi vistfræðihópur, hópur um ferðalög og frítíma og hópur um meðferðarstefnur og áhuga nútímamannsins á sjálfsleit. í hóp sem nefnist „tíðarandinn" er fengist á vísindaheimspekilegan hátt við skilning nútímamannsins á samtíma sínum. Þá er að nefna hóp sem nefnist „Æstetik, kön og kult- ur“, en í honum er m.a. fengist við áhrif kynferðis á fagurfræði og menningu og öfugt. Loks er hópur um fagurfræði tónlistar. Auk starfsemi hópanna fara ýmis stjómunarstörf fram á sumar- mótunum og fjölbreytt menningar- dagskrá fer þar fram á kvöldin. (Fréttatilkynmng) tMm H-4 HALOGEN BÍLPERAN Eftirtaldir bílaframleið- endur nota OSRAM H-4 Halogen bílperur í sína framleiðslu: Mercedes Benz — Audi — Volkswagen — British Leyland — Mitsubishi — Volvo —Saab — BMW —Mazda — Nissan (Datsun) — Ford — Fíat - Opel (GM) — Renault —Toyota — Honda Útsölustaðir: Helstu verkstæði, bensínstöðvar og bifreiðaumboð. Heildsölubirgðir: T Sundaborg 13, AJ JÓHANN ÓLAFSSON & C0. HF. sími 688588. Kanntu a.ð búa til gomsæta grillsósu? Þú þarft ekkert að kunna í matar- gerð til þess. Þú opnar dós af sýrðum rjóma, kíkir inn í eldhússkápana, notar hugmyndaflugið og velur eitthvað girnilegt, t d. grænmeti eða krydd, sem þú blandar út í sýrða rjómann. Arangurinn kemur bæði þér og þínum þægilega á óvart! Hefurðu sett hvítlauk í sýrða rjómann? Með kjötinu: 1 dós sýrður rjómi 2 pressaðir hvítlauksgeirar I msk söxuð steinselja örlítill sítrónusafí. Blandaðu öllu saman og berðu fram með glóðarsteiktu kjöti. % fyí* ^TBT.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.