Morgunblaðið - 23.09.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.09.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 7 Bæjarstjórn Siglufjarðar: Staða Kristjáns Möllers lögð niður BÆJARSTJÓRN Siglufjarðar hefur samþykkt að leggja niður stöðu íþróttafuiltrúa bæjarins frá og með 1. janúar næstkomandi. Kristján Möller bæjarfulltrúi og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar gegnir nú þessu starfi. ísak Ólafsson bæjarstjóri á Siglu- firði sagði í samtali við Morgun- blaðið að lengi hefði staðið til að endurskoða starfsmannahald bæj- arins. „Ég gerði í fyrravetur úttelrt á starfsemi bæjarskrifstofunnar og gerði þar ákveðnar tillögur, þar á meðal um að leggja niður stöðu íþróttafulltrúa. Bæði Alþýðubanda- lagið og Sjálfstæðisflokkur höfðu þetta á stefnuskrá sinni og tillagan sem samþykkt var, byggir á úttekt minni." Gert er ráð fyrir að staðan verði lögð niður 1. janúar 1988, en í staðinn verður sett á laggimar starf félagsmálafulltrúa, er hafi með höndum æskulýðs-, íþrótta- og félagsmál. íþróttafulltrúanum verð- ur sagt upp og hið nýja starf auglýst laust til umsóknar. í bæjarstjóm sitja níu fulltrúar; þrír frá Sjálfstæðisflokki, þrír frá Alþýðuflokki, tveir frá Alþýðu- bandalagi og einn frá Framsóknar- flokki. Eftir síðustu bæjarstjómar- kosningar mynduðu fulltrúar Alþýðuflokks og Alþýðubandalags meirihluta, en sá meirihluti sprakk síðastliðinn vetur. Mynduðu þá saman meirihluta bæjarfulltrúar allra listanna nema Alþýðuflokks. ísak Ólafsson bæjarstjóri gat þess, að á fundi bæjarstjómar hefði tillagan verið samþykkt samhljóða, en fulltrúar Alþýðuflokks hefðu setið hjá. Tillagan var samþykkt á bæjarráðsfundi daginn áður og vom samþykkt þau afbrigði að taka málið upp á fundi bæjarstjómar. Fulltrúar Alþýðuflokksins mót- mæltu hins vegar þessum afbrigð- um, á þeim forsendum að þeir þyrftu meiri tíma til að kynna sér málið. Kringlan: Tvö þúsund fer- metrar á þriðju hæðinni til sölu NÝLEGA er hafin sala og leiga 2.000 fermetra hús- næðis á þriðju hæð Kringlunnar og er þetta húsnæði ætlað til þjónustustarfsemi ýmiss konar. Að sögn Ragnars Atla Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra Kringlunnar var nýlega samþykkt á fundi húsfélags Kringlunnar að ráðast í það að taka húsnæði þetta til sölu og leigu. „Reyndar er þetta nokkm fyrr en ráðgert hafði verið, en það kemur til vegna þéss að mjög mikil eftirspum hefur verið eftir húsnæði þessu.“ Samtals er um 3.000 fermetra húsnæði að ræða á þriðju hæðinni; 800 fermetrar em ætlaðir undir aðstöðu fyrir starfsfólk verslana Hagkaupa, mötuneyti og búnings- klefa, 200 fermetrar fara í sameig- inlega aðstöðu og tvöþúsund fermetrar verða leigðir út eða seld- ir. Þar verður m. a. ein lögfræði- stofa, augnlæknir, tannlæknir, almenn læknastofa, heilsugæsla, heilsurækt og sólbaðsstofa, fast- eignasala og ljósmyndastofa. Ekki er fullfrágengið hversu mik- ið aðstaðan kemur til með að kosta, en reiknað er með að þriðja hæðin verði formlega tekin í notkun á næsta ári. Ólafsvík: Tímaritið Skák stendur fyrir af- mælisskákmóti TIMARITIÐ Skák stendur fyrir sínu sjöunda alþjóða- skákmóti og nú í Olafsvík dagana 4.- 16. október, í samvinnu við Ólafsvíkurbæ og fyrirtæki staðarins í tiiefni tilefni 300 ára verslunarafmælis kaupstaðarins. Skákmótið fer fram í nýju félags- heimiii Olafsvíkur og teflt verður í ellefu umferðum. Af tólf keppend- um verða fjórir erlendir, þeir Henning Danielsen Danmörku (2415 stig), Robert Bator Svíþjóð (2405), Lars Schandorff Danmörku (2385) og Petter Haugli Noregi (2370). Einn stórmeistari verður á meðal keppenda, Jón L. Amason (2555), og tveir alþjóðlegir meistar, þeir Karl Þorsteins (2445) og Sæv- ar Bjarnason (2355). Aðrir kepp- endur verða Ingvar Ásmundsson (2375), Þröstur Þórhallsson (2345), Björgvin Jónsson (2310), Dan Hansson (2290) og Tómas Bjöms- son (2245). Mótið í Olafsvík er sjöunda al- þjóðamót landsbyggðarinnar, en þeim er meðal annars ætlað að hjálpa ungum skákmönnum að ná alþjóðlegum titli. Því var Þresti Haraldssyni, sem hefur unnið sér inn tvo áfanga af þremur til al- þjóðlegs titils, og Tómasi Bjöms- syni, Norðurlandameistara í meistaraflokki karla í ár, boðið sérs- taklega til mótsins í Ólafsvík. Mótið er í fimmta styrkleika- flokki FIDE og til þess að ná áfanga að alþjóðlegum meistaratitli þarf sjö vinninga en að FIDE-titli þarf fimm og hálfan. Mótstjóri verður Torfi Stefánsson Hjaltalín og yfir- skákdómari Jóhann Þ. Jónsson. LEÐUR* 6 sæta horn tö® mynd)97-860--0tb- 25.000,- og ca. 6-7.000 á mán. 5 sæta horn 92.880,- útb. 23.000,- og ca. 6-7.000 á mán. 3+1 +1 sófasett (sjá mynd) 92.880,- útb. 23.000,- og ca.6-7.000 á mán. 3+2+1 sófasett 99.860,- útb. 25.000,- og ca. 6-7.000 á mán. Á K LÆÐI * 6 sæta horn (siá mynd) 76.280,- útb. 20.000,- ca. 5-6.000 á mán. i. 5 sæta hQrn 72.960,- útb. 20.000,- ca. 5-6.000 á mán. 3+1 +1 sófasett (sjá mynd) 72.960,- útb. 20.000. ca. 5-6.000 á mán. 3+2+1 sófasett 79.590,- útb. 20.000. ca' 5-6.000 á mán. Og auðvitað borgarðu útborgunina eða þá allt saman með Visa og Euro. húsgagnaJiöllin REYKJAVÍK DaD h«Ti og sóíasett eru bólstruð í mjúkan svamp sem þakinn er Dacronló og klætt með krómsútuðu, anilíngegnumlituðu nautaleðri (eins og yfir leðrið á skónum þínum) á slitflötum með gerfileðri á grind utan- verðri þar sem ekkert reynir á í sliti. SEM SAGT ÚRVALSVARA Á GÓÐU VERÐI Flott sett Flott verð Flott verð Dallas hornin og Dallas sófasettin eru með háu baki og mjúkri bólstrun sem gerir þau svo þægileg að sitja í og liggja út af í 0G EKKIFÆLIR VERÐIÐ FRÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.