Morgunblaðið - 23.09.1987, Page 22

Morgunblaðið - 23.09.1987, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 Steingrímur Hermannsson á Allshernarþingi SÞ: Skorturá trausti upp- spretta vanda Steingrímur Hermannsson, utanrfkisráðherra, flytur ræðu sina á Allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna sl. mánudag. Hér birtist ræða Steingrims Hermannssonar, utanrikisráð- herra, á Allsheijarþingi Samein- uðu þjóðanna 21. september sl. Ég vil hefja mál mitt á því að óska yður til hamingju með kjör yðar sem forseti fertugasta og ann- ars Allsheijarþings Sameinuðu þjóðanna. Ég fullvissa_ yður um stuðning sendinefndar íslands við störf yðar í þessu háa embætti. Fyrir tveimur árum naut ég þess heiðurs að ávarpa Allsheijarþingið. Það var á flörutíu ára afmæli Sam- einuðu þjóðanna. Mér gafst þá kostur á að hlusta á marga af helstu forystumönnum heimsins lýsa von sinni um heim án styijalda og eymd- ar, heim friðar og farsældar. Ekki efa ég einlægni þeirra sem lýstu slíkum vonum. En í dag hlýt- ur maður að spyija: Hvers vegna hefur okkur mistekist þetta ætlun- arverk? í hinum ágætu afmælisræðum var að finna margvíslegar skýring- ar. Mikið hefur vissulega áunnist með starfí Sameinuðu þjóðanna, ekki síst fyrir tilverknað ýmissa sérstofnana samtakanna, sem fást við sérstök heimsvandamál. Engu að síður virðist það vera nokkuð almenn skoðun, að Allsheijarþing- inu og Öiyggisráðinu hafi of oft mistekist hlutverk sitt. Því verður ekki neitað að ýmislegt styður þá skoðun. Allsheijarþingið hefur orðið vett- vangur ásakana og gagnásakana þjóða, sem virðast yfirleitt skipa sér í ríkjahópa sem hver um sig hefur fyrirfram ákveðnar skoðanir á flest- um mikilvægum málaflokkum. Allsheijarþingið virðist því í augum margra ekki vera vettvangur þar sem leiðtogar þjóðanna leita alvöru- lausna á margvíslegum vanda sem mannkynið á við að etja. Nú kann einhver að spyija hvers vegna ég taki þetta upp nú. Fyrir tveimur árum litum við um öxl, fjölluðum um störf Sameinuðu þjóð- anna í fjörutíu ár og bentum á leiðir til úrbóta. Enn einu sinni komum við saman til Allsheijarþings. Nú er því réttur tími til að efna það loforð sem við gáfum heiminum fyrir tveimur árum og sýna á þessu þingi að við meintum það sem við sögðum. Islenska sendinefndin á þessum Allsheijarþingi Sameinuðu þjóð- anna mun starfa í samræmi við það, sem ég hefi hér sagt. Við munum ekki taka þátt í ásök- unum og deilum á milli þjóða. Við munum virða fullveldisrétt hverrar þjóðar til þess að fara með eigin mál svo lengi sem það er innan ramma alþjóðlegra reglna í sam- skiptum ríkja og gengur ekki á rétt annarra. Við munum leggjast gegn þeim sem virða ekki fullveldi nágranna- ríkja og hefja hemað og styijaldir. Við munum styðja sanngjamar að- gerðir til lausnar slíkum deilum. Við óskum ríkjum Mið-Ameríku til hamingju með friðarsamkomu- lagið, sem þau hafa gert og hvetjum allar þjóðir til þess að styðja sam- komulagið og aðstoða við fram- kvæmd þess. Við væntum þess auðvitað, að aðilar þessa samkomu- lags muni án tafar koma á fullum mannréttindum á ný í þessum heimshluta og sýni með því einlæg- an ásetning um að staðið verði við samkomulagið. Við styðjum einnig ákveðið við- leitni Öryggisráðsins til að binda endi á hemaðarátök í Mið-Austur- löndum og séu hlutaðeigandi ríki ekki reiðubúin til að samþykkja slíkt ætti að grípa til nýrra alþjóðlegra aðgerða, t.d. algers vopnasölu- banns. Við munum styðja allar raun- hæfar tillögur um takmörkun og endanlega útrýmingu kjamavopna svo og um bann við tilraunum með kjamavopn og um útrýmingu efna- vopna, enda sé eftirlit viðunandi. Við lýsum okkur andvíga kyn- þáttamismunun og sérhverri takmörkun á mannréttindum. Við munum gerast þátttakendur í hverri heiðarlegri tilraun til þess að stuðla að bættu mannlífi. Þess vegna munum við styðja allar sanngjamar aðgerðir til þess að koma í veg fyr- ir mengun og eyðileggingu um- hverfís mannsins, sérstaklega þegar slíkt varðar fleiri þjóðir eða heiminn allan. Sem dæmi um þetta bendi ég á það athæfi að gera heimshöfín að sorphaugi fyrir hættuleg úrgangsefni, og eyðingu ósonlags háloftanna. Éngri þjóð og engri iðnaðargrein á að leyfast að halda slíku áfram, oft í hreinu ágóðaskyni. Ekki er lengur hægt að loka augunum fyrir þeirri hættu sem felst í notkun kjamorku til orku- framleiðslu. Með þá staðreynd í huga legg ég til að kjamorkuiðnað- inum verði gert að skyldu að hlíta öryggisreglum og eftirliti, eins og ákveðið yrði af alþjóðlegri stofnun á borð við Alþjóðakjamorkustofn- unina. ísland styður eindregið niður- stöður og tillögur Heimsnefndar- innar um umhverfismál og þróun og við treystum því að þær tillögur verði grundvöllur að alþjóðlegu átaki. Við munum virða rétt sérhverrar þjóðar til eðlilegrar nýtingar auð- linda sinna innan eigin lögsögu án afskipta annarra. Hafi slík nýting áhrif á hagsmuni annarra leggjum við áherslu á alþjóðlegt samráð og vísindalegt eftirlit. Ennfremur telj- um við allar lífverur eiga rétt á vemd, en jafnframt að þær skuli nýttar á skynsamlegan hátt. Við vísum á bug afskiptum sjálfskipaðr- ar lögreglu, hversu voldug sem slík þjóð kann að vera. Þeir kasti ekki steinum sem í gleríiúsi búa. Herra forseti. Ég treysti því að ég hafi lýst afstöðu sendinefndar íslands svo hún megi öllum ljós vera. Jafnframt legg ég áherslu á, að íslendingar vænta mikils af Sameinuðu þjóðunum og líta til þeirra með virðingu. Þrátt fyrir ágalla álítum við þessa mikilvægu stofnun helstu von mannkyns. Við teljum að það eigi að styrkja Sam- einuðu þjóðimar, og erum reiðubún- ir til þátttöku í því. Sjálfur tel ég að skortur á trausti og tiltrú sé megin uppspretta vandamála í samskiptum þjóða. Því legg ég til að allt verði gert sem í okkar valdi stendur til þess að veita fólki um allan heim frelsi til að ferð- ast og kynnast. Ég er sannfærður um að slíkt myndi eyða flestum þeim röngu hugmyndum, sem menn gera sér um aðra og eru svo al- mennar. Fyrir ári var land mitt, ísland, gestgjafí leiðtoga tveggja voldug- ustu ríkja heims, sem við getum sagt að hafi framtíð mannkyns í hendi sér. Það var ánægjulegt að þessi fundur skyldi haldinn hjá okk- ur. Þannig lögðum við smá skerf af mörkum til þeirra mikilvægu við- ræðna, sem farið hafa fram til þess að ná samkomulagi, sem löngu var orðið tímabært, um fækkun kjama- vopna. Ég vil lýsa sérstakri ánægju yfír þeim árangri sem nú hefur komið í Ijós með yfiríýsingu risaveldanna um að þau hafi náð samkomulagi um útrýmingu meðaldrægra eld- flauga. Við treystum því, að þessu verði fylgt eftir með nýjum og stærri skrefum að útrýmingu kjamavopna. ísland, sem eitt fárra landa hefur engan her, mun ætíð verða reiðu- búið til að styðja slíka viðleitni, sem miðar að bættu mannlífi. Ég vil gjaman að land mitt geti orðið griðastaður þeirra sem vilja hittast í friði til að leita lausna á hinum flölmörgu vandamálum sem hijá mannkynið. í þeim tilgangi býð ég ekki aðeins leiðtoga risaveldanna, heldur ykkur alla, velkomna til ís- lands. Um útgáfu kvæðabókar eftirBjörn Jónsson Nokkrum mánuðum eftir and- lát Jóns Helgasonar gaf bókafor- lag Máls og menningar út kvæðabók kennda við hann. Ekki hefði allt verið Jóni að skapi um vinnubrögð við þessa útgáfii. Hafnarkvæði íslenskir stúdentar í Kaup- mannahöfn höfðu löngum sér til skemmtunar að yrkja um skop- lega atburði er gerðust í þeirra innhverfa hópi. Um skáldskapinn fór eftir reglunni að andagiftin mátti vera því stórfenglegri sem yrkisefnið var lítilfjörlegra. Mein- fýsi var ekki tilhlýðileg. Á árunum frá 1916, er Jón kom fyrst til Hafnar, til 1925, er hann fór til Osló, fékkst hann talsvert við kveðskap í þessum stíl. Ekki er vitað að það hafi sært neinn. Hinsvegar voru margir tryggir vinir hans úr hópi þeirra sem leika stór hlutverk í kvæðunum. Samkvæmt eðli málsins standa kvæðin yfirleitt ekki undir sér sjálf. Lesandinn þarf að vita til- efnið til þess að meta ýkjuna — úlfaldinn verður ekki séður réttum augum nema mýflugan sé til sam- anburðar. Sex kvæði af þessu tagi, valin af handahófi, og eitt yngra, eru birt í kvæðabókinni, að mestu óbrengluð, en lesmerki og brodd- stafir eru ekki samkvæmt hand- riti. Skýringar með kvæðunum eru öðruvísi en Jón vildi að þær birtust. í kvæðabókinni eru þær rislitlar og bagðdaufar og vantar hláturvakann. Þess er getið í eftir- mála að útgefendur hafi talið sig þurfa að laga þær til eftir Jón. Svo virðist sem útgefendur hafi notast við uppskriftir. Víst er að aldrei var farið fram á að sjá handrit Jóns sjálfs. Á bls. 216 segir um Niels Niel- sen, jarðfræðiprófessor, að hann hafí verið „dálítið grobbinn". Þessi orð hefði Jóni aldrei dottið í hug að setja á prent. Niels Nielsen var ötull og úrræðagóður og reyndist mörgum námsmanni betri en eng- inn. Foreldrum mínum lá ævin- lega vel orð til hans. Kersknikvæði Á unga aldri orti Jón um skeið kvæði til þess að stríða mönnum sem honum var uppsigað við. Oft var tilefni ekki mikið, séð í sögu- Iegu ljósi, og fannst Jóni það einnig sjálfum eftir því sem tímar liðu. Aður en það varð um seinan greri yfír ýmsa þá beiskju sem af þessu spannst. Fyrir svo sem aldaifyórðungi fannst Jóni t.d. vænt um er þeir Reumert lögðu saman hönd á plóg í máli sem þeim var báðum hugleikið. Sumt af þessum kveðskap fór víðar en til stóð og var m.a. notað á íslandi sem vopn í þeirri hatrömmu og óvægilegu persónu- og valdabaráttu sem hér var á þriðja og fjórða áratugnum, og er nútímafólki óskiljanleg. Kvæð- in gengu í misjafnlega vondum, leyfíslausum uppskriftum og preptunum. Áður en Jón kvæntist í síðara sinn, að hálfnuðu sjötugasta og sjöunda aldursári sínu, var hann búinn að skrifa leiðbeiningar um útgáfu kveðskapar síns er hann væri allur. Þar segir hann, og vísar til Úr Landsuðri, 1939: „Kersknikvæðin í bókinni framan- verðri voru birt í sjálfsvöm, og nóg (ef ekki meira en nóg) að þau séu prentuð í einni útgáfu." Nú eru þau öll prentuð aftur. í eftirmála kvæðabókar segir m.a.: „Sjónarmiðið hefur verið að taka ekki kvæði sem Jón hefði að öllum líkindum ekki látið prenta, t.d. ef þau gætu verið (sic!) særandi eða of persónuleg." Skelfingar endemi. Verk annars höfundar í eftirmála kvæðabókar er til- greint meðal kvæða Jóns, sem nú birtist í fyrsta sinn, þýðing á ritsmíð eftir Dante sem nefnist „II Paradiso I“. Ekki skal gert lítið úr þýðingunni en í hana vantar þrennt: stuðla, rím og ryþma. Einu sinni fannst Jóni hann eiga purpurakápu og vorkenndi bömum þegar hann frétti af henni í kennslubókum. Mikið afskaplega hafa útgefendur kvæðabókar haft lítinn pata af þeirri flík þegar þeim kom í hug að þýðingin væri kvæði eftir Jón Helgason. Nú er komið á daginn að þýð- ingin er eftir frændkonu okkar, Málfríði Einarsdóttur, og látið í veðri vaka að margir hafi verið búnir að glepjast áður en afráðið var að birta hana í kvæðabók. Fróðlegt verður að sjá hvort öll hersingin, sem eftirmáli þakkar, fellst á það. Hornreka himna- drottning Jón segir í áðumefridum óskum um fyrirkomulag við útgáfu kveð- skapar síns: „Þau fáu kvæði... mega koma í bókinni og standa þá á undaii Maríuvísunum; þær vil eg jafnan hafa síðastar." (Und- jrstrikun Jóns.) Jón ól svolitla önn fyrir skáld- skap sinn, var í senn feiminn við hann og hreykinn af honum. Þeg- ar hann gaf út ljóðabækur sínar raðaði hann í þær af vandfysi með það fyrir augum að úr yrði heild. Útgefendur kvæðabókar Jóns og Málfríðar skeyta ekkert um þesskonar hégóma. Þeir umtuma öllu. Með þökk fyrir birtinguna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.