Morgunblaðið - 23.09.1987, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987
Ótrúlegt tríó
KvikmyndSr;
Sæbjörn Valdimarsson
Regnboginn. Malcolm ★ ★.
Leikstjóri: Nadia Tass. Handrit
og kvikmyndataka: David Park-
er. Tónlist: The Penguin Cafe
Orchestra. AðaUeikendur: Colin
Friels, John Hargraves, Linda
Davis, Chris Haywood. Áströlsk,
Cascade Films 1987.
Sú var tíðin að ef framleiðsluland
mjmdar var Ástralía þótti það tals-
verð trygging fyrir gæðum hennar.
En svo bregðast krosstré sem önnur
tré. í þeim mikla flaumi sem Ástral-
ir framleiða nú af myndum fyrir
kvikmyndahús, kapalkerfi og sjón-
varp, er að sjálfsögðu að finna
myndir í öllum gæðaflokkum. Þó
er ég á því að meðalgæðin séu enn-
þá hærri í ástralskri myndafram-
leiðslu en víðast annars staðar.
Efnið í Malcolm er nokkuð stirt
og ennþá ótrúlegra. „Götóttur"
furðutæigasmiður (Colin Friels),
heiðvirð, saklaus sál, leigir afbrota-
manni (John Hargraves) og lags-
konu hans (Linda Davis) herbergi.
Fyrr en varir sér krimminn, og
reyndar Friels líka, ýmsa stórmerki-
lega möguleika til að nýta upp-
fínningar Friels í fjárauðgunar-
skyni . . .
Malcolm er heldur ósennilegur
karakter til að hann nái einhveijum
tökum á manni og er það megin-
galli myndarinnar. Að auki nær
Friels heldur ekki sterkum tökum
á þessari hæpnu blöndu af snillingi
og bami, reyndar er hinn sígarettu-
tyggjandi ágætisleikari, Hargraves,
einnig í vandræðum með að glæða
hlutverk sitt nauðsynlegu lífí. Davis
er í rauninni þungamiðja myndar-
innar og ferst það einkar vel.
Þrátt fyrir ólíklegheitin er mörg
fyndin atriði að finna í myndinni,
einkum þegar þau flokkast undir
ærslaleik. Þó er mér skapi næst að
álíta að skopskyn andfætlinga vorra
liggi á öðru plani en okkar, a.m.k.
ef mið er tekið af Malcolm.
Gríptu gæsina
— Eat the Peach
Kvikmyndlr
Sæbjörn Valdimarsson
Leikstjóri: Peter Ormrod. Hand-
rit: Ormrod og John Kelleher.
Kvikmyndataka: Arthur Woost-
er. Aðalleikendur: Eamon
Morrissey, Stepehne Brennan,
Catherine Byme, Niall Toibin,
Joe Lynch, Tony Doyle. írsk.
Strogbow Film 1986. 95 mín.
Hin írska kvikmynd Gríptu gæs-
ina íjallar um tvo, lánlitla bjartsýn-
ismenn, mágana Vinnie og Arthur,
sem leggja út í tvísýnt fyrirtæki,
en þessi manngerð er kunn fyrir
flest annað en bráðsnjallar hug-
myndir. Þeir félagar telja sig fá
pottþétta hugdettu er þeir sjá Presl-
ey-myndina Rustabout, sem m.a.
fj'allar um mótorhjólasýningar. Upp
rís nú, í miðri sveit, tunnulaga
bygging mikil, hvar félagamir
hyggjast sýna hinar herlegustu
mótorhjólreiðar og græða fé á tá
og fíngri. En margt fer öðruvísi en
ætlað er, svo ekki sé meira sagt.
En þeir kumpánar eru víðs fjarri
því að gefa upp vonina.
Bjartsýnin lengi lifi, gæti hæg-
lega verið mottó þessarar ljúfu og
fyndnu írsku myndar. í atvinnuleys-
inu og eymdinni ráðast þeir í
gjörsamlega vonlaust fyrirtæki,
allsendis ótrauðir. Vilja frekar um
fijálst höfuð stijúka en gefa sig
fátæktinni og niðurlægingu at-
vinnuleysisins á vald.
Gríptu gæsina er ágætlega leikin,
en þó best af Niall Toibin, sem túlk-
ar eftirminnilega „bæjarreddar-
ann“, sem á öllu þykist kunna skil.
Gríptu gæsina er fjarri því að vera
meiriháttar gersemi, hinsvegar slær
hún á létta og hlýja strengi í bijósti
manna í bamslegri framvindu sinni.
JkJjljSffi
25
Kennsla
hefst í
byrjun
október
Byrjenda- og framhalds
flokkar frá 5 ára aldri.
Innritun í síma 611459
kl. 10.00-14.00 daglega.
Afhending skírteina fer
fram í skólanum þriðju-
daginn 29. sept.
kl. 17.00-19.00.
Félag ísl. listdansara.
LLETT
Royal
Academy
ofDancing
Kennslukerfi
BALLE TTSKÓLI
Guðbjargar Björgvins
íþróttahúsinu
Seltjarnarnesi.
HRESSINGARLEIKFIMIKVENNA 0G KARLA
Haustnámskeið hefjast mánudaginn 28. september nk.
Kennslustaðir: Leikfimisalur Laugarnesskóla og íþrótta-
hús Seltjamarness.
Sveitarstjórnamenn
Sveitarstjórnamenn
Áður auglýstum fundum samgöngu-
ráðherra, Matthíasar Á. Mathiesen,
méð sveitarstjórnamönnum um
samgöngumál er hér með frestað um
sinn af óviðráðanlegum orsökum.
S AMGÖNGURÁÐUNE YTIÐ