Morgunblaðið - 23.09.1987, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 23.09.1987, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 Ótrúlegt tríó KvikmyndSr; Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn. Malcolm ★ ★. Leikstjóri: Nadia Tass. Handrit og kvikmyndataka: David Park- er. Tónlist: The Penguin Cafe Orchestra. AðaUeikendur: Colin Friels, John Hargraves, Linda Davis, Chris Haywood. Áströlsk, Cascade Films 1987. Sú var tíðin að ef framleiðsluland mjmdar var Ástralía þótti það tals- verð trygging fyrir gæðum hennar. En svo bregðast krosstré sem önnur tré. í þeim mikla flaumi sem Ástral- ir framleiða nú af myndum fyrir kvikmyndahús, kapalkerfi og sjón- varp, er að sjálfsögðu að finna myndir í öllum gæðaflokkum. Þó er ég á því að meðalgæðin séu enn- þá hærri í ástralskri myndafram- leiðslu en víðast annars staðar. Efnið í Malcolm er nokkuð stirt og ennþá ótrúlegra. „Götóttur" furðutæigasmiður (Colin Friels), heiðvirð, saklaus sál, leigir afbrota- manni (John Hargraves) og lags- konu hans (Linda Davis) herbergi. Fyrr en varir sér krimminn, og reyndar Friels líka, ýmsa stórmerki- lega möguleika til að nýta upp- fínningar Friels í fjárauðgunar- skyni . . . Malcolm er heldur ósennilegur karakter til að hann nái einhveijum tökum á manni og er það megin- galli myndarinnar. Að auki nær Friels heldur ekki sterkum tökum á þessari hæpnu blöndu af snillingi og bami, reyndar er hinn sígarettu- tyggjandi ágætisleikari, Hargraves, einnig í vandræðum með að glæða hlutverk sitt nauðsynlegu lífí. Davis er í rauninni þungamiðja myndar- innar og ferst það einkar vel. Þrátt fyrir ólíklegheitin er mörg fyndin atriði að finna í myndinni, einkum þegar þau flokkast undir ærslaleik. Þó er mér skapi næst að álíta að skopskyn andfætlinga vorra liggi á öðru plani en okkar, a.m.k. ef mið er tekið af Malcolm. Gríptu gæsina — Eat the Peach Kvikmyndlr Sæbjörn Valdimarsson Leikstjóri: Peter Ormrod. Hand- rit: Ormrod og John Kelleher. Kvikmyndataka: Arthur Woost- er. Aðalleikendur: Eamon Morrissey, Stepehne Brennan, Catherine Byme, Niall Toibin, Joe Lynch, Tony Doyle. írsk. Strogbow Film 1986. 95 mín. Hin írska kvikmynd Gríptu gæs- ina íjallar um tvo, lánlitla bjartsýn- ismenn, mágana Vinnie og Arthur, sem leggja út í tvísýnt fyrirtæki, en þessi manngerð er kunn fyrir flest annað en bráðsnjallar hug- myndir. Þeir félagar telja sig fá pottþétta hugdettu er þeir sjá Presl- ey-myndina Rustabout, sem m.a. fj'allar um mótorhjólasýningar. Upp rís nú, í miðri sveit, tunnulaga bygging mikil, hvar félagamir hyggjast sýna hinar herlegustu mótorhjólreiðar og græða fé á tá og fíngri. En margt fer öðruvísi en ætlað er, svo ekki sé meira sagt. En þeir kumpánar eru víðs fjarri því að gefa upp vonina. Bjartsýnin lengi lifi, gæti hæg- lega verið mottó þessarar ljúfu og fyndnu írsku myndar. í atvinnuleys- inu og eymdinni ráðast þeir í gjörsamlega vonlaust fyrirtæki, allsendis ótrauðir. Vilja frekar um fijálst höfuð stijúka en gefa sig fátæktinni og niðurlægingu at- vinnuleysisins á vald. Gríptu gæsina er ágætlega leikin, en þó best af Niall Toibin, sem túlk- ar eftirminnilega „bæjarreddar- ann“, sem á öllu þykist kunna skil. Gríptu gæsina er fjarri því að vera meiriháttar gersemi, hinsvegar slær hún á létta og hlýja strengi í bijósti manna í bamslegri framvindu sinni. JkJjljSffi 25 Kennsla hefst í byrjun október Byrjenda- og framhalds flokkar frá 5 ára aldri. Innritun í síma 611459 kl. 10.00-14.00 daglega. Afhending skírteina fer fram í skólanum þriðju- daginn 29. sept. kl. 17.00-19.00. Félag ísl. listdansara. LLETT Royal Academy ofDancing Kennslukerfi BALLE TTSKÓLI Guðbjargar Björgvins íþróttahúsinu Seltjarnarnesi. HRESSINGARLEIKFIMIKVENNA 0G KARLA Haustnámskeið hefjast mánudaginn 28. september nk. Kennslustaðir: Leikfimisalur Laugarnesskóla og íþrótta- hús Seltjamarness. Sveitarstjórnamenn Sveitarstjórnamenn Áður auglýstum fundum samgöngu- ráðherra, Matthíasar Á. Mathiesen, méð sveitarstjórnamönnum um samgöngumál er hér með frestað um sinn af óviðráðanlegum orsökum. S AMGÖNGURÁÐUNE YTIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.