Morgunblaðið - 23.09.1987, Page 38

Morgunblaðið - 23.09.1987, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 Sjávarútvegssýningii\ Danir með 55 sýnendur FYRIRTÆKIÐ Traust hf kynnir á sjávarútvegssýningunni íslenzka sprautusöltunarvél, hannaða af verkfræðingum fyr- irtækisins i samvinnu við danskt fyrirtæki, Lynggaard. Traust hf kynnir ennfremur sérstök sölt- unarkerfi og nýjungar eins og Morgunblaðið/Bjami Trausti Eiríksson og Hans T. Lynggaard, sem unnið hafa saman að hönnun sprautusöltunarvélarinnar. EIN af þeim athyglisverðu nýj- ungum sem eru til sýnis á íslensku sjávarútvegssýningunni er uppstokkunarvél sú sem sýnd er í bás fyrirtækisins Hafsýnar. Uppstokkunarvél þessi er fundin upp og smíðuð af Sigurbimi Ævarri Jónssyni trésmið og fyrrverandi sjó- manni. Vélin er ekki að fullu kláruð, og er eintakið sem sýnt er á sjávar- útvegssýningunni annað tveggja sem smíðuð hafa verið. „Ég fékk hugmyndina fyrir 20 árum og hef verið að þróa hana meira eða minna síðan. Ég hef svo helgað mig þessu verkefni alveg síðustu tvö árin,“ sagði Sigurbjöm. I vélina vantar nú aðeins stykki sem séð getur um að skipta um öngla sem famir em að slitna. Að sögn Sigurbjöms stendur einungis flármagnsskortur í vegi fyrir því í að hægt sé að klára vélina, en hann hefur að öil leyti kostað smíði vélar- innar sjálfur, utan styrks sem hann fékk frá Rannsóknaráði ríkisins. Uppstokkunarvélin virkar þannig að spilið í henni dregur á móti spil- inu á borðstokknum og heldur þannig alltaf línunni strekktri á milli spila. Vélin skiptir um og end- umýjar önglana sjálf, sker beituna og beitir. Hún raðar svo önglunum fullbeittum í tromlu og þar geymist beitan við kjörhitastig, með aðstoð kælikerfis vélarinnar, þar til lagt er. Vélinni er stjómað af tölvu sem staðsett er í stýrishúsi. Að sögn Sigurbjöms er þetta eina vélin sinnar tegundar sem til er í heiminum, svo vitað sé. Hefur Há- skólinn leitað slíkrar vélar í 50 löndum án árangurs. Sigurbjöm hefur nú sótt um einkaleyfí á vél- inni. „Flestir reyndir sjómenn og beitingamenn höfðu enga trú á að þetta væri hægt, en trúa því nú þegar þeira hafa séð vélina. Ég hafði jafnvel ekki trú á því sjálfur að þetta væri hægt, í upphafi,“ sagði Sigurbjöm. „Náum ekkí að byggja upp birgðir“ ALLS sýna 55 dönsk fyrirtæki á sjávarútvegssýningunni að þessu sinni. Á danska sýningarsvæðinu eru 35 fyrirtæki og 20 önnur eru í básum isleskra umboðsmanna. Jan Furst Andersen hjá danska útflutningsráðinu er þáttur Dana í sýningunni mjög öflugur að þessu sinni. Þetta er stærsta sýning þess hóps sem sýnir á danska sýningar- svæðinu til þessa. Þar væru 36 fyrirtæki sem framleiddu allar þær vörur sem notaðar væru til fiskiðn- aðar, allt frá önglum til bátavéla. Jan Fiirst talaði um það hve tensl íslendinga og Dana væm sterk, allt frá víkingatímum. Báðar þjóð- imar væru miklar siglingarþjóðir og fiskveiðar þeirra væru svipaðar. íslendingar veldu oft danskar vör- ur, bæði vegna þess að flestir íslendingar tala dönsku og margir þeirra hefðu komið til Danmerkur og Kaupmannahafnar. ísland væri líka áhugaverður markaður fyrir Dani, enda væri landið 17 stærsta útflutningsland Danmerkur, og það mlisstærsta miðað við höfðatölu. Að sögn Jan Fiirst er það stór- kostlegt hjá íslendingum að geta safnað svo mörgum fyrirtækjum á sjávarútvegssýninguna, miðað við fámenni þjóðarinnar. Hins vegar Jan FUrst Andersen. hefði það ýmsa annmarka, til dæm- is væri ómögulegt að fá sæti í kaffistofunni á matartímum og leigubíl heim á hótel að sýningu lokinni. Jan Fiirst sagðist samt vera Morgunblaðið/Bjami ánægður með sýninguna og enginn vafi á því að hann yrði hér á landi aftur að þremur árum liðnum, á íslensku sjávarútvegssýningunni ’90. Traust kynnir nýja sprautusöltunarvél uppþýðingarvél fyrir rækju, Hörpudiskvinnsluvélar af ýmsu tagi, kúfiskverksmiðju, lifrar- verksmiðju, kaviarverksmiðju og laxaslátrunarbúnað. Trausti Eiríksson eigandi Tarusts hf sagði á blaðamannafundi, þar sem hann kynnti starfsemi fyrir- tækisins, að tímamót væru nú í verkun á salktfiski. Sprautusöltun með sérhannaðri sprautuvél Trausts og síðan söltun með söltun- arkerfi fyrirtækisins væri bylting í fyllstu orðsins merkingu. Sprautu- söltunin gæfi mun betri nýtingu og auknar tekjur. Ennfremur lækkaði söltunarkerfið launakostnað veru- lega og bætti vinnuaðstöðu mikið. Sprautusöltun væri nýjung í vinnslu á saltfiski, en væri byggð á tækni, sem notuð hefði verið við söltun á kjöti í áratugi. Ástæða aukinnar nýtingar væri að fiskurinn væri saltaður innan frá og minna af uppleystum eggjahvítuefnum og þurrefnum tapaðist við verkunina. Söltun innan frá gæfi ennfremur ljósari og áferðarfalalegri fisk. Trausti sagði, að helztu kostir nýju sprautusöltunarvérlarinnar væru að breidd hennar væri miðuð við fiskiðnaðinn. Afköst væru meiri en hjá örðum vélum vegna niðurröð- unar nála og þau sniðin að afköstum flatningsvélar. Nálabrot væru minni því við hönnun vélarinnar hefði ver- ið tekið tillit til beina í flöttum físki. Vélin sprautaði einingis pækli, þeg- ar nálamar væru í fískinum og þar af leiðandi yrði minna vandamál með mettun saltpækils af eggja- hvítuefnum og síubúnaður væri sniðinn að eggjahvítuefnum í fiskin- um og stíflaðist síður. Um það bil 60 til 80% af fram- leiðslu Trausts hf eru flutt utan til landa eins og Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur, Færeyja, Rússlands, Skotlands, Grænlands, Banda- ríkjanna, Alaska og Kanada. Fjöldi starfsmanna er um 60 og þar af starfa 10 tæknimenn við hönnun og þróun nýrra tækja. Nú er verið að taka í notkun nýtt 1.200 fer- metra húsnæði, sem í verður verzlun, færibandadeild, skrifstofur og nýtt verkfræðifyrirtæki, sem mun veita alhliða þjónustu á sviði verksmiðjuskipulagninga og hönn- unar. Heildarstærð húsnæðis Trausts hf er því orðið um 2.500 fermetrar. Sigurbjöm Ævarr Jónsson við uppstokkunarvél sina, sem mun vera sú eina sinnar tegundar í heiminum, svo vitað sé. Eina vélin sinnar tegundar í heiminum „ÉG fékk mjög álitlegar fyrir- spurnir og pantanir strax á fyrsta degi,“ sagði Jósafat Hinriksson, en fyrirtæki hans, J. Hinriksson, hefur stóran bás á góðum stað á sjávarútvegssýn- ingunni i Laugardalshöll. Á svæði því sem J. Hinriksson hefur til umráða hefur Jósafat smfðað bát sem viðskiptvinir geta sest inn í og rætt málin. Bátinn notaði Jósafat einnig á sjávarút- vegssýningunni 1984. Stærstur hluti framleiðslu J.Hinrikssonar eru „Poly ice“ tog- hleramir, að sögn Jósafats, en um það bil 70% framleiðslu fyrirtækis- ins er fluttur út. Toghleramir eru af ýmsum stærðum, og eru þeir stærstu 3700 til 4200 kg stykkið. Einn slíkur er einmitt við inngang sýningarinnar. „Þetta eru miklir aflahlerar, seld- ir í stærstu rækjutogara erlendis, meðal annars eitt stærsta og full- komnasta rækjuskip í heimi, Ocean Prawns frá Danmörku," sagði Jósa- fat. „Stærstu netaverkstæði Danmörku keppast til dæmis við að panta fra'okkur hlera." J.Hin- riksson flytur út hlera til fjölmargra landa, til dæmis Færeyja, Græn- Iands, Noregs, Bretlandseyja og Bandaríkjanna. Jósafat gat þess til gamans að allur færeyski flotinn, utan eitt skip, notar toghlera frá Jósafat Hinriksson í bás sínum á sjávarútvegssýningunni. J.Hinriksson. „En sá sem ekki er með okkar hlera núna mun ömgg- lega kaupa toghlera af okkur næst þegar hann endumýjar," bætir Jósafat við. J.Hinriksson kynnir á sýningunni nýja, mjög stóra gerð gálgablakka og dekkrúlla sem þola átak upp að 39 tonnum. Að sögn Jósafats hafa Norðmenn sýnt þeim mikinn áhuga. Jósafat sagði að þetta væri líklega í 38. sinn sem hann sýndi á slíkri sjávarútvegssýningu, er- lendri eða innlendri, og kæmi það fyrir að hann sýndi þrisvar sinnum á ári. „Það er svo mikil sala hjá okkur að við náum engan veginn að byggja upp birgðir," sagði Jósafat. „Hér áður átti ég allt til í birgða- geymslunum, en nú er það ekki hægt lengur, heldur að verður bara að framleiða upp í þær pantanir sem berast."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.