Morgunblaðið - 23.09.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.09.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 Innstreymi erlends fjármagns 4,5-5,5 milljarðar á árinu umfram lánsfjáráætlun: Bílar fyrir 1 milljarð á kaupleigusamningum - segir í greinargerð frá fjármálaráðherra Fjármálaráðherra hefur sent Morgunblaðinu svar við ummælum Víglundar Þorsteinssonar, formanns Félags íslenskra iðnrekenda, í Morgunblaðinu í gær. Greinargerð ráðherra fer hér á eftir: í baksíðufrétt í Mbl. í dag, 22. september, er haft eftir Víglundi Þorsteinssyni, formanni Félags íslenskra iðnrekenda, að „fyllsta ástæða sé til að ætla að Jón Bald- vin Hannibalsson Q'ármálaráðherra, byggi á röngum upplýsingum, þeg- ar hann segi að erlendar lántökur á árinu stefni í 4 milljarða umfram lánsfjáráætlun og það sé fyrst og fremst vegna lána einkaaðila. Af þessu tilefni er rétt að taka fram eftirfarandi: Skv. lánsfjáráætlun 1987 voru heimilar erlendar lántökur að upp- hæð kr. 8.215 þús. Ný spá bendir til þess að erlendar lántökur verði kr. 10.200 þús. Erlendar lántökur umfram lánsfjáráætlun nema því kr. 1.985 þús. á árinu. JhíirigitmhfeÍJi^ í dag Nettóaukning erlendra láná um- fram afborganir nemur kr. 2.535 þús. Þ.e. ný spá gerir ráð fyrir nettóaukningu að upphæð kr. 4.450 þús. í stað lánsíjáráætlunartölunnar 1.915 þús. Við þetta bætist síðan áætlun um innstreymi erlends lánsfjár um farveg fjármögnunarleigu sem er áætluð á bilinu 2—3 milljarðar króna. Samtals stefnir því í það að innstreymi erlends lánsfjármagns á árinu ’87 verði 4,5—5,5 milljarðar umfram lánsfjáráætlun. Að því er varðar skiptingu þessa lánsfjár milli opinberra aðila, lána- stofnana og einkaaðila, hafa verið gefnar upp tölur, sem eru villandi. Þegar skyggnst er bak við þær töl- ur kemur á daginn að einkaaðilar hafa farið 1.185 milljónir umfram áætlun. Þessar lántökur einkaaðila eru hins vegar færðar á opinbera aðila (skipakaup o.fl.) að upphæð 470 milljónir og lánveitingar til einkaaðila færðar á lánastofnanir að upphæð 715 milljónir. Auk þess eru lántökur opinberra aðila að upphæð 400 milljónir, sem í reynd voru skuldbreytingar vegna hita- veitna, færðar sem nýjar erlendar lántökur. í heild sinni lítur skiptingin þann- ig út: Opinberir aðilar hafa farið 220 milljónir umfram áætlun, lána- stofnanir hafa farið 200 milljónir umfram áætlun, einkaaðilar hafa farið 1.185 milljónir’umfram áætl- un. Við þetta bætist síðan inn- streymi erlends fjármagns gegnum kaupleigusamninga til einkaaðila á bilinu 2—3 milljarðar króna. Nýj- ustu upplýsingar herma að um 1 milljarður króna hafi farið um þenn- an farveg til bifreiðakaupa. Fullyrðingar fjármálaráðherra þess efnis að erlendar lántökur á árinu stefni í 4 milljarða umfram lánsfjáráætlun eru því síst orðum auknar. Hitt er einnig rétt að hlut- ur einkaaðila í lántökum umfram heimildir lánsfjáráætlunar er lang- samlega stærstur. Reykjavík 22. sept. 1987. Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra Hertar reglur um fjármögnunarleigu: Spáð í úrslitin? KNATTSPÝRNUVERTÍÐINNI er að mestu lokið í ár, en knatt- spyrnuáhugamenn eiga þó von á glaðningi í kvöld, þar sem er landsleikur íslands og Noregs i Osló í kvöld. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu í ríkissjónvarpinu, en hvort þessi ungi áhugamaður er að spá í úrslitin skal ósagt látið. rB HVADERtBLADINl Aðeins leyft að fjármagna tvo þriðju hluta eriendis „Pólitísk U-beygja,“ segir framkvæmdaslj óri Fjárfestingarfélagsins blaðB HERTAR reglur um fjármögn- unarleigu eru boðaðar af við- skiptaráðuneytinun á fimmtu- dag. Samkvæmt heimildum blaðsins verður sett þak á lántök- ur erlendis vegna fjármögnunar- leigu við 67% af innkaupsverði. Þá verður ekki leyfilegt að end- urfjármagna vélakaup, sem þýðir að fjármögnunarleigufyr- irtæki geta ekki keypt vélar innanlands. í Arnarhváli hafa einnig verið reifaðar hugmyndir um að afborganir af fjármögn- unarleigu verði ekki frádráttar- bærar frá tekjuskatti heldur FSH og VSÍ: Slitnað upp úr saimungaviðræðum UPP úr samningaviðræðum Fé- lags starfsfólks í húsgagnaiðnaði og viðsemjenda þeirra hjá ríkis- sáttasemjara slitnaði eftir miðnætti í fyrrinótt og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Við- ræðunum var slitið eftir að FSH hafði gert viðsemjendum gagn- tilboð varðandi fastlaunasamn- ing, sem fól í sér 25-30% hækkun á launakostnaði, segir f fréttatil- kynningu, sem VSÍ hefur látið frá sér fara vegna þessa. í fréttatilkynningunni segir að vinnuveitendur hafi gert félaginu tilboð um fastlaunasamning í kjölfar fundar deiluaðila með Kjararann- sóknanefnd fyrr um daginn. A þeim fundi hafi verið ákveðið eftir hvaða vinnureglum skyldi fara við skoðun á niðurstöðum launakönnunar í hús- gagnaiðnaði, þ.e. að miða skyldi við hreint tímakaup án bónusgreiðslna, enda hefðu samningsaðilar ákveðið að bónusgreiðslur kæmu til viðbótar við allar launatölur sem semdist um. Samkvæmt launakönnuninni væri tímakaup 80% faglærðra félags- manna FSH á bilinu 230 til 280 krónur. Tilboð VSÍ endurspeglaði þessi laun að öðru leyti en því að 20% félagsmanna, sem lægst hefðu launin, hækkuðu í launum. Auk þess hefði í tilboðinu verið gert ráð fyrir að yfirvinna yrði greidd sem 1% af mánaðarlaunum, sem þýddi kostnað- arauka fyrir fyrirtækin. Samtals hefði tilboðið falið í sér aukinn launa- kostnað um 5-10%. Síðan segir að af gagntilboði FSH sé ljóst að það hafi aldrei vakað fyrir félaginu það markmið fast- launasamninga að færa kauptaxta að greiddu kaupi. „Félag starfsfólks í húsgagnaiðnaði hefur því í raun ákveðið að misnota þann rétt sem því var veittur til að gera fastlauna- samning til að knýja fram einhliða kauphækkanir sem nema tugum prósenta. Það er einnig eina stéttar- félagið sem rétt á til gerðar fast- launasamnings, sem tekið hefur ákvörðun um beitingu verkfalls til að knýja á um gerð slíks samnings. Samnings sem á þó skv. markmiði sínu ekki að leiða til kostnaðarauka fyrir fyrirtækin í heild, heldur ein- ungis endurspegla greitt kaup í greininni," segir að lokum í frétta- tilkynningunni. vélarnar afskrifaðar með venju- legum hætti. Eins og greint hefur verið frá hyggst rikis- stjórnin með þessu stemma stigu við erlendum lántökum á þeirri forsendu að þær hafi aukist eftir að fjármögnunarleiga var leyfð. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra sagði í samtali við Morgun- blaðið að stefnt væri að því að herða allar reglur um erlendar lántökur. „Ég vil ekki neita því að þetta get- ur valdið vaxtahækkun. Telji menn vexti of háa verða þeir að sleppa því að íjárfesta. Það er þeirra ákvörðun, ekki ríkisstjómarinnar," sagði hann. Hann sagði að gild- istími reglugerðarinnar yrði senni- lega til ársloka 1988. Ráðherra hefur kynnt reglumar á fundum með hagsmunaaðilum undanfama daga. Forráðamenn fjárfestingarfyrirtækjanna eru óhressir og segja ákvörðun stjóm- valda stórt skref aftur á bak. Viðmælandi blaðamanns tók svo til orða að ríkisstjómin hefði ekki leyft markaðnum að ná jafnvægi. Ifyrirsjáanlegt hefði verið að sókn í fjármagn yrði óeðlilega mikil fyrst um sinn. Nú væri eftirspum farin að minnka. Myndi þörf á erlendu lánsfé minnka hröðum skrefum þegar afborganir yrðu stærri hluti af tekjum leigusalanna. „Þetta er pólitísk U-beygja aftur til haftastefnunnar. Þetta er fljót- fæmi, byggð á órökstuddum fiill- yrðingum og til þess gerð að rýra traust á stefnu stjómarinnar innan og utanlands," sagði Gunnar Helgi Hálfdánarsson framkvæmdastjóri Fjárfestingarfélags íslands og Fé- fangs hf. í gær. Gunnar lýsti undmn sinni yfír því að ríkisstjóm undir forsæti Sjálfstæðisflokksins setti slík höft. Vilhjálmur Egilsson framkvæmda- stjóri Verzlunarráðs íslands tók í sama streng og sagði ákvörðunina ganga þvert á þá stefnu sem ríkis- stjómin hefði boðað. „I ljósi þess sem gerst hefur eftir að hún var mynduð spyr maður hvort málefna- samningur stjómarinnar sé listi yfir þá hiuti sem hún hyggst ekki gera,“ sagði hann. Vilhjálmur gagnrýndi fljótfæmi ríkisstjómarinnar sem væri ekki til þess að auka traust á ákvörðunum hennar eða jafnvægi í efnahagslíf- inu. „Þeir sem töldu að höftin myndu skella fyrirvaralaust á aftur og mku út í fjárfestingu höfðu sýni- lega rétt fyrir sér. Hinir sem fóm varlegar í sakimar gjalda fyrir. Þessi ósamkvæmni eykur óvissu og óstöðugleika," sagði hann. „Þessi fyrirtæki em ekki blóra- bögglar," sagði Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra. „Þau em hluti af fjármagnsmarkaði þar sem regl- ur vom ekki sniðnar að þeim. Fjármögnunarleigan er ein af ástæðunum fyrir þenslu í þjóðarbú- inu, sem aftur ræðst af spennu milli fastgengisstefnu ríkisstjómar- innar og erlendar vaxta annarsveg- ar, verðbólgu og hallareksturs ríkissjóðs hinsvegar. Þessi ákvörð- un er hluti af almennum aðgerðum í peningamálum sem ég á von á að Seðlabankinn kynni á næst- unni,“ sagði Jón Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.