Morgunblaðið - 23.09.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLA.ÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987
63
KNATTSPYRNA / LANDSLEIKURINN VIÐ NORÐMENN
Verða Norðmenn enn neðstir
eða tekst þejm að skjótast
upp fyrir íslendinga?
ÞAÐ er mikið í húfi hjá norska
landsliðinu í knattspyrnu í
dag á Ullevaal-leikvanginum
í Ósló. Þar mætir það
íslenska landsliðinu í Evrópu-
keppninni og er þetta síðari
leikur liðanna. Fyrri leikinn
unnum við 2:1 fyrir hálfum
mánuði og settum Norðmenn
þar með í neðsta sæti í riðlin-
um. Þar hafa þeir alltaf verið,
alveg f rá því þeir tóku fyrst
þátt í Evrópukeppninni og
vilja nú ólmir komast úr því
sæti. íslendingum er ekki vel
við neðsta sætið heldur og
því verður örugglega hart
baristídag.
IM
SkúliUnnar
Sveinsson
skrífar
frá Osló
orðmenn stilla nú trúlega
upp sínu sterkasta landsliði
í knattspyrnu frá upphafi. í liðinu
eru margir frábærir knattspymu-
menn og þeim er
mikið í mun að
vinna í dag. „Ég
vona bara að við
leikum betur en
við gerðum í Reykjavík, þá lékum
við illa megnið af leiknum," sagði
Tord Grip, hinn sænski þjálfari
Norðmanna, í gær, er ég hitti
hann að máli eftir æfingu hjá
norska landsliðinu.
„Við erum með sterkt lið á
pappímum og vonandi tekst mér
að fá strákana til að leika vel á
morgun. Ég á þó við eitt vanda-
mál að etja og það er í rauninni
dálítið skemmtilegt vandamál. Ég
er með þrjá stórskemmtilega mið-
verði og verð því að hafa einn
þeirra á bekknum. Þeir Teije
Kojedal, sem leikur með Mulhouse
í Frakklandi og var einn besti
maður norska liðsins í fyrri leikn-
um á íslandi, og Anders Giske
hafa ávallt leikið vel þegar þeir
eru saman í vöminni og því er
mjög erfitt að breyta til. Ég hef
þó ákveðið að Kojedal verði á
bekknum og inn fyrir hann kemur
Rune Bratseth sem hefur leikið
frábærlega vel með Werder Brem-
en í Vestur-Þýskalandi. Þetta var
erfið ákvörðun, en mig langar til
Fögnuður á Laugardalsvelli
Morgunblaðið/Bjami Eiríksson
íslenska landsliðið vann sætan sigur á Norðmönnum fyrir hálfum mánuði, 2:1, og var fögnuður landsliðsmanna
mikill eftir þá viðureign. Hér ganga þeir Guðmundur Torfason og Bjami Sigurðsson, markvörður, af velii eftir
sigurinn. þeir verða báðir í eldlínunni í dag á Ullevaal-leikvanginum í Osló.
að prófa þetta og sjá til hvemig
þeir koma út saman. Ef það geng-
ur vel þá er gott til þess að vita,
að við eigum þtjá góða miðverði,
og getum stillt upp sterkri vöm
þó svo einn þeirra sé forfallaður,"
sagði Grip.
Já, hann virðist ekki hræddur við
að gera breytingar, því Kojedal
var einn af bestu leikmönnum
Noregs á Laugardalsvellinum fyr-
ir hálfum mánuði og er að auki
leikjahæstur þeirra, hefur leikið
51 landsleik. Það varðar Grip
ekkert um, hann setti Kojadal á
bekkinn.
„Framlínan var einnig nokkuð
vandamál, þar hefði ég getað lát-
ið Tom Sundby leika, en hann
leikur með Herakles í Grikklandi.
Ég setti hann þó á miðjuna í sömu
stöðu og hann leikur með sínu
félagsliði. Frammi verða síðan
Jöm Andersen og Vegard Skog-
heim. Ég vildi hafa fljóta og
snögga framheija gegn hinni háv-
öxnu og sterku vöm ykkar íslend-
inga,“ sagði Grip.
Þegar flautað verður til leiks í dag
leika Norðmenn í rauðu búningum
sínum, en að þessu sinni verða
þeir í splunkunýjum búningum og
að sögn þeirra er ætlunin að víga
þá með sigri.
Ullevaal-völlurinn er slæmur um
þessar mundir. Það er mjög mikil
leir í honum og þó svo að þurrt
hafí verið á sunnudag og mánu-
dag var hann talsvert blautur og
mjög laus í sér og má því búast
við að hann verði á floti í dag.
Það er ekki búist við mörgum
áhorfendum, fyrir utan veðrið er
aðal ástæðan sú að uppselt er á
leik Svía og Portúgala í Svíþjóð
og verður leiknum sjónvarpað
beint í sænska sjónvarpinu. Forr-
áðamenn norska knattsymusam-
bandsins óttast mjög að
Norðmenn sitji frekar heima við
sjónvarpið og fylgist með viður-
eign Svía og Portúgala í sænska
sjónvarpinu.
íslenska liöið
Sigfried Held sagði í gær að hann
myndi ekki ákveða byijunarliðið
fyrr en síðar í dag, þar sem ekki
væri enn ljóst hvort Pétur Ormslev
gæti leikið.
Við skulum samt geta okkur til
um hvemig liðið verður. Bjami
Sigurðsson leikur ömgglega í
markinu og í vöminni verða Guðni
Bergsson, Sævar Jónsson og Atli
Eðvaldsson.
Ef við gefum okkur að Pétri
Ormslev leiki ekki með, sem mér
sýnist miklar líkur að reynist rétt,
þá munu Viðar Þorkelsson og
Ólafur Þórðarson leika á vængj-
unum og aðstoða vömina eftir
föngum eins og venja hefur verið.
Ragnar Margeirsson verður
fremstur miðjumannanna og
síðan þeir Gunnar Gíslason og
líklegast Ingvar Guðmundsson.
Frammi verða Guðmundur Torfa-
son og Láms Guðmundsson.
Ef Pétur Ormslev getur leikið þá
verður hann auðvitað í liðinu og
á miðjunni. Ingvar færi líklega
út fyrir hann og ekki er ólíklegt
að Held geri aðra breytingu ef
Pétur verður með. Viðar færi þá
væntanlega út og Pétur Amþórs-
son kæmi í hans stað.
Þetta em auðvitað allt vangavelt-
ur og byijunarliðið fær trúlega
enginn að vita fyrr en rétt fyrir
klukkan 17 að íslenskum tíma
þegar Bjami Felixson hefur beina
útsendingu frá Ósló í íslenska
sjónvarpinu.
Því má bæta við að ef við tökum
þá 16 leikmenn sem em í hvom
liði, þá hafa leikmenn þess
íslenska skorað 25 mörk í þeim
232 landsleikum sem leikmenn
hafa leikið, en norsku strákamir
hafa aðeins skorað 14 mörk í 348
ieikum, þannig að við emm mun
marksæknari — eða heppnari.
Atli Eðvaldsson er leikahæstur
íslensku strákanna, hefur leikið
45 leiki, en hjá Norðmönnum er
Teije Kojedal með tíu leiki meira
en næsti maður sem er Erik mark-
vörður Thorstvedt, en hann hefur
leikið 41 leik.
A*
KNATTSPYRNA / U-18 ÁRA LIÐIÐ
Markalaust jafn-
tefli í Póllandi
Liðið mætir Belgum í
Brussel á föstudag
LANDSLIÐ íslands, skipað le>k-
mönnum 18 ára og yngri, gerði
markalaust jafntefli við jafn-
aldra sína frá Póllandi í gœr.
Leikurinn fórfram íVarsjá.
Islenska liðið lék mjög vel að
þessu sinni og átti fleiri mark-
tækifæri en það pólska. Haraldur
Ingólfsson, Skagamaður, komst
næst því að skora er hann skaut í
stöng.
Þetta var næst síðasti leikur liðsins
í Evrópukeppninni að þessu sinni,
það mætir Belgum í Briissel á
föstudaginn.
íslensku strákarnir hafa því gert
jafntefli við Dani og Pólveija úti,
en þeir töpuðu öllum heimaleikjun-
um. . ... Ji:/ •£<{<
..
Haraldur Ingólfsson komst næst
| því að skora í Varsjá.
IÞROTTAHUS
ÍÞRÓTTAFÉLÖG
Blakboltar......Fótboltar
Handboltar... Körfuboltar
Allar stærðir fyrirliggjandi
GENIS
JNGOLFS
ÓSKARSSONAR
Klapparstíg 40
S:i1783
■