Morgunblaðið - 23.09.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.09.1987, Blaðsíða 46
^46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 Verslunarráð íslands: 70 ára barátta fyrir frelsi og framförum VERSLUNARRÁÐ íslands var stofnað 17. september 1917 og er þvi 70 ára um þessar mundir. Það var upphaflega sett á lagg- imar sem „fulltrúaráð fyrir verslun, iðnað og siglingar", en starfar nú sem alhliða samtök ^ viðskiptalifsins. Hér fer á eftir fréttatilkynning frá ráðinu í til- efni afmælisins: „Verslunaráð íslands hóf starf- semi sína á erfiðum tímum í sögu þjóðarinnar. Heimsstyijöldin fyrri stóð sem hæst og siglingar til lands- ins voru erfíðar. Vöruskortur var mikill og það verslunarfrelsi sem náðst hafði með langri sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar var skert af landsstjóminni sjálfri. Fyrsta baráttumál Verslunar- ráðsins var að fá verslunarhöft afnumin eftir lok styrjaldarinnar og má segja að það hafi gefið tón- inn fyrir það sem á eftir hefur komið. Viðskiptafrelsi og andstaða við ríkiseinokun hafa jafiian verið efst á blaði í stefnuskrám Verslun- arráðsins. V erslunar ráöið hagsmunasamtök Verslunarráðið er málsvari við- skiptalífsins gagnvart stjómvöldum og öðmm aðilum. Viðskipti 'eru óijúfanlegur þáttur í nútíma at- vinnustarfsemi og miklar framfarir hafa orðið í öllum viðskiptaháttum á síðustu áratugum. Verslunarráðið hefur jafnan leitast við að vinna nýjum hugmyndum til framfara brautargengi með því að kynna þær almenningi og stjómvöldum. Hvers kyns hagsmunagæsla fyrir viðskiptalífið er því snar þáttur í allri starfsemi Verslunarráðsins. Margar nefndir starfa á vegum ráðsins bæði formlegar og óform- legar þar sem félagamir koma saman og fjalla um þau málefni sem efst em á baugi á hveijum tima. Tillögur til stjómvalda em oft af- rakstur af þessu starfi og síðan er þeim fylgt eftir þar til árangur næst. Verslunarráðið gefur gjaman umsagnir um lagafmmvörp sem snerta starfsemi viðskiptalífsins. Verslunarráðið hefur oft á tíðum AIRAM UÓSAPERUR LOGA LENGUR FINNSK FRAMLEIÐSLA Heiidsöiubirgöir láÞÝSK-ÍSLENSKAHF II Lynghálsi 10- 110 Roykjavík - Simi: 82677 verið umdeilt vegna stefnu sinnar. Ráðið hefur fyrst og fremst litið til lengri tíma og til almannahags- muna í stefnumörkun sinni og verið óhætt að hreyfa við og styðja ýmis framfaramál sem geta ekki náðst fram átakalaust. Viðskiptafrelsi er forsenda framfara í atvinnulífinu og hefur því verð á oddinum hjá Verslunar- ráðinu. Nú er t.d. unnið að því að fá reglur um greiðslufresti á inn- fluttum vömm samræmdar. í hvert skipti er færi gefst reynir ráðið að ná fram auknu frjálsræði í verðlags- málum en það á fulltrúa í Verð- lagsráði. Frjáls gjaldeyrisviðskipti em forsenda þess að íslenska krónan geti orðið alþjóðlega viðurkenndur gjaldmiðill og að gengi hennar geti orðið stöðugt með trúverðugum hætti. Sú frjálsræðisþróun sem orð- ið hefur á þessu sviði á síðustu missemm hefur tvímælalaust skilað sér í betri árangri í rekstri íslenskra fyrirtækja. Afnám sérréttinda og einokun- ar er eitt helsta baráttumál Versl- unarráðsins enda hafa sérréttindi og einokun undantekningalítið í för með sér stöðnun og afturför. Ráðið hefur t.d. mikið fjallað um einka- væðingu ríkisfyrirtækja og stofn- ana í þessu sambandi svo og stöðu samvinnufyrirtækja í atvinnulífinu. Einkarekstur hefur sannað yfir- burði sína yfir önnur rekstrarform í atvinnulífínu. Verslunarráðið er bakhjarl einkarekstrarins í landinu og leitast við að styrkja stöðu hans öllum til hagsbóta. Aðgerðir gegn verðbólgu em nauðsyn fyrir viðskiptalífið þar sem verðbólga gerir stjómendum fyrir- tækja svo erfítt fyrir með að ná árangri í rekstri. Verslunarráðið hefur á síðustu ámm lagt fram vandaðar tillögur um aðgerðir gegn verðbólgu og reynt að hafa áhrif á stjómvöld til þess að ná fram skyn- samlegri hagstjóm. Nýlega gaf Verslunarráðið út álit sitt á stefnu- yfirlýsingu og fyrstu aðgerðum ríkisstjómarinnar í efnahagsmál- um. Tekið var undir mörg stefnumál stjómarinnar en nokkrar af fyrstu aðgerðunum gagnrýndar. Verslun- arráðið hyggst sömuleiðis gera úttekt á fjárlagafmmvarpi og efna- hagsáætlunum ríkisstjómarinnar eftir framlagningu í byijun október í því skyni að félagar geti betur gert sér grein fyrir við hveiju má búast á næsta ári. Skattamál em jafnan ofarlega á baugi hjá Verslunarráðinu pnda gífurlegt hagsmunamál fyrir við- skiptalífið og þjóðina alla að skatt- lagningu sé stillt í hóf og að atvinnureksturinn í landinu fái skil- yrði til þess að hagnast og hafi svigrúm til uppbyggingar. Tillögur um skattlagningu atvinnurekstrar Verslunarráð íslands ákvað að sleppa hefðbundinni afmælisveislu á 70 ára afmælinu. Þess í stað afhenti formaður ráðsins, Jóhann J. Ólafsson, Jóni Baldvin Hannibalssyni „niðurskurðarhníf“ að gjöf. hafa verið í vinnslu hjá Verslunar- ráðinu að undanfömu. Oflugur innlendur fjármagns- markaður er undirstaða sterks atvinnulífs I landinu. Verslunarráð- ið hefur mikið beitt sér til þess að treysta fjármagnsmarkaðinn og auka sparaað almennings. Verslun- arráðið leggur mesta áherslu á vaxtafrelsi og að bankamir séu reknir á viðskiptalegum forsendum í stað þess að vera pólitískar skömmtunarstofnanir. Verslunar- ráðið hvetur til einkavæðingar ríkisbankanna. Traust hlutafélagalöggjöf og löggjöf um atvinnustarfsemi hefur Iengi verið áhugamál Verslunar- ráðsins. Ráðið hefur jafnan lagt mikla vinnu í tillögugerð og um- sagnir þegar slík lagasetning hefur verið á döfinni. Verslunarráðið hef- ur ennfremur haft frumkvæði að mikilvægum breytingum á þessu sviði. Valddreifing í þjóðfélaginu er þýðingarmikið atriði í stefnuskrá Verslunarráðsins. Það er vænlegast til framfara í landinu að sem flestir eigi eignarhlut í atvinnurekstri, að umsvifum ríkisins sé í hóf stillt og að hvorki stjómmálalegt né efna- hagslegt vald safnist um of á fárra hendur. Ýmis framfaramál eru sífellt á döfínni. A undanfömum mánuðum hefur Verslunarráðið t.d. sérstak- lega kynnt sér endurgreiðslu á söluskatti til erlendra ferðamanna og rekið málið fyrir stjómvöldum. í öllum nágrannalöndum okkar er erlendum ferðamönnum endur- greiddur virðisaukaskattur. Sala til erlendra ferðamanna er í raun út- flutningur og því er eðlilegt að verslun þeirra sé söluskattsfijáls. Endurgreiðsla á söluskattinum til erlendra ferðamanna er mikið hags- munamál bæði fyrir verslunina og fyrir innlendar iðngreinar sem framleiða ferðamannavöru. Þjónusta við félaga Verslunarráðið veitir félögum sínum margháttaða þjónustu. Hún er ýmist fastur liður í starfsemi ráðsins eða þjónusta sem veitt er vegna einstakra mála sem upp koma. Félagar Verslunarráðsins leita mikið til skrifstofunnar um allskonar fyrirspumir um mál er varða samskipti við stjómvöld, við- skiptahætti o.s.frv. Jafnan er leyst út fyrirspumum og erindum eftir fremstu getu. Telex- og telefaxþjónusta er rek- in á vegum ráðsins. Fjölmargir félagar notfæra sér þessa þjónustu, sérstaklega þeir sem hafa smærri rekstur með höndum. íjónustan er opin öllum félögum og hefur mælst vel fyrir. Upplýsingaskrifstofa hefur verið rekin á vegum Verslunarráðs- ins síðan 1928. Hlutverk hennar er að veita erlendum aðilum upplýs- ingar um lánshæfi íslenskra fyrir- tælqa. Allar upplýsingar eru veittar sem trúnaðarmál. Stærstu við- skiptavinir skrifstofunnar eru sambærileg fyrirtæki erlendis. Þessi starfsemi hefur verið mikil lyftistöng fyrir íslensk fyrirtæki í viðskiptum við erlenda aðila. Upplýsingar um viðskiptasam- bönd em veittar af Verslunarráð- inu. Jafnan berst fjöldinn allur af fyrirspumum um viðskipti við ís- land frá erlendum aðilum. Þessum fyrirspumum er dreift til félags- manna sem geta haft samband við Verslunarráðið til þess að fá nánari upplýsingar. Verslunarráðið hefur auk þess bókasafn með upplýsing- um um viðskipti við önnur lönd og aðstöðu fyrir félaga til þess að lesa og vinna úr þessum upplýsingum. Upprunavottorð eru gefin út af Verslunarráðinu. Félagar Versl- unarráðsins sem stunda útflutning fá gjaman upprunavottorð hjá Verslunarráðinu um að vara þeirra sé framleidd á íslandi. Ráðleggingar um tollamál eru mikilvægur þáttur í þjónustu Versl- unarráðsins. Félagsmenn hafa gjaman samband við ráðið þegar vandamál koma upp vegna toll- flokkunar og er reynt í slíkum tilfellum að aðstoða félagana eftir bestu getu. Samstar f s vettvangur félagsmanna Verslunarráðið er vettvangur fyrir margskonar samstarf fyrir félaga ráðsins. Undir merki þess geta þeir ræðst við um sameiginleg hagsmunamál og nýtt sér þá að- RAFMÓTORAR = HEÐINN = VÉLAVERSLUN SIMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER Sofffa Sveinsdóttir, eigandi Sólbaðsstofunnar Fífí. Sólbaðs- stofa skiptir um eigendur Eigendaskipti hafa orðið á sól- baðsstofunnai Hringbraut 121 í JL-portinu. Sólbaðsstofan, sem áður hét Sólbaðsstofa Siggu og Maddý, heitir nú Fífí og hefur Soffía Sveinsdóttir tekið við rekstri stof- unnar. Stofan er opin kl. 10-22 virka daga, laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 13-18. í fréttatil- kynningu frá stofunni kemur fram að í sólbekkjunum em ávallt nýjar pemr og ávallt er kaffí á boðstól- um fyrir viðskiptavini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.