Morgunblaðið - 23.09.1987, Side 20

Morgunblaðið - 23.09.1987, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 Ártíð Snorra eftir Gunnar Tómasson Inngangsorð Hallgrímur Pétursson hóf for- mála Passíusálma sinna með tilvís- un í þau orð að „Það verður dýrast, sem lengi hefur geymt verið og gefur tvöfaldan ávöxt í hentugum tíma fram borið.“ Sú hugsun, sem felst í orðum þessum, virðist einnig hafa verið lífsregla þeirra snillinga, sem skráðu Njálu og önnur helztu rit- verk sögualdar. Ástæða þess, að orð þessi eru rifjuð hér upp, er 746. ártíð Snorra Sturlusonar, sem í hönd fer 23. september 1987. Við það tækifæri þykir höfundi við hæfi að bera fram ákveðnar niðurstöður af rannsókn- um hans á táknmáli Njálu og annarra verka, sem henni tengjast. Þeim, sem þekkja til ritsafns Einars Pálssonar, Rætur íslenzkr- ar menningar, mun augljós sú skuld, sem höfundur stendur í gagnvart Einari. Skal ekki fjölyrt um það að sinni. Frásögn Sturiu Fátt hefur orðið minningu Snorra Sturlusonar jafn mikill hælbítur með íslenskri þjóð eins og eftirfar- andi frásögn Sturlu Þórðarsonar í 143. kafla íslendinga sögu: „En er þeir váru búnir ok höfðu lagt út undir Hólm, þá kómu menn sunnan frá konungi ok með bréfum, ok stóð þat á, at konungr bannaði þeim öllum íslendingum at fara út á því sumri. Þeir sýndu Snorra bréfin, ok svarar hann svá: „Út vil ek.“ Ok þá er þeir váru búnir, hafði hertoginn þá i boði sínu, áðr þeir tóku orlof. Váru þá fáir menn við tal þeira hertogans ok Snorra. Amfinnr Þjófsson ok Óláfr hvítaskáld váru með her- toganum, en Órækja ok Þorleifr með Snorra. Ok var þat sögn Arnfinns, at hertoginn gæfi Snorra jarlsnafn, ok svá hefir Styrmir inn fróði ritat: „Artíð Snorra fólgsnaijarls“, — en engi þeira íslendinganna lét þat á sannast.“ Sigurður Nordal, sem manna mest hefur rannskað ævi og starf Snorra Sturlusonar af þeirri kostgæfni og alúð, sem mótaði öll hans störf önnur á sviði forn- fl Perstorp EKKIBARA OFNAR HARÐPLAST TIL ÁLÍMINGA Ótrúlegt litaúrval Líttu við í Smiðjubúðinni. HF.OFNASMIBJAN SÖLUDEILD HÁTEIGSVEGI7 S: 21220 bókmennta vorra, segir svo um Snorra í riti sínu íslenzk menn- ing, að „hann heitir því fýrstur íslendinga að koma landi undir Noregshöfðingja og er síðan ekki sterkari á svellinu en svo, að hann þiggur jarlsnafn af Skúla hertoga 1239 — í þeirri von að uppreist Skúla heppnist í Noregi og höfðingj- ar á íslandi verði talhlýðnari, eftir að ofstopamaðurinn Sturla Sig- hvatsson sé af dögum ráðinn.“ Vísar Sigurður hér einnig til eft- irfarandi frásagnar Sturlu Þórðar- sonar í 38. kafla íslendinga sögu: „Konungrinn var þá ungr, en Dagfinnr lögmaðr, er þá var ráð- gjafi hans, var inn mesti vinr Islendinga. Ok var þat af gert, at konungr réð, at eigi varð herförin. En þeir Hákon konungr ok Skúli jarl gerðu Snorra lendan mann sinn. Var þat mest ráð þeira jarls ok Snorra. En Snorri skyldi leita við íslendinga, at þeir snerist til hlýðni við Nóregshöfðingja. Snorri skyldi senda utan Jón, son sinn, ok skyldi hann vera í gíslingu með jarli, at þat endist, sem mælt var.“ - íslenskur guðsmaður á ofan- verðri 18. öld lagði svo út af þessum og öðrum frásögnum Sturlu Þórðar- sonar af Snorra Sturlusyni, að hann hafi verið „ákaflega slægur og und- irförull, reikull í vináttu, svikull við aðra sem og sína nánustu, ágjam eigi síður en metorðagjam, auk þess ójafnaðarfullur og hefnigjam, reikull og deilugjam." Var þessi niðurstaða Finns biskups Jónssonar í Skálholti, og getur Gunnar Bene- diktsson hennar í riti sínu Snorri Skáld í Reykholti. Af öðmm gögnum málsins má þó ráða, að Sturla Þórðarson beitir táknmáli í ofangreindum frásögn- um af föðurbróður sínum Snorra Sturlusyni. „Konungur" og „höfð- ingi“ virðast hér vísa til skapara himins og jarðar, en „Noregur" er hinn skapaði heimur. Til „hlýðni" við þann höfðingja vildi Snorri Sturluson hvetja landa sína. Táknmál ogf tölur Undir sléttu yfírborði frásagnar Sturlu Þórðarsonar býr heimur hug- mynda og tölfræðilegra tákna, og kemur slíkt ekki á óvart lesendum Einars Pálssonar. Sjón er sögu ríkari, og skal því gengið beint til verks og kannað það, sem Sturla Þórðarson segir þeim lesendum sínum, sem kunna skil á táknmáli þeirra frænda í þeim örstutta hluta 151. kafla íslendinga sögu, sem segir frá drápi Snorra Sturlusonar í Reykholti aðfaranótt 23. septem- ber 1241: „Eftir þat urðu þeir varir við, hvar Snorri var. Ok gengu þeir í kjallarann Markús Marðarson, Símon knútr, Ámi beiskr, Þorsteinn Guðinason, Þórarinn Ásgrímsson. Símon knútr bað Áma höggva hann. „Eigi skal höggva," sagði Snorri. „Högg þú,“ sagði Símon. „Eigi skal höggva," sagði Snorri. Eftir þat veitti Árni honum bana- sár, ok báðir þeir Þorsteinn unnu á honum." Hugmyndin „ár“ táknar eina heimsrás í hugmyndafræði þeirri, sem ætla má að hér sé á ferð. Verð- ur ljósara, áður en grein þessari lýkur, hvers vegna hugmyndin „ár“ tengist hér frásögn af dauða Snorra svo og ástæða þess, að Sturla Þórð- arson undirstrikar mikilvægi þeirr- ar hugmyndar með frásögn sinni af „ártíð“ Snorra „fólgsnatjarls", sem áður er getið. Að því er varðar ætlað táknmál í frásögn Sturlu af þessu voða- verki, þá er fyrst að geta þess, að nafn Snorra er hér í 8., 35. og 44. sæti í frásögn. Samtals er þá tölu- gildi nafns Snorra 87, en sá er einmitt fjöldi kafla í Egilssögu, sem almennt er talið, að rituð sé af Snorra Sturlusyni. Önnur vísbending þess, að hér kunni eitthvað stórt að búa undir, er að tölugildi 151. kafla og tölunn- ar 8, sem tengd er nafni Snorra, þegar þess er getið fýrsta sinni, er 159, en sá er einmitt íjöldi kafla í Njálu, sem höfundur telur einnig vera verk Snorra Sturlusonar. Við hátind frásagnar af drápi Snorra em eiginnöfnin Símon og Ámi í 39. og 48. sæti frá upphafí. Er þar enn að fínna tölugildi Egils- sögu, töluna 87. Ef tilviljun réði því ekki, að tölu Njálu — 159 — mátti lesa úr frásögninni eins og áður greinir, þá má ætla að tölu Njálu megi einnig fínna hér öðm sinni. Þar sem eiginnöfn banamanna fólu í sér tölu Egilssögu, þá má ætla að svo sé einnig með þá tölu Njálu, sem nú skal leitað. Áður skal það þó tekið fram, að í hugmyndaheimi forfeðra vorra virðast örlög manna hafa verið tengd framvindu heimsrásar með slíkri tölfræðilegri nákvæmni, að ekki varð út af bmgðið. í daglegu máli var viðhorf þetta nefnt forlaga- trú. Að baki virðist liggja sú hug- mjmd, að þroski sálar í sköpuðum heimi tengist hlutfollum þríhym- ings Pýþagorasar, sem hefur tölugildin 3, 4 og 5. Við syndafall- ið, sem ætla má að hafí verið forfeðmm vomm lifandi staðreynd, fellur sálin í þann grunnflöt sköpun- ar/jarðar, sem er táknaður með tölunni 3. Ris sálar til fullkomins þroska virðist síðan hafa verið tákn- að með tölunni 4, sem er tala þeirrar lóðréttu hliðar þríhymingsins, sem rís af gmnnlínu til upphafs sköpun- ar á himni. í fyrri skrifum höfundar um ætl- að táknmál Njálu og Egilssögu — „Leikmannsþankar um Njálu" og „Arfur íslendinga", sem birt vom í Morgunblaðinu 10. janúar og 14. febrúar síðastliðinn — vom leidd rök að því, að talan 4 hafin í þriðja veldi, þ.e. talan 64, hafí verið sam- svömn þeirrar hugmyndar, sem nefnd er „Stafur Móses" í Gamla Testamentinu og „Sverð Krists" í því nýja. Virðist það vera lykillinn að allri túlkun táknmáls þeirra frænda Snorra Sturlusonar og Sturlu Þórð- arsonar, að þar sé lífsstarfí Snorra jafnað til hlutverka Móses og Krists á öðmm tímum og við aðrar aðstæð- ur. Virðist Njála þannig hafa verið þeim tákn þess „logandi sverðs", sem tengist frásögn Mósesbóka af syndafallinu. Má ætla, að það hafi verið það sverð, sem Hjörleifur fóst- bróðir Ingólfs fann skínandi í dimmu jarðhúsi og flutti til íslands. Fjögur eiginnöfn drápsmanna Snorra er fyrst að fínna í 15., 17., 19. og 21. sæti frásagnar. Ásamt með þeim tveimur nöfnum, sem fela í sér tölu Egilssögu, 87, þá er tölugildi þessara sex nafna 159, tala Njálu. í grein höfundar „Leikmanns- þankar um Njálu“ var getið tákn- ræns hlutverks sex kafla Njálu, sem greina frá Kristnitöku, en sú tala Gunnar Tómasson „Af frásögn Laxdælu og Eyrbyggju virðist mega ráða, að dráp Snorra Sturlusonar að Reykholti aðfaranótt jafndægurs á hausti, þ.e. 23. september 1241, sé ekki sagnfræðilegs eðlis. Þótt sú hlið máls- ins verði ekki rakin að sinni, þá bendir margt til þess að Snorri Sturluson haf i dáið drottni sínum í hópi skoðanabræðra sinna í Englandi.“ er gmnntala fullkominnar sköpun- ar, sem er táknuð með 216, þ.e. talan sex í þriðja veldi. Sex nöfn drápsmanna Snorra tengja þannig dauða hans við þá ógæfu, sem var dauði Baldurs, krossfesting Krists. Ef hér er rétt túlkað, að tala Njálu — 159 — og tala Egilssögu — 87 — séu felldar inn í frásögn Sturlu af dauða Snorra, þá verður einnig að finna þar tilvísun til þess, að Snorri tengist tölunni 4 eða 64. Þar sem ætla má að tölur Njálu og Egilssögu komi hér fyrir tvívegis hvor tala, þá verður einnig að vera hér tvöföld tilvísun til þeirrar hug- myndar sem liggur að baki tölunum 4 og 64. Fyrsta jafngildi þeirrar tölu er auðfíindið. Viðumefnin „knútr", „beiskr" og „knútr“ tengjast dráps- mönnum Snorra í 18., 20. og 26. sæti frásagnar. Tölugildi þessara þriggja talna er 64. Af öðmm gögn- um málsins virðist mega ráða, að viðumefnin þrjú séu tákn þess, sem í Völuspá em kallaðar „iii þursa meyjar" og sagðar em hafa spillt gullaldrí ása. Sigurður Nordal ritaði tölu þess- arar „iii“ meyja með rómverskum tölum í útgáfu sinni á Völuspá 1923, en þannig er ritháttur Kon- ungsbókar. Aðrir hafa talið það skipta litlu máli, hvemig ritari Kon- ungsbókar setti fram tölu ógæfu- vera þeirra, sem þar var greint frá. Með þeirri „lagfæringu" á þraut- hugsuðum texta Konungsbókar hafa nútíma skýrendur íslenzkra fræða dregið hulu yfir það, sem höfundur telur hafa verið markmið Snorra Sturlusonar með öllu lífsstarfí hans. Njála, Egilssaga, Völuspá og Snorra Edda em samfellt verk, sem lýsir páfadómi sem jafngildi þeirra „iii þursa meyja“, sem segir frá í 8. vísu Völuspár. Að hér sé rétt til getið virðist Sturla Þórðarson árétta með nafni banamanns Snorra, Simon knútr, en Símon Pétr var sá gmndvöllur, sem vald páfadóms var byggt á. Onnur ætluð tilvísun frásagnar Sturlu Þórðarsonar til tölunnar 4/64 í sambandi við dráp Snorra Sturlusonar virðist nátengd hug- myndum þeirra frænda um eðli þess kirkjuvalds, sem var þeim sam- svömn hinna „iii þursa meyja“. Forfeðmm vomm var boðið að líta á persónu páfans í Róm sem tengilið sköpunar og skapara. Tala þeirrar persónu, ef rétt er skilið, var 3+3=6, og virðist hugmyndin hafa verið sú, að páfadómur ber í sér eðli höggormsins í paradís. Líkt og sá höggormur hlýtur páfadóm- ur, eðlis síns vegna, að skríða eftir gmnnfleti sköpunar um aldir alda. Hinn eini og sanni tengiliður sköpunar og skapara virðist hins vegar hafa verið talan 4; hún er tákn þeirrar hliðar þríhymings Pý- þagorasar, sem rís til himins af gmnnlínu og virðist fullkomnun sálar þannig tengjast 3+4=7. Tölugildi eiginnafna þriggja drápsmanna Snorra Sturlusonar, þeirra sem em í 5., 6. og 7. sæti frásagnar, er samtals 76. Að baki virðist liggja sú hugmynd, að páfa- dómur — talan 6 — kann áð leggja Snorra að velli, þar sem Snorri er táknaður með tölunni 7, en samt fer talan 7 á undan tölunni 6; í fyllingu tímans, virðist hér sagt með tölfræðilegum táknum, mun Baldur heimtur úr Hel, Kristur mun rísa frá dauðum, málstaður Snorra Sturlusonar mun sigra. „Eigi skal höggva" em orð Snorra, er hann stendur berskjald- aður gagnvart því valdi, sem leggur hann að velli. Áð höggva mann og annan var hlutverk Egils Skalla- grímssonar, og var illmennið Ljótur inn bleiki einn þeirra, sem Egill hjó. Er þá frásögn að fínna í 64. kafla Egilssögu, og virðist þar hefnt á táknrænan hátt dráps Snorra Sturlusonar. A.m.k. virðist mega túlka á þann hátt endurtekningu Snorra á setn- ingunni „Eigi skal höggva", sem felur í sér orð móður Egils, er Snorri stóð andspænis höggum drápsmanna sinna — andspænis málstað höggormsins. Nafn Egils virðist fela í sér ákveðna tölfræðilega tilvísun til skapara himins og jarðar, þó ekki verði farið út í þá sálma að sinni. Tvíræðni orðsins „eigi“ — fyrri hluta nafns Egils samkvæmt fram- burði — virðist áréttuð af þeirri mótsögn er Snorri goði er sagður í 114. kafla Njálu vera vitrastur þeirra manna er „eigi vára forspá- ir“ þótt svo að Eyrbyggja taki það fram að Snorri hafi í reynd verið „forspár". Snorri goði Nú skal farið hratt yfír sögu. Af líkum málsins virðist mega ráða, Snæfellsnes: Dilkar koma falleg- ir og feitir af fjalli Borg í Mikláholtshreppi. ÞAÐ BAR til í leitum á Rauða- melsfjalli á sunnudag að einn leitarmaðurinn mætti þar óboðnum gesti sem var að virða fyrir sér feita dilka og fallegt landslag. Óboðni gest- urinn var blárefshvolpur sem virtist vera sakleysið sjálft uppmálað. Faldi sig svo á bak við stein, en leitarmaðurinn notaði göngustaf sinn til að svipta hann lífi. Nú standa yfir göngur og rétt- ir eins og venjulega. Dilkar koma fallegir og feitir af fjalli eftir blítt og veðurgott sumar. Það þótti stolt hvers bónda að fá feita og væna dilka af fjalli og tilhlökkun var að umgangast .þá, welja.til. lífs og hvað skyldi í sláturhús fara. Nú eru breyttir tímar. Feitu dilkamir þykja óheppilegir fyrir bragðlauka neytandans. Sú kyn- slóð sem ólst upp við að borða feitt sauðakjöt og feita dilka var síst kvillasamari en fólkið í dag sem ýtir fítunni út af diskum sínum. ________________;______jem

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.