Morgunblaðið - 23.09.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.09.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 Vaxandi flutningar Eim- skips frá Rotterdam Frá Úlfari Ágústssyni fréttaritari Morgunbladsins i Holiandi. Rotterdam í Hollandi, stærsta fyrir milliríkjaverslun íslendinga. vöruhöfn heimsins, gegnir með Eimskip, sem sér um mestan hluta hverju árinu mikilvægara hlutverki flutninganna milli íslands og Rott- Erlendur Magnússon sér um Ameríkusiglingar Eimskips frá Evr- ópu. Nú eru tvö 450 eininga gámaskip í flutningum milli Rotterdam og Bandaríkjanna með viðkomu á íslandi. Hann sagði að nú væri að nást full nýting á þessum leiðum, en varan kemur tíl Rotterdam frá Mið-Evrópu auk Bretlands og írlands. erdam, stofnsetti eigin skrifstofu þar í ársbyijun 1985. Það var jafn- framt fyrsta skrifstofa félagsins erlendis, en fram að þeim tíma var félagið einvörðungu með umboðs- menn á viðkomustöðum skipanna. Upphaflega unnu fjórar mann- eskjur á skrifstofunni, en nú eru starfsmenn orðnir 17, þar af fjórir íslendingar. Forstöðumaður skrifstofunnar, Bragi Ragnarsson, hefur langa reynslu af flutningsmiðlun á þessu svæði. Hann stjómar mjög flóknum samskiptum við net flutningafyrir- tækja sem flytja vörur með fljóta- bátum, jámbrautalestum, flutn- ingabflum, feijum og flugvélum um Mið- og Suður-Evrópu auk hafskipa sem sigla til jafn fjarlægra staða og Japan, Taiwan, Kóreu og Ind- lands. Frá Rotterdam fara aðallega fískafurðir, en til hafnarinnar koma flestar tegundir iðnaðarvöru sem til íslands fara. Þannig fer nú mest- ur hluti bflainnflutnings lands- Af 17 manna starfsliði Eimskips f Rotterdam eru fjórir íslendingar. Bragi Ragnarsson sagði það stefnu félagsins að gefa starfsmönnum sinum á Islandi kost á að kynnast starfsemi félagsins erlendis. manna frá Japan um höfnina í Rotterdam. Mikið af saltfiski kemur frá íslandi og er hann nú aðeins 10 daga á leiðinni frá framleiðanda til neytenda á Ítalíu, svo dæmi séu tekin. Bragi taldi að skrifstofan í Rott- erdam hefði strax sannað gildi sitt, hinsvegar taldi hann ólíklegt að heppilegt væri að auka starfsemina með víðtækari flutningum innan álfunnar vegna ótrúlegrar sérhæf- ingar flutningafyrirtækjanna. Skip frá Eimskip eru nú orðin flesta daga vikunnar í höfn í Rott- erdam, þrátt fyrir að ekkert hafl viðkomu að jafnaði nema hluta úr degi. Eikjuskip er í hverri viku og gámaskip í Ameríkuflutningum hálfsmánaðarlega. Þá kemur skip hálfsmánaðarlega hlaðið áli frá Straumsvík og fer aftur hlaðið kol- efnisskautum. Auk þessara skipa eru önnur sem losa og lesta óreglu- AF ERLEMDUM VETTVANGI eftir POUL HUSTED Hið ljúfa líf Castros Kúbanskur flóttamaður vefengir byltingarímynd leiðtogans Fidel Castro, forreti Kúbu, hefur yndi af að koma fram i hermannabúningi og láta líta svo út að hann sé mesta byltingarhetja heims. Margir hafa jafnvel haldið að Havanavindlareykingar væru eini löstur þessa virðu- lega, síðskeggjaða landsföður. í sumar flúði kúbanskur leyniþjónustumaður, Florentino Aspillaga Lombard, til Vesturlanda og hann hefur aðra sögu að segja af leið- toganum en hann kýs sjálfur að komist í mannkyns- sögubækurnar. Aspillaga er fyrrum majór í kúbönsku leyniþjónustunni. Hann var við skyldustörf í Tékkóslóvakíu er hann ákvað að flýja og laumaðist yfír landa- mærin til Austurríkis. Ekki er vitað hvar Aspillaga heldur sig nú um stundir, en í síðasta mán- uði veitti hann útvarpsstöðinni Radio Marti í Flórída viðtal. Útvarpsstöðin er rekin af kú- bönskum útlögum og er sending- um hennar einkum beint til Kúbu. í viðtalinu lýsti Aspillaga munaðarlífí Fidels Castro á bak við rauðmálaða byltingarfram- hliðina. Floti lystisnekkja Þrátt fyrir að þijátíu ár séu lið- in frá byltingunni sem átti að færa fólkinu brauð, lifír stór hluti Kúbana enn í sárustu fátækt. Það hindrar þó ekki leiðtogann í því að velta sér upp úr munaði, sem er milljarða virði. Þegar hann kemst úr fjölmiðlaljósinu, afklæð- ist hermannabúningnum og tekur sér frí frá heimsbyltingunni, hefur hann yfir að ráða flota lysti- snekkja sem bera hann út á hressandi öldur Karabíska hafs- ins. Aspillaga majór sá svo sem engum ofsjónum yfír því að höfð- inginn ætti lystisnekkju, en heill floti þótti honum ekki í samræmi við kenningar kommúnismans. Þjóðarleiðtogi Kúbu þarf heldur ekki að hafa áhyggjur af því að eiga ekki þak yfír höfuðið. Castro á hús í hverri hinna fjórtán sýslna á Kúbu og í Havana á hann svo- litla húsaþyrpingu, sem inniheldur allt það sem gamall og þreyttur byltingarleiðtogi getur óskað sér eftir langan og slítandi vinnudag. Umhverfís vistarverur Castros sjálfs standa svo nokkur hundruð hús, sem ætluð eru lífvörðum hans. Forsetinn hefur líka heilmikinn áhuga á hinu kyninu og ávextir ástalífs Castros fá síst verri með- ferð en almenningur í landinu. Fjögur bama hans uppfræðast nú í Moskvu, en reyndar er aðeins eitt þeirra, Fidelito, viðurkennt afkvæmi föður síns opinberlega. Eins og allir aðrir Þriðjaheims- leiðtogar á Fidel Castro tugi milljóna á bankareikningi í Sviss. Þeim fjármunum er ekki eytt í vitleysu eingöngu, heldur eru þeir notaðir til mútugreiðslna og til styrktar frelsishreyfíngurn, sem beijast fyrir marxískri paradís í heimalöndum sínum. Spilling og valda- græðgi Spilling og valdagræðgi eiga sér einnig samastað hjá yfír- stéttinni í Havana, og þrátt fyrir að leiðtoginn segist beijast gegn slíku virðist sem hann og hans nánustu hafí undanþágu frá sið- gæðinu. Fyrir tæpum tveim árum missti þáverandi innanríkisráð- herra, Ramiro Valdés, starfíð fyrir að höggva of nálægt hinum valdamikla bróður Fidels Castro, Raul. Valdés hélt sig vera að framfylgja herferð Castros gegn spillingu og ákærði náinn vin Rauls fyrir að hafa „eytt þús- undum dala í innflutt viskí." Valdés var reyndar ekki sakley- sið uppmálað sjáifur, því áður en hann var settur út í kuldann hafði hann byggt íburðarmiklar íbúðir fyrir starfsfólk ráðuneytis síns fyrir um hundrað milljónir dala. „Og það á tímum þegar alþýðan á ekki þak yfír höfuð- ið,“ segir Aspillaga majór. Ævintýri í Afríku Þótt Aspillaga hafí sjálfur verið leyniþjónustumaður, telur hann að alltof miklu fé sé eytt í njósnastarfsemi kúbönsku stjómarinnar. Eftir að Banda- ríkjamenn réðust inn á Grenada árið 1983 hefur kúbönskum flugumönnum erlendis fjölgað í 2.086, segir Aspillaga. Þeir starfa í Rómönsku Ameríku, Afríku, Frakklandi, Spáni og austan jámtjalds og em þung byrði á hálftómum ríkiskassa Kúbu. Það er ekki aðeins í leyniþjón- ustunni, sem óánægja er með „alþjóðlegar fjárfestingar" Cast- ros. Aukinnar óánægju hefur einnig orðið vart í heraflanum. í lok maí síðastliðins flúði Rafa- Fidel Castro hefur tekist að blása reyk og þyrla ryki í augu margra, sem halda enn að hann sé mesti byltingarleiðtogi heims og bjargvættur kúbanskrar alþýðu. el del Pino Diaz til Banda- ríkjanna. Diaz var óánægður með hemaðarumsvif Kúbu í Angóla, þar sem Kúbumenn hafa um 30.000 hermenn og 8.000 borgaralega ráðgjafa. Talið er að um 5.000 Kúbumenn hafí fallið í bardögum við an- gólska skæruliða síðan hin marxíska stjóm landsins komst til valda árið 1975. Diaz hershöfðingi er hæstsetti kúbanski herforinginn, sem nokkm sinni hefur flúið til Bandaríkjanna. Bandaríkja- menn túlkuðu flótta hans sem merki um mikla óánægju innan hersins, vegna þess að Diaz var í mjög góðri stöðu og naut allra efnalégra forréttinda, sem slíkum bjóðast í byltingarríkinu. Margir hafa reynt að skilja Fidel Castro og kúbönsku bylt- inguna ásamt brennandi vilja hans að breiða blessun hennar út um heimsbyggðina. „Hin stóra ógæfa Castros er að hann er fæddur á fátækri eyju í Karabíska hafínu og þar búa aðeins tæpar tíu milljónir manna. Með sinn persónuleika dugir honum ekkert minna en alheimurinn sem leiksvið," sagði bandarískur sendimaður í Ha- vana eitt sinn. Kúba er of lítil Það mun mikið vera til í þessu. Kúba er einfaldlega of lítil fyrir framagimi Fidels Castro. Jafnvel fyrir dauða Che Guevaras árið 1967 var Castro algerlega blind- aður af byltingarhugsjóninni. Honuín hefur tekist að fá bæði Sovétmenn og Bandaríkjamenn til að stökkva upp á nef sér og ganga af göflunum oftar en einu sinni. Castro hefur mótað Kúbani eftir sínu höfði, talað og barið þá til hlýðni þannig að allt sé eins og hann vill hafa það. Og sem forseti, handhafí fram- kvæmdavaldsins, flokksleiðtogi, jrfírhershöfðingi og höfundur ut- anríkisstefnunnar, hefur honum að uppfylla óskir og þrár hinnar risavöxnu persónu sinnar á kú- banska leiksviðinu. Höfundur er blaðamaður við Arhus Stiftatidende í Danmörku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.