Morgunblaðið - 23.09.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 23.09.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 61 slá okkur út af laginu. Og margir utan ÓlafsjQarðar vonuðu að þetta væri bóla sem myndi springa. Eftir einn jafnteflisleik okkar sagði til dæmis ónefndur dómari að þetta hefði verið mátulegt á okkur, „það er kominn tími til að sljákka í Leift- ursmönnum". Aðrir sögðu að ekkert væri að marka úrslit leikja okkar á heimavelli, við værum sterkir mal- arstrákar, sem gætum ekkert á grasi. Við vorum frá litlum stað, stimplaðir sem malarlið er ekkert gæti, vanmetnir. Staðreyndin er hins vegar sú að gras hentar okkur betur og í liðinu eru fjórir eða fimm strákar, sem eru mjög góðir spilar- ar. Nú allt þetta svo og meiðsli margra lykilmanna urðu þess vald- andi að ég hugsaði ekki um 1. deildina að ráði fyrr en fyrir síðasta leik og þá var ég viss um að við færum upp.“ MarkmiAið að hanga Var undirbúningurinn öðru vísi en áður og hvert var markmiðið í byrjun móts? „Helsta breytingin var sú að við fórum í æfingabúðir til Englands um páskana. Slíkt hafði komið til tals í mörg ár, en nú var ákveðið að láta ekki þar við sitja. Þetta varð til þess að menn sáu að alvara fylgdi máli — við vorum að und- irbúa okkur fyrir mót, sem skipti mjög miklu máli. Sumir voru að fara út fyrir landssteinana í fyrsta sinn og ferðin varð til að þjappa samhentum og samstæðum hópi enn betur saman. Hvað markmiðið varðar þá var aldr- ei talað um annað en að hanga í deildinni. Við byggðum okkur engar skýjaborgir og vöruðumst að hugsa um 1. deild." Tvœr milljónir Kom hún alls ekki til tals, þegar þú framlengdir samninginn? Óskar brosir. „Eg er svo mikill græningi í svona samningamálum. Maður heyrir að þjálfarar hafí svim- andi há laun og fái alls konar aukabónusa, en þessi mál eru aldr- ei rædd opinberlega. Hins vegar spurði Þorsteinn Þorvaldsson, form- aður knattspyrnudeildar Leifturs, mig hvort við ættum ekki að semja um bónus, ef liðið færi í 1. deild. Ég vissi ekkert hvað maðurinn var að tala um, fannst spumingin út í hött og svaraði í sama dúr: „Eigum við ekki að segja eina og hálfa eða tvær milljónir"? Við slógum þessu upp í grín og sömdum auðvitað ekki um neitt og þar með var það útrætt." Letftur þarf menn Er Leiftur nógu sterkt lið til að leika í 1. deild? „Nei. Munurinn á fyrstu og annarri deild er mjög mikill og ekkert lið, sem lék í 2. deild { sumar, hefði spjarað sig í þeirri fyrstu miðað við óbreyttar aðstæður. En menn mega ekki hugsa þannig. Strákar eru í boltanum til að ná árangri og auð- vitað eiga allir að stefna á toppinn. Þó markmiðið hjá okkur f byijun móts hafi verið að hanga, þá ætluð- um við ekki að leggja árar í bát þegar við værum sloppnir. Málið var að við vissum ekkert hvar við stóðum og við urðum að finna það út áður en við færum að hugsa lengra. Ólafsfjörður er ekki nafli fótboltans og við urðum að byija á að sanna tilverurétt okkar í 2. deild. Nú þarf að bregðast við breyttum aðstæðum. Víðir í Garði sýndi að lið frá litlum stað getur staðið sig í 1. deild og það gerði Völsungur einnig. íslandsmótið er að fá á sig þann blæ, sem því ber — ef áhugi og vilji er fyrir hendi geta „lítil" lið úti á landi orðið „stór“ lið fyrr en varir. Á Ólafsfírði búa um 1100 manns og allir strákar eru í fót- bolta eins og annars staðar. Árgangamir eru samt fámennir eins og gefur að skilja og því verð- ur að leita út fyrir staðinn rétt eins og „stóru" liðin gera. Það eru marg- ir góðir knattspymumenn, sem ekki komast að hjá sínum liðum og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að ein- hveijir komi til Leifturs. Leiftur er í 1. deild og með því að fá nokkra góða menn getur liðið staðið sig þar eins og hvert annað lið.“ Ómetanlegur stuðningur Er stuðningurinn annar en þú áttir að venjast? „Já. Við emm á heimavelli í orðsins fyllstu merkingu. 30% íbúa mæta á hvem einasta heimaleik og við finn- um vel þeirra hvatningu. Hún eflir okkur og dregur vonandi úr mætti gestanna. Enda hefur Leiftur ekki tapað heima síðan í 2. deild 1985. Ibúarnir standa með liðinu, þó mað- ur hafi stundum þurft að fara með fjörunni! Þeir sýndu best huginn til liðsins í síðasta leik. Fleiri hundruð manns fylgdu okkur suður og þó leikið væri á Þróttarvelli þar sem við höfðum aldrei leikið áður og margir vissu ekki einu sinni hvar var, var sem við væmm á heima- velli. Þá er fjárstuðningur fyrirtækjanna, útgerðanna og sjómannanna ómet- anlegur. Sjómennimir fylgjast vel með og öll vinna var stöðvuð á tog- urunum á meðan lýst var frá leiknum gegn Þrótti. Þessi sam- hugur hefur gífurlega mikið að segja og gerir starfíð mikið auðveld- ara.“ Uppreisn æru Þú sagðir að fyrir síðasta leik hefðir þú verið viss um sæti í 1. deild. Af hveiju varstu svona öruggur? „Ef þú lítur á leiki okkar í sumar, þá sérðu að við höfum verið frekar stöðugir. Við töpum ekki leik heima og töpum aðeins einum leik úti með meira en eins marks mun. Ég taldi okkur betri en Þróttara og svo komu þeir okkur óvænt að liði skömmu fyrir leik. Við vomm á fundi að ræða leikinn, þegar okkur var sagt að Þróttarar væru í útvarpsviðtali, þar sem lítið var úr okkur gert. Við fórum að hlusta og annað eins bull höfðum við ekki heyrt. Okkur var óskað alls hins besta í 2. deild næsta ár og þar fram eftir götun- um. Þetta hafði álíka áhrif á okkur og landsliðið í „apaleiknum" gegn Wales. Hugsanlega nægði okkur jafntefli og það hefði nægt eins og úrslit urðu í leik Víkings og Sel- foss, en við ætluðum að sigra. Leikurinn var sjálfsagt ekkert augnayndi, en við sigruðum og fengum uppreisn æru.“ Bindlndismenn f hveiju liggur styrkleiki liðsins? „Allir eru ávallt tilbúnir að gera sitt besta. Menn vinna mikið á Ói- afsfírði eins og annars staðar, en æfíngasókn er engu að síður milli 95 og 100%. Strákamir hafa gaman af því sem þeir eru að gera og ánægjan er auðvitað meiri eftir því sem betur gengur. Hópurinn er mjög samhentur og samheldnin er til fyrirmyndar. Við förum saman út að skemmta okkur þar sem kon- umar og bömin taka einnig þátt, golf og bátaferðir eru vinsælar. Þetta er sem stór samhent fjöl- skylda og mikið atriði er að strák- arnir eru flestir 'bindindismenn á vín og tóbak.“ Ekki endalaust hægt að taka út Óskar var um síðustu helgi endur- ráðinn þjálfari Leifturs. Hvað heldur hann um framhaldið? „Síðustu tvö ár hafa verið ánægju- leg og skemmtileg — allt hefur gengið liðinu í haginn. En við verð- um að vera jarðbundnir. Við höfum lengi tekið út úr gleðibankanum, en það þarf líka að leggja inn. Sum- ir segja að Leiftur fái ekki stig í 1. deild næsta ár, en við höfum ekki sagt okkar síðasta orð frekar en önnur „lítil" lið.“ Hriktir í innviðum Landssambandsins Fyrir skömmu var sagt frá því hér í hestaþættinum að fyrir dyrum stæði innganga hesta- manna í ÍSÍ. En á sama tíma og þessi ánægjulegu tíðindi eru að gerast hafa þrjú hesta- mannafélög í Eyjafirði gefið alvarlega í skyn að þau hygg- ist segja sig úr Landsam- bandi hestamannafélaga. Ekki eru það góð tíðindi og má segja að vá sé fyrir dyrum. Astæðan fyrir þessum væring- um er ákvörðun stjórnar Landsambandsins að næsta Landsmót skuli haldið að Vind- heimamelum í HESTAR Skagafírði en ekki á Melgerðismelum í Eyjafirði eins og þeir höfðu reiknað með. Þessar deilur eiga sér langa for- sögu og verður sú saga ekki rakin hér að öðru leyti en því að vænt- ingar Eyfírðinga eiga sér rót í frægri viljayfirlýsingu sem sam- þykkt var á sögulegum fundi norðlenskra hestamannafélaga í Varmahlíð 1980. Þann níunda september síðastlið- inn birtist í Morgunblaðinu grein frá umræddum hestamannafélög- um sem eru Léttir, Funi og Þráinn. Er þar gerð grein fyrir samþykktum fundar sem þessi félög stóðu að þann 31. ágúst sl.á Akureyri. Voru það tvær sam- þykktir sem báðar eru alvarlegs eðlis fyrir samtökin. Sú fyrri er á þá leið að þessi félög sendi ekki fulltrúa á ársþing samtakanna sem verður í endaðan október. Seinni samþykktin þykir öllu al- varlegri en þar leggur fundurinn til við stjórnir félaganna að born- ar verði upp tillögur á aðalfundum félaganna um úrsögn úr LH. Þó er sá fyrirvari hafður á að ekki verði af þessu nema að öll þijú félögin samþykki úrsögn. Einnig er tekið fram að þessi samþykkt falli úr gildi ef eitthvað komi fram sem félögin sætti sig við til sam- komulags. Af þessu má ráða að Eyfirðingar séu reiðubúnir að semja um þessi mál. Verði ástand- ið óbreytt þýðir það aftur að lögð verði fram tillaga á aðalfundum félaganna um úrsögn. Eftir því sem kemur fram í grein- inni mun Sveinn Guðmundsson, Sauðárkróki, hafa sagt að sam- * ’. JSTi * Sr5 • • — /TT'BTl., Tvö Landsmót og tvö flórðungsmót hafa verið haldin á Vindheimamelum og hafa þau mót ekki tekist síður vel en Melgerðismelamótin enda eru flest- ir sammála um að bæði mótssvæðin séu fyllilega frambærileg fyrir Landsmót. þykktin á Varmahlíðarfundinum hafí aðeins verið dúsa í munn Eyfírðinga til að starfsfriður héld- ist á Landsmótinu á Vindheima- melum '82, þegar þessi mál bar á góma á síðasta ársþingi LH. Hafa Eyfirðingar nú látið þá skoð- un í ljós að þeir eigi erfítt með að treysta stjórn LH og jafnvel grannanum í vestri. Þrátt fyrir það telja þeir að liugsanlega megi ná samkomulagi um þessi mál. Reyndar var tekið fram að ekki væri hægt að ná samningum nema með því að deiluaðilar talist við og enn sem komið er hafi ekki heyrst hósti eða stuna frá Landssambandinu. Þegar umsjón- armaður þáttarins hafði samband við formann LH, Leif Jóhannes- son, vildi hann ekkert tjá sig um málið en benti á að væntanlegt væri svar frá LH sem myndi birt- ast í Morgunblaðinu. Þegar leitað var álits Skagfírðinga var svarið á þá leið að þeir vildu ekkert láta eftir sér hafa um þetta mál og er greinilegt að þeir vilja sem minnst blanda sér í það. Enda sóttu þeir aldrei formlega um að fá mótið heldur svöruðu þeir spumingu LH sem send var öllum hestamannafélögum Norðan- lands, um það hvort þeir gætu boðið fram stað undir mótið, á þá leið að þeir gætu það ef eftir því væri leitað. Heyrst hefur að mörgum málsmetandi Skagfirð- ingum þyki leitt hvemig komið er. Og hafa sumir þeirra látið hafa eftir sér að þeim hafi verið ósárt um þótt mótið hefði farið til Eyfírðinga. Þess er að geta að ' Landssambandið hefur ekki haft samband við Skagfirðinga með formlegum hætti þar sem farið er fram á að þeir leggi til móts- stað. Fullyrða má að hér sé alvarlegt mál á ferðinni sem finna þarf lausn á. Eyfírðingar hafa gefíð í skyn að þeir séu tilbúnir að reyna samningaleiðina, en lítið sem ekk- ert hefur heyrst frá stjóm LH enn sem komið er. Ekki er því vitað hvort þeir hyggjast ræða málið við Eyfirðinga eða hvað stjómin hafí ákveðið í þessum efnum á síðasta fundi sem haldinn var þann 9. september sl. Þó hefur heyrst að einn stjómarmanna hafí gengið af fundi, þannig að ekki virðast allir á eitt sáttir þar á bæ. Margir telja að stjómin ætli sér með þetta mál inn á ársþingið í október án þess að ræða það frek- ar. Nýlega var send út til hesta- mannafélaga til kynningar álit nefndar sem fyallaði um framtí- ðarskipulag Lands- og fjórðungs- móta. Skilaði sú neftid tveimur álitum og mun Jónas Vigfússon félagi í Funa hafa skilað séráliti. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu LH er hugmyndin að ræða þessi nefndarálit á þinginu og er talið líklegt að ekki verði haft samband við Skagfirðinga fyrr en eftir þingið. Ékki em allir ánægðir með þann- ig vinnubrögð og telja margir að hreinsa þurfí andrúmsloftið fyrir þingið því ekki sé skynsamlegt að eyða þeim í karp og samninga- umleitanir sem jafnvel væri hægt að afgreiða áður. Staða mála í dag er í stuttu máli sú að allt er hnút. Brýnt er að höggvið verði á hann hið allra fyrsta. Möguleikar á samningum hljóta að vera fyrir hendi því allir virðast sammála um eitt og það er að klofningur innan LH yrði öllum til tjóns. < . KNATTSPYRNA Guðni gleymni Æfingin í hjá landsliðsstrákunum í fyrradag á Ullevaal-leikvanginum í Osló var fíörug, enda veðrið mjög gott, sól og 14 stiga hiti. Lárusi Guðmundssyni fannst þó frekar kalt enda hefur ver- ið mjög gott veður í Þýskalandi að und- anfömu. Það var mikið grín gert að Guðna Bergssyni á æfíngunni því hann gleymdi töskunni sinni, með öllu knattspymudótinu í, heima á íslandi. Eftir æfínguna hjá strák- unum á laugardaginn fór hann og tók þátt í Valsdeginum eins og sönnum Valsara sæmir. En þar gleymdi hann töskunni, með knatt- spymuskónum og fleiru sem þarf til knattspymuiðkunnar. Guðni tók ekki eftir þessu fyrr en hann ætlaði að taka sig til fyrir fyrstu æfínguna eftir að liðið kom út. SkúliUnnar Sveinsson skrífar frá Noregi getrluna- VINNINGAR! 4. leikvika - 19. september 1987 Vinningsröð: 1 1 1-2X1-1X2-21 1 1. vinningur: 12 róttir, kr. 1.090.665,- Nr. 45504(4/11) 2. vinningur: 11 róttir, kr. 5.520,- 91 41842* 47277 51251 96063 127329 324 41846 47585+ 51252 97245 127718 3071 45970 50508 51268 97421 225540 3614 46280 51107 51271 125124 226938*+ 41516 47172 51139* 51320+ 125303 227983 *=2/11 Kærufrestur er til mánudagslns 12. október 1987 Id. 12:00 á hádegi. N \ ✓ V ISLENSKAR GETRAUNIR Iþróttamiöstöðinni v/Sigtún • 104 Reykjavík ísland • Sími 84590
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.