Morgunblaðið - 23.09.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.09.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 21 að sögupersóna sú, sem nefnd er Snorri goði í Njálu, Laxdælu, Eyr- byggju og víðar sé staðgengill sjálfs Snorra Sturlusonar í þeim flókna vef hugmynda og ritsnilldar, sem höfundur telur tengja verk þessi. Um örstutt brot úr handriti, sem segir frá ævi Snorra goða, segir Guðni Jónsson að það sé „sjálfstæð ættfræðigrein frá 12. öld, og er sennilegt, að Ari fróði sé höfundur hennar". í handritabroti þessu er að finna slíkan fjölda talna miðað við lengd frásagnar, að með ólíkindum er að nokkur sæmilega pennafær rithöf- undur myndi láta slíkt frá sér fara ef ekki byggi eitthvað annað undir. Samtals eru tölumar 30 — en sú tala tengist ætluðu táknmáli í sambandi við nafnið Egill — og mynda fyrstu 8 tölur annarrar málsgreinar tölugildið 151. Er þar komin að því er virðist ákveðin tilvísun til frásagnar 161. kafla ís- lendinga sögu Sturlu Þórðarsonar af drápi Snorra Sturlusonar, þar sem fulltrúar hins jarðbundna — tölugildi jarðar er 8 — páfadóms voru að verki, ef rétt er skilið. Samanlagt tölugildi talnanna allra er hins vegar 365, en sú er tala þess árs, sem forfeður vorir virðast hafa notað sem tákn einnar hemsrásar. í handritabroti því, sem segir frá ævi Snorra goða, virðist þannig vera að fínna nánari skýringu þess, hvers vegna Sturla Þórðarson teng- ir minningu Snorra Sturlusonar við orðið „ártíð" auk þess, sem sá heit- ir Árni, sem veitir Snorra það, sem Sturla Þórðarson nefnir „banasár" Iíkt og ekki væri um rökvillu að ræða er frásögn heldur áfram og segir að „báðir þeir Þorsteinn unnu á honum“. Frásögn 114. kafla Njálu virðist þó taka af allan efa, að Snorri goði, sem þar er kynntur til sögunnar, er sá Snorri, sem ritaði bæði Njálu og Egilssögu. Með blað og blýant að vopni ætti flestum að vera það hægðarleikur að finna þar tölfræði- legar tilvísanir til Njálu og Egils- sögu. I örstuttri frásögn 114. kafla koma orðin „son“, „dóttur“ og „dóttir" fyrir samtals 8 sinnum. Styðja tölugildi orðanna þá niður- stöðu höfundar, sem fengin var á allt öðrum forsendum, að Njála er sá „sonur" Snorra Sturlusonar, sem var lítill að vexti á yngri árum og hlaut því viðumefnið „murtur". Er þá komið að upphafsorðum greinar þessarar, um þann tvöfalda ávöxt, sem það ber, sem lengi hefur geymt verið og borið er fram í hent- ugum tíma. Jón murtur dó erlendis og var Jarðaðr at Kristskirkju, þar sem nú sönghúsveggrinn er“. Lokaorð Af frásögn Laxdælu og Eyr- byggju virðist mega ráða, að dráp Snorra Sturlusonar að Reykholti aðfaranótt jafndægurs á hausti, þ.e. 23. september 1241, sé ekki sagnfræðilegs eðlis. Þótt sú hlið málsins verði, ekki rakin að sinni, þá bendir margt til þess að Snorri Sturluson hafi dáið drottni sínum í hópi skoðanabræðra sinna í Eng- landi. Skal skrifum þessum nú lokið með þeim orðum Eyrbyggju, sem ætla má að lýsi þeim einstaklingi, sem ísland hefur alið fremstan: „Snorri var meðalmaðr á hæð ok heldr grannligr.'fnðr sýnum, rétt- leitr ok ljóslitaðr, bleikhárr og rauðskeggjaðr. Hann var hógværr hversdagsliga. Fann lítt á honum, hvárt honum þótti vel eða illa. Hann var vitr maðr ok forspár um marga hluti, langrækr ok heiftúðigr, heil- ráðr vinum sínum, en óvinir þóttust heldr kulda af kenna ráðum hans. Hann varðveitti þá hof. Var hann kallaðr Snorri goði. Hann gerðist þá höfðingi mikill, en ríki hans var mjök öfundsamt, því at þar váru margir, er eigi þóttust til minna um komnir fyrir ættar sakar, en áttu meira undir sér fyrir afls sakar og prófaðrar harðfengi." í táknmáli Sturlu Þórðarsonar má ætla, að sá sé „langrækr" — 40. orð í lýsingu hans á Snorra goða — sem að lokinni 40 daga eyðimerkurgöngu í fótspor Móses hefur logandi sverð sitt á loft allt til himins. Viðumefni þriggja drápsmanna Snorra Sturlusonar fólu í sér töluna 64, eins og áður var getið. Hér er viðumefni Snorra — goði — í 64. sæti. Yfir aldimar hljómar sú hugs- un sem hér virðist felld í tölur: Njála verður ekki með vopnum vegin. 14. september 1987. Höfundur er hagfrteðingur og áhugamaður um islenzk fomrit. NYI TIMINN.. Klukka í Pýramída m 1 r*m Hofðjbakki 9 Simi685411 #
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.