Morgunblaðið - 23.09.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.09.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Höfn Hornafirði Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Upplýsing- ar hjá umboðsmanni í síma 81007 og hjá afgreiðslunni í Reykjavík sími 91-83033. JWtírpmM&Mfo Morgunblaðið Blaðberar óskast víðs vegar í Reykjavík, m.a. í Básenda, Austurgerði, Hlíðunum, í Gamla bænum og í Kópavogi, aðallega í Hvömmum og Tungum. Sjá nánar auglýsingu annars staðar í blaðinu. Upplýsingar í afgreiðslu Morgunblaðsins, símar 35408 og 83033. Hafnarfjörður Starfsfólk óskast. Upplýsingar gefur verkstjóri. Sælgætisgerðin Móna, Stakkahrauni 1, Hafnarfirði. Vörumóttaka Okkur vantar starfsmenn í vöruskemmu okk- ar við vörumóttöku. Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax. Upplýsingar á staðnum. Vöruflutningamiðstöðin, Borgartúni 21. Rofaborg — Árbæ Fjölbreytt og skemmtilegt starf Okkur vantar fóstrur eða fólk með aðra upp- eldismenntun og aðstoðarfólk til starfa á leikskóla og dagheimili. Vinnutími frá kl. 13.00-17.00. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 672290. Bakkaborg v/Blöndubakka Fóstrur og fólk með aðra uppeldismenntun eða reynslu í uppeldisstörfum óskast til starfa sem fyrst. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 71240. Starfsfólk óskast Veitingahús óskar að ráða starfsfók í eftir- talin störf: • í ræstingu. • Á karlasalerni. • Á kvennasalerni. • Fólk í sal. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 25. september merktar: „F — 8449“. Rafvirkjar óskast Óskum eftir að ráða rafvirkja nú þegar. Pálmi Rögnvaldsson, rafverktaki, Kársnesbraut 106, 202 Kóp. Pósthólf81. Símar 41375 og 641418. Siglufjörður Blaðberar óskast á Hólaveg og Suðurgötu. Upplýsingar i sima 96-71489. Dagheimili í Vogahverfi Til að vera betur í stakk búinn að veita börn- unum á Sunnuborg, Sólheimum 19, mark- visst uppeldi í samræmi við þroska þeirra og þarfir, viljum við ráða uppeldismenntað og/eða aðstoðarfólk í 100% og 50% störf. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 36385. Erlendar bækur — afgreiðsla Óskum eftir að ráða röskan og áhugasaman starfsmann til afgreiðslu- og lagerstarfa. Upplýsingar á skrifstofunni. BÓKAVERZLUN SIGFÚSAR SYMUNDSSONAR Austurslræti 18 • P.O. Box 868 -101 Reykjavík Vélstjóri Fyrsta vélstjóra vantar á Hópsnes GK-77 sem er á togveiðum, en fer síðar til síldveiða. Upplýsingar í símum 92-68475, 985 22227 og 92-68140. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða verkamenn við jarðsímalagnir á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Nánari upplýsingar veita verkstjórar jarð- símadeildar, Suðurlandsbraut 28 og í síma 26000. Lausar stöður heilsugæslulækna Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður heilsugæslulækna: 1. ísafjörður, H2, ein staða frá 1. janúar 1988. 2. Siglufjörður, H2, ein staða frá 1. janúar 1988. Æskilegt er að umsækjendur hafi minnsta kosti 6 mánaða reynslu í svæfingum. 3. Egilsstaðir, H2, ein staða frá 1. janúar 1988. 4. Fáskrúðsfjörður, H2, staða læknis frá 1. júní 1988. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um læknismenntun og læknisstörf sendist ráðu- neytinu á sérstökum eyðublöðum, sem fást í ráðuneytinu og hjá landlækni, fyrir 18. októ- ber nk. í umsókn skal ennfremur koma fram hvenær umsækjandi getur hafið störf. Nánari upplýsingar veita ráðuneytið og land- læknir. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, 17. september 1987. Seyðisfjörður Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 21129 og hjá afgreiðslunni í Reykjavík, sími 91-83033. Kópavogshæli Starfsfólk óskast til starfa á vistdeildum full- orðinna og barna á Kópavogshæli. Starfið er fólgið í meðferð og umönnun þroska- heftra vistmanna. Unnið er á tvískiptum vöktum: Morgunvakt frá kl. 08.00 til 16.00 eða kvöldvakt frá 15.30 til 23.30. Sjúkraliðar óskast í fullt starf eða hlutastarf á Kópavogshæli. Upplýsingar um ofangreind störf veitir fram- kvæmdastjóri í síma 41500. Snyrtifræðingur óskar eftir starfi allan daginn helst á snyrti- stofu. Nafn og símanúmer óskast lagt inn á auglýs- ingadeild Mbl. merkt: „S — 4701“. Okkur bráðvantar fólk • í vélasal. • Á lager. • Aðstoðarmenn við prentvél. Upplýsingasími 67-2338 frá kl. 9.00-12.00 og 13.00-17.00 alla virka daga. Einnig á staðnum. Fliisí us lil' KRÖKHÁLSI 6 Ritari/einkaritari Þekkt þjónustufyrirtæki í miðborg Reykjavík- ur óskar eftir að ráða manneskju til að annast ritara- og einkaritarastörf. Starfið felst í almennum ritarastörfum að hluta og að hluta er um einkaritarastörf fyrir forstjóra að ræða. Leitað er að starfsmanni sem hefur mjög góða vélritunarkunnáttu, gott vald á íslensku og ensku. Verzlunarskólamenntun eða hliðstæð þekk- ing er óhjákvaemileg. Reynsla er æskileg en ekki skilyrði. Ákjósanlegur aldur 20-40 ára. Stundvísi, reglusemi og dugnaðar er krafist. Leitað er að ritara sem hefur til að bera ör- ugga og aðlaðandi framkomu. Góð laun og hlunnindi eru í boði fyrir hæfan starfsmann. Um heilsdagsstarf er að ræða. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Þeir sem hafa áhuga leggi umsóknir inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir septemberlok merktar: „Ritari — 2454". Umsóknir þurfa að vera ítarlegar. Fullum trúnaði er heitið. Öllum verður svarað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.