Morgunblaðið - 23.09.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.09.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 Islensk þróunarsamvinna: Upphaf Þróunarsam- vinnustofnunar Islands eftirBjörn Dagbjartsson Aðstoð íslands við þróunarlönd- in hóf á árunum 1980—1981 tvíhliða samvinnuverkefni um þró- un fískveiða á Cabo Verde. Það verkefni eða það tímabil sem við höfum kallað „Bjartstímabilið" verður ekki rakið, en þá þegar var hafínn undirbúningur breytinga á lögum Aðstoðar íslands við þróun- arlöndin. Ný lög voru svo sett vorið 1981, lög um þróunarstofnun ís- lands. Óþarft er að fara yfír þau lög í heild sinni, en aðeins má vekja athygli á nokkrum atriðum. Nánari skilgreiningu er þar að fínna á markmiðum samstarfs ís- lands við þróunarlöndin, m.a. kveðið á um það að við val verk- efna skuli einkum stefnt að því að miðla af þeirri reynslu og þekkingu sem íslendingar búa yfír umfram aðra. Stefnt er að auknum tengslum við utanríkisráðuneytið; að stofn- unin geri tillögur til utanríkisráð- herra um samstarfsverkefni, en að öll samningagerð sé á valdi hans. Bætt er inn í ákvæði um að stofn- unin annist framkvæmd eða yfír- stjóm samstarfsverkefna. Einnig var ákvæði um að íslend- ingar, starfandi í þróunarlöndum á vegum Þróunarsamvinnustofn- unar íslands, njóti sömu skatta- kjara og þeir sem starfa hjá alþjóðastofíiunum. Þá má geta þeirrar breytingar, að Þróunarsamvinnustofnun ís- lands hefur þingkosninga sjö manna stjóm. Formaður hennar er nú Ami Vilhjálmsson, prófessor, skipaður af utanríkisráðherra. Eins og áður er drepið á, þá hófst starfsemi Þróunarsamvinnu- stofnunar íslands þegar í stað með því að stofnunin tók við þeim verk- efnum, sem verið höfðu á vegum „Aðstoðar íslands við þróunarlönd- in“, en þar var um að ræða norræn samstarfsverkefni í Kenya, Tanz- aníu og Mozambík, ásamt tvíhliða verkefnum við uppbyggingu físk- veiða í Kenya og á Grænhöfðaeyj- um. Stofnunin hefur auðvitað verið efld með auknum fjárframlögum til þróunaraðstoðar, annað væri ekki sanngjamt né rétt að segja, auk þess með ráðningu fastra starfsmanna og með smíði rann- sóknarskipsins Fengs, sem valdið hefur þáttaskilum í möguleikum stofnunarinnar til fiskveiðitilrauna í þágu þróunarlandanna. En stofn- unin á þó enn langt í land með það að gera öllum þeim atriðum skil, sem ætlast. er til í 3. gr. laganna. Ályktun Alþingis vorið 1985 í lögum Þróunarsamvinnustofn- unar Islands var áfram kveðið á um það, að unnið skyldi að því að framlög íslands til þróunaraðstoð- ar næmu því 1% marki af þjóðar- framleiðslu sem Allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna hafði sett. Vorið 1985 samþykkti Alþingi samhljóða svohljóðandi ályktun frá utanríkismálanefnd: „Alþingi ályktar að á næstu sjö árum skuli með reglubund- inni aukningu framlaga náð þvi marki að opinber framlög ís- lands til uppbyggingar í þróun- arríkjunum verði 0,7% af þjóðarframleiðslu." Það er fróðlegt að grípa niður í þeirri ágætu greinargerð sem fylgdi tillögunni: „Er mjög mikilvægt að Alþingi og ríkisstjóm marki stefnu um vöxt þróunarframlaga næstu ár svo að fyrir fram fáist um það nokkur vitneskja hvers vænta má og eðlilegur tími gefist til undirbúnings fyrir ný verkefni. Þess vegna heftir utanríkismála- nefnd í kjölfar ítarlegra umræða um Þróunarsamvinnumál orðið ásátt um að leggja fram þings- ályktunartillögu þessa. í sambandi við fyrirhuguð aukin framlög til Þróunaraðstoðar þykir rétt að árétta þá meginstefnu að einkum skuli hafa hliðsjón af þvi þegar framlögum verður ráð- stafað hvar neyð er mest og hvar tryggast má tejja að aðstoð skili árangri, jafnframt þvi að aðstoðinni verði ekki dreift um of og kappkostað við framkvæmd aðstoðarverkefna að taka jafnan tillit til aðstæðna íbúa á hveijum stað.“ Hugur utanríkismálanefndar stendur allur til tvíhliða þróunar- samvinnu og er það rökstutt með mörgum orðum. Loks er greini- legt, að utanríkismálanefnd þekkir sitt heimafólk, því að hún gefur hálfgerð fyrirmæli um það, hvemig aukningu fjárframlaga skuli hag- að: „Að því er varðar tilhögun aukn- ingar opinberra fjárframlaga til þróunarsamvinnu, sem hér er fjall- að um, hefur einkum verið rætt um tvær aðferðir. Annars vegar að aukningin verði látin nema jafnri fjárhæð ár hvert á um- ræddu 7 ára timabili, þ.e. um 77,4 milljónum kr. árlega á föstu verðlagi miðað við óbreytta þjóðarframleiðslu. Hins vegar kemur til greina hækkun um jafnt hlutfall árlega sem þá þyfti að vera 34’/2—25% hækkun ár hvert fram tíl 1992. Síðari að- ferðin felur í sér að hækkunin næmi lægri fjárhæðum fyrstu árin, þ.e. um 27 milljónum kr. 1986 og rúmlega 36 milljónum kr. árið 1987, miðað við núverandi áætlaða þjóðarframleiðslu og fast verðlag, en upphæðimar færu hækkandi að krónutölu ár frá ári. Ef um ai- varlegan samdrátt þjóðarfram- leiðslu yrði að ræða einhvem tíma Björn Dagbjartsson „Stóra sjávarútvegs- verkefnið sem hefur verið í gangi á Cabo Verde og halda mun áfram í haust, er að mínu viti dæmigert þró- unarsamvinnuverkefni. En það er ýmislegt sem stofnunin hefurverð beðin að liðsinna og hefur liðsinnt, sem er utan skilgreiningarinn- ar hér að ofan, oft smátt í sniðum, en engu að síður gefandi for- dæmi sem leitað er eftir. Það er m.a.s. sumt af því sem við erum nú að styrkja á Cabo Verde, sem ekki upp- fyllir ströngustu kröfur um Þróunarsamvinnu.“ á umræddu tímabili væri eðlilegt að taka tillit til þess.“ Svo mörg voru þau orð. Skilgreining og flokkun þróunarsam- vinnuverkefna Framlög þróaðra ríkja til þróun- arríkja er oft flokkuð sem hér segin 1. Eiginleg þróunaraðstoð, sem miðar að varanlegum breyt- ingum til batnaðar. 2. Neyðarþjálp, þ.e. matargjafir i hungursneyð, aðhlynning slasaðra og sjúkra við nátt- úruhamfarir, flóttamannaað- stoð o.fl. 3. Viðskiptastuðningur til efl- ingar á innflutningi frá þróunarlöndum og verkefna- útflutningi frá þróuðum ríkjum til þróunarríkja. Síðast talda atriðið er að jafnaði ekki talið til þróunarsamvinnu og það sem talið er upp í lið nr. 2 hefur yfírleitt ekki verið talið vera í verkahring ÞSSÍ. Nokkuð hefur verið deilt um skil- greiningu á framlögum til þróun- arsamvinnu. Alþjóðleg nefnd á vegum OECD hefur mælt með ákveðinni skilgreiningu á þessum framlögum, en þar er talið megin- skilyrði, að nettó'framlög séu a.m.k. 25% af því sem látið er í té og að aðstoðin miði fyrst og fremst við að auka hagsæld og velmegun í þróunarríkjum, s.s. ekki neyðar- hjálp. Samkvæmt tillögum nefndarinn- ar geta lán fallið undir þróunarað- stoð, ef þau eru veitt á sérstaklega hagstæðum kjörum, sem nánar eru skilgreind í niðurstöðum nefndar- innar. Grundvallaratriði er, að framlagið stýrist af meginmarkmið- um þróunarsamvinnu. Hemaðarað- stoð er ekki þróunarsamvinna. Hluti af opinberri aðstoð getur farið til samtaka eða einkaaðila, sem hafa á hendi starfsemi sem lýtur að upp- 'iTJÓRNUNAR IBM SYSTEM /36STJÓRNKERFIIIII 5.10. INNRfTW UL 2.0KT. SÍMI: 621066 INNRITUNTIL 2.0KT. ÞETTA NÁMSKEIÐ ER FRAMHALD STJÓRNKERFISNÁMSKEIÐA IBM FYRIR NOTENDUR IBM SYSTEM/36 OG FYRIR ÞÁ SEM VILJA NÁ BETRI TÖKUM Á STJÓRNKERFI SYSTEM/36 EFNI: Nýjungar í stjórnskipunum og í stjórnkerfisverkliðum • POP vinnslur • Skjámyndagerð • Öryggiskerfi System/36 • IDDU skráaskilgreiningar • SMF afkastamælingar • Yfirlit yfir hugbúnað sem hefur komið á markaðinn nýlega. LEIÐBEINANDI: Jón Viðarsson, kerfisfræðingur. TÍMI OG STAÐUR: 5.-8. okt. kl. 13:30-17:30 að Ánanaustum 15. EINKATÖLVURI 5.10. SÍMI: 621066 ÞÚ KEMST AÐ LEYNDARDÓMUM TÖLVUNOTKUNAR OG ÞEIM MÖGULEIKUM SEM TÖLVAN GEFUR EFNI: Kynning á vélbúnaði einkatölva og jaðartækja • Notendaforrit • Ritvinnsla • Töflureiknir • Gagnasafnakerfi • Stýrikerfi. LEIÐBEINANDI: Ólafur H. Einarsson, kerfisfræðingur. TÍMI OG STAÐUR: 5.-8. okt. kl. 13:30-17:30 að Ánanaustum 15. INNRITUN ER AÐ LJÚKA /'■ ORÐSNILLD 28. SEPT. - 1. OKT., ALVÍS BÓKHALD 28. SEPT. - 1. OKT. OG MULTIPLAN 28. - 30. SEPT. Stjórnunarfélag íslands TÖLVUSKÓLl Ánanaustum 15 • Sími 6210 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.