Morgunblaðið - 23.09.1987, Page 54

Morgunblaðið - 23.09.1987, Page 54
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 54 fclk í fréttum Knútur Lárusson Knútsen. Stykkishólmur: Hefur unnið við sama frysti- húsið í 50 ár Stykkishólmi. ótt ótrúlegt sé þá hefir Knútur Lárusson Knúts- en í Stykkishólmi unnið við sama frystihús í Stykkis- hólmi í 50 ár og allan þann tíma gætt vélanna og gert það þannig, að um er nú rætt í hópi starfsmanna að ef Knútur hætti að líta eftir vélunum, muni þær stoppa. Hann hefir að visu tekið sumarfrí, en hvort það hefir verið samfellt eða í tvennu eða þrennu lagi, skal ósagt látið. Knútur byijaði sem aðstoðar- maður við vélamar undir stjóm Sigurðar Sigurgeirssonar, sem hér var lengi ólærður völundur og gat leyst alla hluti eins og sumir orðuðu það. í það minnsta ef eitthvað bil- aði kom Sigurður í hugann og til hans var haldið og hann kom því í lag. Knútur var einn af þeim fyrstu sem tóku hér bílpróf og á þeim vettvangi var hann liðtækur. Þá gætti hann í viðlögum rafvélanna, bæði við Skólastíginn og eins hjá systmnum ef aðalmaðurinn hann Lárus Rögnvaldsson, sem var einn af aðalmönnunum í rafmagninu hér í Hólminum á meðan hann lifði, þurfti að víkja frá. Því vel varð að gæta vélanna. Tvö fyrirtæki hafa verið hús- bændur hans þessi ár, Kaupfélag Stykkishólms og Sæborg hf. eftir að það fyrirtæki eignaðist frystihús- ið og það segir sig sjálft að þetta em góðir húsbændur ef marka má feril Knúts hjá þeim. Knútur er nú rúmlega sjötugur. Hann er fæddur og alinn upp í Hólminum og hér hefír hann átt alla tíð heima. Kona hans er Hrefna Þórarinsdóttir og eiga þau tvær uppkomnar dætur. Bandarisk tíska í Moskvu. Reuter Brasilísk tíska í París. Pað var mikið um að vera í tísku- heiminum nú um helgina, eins og sjá má af meðfylgjandi myndum. Fyrst ber til að nefna mikla sýningu á bandarískri tísku í Moskvu-borg, sem á að standa í viku, og nefnist „Hönnun fyrir friðinn". Það em Samtök sovéskra fatahönnuða sem buðu hinum kapít- alísku kollegum sínum til Moskvu, og telja heimildir að bráðabrigðasam- komulag um hækkun meðalsíðra pilsfalda sé í deiglunni, þó að slíkt sé auðvitað alltaf smekksatriði. Þrátt fyrir leynimakk stórveld- anna, þá em höfuðstöðvar heimstísk- unnar enn í París, og það sannaðist á mikilli tískusýningu sem þar var haldin á laugardaginn. Þar komu fram 900 manns, sem sýndu fatnað frá fjölmörgum löndum frá öllum heimsálfunum fímm. Þriðja sýningin sem þótti tíðind- um sæta nú um helgina var sýning sem haldin var í Vestur-Berlín í tilefni af því að 150 ár em liðin frá því að tískuiðnaði var komið á fót í Berlín. Meðal þess sem mesta athygli vakti þar var klæðnaður japanska hönnuðarins Kimijima, sem gerður er úr silki og blúndum, með höfuðskrauti sem líkist blómkrónum. Nýjasta tíska íaustrí ogvestri Reuter

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.