Morgunblaðið - 23.09.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.09.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 33 Htargi Útgefandi mÞliifrtfr Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innaniands. í lausasölu 55 kr. eintakiö. Leiðtogafundur í réttu ljósi Iræðu, sem Steingrímur Hermannsson utanríkisráð- herra flutti á þingi Sameinuðu þjóðanna, sagði hann meðal annars: „Fyrir ári var land mitt, ísland, gestgjafi leiðtoga tveggja voldugustu ríkja heims, sem við getum sagt að hafí framtíð mannkyns í hendi sér. Það var ánægjulegt að þessi fundur skyldi haldinn hjá okkur. Þannig lögðum við smá skerf af mörkum til þeirra mikilvægu viðræðna, sem farið hafa fram til þess að ná sam- komulagi, sem löngu var orðið tímabært, um fækkun kjam- orkuvopna." Strax eftir Reykjavíkur- fundinn voru margir þeirrar skoðunar, að hann hefði mis- tekist, af því að þar var ekki gengið frá neinu formlegu samkomulagi. Þeir, sem þann- ig töluðu, sáu fundinn ekki í réttu ljósi. Til hans var stofnað með skömmum fyrirvara í því skyni að undirbúa næsta fund þeirra Ronalds Reagan og Mikhails Gorbachev, en í nóv- ember 1985 ákváðu þeir, að hann yrði í Bandaríkjunum. Síðan hefur komið í ljós, að á fundunum í Höfða lögðu leið- togamir tveir og sérfræðingar þeirra drögin að tímamóta- samningum. Fækkun meðal- drægu og skammdrægu eldflauganna í Evrópu og Sov- étríkjunum er miklilvægur hluti af þeirri heild. Þegar ákveðið var að ganga til fundarins hér á landi á síðasta ári, snem sendiherrar Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna sér að sjálfsögðu form- lega til íslenskra stjómvalda með það erindi. Því var tekið af stórhug og dæmið gekk upp með þeim hætti, að sem gest- gjafar getum við mjög vel við unað. Þegar mannkynssagan verður skráð, eiga menn eftir að minnast Reykjavíkur, höf- uðborgar íslands, sem merks áfangastaðar á leiðinni til af- vopnunar. Enginn vafi er á því, að íslensk stjómvöld myndu bregðast við með sama hætti og fyrir ári, ef leitað yrði til þeirra með tilmælum um að veita aðstöðu til að halda hér leiðtogafund að nýju. Til þess að koma slíkum óskum á fram- færi hafa fulltrúar risaveld- anna formlegar leiðir, sem þeir þekkja. Eða eins og Þor- steinn Pálsson, forsætisráð- herra, sagði í Morgunblaðinu á laugardag: „. . . við hefð- um að sjálfsögðu tekið þeim opnum örmum hefðu þeir leit- að til okkar.“ Tilefni þessara orða forsæt- isráðherra er brölt fulltrúa Borgaraflokksins með óform- leg tilmæli einhverra sovéskra erindreka, sem sett vom fram í veislu í sovéska sendiráðinu. Sá fyrirgangur á ekkert skylt við mikilvægi leiðtogafundar- ins hér á síðasta ári eða það, sem nú er í húfi varðandi næsta fund þeirra Reagans og Gorbachevs. Það fer hvorki Sovétmönnum né erindrekum þeirra vel að gera fundahöld af þessu tagi að einhveiju íslensku, pólitísku bitbeini. Þeir sem það gera sjá ekki leiðtogafundinn í Reykjavík í réttu ljósi, hvorki frá sjónar- hóli Islendinga né heims- byggðarinnar allrar. Sölutími í Reykjavík Borgarstjóm Reylgavíkur hefur komist að þeirri nið- urstöðu að rýmka. beri sölu- tíma verslana á höfuðborgar- svæðinu. Á hinn bóginn var ekki gengið svo langt af hálfu borgaryfirvalda, að þau hættu alfarið að skipta sér af því, hvenær verslanir em opnar, eins og sumir hafa viljað. Þar kemur helst til álita viðleitni borgarstjómar til að stemma stigu við óhóflegum vinnutíma starfsfólks í verslunum. Er ekki að undra, þótt mörgum finnist ástæðulaust fyrir borg- aryfírvöld að hafa sérstök afskipti af þeim vinnutíma en ekki annarra borgarbúa. Hér er þó byggt á gamalli hefð, sem ekki er auðvelt að ganga gegn, eins og dæmin sanna. Miklar breytingar em að verða á verslunarháttum í höf- uðborginni. Nýjar verslunar- miðstöðvar rísa og dubbað er upp á gamlar verslunargötur. Ekki er aðeins keppni milli verslana innan lands heldur einnig milli borga, við Glas- gow, Amsterdam, London og Kaupmannahöfn. Reykjavík stendur ekki undir nafni sem góð verslunarborg nema fijáls- ræði í viðskiptum sé sem mest. Þess vegna er rýmkunin á sölutíma skref í rétta átt. LADISLAV HEJDANEK: Um stððu heimspeki og kirkju í Tékkóslóvukíu nú á dðgum Lærifaðir Ladislavs Hejdáneks er hínn kunní tékkneski heimspekingur Jan Patocka. Um langt skeið hefur staða tékkn- esku kirkjunnar auk þess verið Hejdánek afar hugleikin, og hann er ekki hvað sízt maður mjög svo margf róður. Ladislav Hejdánek, þú ert einna kunnastur fýrir einka- kennslu námshópa í heimspeki... Það er nú ut af fyrir sig eigin- lega ekkert sérstakt við þessi semínar mín; á síðastliðnu ári höf- um við ekki einu sinni átt í neinum minnstu vandræðum eða útistöðum við yfirvöldin. Hugmyndin er göm- ul. Eg byrjaði á því að taka þátt í litlum hópi, sem Jan PatoSka stjómaði, árið 1946. Hann var prívatdósent, en það er þó nokkuð algengt í þýzkri háskólahefð. Hann gat því einungis starfað við kennslu í einkanámshópum. Fyrir 1948 gat það reynzt dálít- ið hættulegt að velja sér fyrirlestr- arefni eins og t.d. Heidegger, en það var einmitt það sem Jan Patoðka gerði í semínarum er hann hélt heima hjá sér. Á 6. áratugnum var þetta einasti möguleikinn á að halda heimspekisemínar. Á árunum eftir 1960 varð það aftur örlítið auðveldara. Þá gafst mönnum kost- ur á opnum semínarum í háskólan- um, þar sem hver og einn gat tekið þátt. Eitthvað áþekkt átti sér þá stað í guðfræðideild, þar var haldið ökumenískt seminar, sem stóð und- ir vemdarvæng marxísku deildar- innar. Það var þá ekki lengur nauðsynlegt að efna til einkahópa og semínara. En eftir 1970 eða á þeim ámm breyttist ástandið aftur. Fyrtu breytingamar eftir innrásina í Tékkóslóvakíu 1968 vom gerðar innan flokksins, en síðar fylgdu svo í kjölfarið breytingar á öðmm svið- um þjóðfélagsins. Ég var rekinn frá háskóladeildinni vorið 1971; þá höfðu flestir marxistamir þegar verið reknir úr heimspekideildinni! Núna er heimspeki ekki kennd í heimspekideildinni, þar er einungis kenndur þriðja flokks áróðurs- marxismi, þeir þekkja ekki einu sinni til Marx sjálfs. Það er ekki lengur til neinn opinber vettvangur þar sem æskufólk getur komizt í kynni við heimspeki, og þar af leið- ir að ungt fólk í Tékkóslóvakíu gengur með hinar fráleitustu hug- myndir um, hvað heimspeki sé; það veit eiginlega ekki neitt. Frá árinu 1971 eða ’72 hefur því verið komið á fót mörgum fá- mennum, lokuðum starfshópum. Eftir Charta 77 gerðistr nokkuð nýtt, það var annars hugmynd, sem okkur öllum fannst í fyrstu að gengi örlítð of langt: Það vom skrifuð bréf til fjögurra háskóla í Vestur-Evrópu og við buðum heim- spekiprófessorum þessara háskóla að koma og hjálpa tékkneskum heimspekikennuram við að sjá til þess, að heimspekin liði ekki með öllu undir lok í Tékkóslóvakíu. Það vora einungis kennaramir við Ox- fordháskóla, sem svöraðu, við Balliol College er við lýði viss hefð sem á rætur sínar að rekja til þess, að Jan Huss var þar við nám á sínum tíma. Þeir komu því til Tékkóslóvkíu og tóku að halda fyr- irlestra. í fyrstu áttum við í erfíð- leikum með lögregluna, það dró svolítið úr þessum erfíðleikum þeg- ar fram liðu stundir; á síðari áram hefur aftur á móti gengið á ýmsu. / hvetju voru þeir erfiðleikar fólgnir? Það gerist svo margt í Tékkó- slóvakíu sem ekki er unnt að fínna neina skynsamlega ástæðu fyrir. Þess vegna reynum við ekki að grafast fyrir um ástæðumar til framferðis lögreglunnar, eins og þegar allir þátttakendur í heim- spekiseminarinu vora handteknir og yfírheyrðir af lögreglunni í viku hverri. Þessar aðgerðir urðu þess sem valdandi, að ómögulegt reynd- ist að halda áfram. Ég kunni engin önnur ráð til að sýna í verki samstöðu mína með þessu framtaki heldur en að fara að fítja upp á einhverju áþekku. Mínir námshópar era líka algjör- lega opnir og þeir hafa orðið fyrir barðinu á lögregluaðgerðum. Um skeið voru svo allar aðstæður orðn- ar gjörsamlega óþolandi en það varð meðal annars undirrót víðtækra mótmælaaðgerða í Prag okkur til framdráttar. Ég kom þá lögreglunni alveg ótvírætt í skiln- ing um, að ef hún endilega vildi fá meiri ólæti af þessu tagi, þá skyldi henni svo sannarlega verða að ósk sinni. Og þeir létu reyndar undan. Við voram því ekki með neinar sérstakar tiltektir í sam- bandi við semínarið, nema í hvert skipti sem lögreglan var með ein- hvem fyrirgang. Þannig hélt þetta áffarn í næstum tvö ár; en í desem- bermánuði 1981, eftir að neyðar- ástandi hafði verið lýst yfír í Póllandi og herlög tóku þar gildi, þá handtók lögreglan þegar í stað alla þátttakendur í námshópnum aftur. Einmitt á þeim tíma var hinn þekkti franski heimspekingur Jacques Derrida í París í heimsókn hjá okkur; honum leyfðist að vísu að halda fyrirlestur sinn, en síðar var hann handtekinn úti á flugvelli og sakaður um að smygla eiturlyfj- um, og það frá Tékkóslóvakíu til Frakklands! Hann var hafður í varðhaldi í þijá daga og ekki látinn laus aftur, fyrr en eftir mjög hvas- syrt mótmæli frá Mitterrand forseta. Þetta var annars örðugt tímabil að öllu leyti. Lögreglan birt- ist á fyrirlestranum nærri því hvem mánudag og handtók okkur öll. Fjöldi þátttakenda var eitt atriði, sem okkur var gefíð að sök, þátt- takendur vora sakaðir um að stunda ekki vinnuna eins og þeim bæri. En við komumst einnig í gegnum þessa erfíðleika. Að minnsta kosti urðum við ekki leng- ur fyrir traflunum, þegar erlendir gestir vora í heimsókn hjá okkur, enda hafði tékkneska lögreglan þá fengið nóg af erfíðleikunum á al- þjóðavettvangi. Tvö síðustu semín- arin hafa verið haldin, án þess að yfírleitt hafí komið til nokkurra lögregluaðgerða gegn okkur. Hvemig vinnið þið f þessum námshópum? Við veljum sérstakt höfuðefni á hveiju ári, en erlendir gestir velja sjálfír sitt efni. Það geta verið að- ferðafræðileg viðfangsefni, nátt- úraheimspeki, söguheimspeki, viðfangsefni trúarinnar eða heim- spekileg heimsmyndarfræði, í ár er höfuðefnið siðgæði eða eþík. Ég hófst handa með þessa starfsemi í aprflmánuði 1980, og núna höfum við nýlokið sjöunda árinu. Hversu margir stúdentar eru í námshópunum? Það er nokkuð mismunandi. Núna era þeir um það bil 15. Ég flutti nýlega í annað húsnæði, og það reynist erfítt að koma fleiram fyrir í þessari íbúð. Rúmlega tíu er heppilegasti fjöldinn. Næstum því þriðji hver fyrirlestur er haldinn af einhveijum gesti, þeir koma einkum frá Frakklandi. Eftir þetta leiðindaatvik, sem Derrida varð fyrir, beindist áhugi manna í Frakklandi mjög að okkur enda vakti málið þar gífurlega athygli á opinberam vettvangi. Það gæti reyndar virzt dálítið heimskulegt að kveðja til heimsfræga heimspek- inga til þess að tala yfír 10—15 manns; en víðkunnir heimkspek- ingar vita nú orðið hve miklu máli þetta skiptir okkur. Bretar og Fransmenn hafa auk þess ef til vill dálítið slæma samvizku eftir Munchenarsamkomulagið. Það er aftur á móti erfíðara að skilja, að til dæmis hollenzkir eða norskir heimspekingar skuli leggja leið sína til okkar. Það hafa allmargir Norð- menn sótt okkur heim, til dæmis heimspekingurinn Skirbekk. Heim- spekingar frá fámennari þjóðum era oft á tíðum mun alþjóðlegar sinnaðir og þykja því jafnan áhuga- verðastir hjá okkur. Á næstunni er fyrsti ítalski heimspekingurinn væntanlegur í heimsókn. Það er öllu erfíðara með Þjóðveijana, díplómötum fínnst ekki neinn sér- stakur akkur í því, að þýzkir heimspekingar séu að taka sér ferð á hendur til Pragar. Samt sem áður hefur meðal annarra Haber- mas verið hér í heimsókn. Þýzku þátttakendumir hafa reyndar jafn- an fengið beiðni frá sínu eigin sendiráði um að stíga ekki fæti sínum inn fyrir dyr á íbúðinni minni. Núna er það oft hinir yngri heimspekingar, sem leggja hingað leið sina. Flestir þeirra, sem þátt taka í námshópunum, era undir það búnir að því kunni að fylgja viss áhætta. Sá þrýstingur, sem lögreglan beitir okkur, hefur samt sem áður ekki verið með öllu án áhrifa. Þeir sem taka þátt í heimspekiseminaranum era, vegna ríkjandi aðstæðna, jafn- an hinir hugprúðustu meðal stúd- entanna, allt mesta prýðisfólk, en samt ekki endilega þeir, sem bezt- um hæfileikum eru búnir. Það mætti yfírleitt komast þannig að orði, að við séum eins konar elding- arvari, prófsteinn á afstöðu lögregl- unnar og viðbrögð. Yfír 30 einkanámshópar af ýmsu tagi era starfræktir í Prag sem stendur. í mörgum þeirra er fengizt við heim- spekikennslu og margir þessara námshópa era á mjög háu stigi, þar sem miklar kröfur era gerðar til nemendanna. Við höfum komið á fót Patoð k a-verðl aun asj óði, sem veitir fólki undir fertugsaldri verð- laun, ef þvf hefur tekizt að vinna heimspekinni í Tékkóslóvakíu vera- legt gagn á einhvem hátt. Haldist það ófremdarástand, sem núna ríkir, um ófyrirsjáanlega framtíð, þá verðum við að hafa uppi á yngri mönnum, sem era færir um að taka við. Það er ekki sérlega auðvelt, jafnvel þótt margir séu fullir af áhuga. Við eram dálít- ið gefnir fyrir fúsk í okkar fagj: Allt frá árinu 1934 hefur ekki einn einasti stúdent hérlendis getað ver- ið við nám hjá einhveijum einum, vel væram prófessor í fjögur ár samfleytt. Það hafa stöðugt komið til einhveijar breytingar. Einasti raunveralegi hugsuðurinn okkar á evrópskan mælikvarða frá því að heimsstyijöldinni síðari lauk var Patoðka, og honum var að mestu meinað að halda fyrirlestra! Við höfum mörgum hæfíleikamönnum á að skipa en það skortir vitsmuna- lega þjálfun og agaða hugsun. Jafnvel hinir hæfustu í greininni era yfírleitt svo þröngsýnir og síngjamir, að það er allt að því hægt að tala um sértniariðkun. Það er ekki fyrir hendi neitt virkilegt andlegt umhverfí, bærist enginn andans blær, enginn vettvangur fyrir heimspekilegar umræður, engin tímarit. Við komum á fót tveimur samizdat-timaritum (þ.e. leynileg fjölritun) fyrir nokkram árum, og þau höfðu strax mikil áhrif. Unga fólkið vissi hreinlega ekki, hvað gagnrýninn hugsana- gangur var. Hið sama á við um bókmenntimar. Mörg góð verk era gefín út sem samizdat, en reyndar líka mikið af miðlungsgóðum verk- um. En enginn vill samt gefa sig í að gagnrýna þessi verk, af því að gagnrýni er túlkuð sem árás á höfúndinn, og það verður svo aftur hinum opinbera bókmenntum til framdráttar. Gagnrýni á annars að vera þeim til hjálpar, sem gagn- rýndur er. Geturðu gefíð álíka greinargott og tæmandi yfírlit um stöðu kirkj- unnarí Tékkóslóvakíu nú á dögum? Ég er mótmælandi. Mótmæl- endur eru lítill minnihluti í Tékkó- slóvakíu. Kaþólskir hafa langtum meiri pólitíska þýðingu í landinu. Margir kaþólikkar líta svo á, að þeir séu einasti félagslegi og pólitíski kosturinn, sem völ sé á andspænis kommúnismanum. Þannig séð minnir ástandið nokkuð á þá stöðu mála, sem ríkjandi er í Póllandi. En samt er veigamikill munur fyrir hendi. Kaþólskir menntamenn hérlendis hafa um langt skeið verið heldur illa settir af því að kaþólska kirkjan í Tékkó- slóvakíu hafði á sínum tíma alit of náið samstarf við austurrísku keisarastjómina. Því var þá haldið mjög á loft, að kaþólska kirkjan væri í samvinnu við óvini tékkóslóv- ensku þjóðarinnar. Það var litið á kirkjuna í samhengi við gagnsiðbót kaþólsku kirkjunnar fyrir 200 árum. Á þeim tíma var gengið milli bols og höfuðs á öllum tiltæk- um mótmælendum; þeir gátu einungis rækt trú sína með mestu leynd og þá eingöngu sem kalvíns- trúar- eða lútherstrúarmenn. I reynd vora velflestir tékkneskir mótmælendur hússítar eða þá með- limir í Bræðrastöfnuðinum. Mas- aryk var mjög svo andvígur kaþólsku forraéði, en það hafði svo á hinn bóginn í for með sér einkar óheillavænlegt pólitískt ástand, því að þar með var tekið að líta á þijá veigamikla hluta þjóðfélagsins sem einhver aðskotadýr og annars flokks þegna: 1) hinn þýzka hluta landsmanna (en það var litið á Tékka og Slóvaka sem eina þjóð til þess að koma hinum þýzkumæl- andi landsmönnum í minnihluta). 2) Þá var litið á Slóvaka sem eins- konar litlu-bræður, er ættu afar margt ólært af Tékkum, en Tékkar litu aftur á móti á Slóvaka sem ósköp litla bóga svona yfírleitt. 3) Kaþólikkar voru grunaðir um græzku, þeir fundu fyrir því, að það var ekki litið á þá sem eðlilega þegna og fullgilda borgara að hálfu hins nýja þjóðfélags. Þeim fannst því, að þeir hefðu verið frjálsari í hinu gamla Austurríki heldur en í lýðveldinu. Kaþólskir menn gátu ekki sætt sig við hinar nýju kringumstæður; það voru einungis örfáir þeirra, sem vora fúsir til samvinnu við hið nýja tékkóslóvíska lýðræðisríki. í heimsstyijöldinni síðari tók ástandið nokkram breytingum. Margir kaþólskir prestar og leik- menn vora handteknir og sendir í þrælkunarbúðir. Afstaða þeirra til þjóðfélagsins varð opnari. Á áran- um frá 1950 og fram yfír 1960 varð kaþólska kirkjan aftur full- gildur og órofa þáttur í þjóðfélag- inu. Kaþólikkar vora rejmdar sá hluti þjóðfélagsins, sem mestri kúg- un sætti, og það var ekki sökum þess að þeir væra neitt sérstaklega íhaldssamir í lífsskoðun eða borg- aralegir, heldur vegna þess að þeir era einasti veigamikli hluti þjóð- félagsins, sem ekki aðhyllist marxisma. Þetta er skýringin á því að kaþólskir hafa þörf fyrir að fínna, að þeir séu viðurkenndir sem fullgildur hluti samfélagsins af hálfu hinna. Árið 1968 vora kaþólikkar því afar virkir, þeir áttu nána samvinnu við önnur kirkjusamfélög og við hina umbótasinnuðu kommúnista (Dubðek-liðsmenn). En svo hættu hjólin að snúast, allt stóð aftur kyrrt, og það hófst ný kúgunar- alda, að vísu ekki eins alvarleg eins og kúgunin á áranum um og eftir 1950, en í þetta skipti var kúgunin hins vegar miklu kerfisbundnari. Hún stóð í 16—17 ár. Þetta síðara kúgunartímabil í Tékkóslóvakíu er líka frábragðið þeirri kúgun, sem upphófst í kringum 1950, að því leyti, að kaþólikkum var ekki sýnt meira gerræði og þeir ekki kúgaðir af meiri hörku heldur en tékknesk- ir mótmælendur. Kúguninni, sem upphófst 1950, var næstum því eingöngu beint gegn kaþólikkum; á síðara tímabilinu vora allir kúgað- ir jafnt. Það má því segja, að kaþólskir menn í Tékkóslóvakíu hafí á vissan hátt verið betur undir síðara kúg- unartímabilið búnir heldur en mótmælendumir. Núna era kirkju- samfélög mótmælenda í Tékkóslóv- akíu með öllu ófús til nokkurrar samvinnu við stjómvöld. Flestir kaþólikkar og prestar kaþólsku kirkjunnar era langtum varkárari, þeir hafa að vísu ekki ýkja hátt í andstöðu sinni, en þeir veita stjóm- völdum heldur enga samvinnu. Það er mun áhrifameiri andstaða. En vegna hinnar heillum horfnu sögu kaþólsku kirkjunnar í Tékkóslóv- akíu fyrirfínnast nær engar raunveralegar menningarlegar og vitrænar kaþólskar hefðir hérlend- is. Guðfræðin er afar einföld í sniðum og íhaldssöm. Það á sér engin endumýjun stað innan kaþ- ólsku kirlgunnar að félagslegri endumýjun undanskilinni: Kaþól- ikkar era að ryðja sér til rúms sem raunveralegt afl í þjóðfélaginu. Pólskir kaþólikkar era allt öðra- vísi, kringumstæður þeirra era allar aðrar. Eftir tvær næstum þvi glataðar kynslóðir verður að telja jmgsta fólkið meðal tékkóslóvenskra mót- mælenda bæði vel að sér og staðfast í trúnni. Það er raunar ekki um ýkja stóra hópa að ræða, ef til vill 200 manns í þeim söfnuði sem ég er í. Þessu unga fólki tekst að sýna fram á, að enn era ýmsar leiðir færar. Ungir mótmælendur fara oft á fund presta, sem sviptir hafa verið leyfi til að prédika opin- berlega. Ástandið í þessum efnum er langtum verra hjá kaþólskum. Að því er framtíðina varðar er ljóst, að okkur er höfuðnauðsyn á að fá aðstoð erlendís frá á sviði menntun- ar og í andlegum efnum. Ég veit ofur vel, að á Vesturlöndum er einnig við ýmis konar vandamál að stríða, en það er samt vanda- mál sem engan veginn era sambærilega erfið og margþætt og þau, sem hér era fyrir hendi. Á Vesturlöndum era enn til staðar framúrskarandi leiðandi guðfræð- ingar, við verðum að eiga mögu- leika á því að senda stúdenta þangað. í Póllandi hefur kaþólska kirkjan stöðugt verið tengd allri alþýðu manna sterkum böndum; hérlendis hefur á hinn bóginn verið litið á kaþólsku kirkjuna sem andstæðing þjóðarinnar. Þess vegna hafa tékkóslóvanskir kaþólikkar átt í miklum erfiðleikum með að hafa nokkur veraleg áhrif á þjóðfélagið. Meirihluti kaþólskra manna í Tékkóslóvakíu er íhaldssamur, þeim er þess vegna ógerlegt að leysa þau nýju vandamál, sem skapast. Ég dreg reyndar mjög í efa, að kaþólskir menntamenn geri sér þetta ljóst, þeir fáu í þeirra hópi, sem gera sér grein fyrir þessu, en jafnvel ennþá svartsýnni heldur en ég á framvindu mála. Þegar þetta birtist á prenti má ekki gleymast að benda á, að það er tékkneskur mótmælandi sem segir frá. Ég reyni að vísu að vera eins málefnalegur og mér frekast er unnt, en það má vel vera að kaþólskur maður hefði orðað hlut- ina á annan hátt! Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Hörður Bergmann formaður Hagþenkis afhendir Helga Hallgríms- syni náttúrufræðingi viðurkenningu fyrir rit- og vísindastörf. Egilsstaðir: Helgi Hallgríms- son hlýtur viður- kenningu Hagþenkis Egilsstöðum. HAGÞENKIR, félag- höfunda fræðirita og kennslugagna, hefur veitt Helga Hallgrímssyni náttúrufræðingi 100 þús- und króna viðurkenningu fyrir störf sin. Hörður Bergmann, formaður Hagþenkis, afhenti Helga þessa viðurkenningu á Egilsstöðum, þar sem Helgi býr nú, að viðstöddum gest- um sem tengjast fræðistörfum og safnamálum á Austurl- andi. Þetta er í fyrsta skipti sem Hag- þenkir veitir fræðimanni slíka viðurkenningu fyrir störf hans en áður hefur félagið veitt starfsstyrki og úthlutað greiðslum til höfunda fræðirita sem hafa mátt sæta því að verk þeirra hafa verið ljósrituð til kennslu í skólum landsins en bækur og greinar Helga hafa verið mikið notuð til kennslu og oftast ljósrituð. Ákvörðun um að veita höfundi fræðirita viðurkenningu fyrir unnin verk var tekin á félags- fimdi Hagþenkis sl. vetur og stjóm félagsins falið að leita eftir ábend- ingum og velja úr þeim hópi þann er viðurkenningu skyldi hljóta. í greinargerð stjómar kemur fram að Helgi Hallgrímsson nátt- úrafræðingur hafí í rúman aldar- fjórðung stundað vönduð og tildurslaus fræðistörf unnin af elju- semi og gerhygli. Jafnframt hafí hann leitast við að miðla árangri verka sinna til almennings með ýmsum hætti en Helgi hefur samið bækur, gefið út og ritstýrt tímarit- um og ritað fjölda greina í blöð og tímarit. Einnig hefur hann flutt fjöl- mörg erindi um fræði sín. Helgi var um skeið forstöðumað- ur Náttúragripasafnsins á Akureyri og undir hans stjóm efldust allar vísindarannsóknir við safnið. Einnig stofnaði hann rannsóknarstöðina Kötlu við Eyjafjörð þar sem innlend- ir og erlendir vísindamenn höfðu aðstöðu til margskonar líffræði- rannsókna. Jafnframt þessu stofn- aði Helgi fyrstu almannasamtök um náttúravemd hér á landi. Helgi Hallgrímsson er brautryðj- andi í rannsóknum á íslenskum stórsveppum og hefur skrifað fjöl- margt um þá, m.a. Sveppakverið, aðgengilegt rit fyrir almenning um þessa vinsælu matjurt. En Helgi hefur ekki einskorðað sig við svepp- ina því hann hefur ritað um flest svið íslenskrar náttúrafræði, grasa- fræði, dýrafræði, vistfræði og jarðfræði. Hin síðari ár hefur hann skrifað margar greinar um íslensk þjóðtrúarfræði. Fréttaritari Morgunblaðsins leit- aði upplýsinga um Hagþenki hjá þeim Herði Bergmann formanni og Ágústi H. Bjamasjmi varaformanni. Hjá þeim kom fram að Hag- þenkir er hagsmunafélag sem stofnað var 1. júlí 1983 og að fé- lagsmenn era um 180 höfundar fræðirita og kennslugagna. Nafn sitt dregur félagið af riti sem Jón Ólafsson frá Grannavík skrifaði árið 1737 um „almennt stand á íslandi", lærdóm og bókiðnir. Þeir töldu að þar sem Helgi Hallgrímsson væri fyrsti fræðimað- urinn sem hlyti þessa viðurkenn- ingu af hálfu félagsins og hefði alla tíð starfað úti á landi væri vel við hæfi að þessi viðurkenning væri veitt sem næst hans bemskustöðv- um, en Helgi er fæddur og uppalinn í Fellum í Norður-Múlasýslu. Helstu verkefni Hagþenkis fram til þessa hafa verið að stuðla að bættum starfsskilyrðum þeirra er fræði- og kennslurit semja og styrkja þar með grandvöll íslenskr- ar menningar. Félagið aflar upplýs- inga og annast samninga vegna ljósritunar og annarrar fjölföldunar í skólum landsins á útgefnum verk- um félagsmanna. Félagið er aðili að FJÖLIS, samtökum rétthafa sem annast réttar- og hagsmunagæslu á þessu sviði fyrir höfunda. Hag- þenkir úthlutar árlega starfsstyrkj- um og skaðabótum til félagsmanna af því fé sem kemur í hlut þess vegna greiðslna úr ríkissjóði fyrir fjölföldun útgefínna verka íslenskra höfunda í skólum landsins. Félagið hefur fengið viðurkenn- ingu á því að Ríkisútvarpið megi greiða 30—50% álag á taxta fyrir fræðileg erindi og annað efni af því tagi, sé veraleg vinna lögð í það. Einnig starfa Hagþenkir með Rit- höfundasambandi íslands að sameiginlegum hagsmunamálum rithöfunda og tekur þátt í sam- starfí hliðstæðra félaga á Norður- löndunum. Á vegum félagsins var gerð úttekt á fyrirkomulagi á greiðslum fyrir afnot bóka í almenn- ings- og skólabókasöfnum á Norðurlöndunum og undirbúin til- laga um nýja skipan þeirra mála hér á landi. Að sögn Harðar Berg- mann geta allir handhafar höfund- arréttar á fræðiritum og kennslu- gögnum orðið aðilar að Hagþenki veiti þeir félaginu umboð til að annast fyrir sína hönd samninga í samræmi við lög þess. — Björn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.