Morgunblaðið - 23.09.1987, Qupperneq 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987
Um val á landsmótsstað
Greinargerð frá stjórn Landssambands hestamanna
Hestamannafélögin Funi, Léttir
og Þráinn, eigendur Melgerðismela
í Eyjafírði, hafa sent fjölmiðlum til
birtingar samþykktir sínar frá fundi
31. ágúst sl. Samþykktir þessar
flalla um ákvörðun stjómar Lands-
sambands hestamannafélaga um
staðarval fyrir landsmót árið 1990.
Hjá því verður ekki komist að
svara þeim greinaskrifum, sem
fylgt hafa samþykktum þessum svo
og ýmsum misskilningi og rang-
færslum, sem þar hafa birst, þó svo
stjóm LH kjósi ekki að útkljá slík
mál á þeim vettvangi.
Fundarboð
Fyrst er rétt að gera grein fyrir
því að eigi komu fulltrúar úr stjóm
landssambandsins til fundarins 31.
ágúst.
Ákvörðun félaganna um þennan
fund er tekin án nokkurs samráðs
um skrifstofu LH eða stjóm. Hefði
fundarboðendum þótt nokkuð við
liggja að stjómin sendi menn til
fundarins hefði það verið sjálfsagt
mál að kynna sér möguleika stjóm-
armanna til að mæta, ekki síst
möguleikum formanns LH, sem
þeir hafa mjög beint spjótum sínum
að. Þá hefðu þeir getað fengið þær
upplýsingar að formaðurinn yrði
umræddan dag á aðalfundi Stétta-
sambands bænda svo og varafor-
maðurinn og þriðji stjómarmaður-
inn einnig. I hlutarins eðli liggur
að formaður mæti á slíkan fund sem
hér um ræðir. Þessu til viðbótar
skal þess getið að vegna þess að
framkvæmdastjóri LH og einnig
formaður LH voru í sumarleyfi vik-
una fyrir títtnefndan fund, barst
fundarboðið til formannsins ekki
fyrr en degi áður en fund skyldi
halda. Það er ekki sjálfgefíð að
stjóm LH geti mætt á fundi hjá
hestamannafélögunum hvar sem er
á landinu hvenær sem er. Það verð-
ur að teljast lágmarks skylda að
kanna það mál fyrst, áður en fund-
ur er boðaður.
Fundarsamþykktin
Fundurinn 31. ágúst skorar á
viðkomandi féiög að senda ekki
fulltrúa á næsta ársþing LH. Um
þessa áskomn er fátt að segja fyrr
en félögin hafa brugðist við henni.
Stjómin hlýtur að harma slík til-
mæli til kjörinna þingfulltrúa, því
þingin em vettvangur umræðna og
skoðanaskipta, þar sem allir hafa
jafna aðstöðu til að flytja sitt mál.
Sömuleiðis harmar stjómin þau
tilmæli fundarins til félaganna, að
þau segi sig úr landssambandinu.
Engum blöðum er um það að fletta
að stjóm LH fór nákvæmlega að
þeim reglum sem þing hefur ákveð-
„Engrim blöðum er um
það að fletta að stjórn
LH fór nákvæmlega að
þeim reglum sem þing
hefur ákveðið varðandi
val á landsmótsstað.
Það verða því að teljast
lítt skiljanleg viðbrögð
að hvetja menn til úr-
sagna þó svo þeir séu
andstæðir ákvörðun
stjómar.“
ið varðandi val á Iandsmótsstað.
Það verða því að teljast lítt skiljan-
leg viðbrögð að hvetja menn til
úrsagna þó svo þeir séu andstæðir
ákvörðun stjómar.
Að sjálfsögðu yrði mikil eftirsjá
í því ef þessi þtjú félög hyrfu úr
samtökunum. í fyrsta lagi yrði eftir-
sjá í þeim mörgu félagsmönnum,
sem þar eru og í öðru lagi myndu
menn sakna þeirra ágætu gæðinga
sem Eyfírðingar hafa jafnan haft á
að skipa á landsmótum LH.
Bókaútgáfan Punktar:
Barnasaga eftir Peter Handke
BÓKAÚTGÁFAN Punktar hefur
gefið út bókina Barnasaga, frá-
sögn eftir austurrískan rithöf-
und, Peter Handke.
I frétt frá útgefanda segir m.a.:
„Peter Handke hefur unnið sér al-
þjóðlegt nafn sem einn fmmlegasti
og mikilvægasti samtímahöfundur-
inn. Bækur hans hafa verið þýddar
á fjölda tungumála. Leikrit hans
Kaspar og Svívirtir áhorfendur hafa
verið sýnd hér á landi.
Bamasaga er að hluta til frásögn
af eigin ævi. Ung hjón eignast bam,
slíta samvistir og faðirinn annast
bamið."
Bamasaga er 88 bls. að stærð.
Pétur Gunnarsson þýddi bókina.
Peter Handke
Viljayfirlýsing
Með samþykktum sínum hafa
fundarboðendur látið fylgja grein-
argerð þar sem reynt er að koma
því að, að núverandi stjóm LH hafi
verið skuldbundin til að velja Mel-
gerðismela í Eyjafírði sem næsta
landsmótsstað, þ.e. hún hafí í raun
ekki haft rétt til sjálfstæðrar
ákvörðunar. Hér er um freklegan
misskilning að ræða.
Á síðasta landsþingi LH var það
ítrekað að stjómin ákvæði lands-
mótsstað. Fráfarandi stjóm hafði
gert tillögur um mótahald og þar á
meðal að ákveðnir yrðu tveir lands-
mótsstaðir til frambúðar.
í þeirri nefnd er fjallaði um móta-
hald var þessum lið vísað aftur til
stjómarinnar með þeim tilmælum
að ákvörðunarvaldið yrði áfram í
höndum hennar. Það var því enn
ítrekað að stjómin hefði þar allt
vald á, en þing tæki ekki ákvörðun
um stað, ekki heldur fyrir landsmót-
ið 1990.
Um þá viljayfirlýsingu sem vitn-
að er til að samkomulag hafí orðið
um í Varmahlíð 1980, þá er það
mikill misskilningur að slík yfíríýs-
ing geti bundið hendur stjómar.
Auðvitað er ekkert við því að segja
þó slíkar samkomur samþykki hvað
þeim kunni að þykja eðlilegt um
mótshald á Norðurlandi, en að ætla
að slíkt bindi hendur stjómar tíu
ár fram í tímann er fráleitt. Breyt-
ir þar engu um þó hluti af þáverandi
stjóm LH sæti þennan fund. Fund-
ur þessi hafði hreinlega ekkert vald
til að ákveða um landsmót, eins og
skýrt er tekið fram í fundarsam-
þykktinni.
í greinargerðinni, sem hér er
verið að fjalla um, er spurt með
nokkrum þjósti hvaðan meirihluti
stjómar LH komi vald til að hundsa
slíka viljayfírlýsingu. Því er fyrst
til að svara, að stjómin hefur sitt
vald frá ársþingi LH. í annan stað
verður enn og aftur að ítreka að
viljayfírlýsing getur á engan hátt
verið bindandi fyrir ókomnar stjóm-
ir. Þessi misskilningur kemur enn
fram, þegar spurt er í nefndri grein,
hvort ef til vill þurfí að skrifa í
fundarsamþykktir hvort fara eigi
eftir þeim eða eigi, fundarsamþykkt
sem þó er búið að taka fram að
geti ekki verið bindandi, því til þess
skorti fundinn umboð. Slík yfírlýs-
ing er siðferðilega bindandi fyrir
þá stjómarmenn, sem að henni
standa, meðan þeir eru í stjóm, en
bindur á engan hátt hendur þeirra
sem við taka.
Hlutverk stjórnar
Þegar núverandi stjóm LH hafði
ákveðið að næsta landsmót skyldi
haldið á Norðurlandi þá skrifaði hún
hestamannafélögunum nyrðra og
óskaði eftir ákveðnum upplýsingum
frá þeim. í fyrsta lagi var spurt
hvort þau hefðu aðstöðu til að halda
landsmót. Ef svo væri ekki, með
hvaða stað þau mæltu þá og loks
hvort þau væru tilbúin að standa
að landsmóti burtséð frá því hvaða
staður á Norðurlandi yrði valinn.
Fimmtán félög tóku afstöðu til
fyrstu spumingarinnar. í svörum
þeirra kom fram að tveir staðir
kæmu til greina. Sex félög mæltu
með Melgerðismelum, þar af fjögnr
úr Eyjafirði, en níu mæltu með
Vindheimamelum. Varðandi spum-
inguna um að standa að mótshaldi
sögðust öll félögin, nema tvö, að
þau myndu standa að mótinu, burt-
séð frá því hvar það yrði haldið.
Þessi tvö félög voru úr Eyjafirði
t
Systir mín og mágkona,
GUÐLAUG PÉTURSDÓTTIR,
Norðurbrún 1,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 24. septem-
ber kl. 15.00.
Guömundur Pétursson,
Unnur Halldórsdóttir.
t
Elskuleg eiginkona mín,
SIGRÚN KRISTJANSDÓTTIRJÖRGENSEN,
Ægissíðu 111,
andaðist á heimili sinu 21. september.
Fyrir hönd aðstandenda,
Carl Jörgensen.
Þorbjörg Pálsdóttir
frá Söndum — Kveðja
Fædd 1. janúar 1915
Dáin 15. september 1987
Þorbjörg Pálsdóttir lést aðfara-
nótt 15. september sl. eftir erfiða
sjúkrahúsvist.
Okkur sem þekktum hana kom
fráfall hennar ekki á óvart. Þor-
björg kom til starfa hjá Pósti og
síma í Kópavogi árið 1961 og starf-
aði þar til ársins 1985, að hún lét
af störfum sökum aldurs.
Hún varð við þeirri bón minni
er ég var í vandræðum vegna sum-
arafleysinga, að koma til starfa sem
gjaldkeri, en því starfí hafði hún
gegnt hjá Pósti og síma í Kópavogi
undanfarin 25 ár. Hún var örugg,
samviskusöm og strangheiðarleg í
starfí, og var mikill fengur að henn-
ar starfskröftum fyrir stofnunina.
Hún var grandvör í orðum og
gerðum og aldrei heyrði ég hana
hallmæla nokkurri manneskju.
Það var gott að vera í návist
hennar, því hún var mjög kurteis
kona og tillitssöm gangvart öðrum
á vinnustað.
Þorbjörg hafði hlotið í vöggugjöf
margar góðar gjafír. Hún var fríð
kona, var vel skapi farin og hafði
hlotið góðar gáfur.
i
og þau kusu að kljúfa sig frá, væri
ekki farið að vilja þeirra. Öll hin
félögin töldu sjálfsagt að hlíta
ákvörðun stjórnar þó svo hún yrði
á annan veg en þau kysu. Þessum
tveimur félögum hlaut að vera það
ljóst, að þau voru með þessum skil-
yrðum að kljúfa sig út úr samstarfi
norðlensku félaganna.
Stjóm LH bar skylda til að kanna
hug félaganna þar sem ætlunin var
að standa að landsmóti 1990 með
sama hætti og gert hefur verið
síðan 1974, þ.e. að félögin í þeim
Qórðungi þar sem mótið yrði haldið
stæðu að mótinu ásamt LH. Þetta
fínnst eyfirsku félögunum óskiljan-
legt og óréttlátt. Stjómin var að
sjálfsögðu óbundin af afstöðu félag-
anna til staðarvals. Ef eingöngu
hefði átt að spyrja um staðarvalið
hefði mátt spyija öll félög innan
LH, eins og Eyfírðingar minnast
á, því þau hafa auðvitað sitt að
segja um landsmótsstað. Eins og
þeir taka fram er þetta landsmót,
en ekki fyrir Norðlendinga eina, þó
manni fínnist það skína út úr allri
greinargerð þeirra. En svona breyt-
ast tímamir, þvi á Varmahlíðar-
fundinum margnefnda var ekki
minnst á það sjónarmið að önnur
félög hefðu neitt um þetta að segja
og þótti ekki óréttlátt þá.
Bréfaskriftir stjómarinnar nú
vom ekki aðeins eðlilegar heldur
og nauðsynlegar áður en endanleg
ákvörðun yrði tekin.
Þegar stjóm tekur ákvörðun um
landsmótsstað verður hún að hafa
í huga allt landið, en ekki einstaka
fjórðunga. Landsmótin em sameig-
inlegur vettvangur allra félaganna
innan LH. I þeim skilningi em þau
sameign okkar. Landsmót hafa tví-
vegis verið haldin á Vindheimamel-
um og tekist með ágætum.
Reynslan sýnir að landfræðilega em
Vindheimamelar vel settir með til-
liti til aðsóknar. Landsmót em mikið
fyrirtæki fjárhagslega, framhjá því
getur stjóm ekki litið. Landsmót
geta ekki þjónað þeim tilgangi að
byggja upp staði vítt og breitt, eins
og vikið var að í blaðagrein. Þar
var vitnað til landsmóta ungmenna-
félaganna. Slíku er ekki saman að
jafna, þar sem sveitarfélög og ríki
sjá um alla uppbyggingu og síðan
rekstur á mannvirkjum. Landsmót
hestamanna eiga að vera laus við
hrepparíg og staðarval á að ráðast
af því hvar hægt er að tryggja sem
bestan framgang mótsins.
Við munum svo ekki fjalla um
þetta mál frekar í fjölmiðlum, nema
sérstakt tilefni gefist til, en að sjálf-
sögðu mun stjómin gera ársþingi
LH grein fyrir málinu.
F.h. stjómar LH.
Leifur Kr. Jóhannesson form.
Kári Arnórsson ritari.
Við starfsfólk hjá Pósti og síma
í Kópavogi kveðjum kæran starfs-
félaga með söknuði og þökkum
langt og gott samstarf og vottum
eftirlifandi eiginmanni hennar, Sig-
uijóni Bjömssyni, bömum þeirra
og fjölskyldum, dýpstu samúð okk-
ar.
Ég bið Þorbjörgu Pálsdóttur
blessunar í nýjum heimkynnum.
'EÖamifllíkWieí^