Morgunblaðið - 23.09.1987, Side 29

Morgunblaðið - 23.09.1987, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 29 Fundur N or ður-Atlantshaf sþingsins: Þýskir hermenn í Noregi fyrsta sinni eftir stríð? Osló, Reuter. • * SAMKVÆMT áætlunum Atlants- hafsbandalagsins getur verið að þýskar hersveitir stígi fæti á norska grund fyrsta sinni eftir heimstyrjöldina síðari, að þvi er embættismenn NATO sögðu í gær. Sögðu þeir að þetta væri liður í áætlun bandalagsins um að láta fjölþjóðlegar hersveitir til þess að efla veikar vamir á norðurslóðum. Embættismennimir, sem sitja fund Norður-Atlantshafsþingsins í Osló, sögðu að verið væri að íhuga að senda belgískar, hollenskar og vestur-þýskar hersveitir til suður- hluta Noregs. Norska stjómin mómælti harð- lega þegar Kanadamenn tilkynntu á þessu ári að sveit fimm þúsund manna, sem sérstaklega hefur verið þjálfuð til að standast vetrarhörkur í Noregi, yrði ekki höfð til taks. Herdeild þessa átti að senda til Noregs á viðsjárverðum tímum. Sögðu Kanadamenn að of mikinn tíma hefði tekið að senda herdeild- ina til Noregs og hún hefði ekki mikil fælingaráhrif á Sovétmenn. Erlent herlið hefur ekki aðsetur í Noregi og sögðu Norðmenn að þeir stæðu berskjaldaðir gagnvart árás sovésks herafla við landamæri ríkjanna í norðri vegna ákvörðunar Verðbréfamarkaðurinn í London: Kínversk ríkis- skuldabréf í boði - í fyrsta sinn frá 1949 Peking, Reuter. Kínverski seðlabankinn ætlar í næsta mánuði að sefja á markað í London ríkisskuldabréf fyrir 200 milljónir dollara. Verður það í fyrsta sinn frá árinu 1949, að Kínveijar bjóða slík bréf í Bret- landi. Pekingstjóminni var á sínum tíma úthýst á fjármagnsmarkaðn- um í London vegna þess, að hún vildi ekki standa við skuldbindingar fyrri stjómvalda. í júní sl. gerðu Bretar og Kínveijar hins vegar með sér samning þar sem öll óútkljáð deilumál voru sett niður og þeim síðamefndu aftur opnaður aðgang- ur að markaðinum. Þrjú bresk fjármálafyrirtæki, S.S. Warburg, Samuel Montagu og Lloyds, kepptust um að fá að ann- ast sölu bréfanna og varð það fyrstnefnda hlutskarpast. Bréfin eru til fimm ára og vextirnir hag- stæðir, aðeins hærri en millibanka- vextir í Bretlandi. Talið er, að auðvelt verði að finna kaupendur að þeim þótt nú um stundir sé meiri áhugi á hlutabréfum en skuldabréfum. BRUNNDÆLUR = HEÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER ráðamanna í Ottawa. Starfsmaður norska vamarmála- ráðuneytisins sagði að viðræður um áðumefnda áætlun NATO væri á mjög viðkvæmu stigi. „Eftir er að sjá hvemig Norðmenn bregðast við vem þýsks herliðs í'landinu. Vest- ur-þýskir sjúkraliðar hafa verið hér við æfingar, en vestur-þýskur her- maður hefur ekki komið hingað.,“ sagði hann. I lok heimsstytjaldarinnar síðari eyðilögðu Þjóðveijarállar bygging- ar, sem þeir fundu í Norður-Noregi, til þess að herir Sovétmanna gætu ekki leitað skjóls í nístandi kuldan- um. Þúsundir Norðmanna létust vegna þessara aðgerða. Reuter Svifið niður á akrana Franskir fallhlífarhermenn svífa niður á akra við þorpið Gallen- bach í Bæjaralandi í Vesetur-Þýzkalandi. Þeir taka nú þátt i fyrstu sameiginlegu æfingum þýzkra og franskra hersveita. British Airways: Óðir farþegar settir í jám London, Reuter. ÞEIR farþegar sem af einhveij- um sökum, til að mynda af völdum drykkju, verða óðir og óhæfir til mannlegs samneytis i flugvélum i eigu breska flugfé- lagsins British Airways, eiga ekki von á góðu. Flugfélagið hefur nú fest kaup á handjárn- um, sem komið verður fyrir i flugvélum þess, í því skyni að gera rustamenni og dólga óskað- lega. Talsmaður British Airways skýrði frá þessu í gær og sagði að félagið hefði fest kaup á nokkur þúsund handjámum sem gerð eru Þurrku- blöó Gott útsýni með Bosch þurrkublöðum. BOSCH Vlöoerða- og varahluta ÞJónusta B R-Æ- Ð U R N 1 R Kg) ORMSSONHF LÁGMÚLA 9, S: 38820. úr plasti. Var þetta afráðið eftir að áhafnir höfðu þráfaldlega kvartað yfir ofbeldisfullri framkomu far- þega og svívirðingum sem þær mættu þola af vöram vitstola ferða- manna. Sagði talsmaðurinn þetta einkum eiga við um farþega í leigu- flugi. „Við hyggjumst feta í fótspor fjölmargra félaga sem hafa látið áhöfnum sínum í té límband til að hefta handahreyfingar farþegar," sagði talsmaðurinn. Lét hann þess getið að annars konar búnaði hefði einnig verið komið fyrir í flugvélum ýmissa flugfélaga og nefndi sem dæmi handjám, kylfur og spenni- treyjur. BAÐSÖNGVARAR! BLÖNDUNARTÆKIN SEM FULLKOMNA ÁNÆGjUNA! Danfoss baðblöndunartækin eru hitastillt. Þú ákveður hitastigið og skrúfar frá - Dan- foss heldur hitanum stöðugum. Danfoss blöndunartækin eru stílhrein og þau er auðvelt að þrífa. Danfoss fæst í helstu byggingavöruversl- unum um allt land. = HEÐINN = SEUAVEGI 2, SÍMI 624260 LAGER-SÉRFANTANIR-WÓNUSTA GÐ Finest Quality SAFEWAY, GÓÐAR VAMDAÐAR VÖRUR Á FÍMU VERÐI FÁST í ÖLLUM BETRI VERSLUMUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.