Morgunblaðið - 23.09.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.09.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 31 Filippseyjar: Mengunarslys Mennirnir á myndinni eru að moka upp fiski úr ánni La Vezere í Frakklandi en hætt er við, að þeim finnist fátt um þessar „veiðar“. Fiskurinn er allur dauður og drapst þegar hættuleg efni bárust í ána frá verksmiðju á árbakkanum. Hefur verið fyrirskipuð opinber rann- sókn á þessu mengunarslysi. Augljóst að ástand- ið er mjög alvarlegt - segir yfirmaður hersins Manila, Reuter. FIDEL Ramos, yfirmaður her- aflans á FOippseyjum, sagði í gær að skæruliðar kommúnista Bretland: Ævisaga Shaws f öl hæstbjóð- anda St. Andrews, frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Rithöfundurinn Michael Holro- yd hefur fyrstur manna fengið fullkominn aðgang að skjalasafni rithöfundarins Georges Bernard Shaw. Hann hefur nú lokið við handrit að fyrsta bindi ævisögu Shaws, sem nær yfir fyrstu 42 áríii í lífi hans, og í gær, þriðju- dag, voru opnuð í það tilboð frá útgefendum. Búist var við met- upphæð fyrir ævisöguna, a.m.k. nokkuð hundruð þúsundum punda. væru nú í meirí vigamóð en fyr- ir byltingartilraunina 28. ágúst og hefði mannfall í stjórnar- hemum aukist eftir hana. „ Augljóst er að ástandið er mjög slæmt,“ bætti Ramos við. Ramos sagði að ekki væru öll kurl komin til grafar enn þrátt fyr- ir að uppreisnin hefði verið barin niður. Hann kvaðst aftur á móti ekki telja að ástandið væri það al- varlegt að Corazon Aquino forseta bæri að setja neyðarlög. Ramos sagði á fundi með samtökum er- lendra fréttaritara á Filippseyjum að mjög líklegt væri að dauðasveit- ir hægri öfgamanna hefðu myrt Leandro Alejandro, leiðtoga vinstri manna, í síðustu viku og Rolando Olalia, forystumanna verkamanna, fyrir tíu mánuðum. Aftur á móti væru sannanir ónógar. Embættismenn á Filippseyjum greindu frá því í gær að fylgst væri grannt með höfnum á eyjunum til þess að koma í veg fyrir að Greg- Sænska sjónvarpið: Jafnaðar- Reuter • orio „Gringo" Honasan, sem leiddi uppreisnarmenn í síðasta mánuði, flýði úr landi. Bandaríkjamenn sögðu að öll bandarísk ferðaskjöl, sem Honasan ofursti kynni að hafa undir höndum, hefðu verið gerð ógild. „Ef hann hefur í hyggju að flýja land kemst hann ekki á brott nema á löglegan hátt,“ sagði Enrique Joaquin, yfirmaður útlendingaeftir- litsins: „Og þá verður hann grip- inn.“ Honasan varð þjóðhetja þegar Ferdinand Marcosi var steypt af stóli á Filippseyjum á síðasta ári. Honasans er nú leitað um allar Filippseyjar eftir að hann gerði byltingartilraunina ásamt tvö þús- und hermönnum í ágúst. Hann hefur verið i felum síðan Corazon Aquino forseti braut uppreisnina á bak aftur. Hefur spurst til hans í Manila og bæjum umhverfis höfuð- borgina. Fyrir tíu áru hvöttu umráðendur eigna Shaws, British Museum, Royal Academy of Dramatic Arts og Natio- nal Gallery of Ireland, Holroyd til þessa verks en hann hefur áður skrif- að ævisögur og unnið að ýmsum hagsmunamálum rithöfunda. Ævisagan verður í þremur bindum og hefur höfundurinn skuldbundið sig til að ljúka henni á fimm árum frá þvi fyrsta bindið kemur út en það verður á næsta ári. Einnig hyggst Holroyd rita tvær aðrar bækur um ævi og verk Bemards Shaw. Útgáfufyrirtækin bjóða í allar þessar bækur. Vitað er, að Hamish Hamilton ásamt Heinemann og fleiri munu bjóða í útgáfuréttinn og full- trúi Holroyds segist aldrei hafa séð jafn mikinn áhuga á nokkurri bók. Hæsta verð fyrir sambærilega ævi- sögu til þessa var fyrir ævisögu Oscars Wilde, sem er nýkomin út, en fyrir útgáfuréttinn greiddi Ham- ish Hamilton 90.000 pund eða um fimm og hálfa milljón ísl. kr. menn gegn auglýs- ingum Stokkhólmi, frá Erik Liden, fréttaritcra Morgunbladsins: ÞRÁTT fyrir að margar skoð- anakannanir sýni að tveir þriðju Svía séu hlynntir auglýsingum i sjónvarpi samþykkti flokksþing Jafnaðarmannaflokksins, sem nú stendur yfir í stokkhólmi, álykt- un gegn auglýsingum í sjónvarpi og útvarpi. Sænska útvarpið hefur óskað eftir stórhækkun afnotagjalda til að mæta tekjuskerðingu, sem af væntanlegu auglýsingabanni hlyt- ust. Sökkti sprenging far- þegaskipinu Titanic? París, Reuter. KAFARAR rannsóknarleiðang- urs hafa fundið gat, sem ekki var vitað um áður, á skrokki farþegaskipsins Titanic. Hefur nú veríð sett fram kenning um að skipið, sem talið var ósökkv- andi er það lagði í sína fyrstu og siðustu ferð áríð 1912, hafi ekki horfið í hafið eftir árekst- ur við ísjaka, heldur spreng- ingu. í útsendingu frönsku sjón- varpsstöðvarinnar La Cinq var því haldið fram á sunnudag að í kola- geymslu skipsins hafi kviknað eldur, sem áhöfnin hélt leyndum fyrir farþegum í þeirri trú að auð- velt yrði að ráða niðurlögum hans. Sagði að frá honum hefði streymt gas. Þegar Titanic rakst á ísjak- ann hefði neisti hlaupið í gasið með þeim afleiðingum að spreng- ing varð og gat kom á skips- skrokkinn. Ivon Ruwarth, forystumaður Titanic-leiðangursins, sagði aftur á móti við Reuters-fréttastofuna á mánudag gær að franska sjón- varpsstöðin hafi sýnt fljótfæmi. Menn Ruwarths köfuðu niður að Titanic og tóku myndir af gatinu, sem áður var ekki vitað um. „Ég get ekki staðfest kenningu þeirra," sagði Ruwarth. „Okkur vantar upplýsingar. Sérfræðingar þurfa þó nokkum tíma til að kom- ast að því hvort Titanic sökk eftir að sprenging varð í skipinu. Ég get aðeins sagt að við fundum gat á skipsskrokknum, sem ekki var vitað að þar væri.“ Ljúftoglystugt... oggottaðsúpaá LUCERNE súkkulaðidrykkurinn er afskaplega bragðgóður hvort sem hann er blandaður í kalda mjólk eða heita. Betra bragð í munninn og góð næring í kroppinn. ATH. GERIÐ VERÐSAMANBURÐ. ISLEIÐ h/f. HEILDVERSLUN SÍMI 656800 ■ ■ . l’HC j 'JSLMU Finest Quality BJARNI D./SIA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.