Morgunblaðið - 23.09.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.09.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 Vandi ríkissljórnar eftir dr. Magna Guð- mundsson Við höfum fengið að heyra um áform ríkisstjómar, eins og þau verða í reynd: Fjárlög á að afgreiða með halla, sem nemur um 0,5% af áætlaðri þjóðarframleiðslu, eða ná- lega l'/2 milljarði. Þessu skýtur skökku við, því að á þensluskeiði ber að afgreiða fjár- lög með tekjuafgangi, en ekki halla. Sömu stefnu á höfuðborgin ásamt stærri kaupstöðum einnig að taka upp tii samræmingar. Litum á þetta ögn nánar. Það er sjálfsagt rétt hjá fjár- málaráðherra, að mörg ríkisfýrir- tæki má að ósekju selja í hendur einkaaðilum. Eitt skilyrði ætti þó að setja fyrir slíkri sölu. Það er, að ríkissjóður kaupi fyrirtækin ekki aftur, ef þau verða gjaldþrota. Það er líka rétt hjá fjármálaráðherra að margar ríkisstofnanir þurfa að geta staðið á eigin fótum með sjálf- stæðum tekjustofnum. Tiltölulega auðvelt ætti að vera að koma slíku í kring. En ráðstafanir af þessu tagi ná skammt. Þær breyta ekki fjárlaga- halla í tekjuafgang ríkissjóðs. Annað tveggja verður að koma til: (1) Meiri skattheimta eða (2) mun róttækari niðurskurður ríkisút- gjalda. (1) Skattahækkanir mælast ekki vel fyrir. Þær eru raunar ekki heppiíegar, meðan reynt er að hemja verðbólgu. Hið sama gildir vissulega um vaxtahækkanir. Allar fara slíkar hækkanir út í verðlagið. Það leysir ekki heldur verðbólgu- vandann að minnka eða hætta niðurgreiðslum vaxta af íbúðalán- um lágtekjufólks, sem orðnar eru viðtekin regla í flestum (ef ekki öllum) löndum V-Evrópu og einnig vestan hafs. Niðurgreiðslur land- búnaðarafurða eru jafnframt liður í baráttunni við verðbólgudrauginn. Afnám þeirra eykur á kaupþrýsting og spennu. (2) Er grundvöllur fyrir róttæk- um niðurskurði ríkisútgjalda? Svo er að minni hyggju. Við verðum þá að ráðast á „báknið" sjálft. Sumar ríkisstofnanir má leggja nið- ur með öllu, aðrar má einfalda. Þetta er að sjálfsögðu mikið mál, sem ekki verður rætt til neinnar hlítar í stuttri blaðagrein. Þó skulu gefnar hér nokkrar bendingar. (a) Þjóðhagsstofnun er ólýðræð- isleg ráðgjafarstofnun, því að hún Dr. Magni Guðmundsson situr þó að ríkisstjómir komi og fari. Við getum verið án hennar. Eðlilegra væri að hafa ráðgjafar- nefnd í efnahagsmálum innan forsætisráðuneytisins. Hún hefir einmitt verið skipuð, en ÞHS blífur eigi að síður. Aðalverk ÞHS er reyndar gerð þjóðhagsreikninga, en það heyrir að réttu lagi undir Hagstofu Islands. Hún hefír verið byggð upp og rekin með gætni og „Skattbyrðinni verður ekki létt af landsmönn- um með hreystiyrðum einum saman fyrir kosningar. Þeim verður að fylgja áræði og kjarkur til fram- kvæmda.“ forsjálni af þeim, sem þar hafa ráðið húsum. b) Byggðastofnun fæst við lán- veitingar, sem bankar og sparisjóð- ir eru fullfærir um að annast. Einnig hér gæti 3ja manna nefnd kynnt vilja ráðandi ríkisstjómar fýrir lánastofnunum. Líklega væri hag landsbyggðanna best borgið með héraðsbönkum, t.d. einum í hveijum landsfjórðungi, og eigna- raðild sveitarfélaganna innan svæðisins. Víst er um það, að íslenska ríkið á að reka einn banka aðeins. Hann getur starfað í tveim deildum, seðlaútgáfudeild og við- skiptadeild. c) Verðlagsstofnun er fyrir löngu orðin úrelt, enda hefír hömlum ver- ið aflétt — með réttu eða röngu. Hún annast nú verðkannanir, sem væm mun betur komnar í höndum neytendasamtaka. Þau samtök þyrftu aðeins smástyrk úr ríkis- sjóði. d) Við þurfum aðeins eina skatt- stofíi i þessu landi í stað níu. Ef einhveijum finnst verkefnið ofviða einni stofnun, ætti hann að athuga, hvað skattstofa megnar að gera í fylki í Kanada með margfalt fleiri íbúa en á íslandi. Gieymum ekki, að við lifum á tölvuöld. Skattstofan gæti haft einn fulltrúa í hveiju skattumdæmi, en við þurfum ekki níu skattstjóra, hvem með sínu skrifstofuliði. e) Innan skattstofunnar á að starfa rannsóknadeild. Rannsókn á að hefjast við fyrstu úrvinnslu framtala. Sjálfstætt embætti ríkis- skattstjóra er óþarft. Þess í stað ætti 3ja manna nefnd (lögfræðing- ar/skattfræðingar) að starfa innan Qármálaráðuneytisins til að túlka lagaákvæði og gefa út leiðbeining- ar. Þrír nýir menn hafa verið ráðnir í það ráðuneyti, en embætti ríkis- skattstjóra er fært út um leið og hefír verið skipt í margar undir- deildir. Svona má halda áfram lengi, en hér skal látið staðar numið. Skatt- byrðinni verður ekki létt af lands- mönnum með hreystiyrðum einum saman fyrir kosningar. Þeim verður að fylgja áræði og kjarkur til fram- kvæmda. Höfundur er hagfræðingvr. Þessi glaðlegi hópur: Sunna Kolbeinsdóttir, Guðlaug Arnórsdóttir, Gisli Kolbeinsson, Hlynur Höskuldsson og Rakel Þórhallsdóttir héldu hluaveltu til góða fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Söfnuð- ust þar tæplega 3195 krónur til félagsins. Þessar vinstúlkur Sonja, Þórunn og Kolbrún efndu fyrir nokkru til hlutaveltu til ágóða fyrir Foreldrasamtökin vimulaus æska og söfnuð- ust tæplega 2650 kr. Þessar vinkonur færðu Foreldrasamtökunum vimulaus æska i Síðu- múla 4 hér i bænum kr. 1000, sem var ágóði af hlutaveltu sem þær héldu til ágóða fyrir samtökin. — Þær heita Ingibjörg, Andrea og Rut. Verðbólgnsvipa atvinmirekenda eftírSverri Albertsson Fátt hefur vakið meiri athygli á síðustu dögum en tillaga sú að nýj- um kjarasamningi er atvinnurek- endur lögðu fyrir Alþýðusambandið 16. september sl. Alþýðusambandið hafnaði með öllu frekari viðræðum á grundvelli tillögunnar eins og fram hefur komið. Afleiðingamar, segja atvinnurekendur, verða verð- bólga og kaupmáttarrýmun. Sl. föstudag birti Morgunblaðið tillögur vinnuveitenda í heild og með tveimur línuritum sem eiga að sýna kaupmátt allt frá 1986 og jafnframt spá um þróun kaupmátt- ar næstu misseri annars vegar samkvæmt tillögum vinnuveitenda og hins vegar samkvæmt „verð- bólgusamningi“. I framhaldi af tilboði vinnuveit- enda og umræðu um það er rétt að benda á nokkur atriði. í fyrsta lagi er ljóst að með þessu tilboði stefna vinnuveitendur á tvennt að- eins: Að skerða umsamda verð- bótahækkun á laun 1. október nk. og að binda samninga út næsta ár án þess að launþegar hafí nokkra verðtryggingu, rauð strik né launa- nefnd. Auk þessa draga vinnuveit- endur til baka fyrri yfírlýsingar um vilja sinn um að semja um kjör hópa sem ekki er gert ráð fyrir í ákvæðum um fastlaunasamninga, svo sem fískvinnslufólk. Vinnuveitendur flagga verð- bólguflagginu hátt þessa daga og vísa til þess að atvinnulífíð muni ekki þola að verðbæta laun um tæp 6%. Astæðan, segja þeir, er sú að laun í landinu hafa hækkað svo og svo mikið og benda máli sínu til stuðnings á tölur þar að lútandi. Laun hækka af tveimur ástæð- um. Annaðhvort vegna þess að um það er samið í almennum samning- um eða vegna þess að einstakir atvinnurekendur bjóða starfsmönn- um sínum launahækkanir. Hækk- unin sem koma á 1. október er umsamin. Þetta er hækkun sem samið var um áður en aðrar launa- Sverrir Albertsson hækkanir og launaskrið, sem atvinnurekendur tala um, komu til framkvæmda. Atvinnurekendur tala um aukinn kaupmátt. Það er í sjálfu sér rétt, kaupmáttur hefur aukist, en menn verða að gera sér grein fyrir því að hér er rætt um meðaltal og í öllum meðaltölum eru einstaklingar langt fyrir ofan og langt fyrir neð- an. I þessu meðaltali eru m.a. heilar starfsstéttir sem ekki hafa notið yfírborgana. Þeirra kaupmáttur hefur því ekki aukist meira en um var samið. Og það er annað sem gerir allt hjal um launaskrið marklaust. í núgildandi samningum er tekið fram að atvinnurekendur geti mót- reiknað einstaklingsbundar launa- hækkanir þegar laun eru almennt verðbætt. Greinin hljóðar svo: „Ein- staklingsbundnar launahækkanir svo og launahækkanir sem ákveðn- ar kunna að verða í fastlaunasamn- ingum umfram það sem kveður í þessum samningi, skal mótreikna þeim sérstöku hækkunum sem launanefnd úrskurðar, sé ekki öðruvísi samið." Það er því tvennt sem mælir gegn þeirri röksemd atvinnurek- enda að launahækkanir hafí verið svo miklar að ekki sé unnt að verð- bæta laun nú samkv. samningi. í fyrsta lagi kæmi sú skerðing til með að bitna á þeim sem ekki hafa notið neinna launahækkana sem og hinna og í öðru lagi er atvinnurek- endum sjálfum í sjálfsvald sett að skerða hækkun til þeirra sem notið hafa launaskriðs á tímabilinu. Hitt er kannski alvarlegra og það er sú staðreynd að atvinnurekend- ur, þrátt fyrir góð orð í sumar, virðast ekki tilbúnir til fastlauna- samninga fyrir t.d. fískvinnslufólk og aðra hópa sem ekki er þegar gert ráð fyrir slíkum samningum fyrir. Heldur vilja atvinnurekendur binda laun þessa fólks óverðtryggð í heilt ár, án þess að það fái nokkra leiðréttingu sinna mála. Atvinnurekendur Hta nú alvar- legir og ábyrgir framan í sjón- varpsvélarnar og fullvissa alþjóð um að verði ekki farið að tillögum þeirra skelli hér á óðaverðbólga. Hvenær rann þessi stórisannleikur upp fyrir þeim? Það væri kannski ekki úr vegi að einhver sem er vist- aður í Garðastræti svari því. Launþegar hljóta allavega að hlusta með hæfílegri varúð og tortryggni á þessar yfirlýsingar sem fyrst líta dagsins ljós þegar reikna á út verð- bætur á laun. Hvaða tilgangi á það að þjóna að birta annað eins rugl og bull og þessa „verðbólgusamningaspá"? Það væri kannski ekki úr vegi að VSÍ gæfi upp hvaða hækkunum þeir reikna með í þeirri spá. Það er víst þarflaust að bíða svara við þessum spumingum því ástæða þessa málflutnings VSÍ- manna liggur í augum uppi. Nú skal verðbólgudraugurinn notaður til að beija fólk til hlýðni. En það er lágúrulegt að reyna að komast undan því að standa við gerða samninga — sérstaklega með jafn ómerkilegum málflutningi og raun ber vitni. Höfundur er ritstjóri Vinnunnar, tímarits Alþýðusambands ísiands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.