Morgunblaðið - 23.09.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.09.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 Pólveijar og Bandaríkjamenn: Sendiherrar skipaðir eftir fjögnrra ára hlé? Varsjá, Reuter. PÓLVERJAR og Bandaríkja- menn ætla brátt að skipa sendi- herra í höfuðborgiun ríkjanna og taka upp fullt stjórnmálasam- band að nýju, að því er Jerzy Urban, talsmaður pólsku sU'órn- arinnar, sagði í gær. „Pólveijar eru reiðubúnir tií þess að koma á óskertu stjómmálasam- bandi við Bandaríkjamenn á næstunni," sagði Urban á vikuleg- um blaðamannafundi sínum. Hann sagði ekki hvenær þar að kæmi. Bandaríkjamenn kvöddu sendi- herra sinn heim snemma ársins 1983 og hefur sendiráðsritari verið fulltrúi þeirra í Varsjá síðan. Var þetta gert til að lýsa yfír óánægju með að pólsk stjómvöld skyldu beita herlögum til þess að bæla verka- mannasamtökin Samstöðu niður. Sendiráðsritari hefur einnig farið með mál pólska sendiráðsins í Washington síðan Romoald Spasowski sendiherra sótti um pólitískt hæli þegar herlög voru sett í Póllandi í desember árið 1981. Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti ákvað að hætta refsiaðgerðum gegn Pólverjum og veita þeim for- gang í viðskiptum eins og áður eftir að öllum pólitískum föngum, sem pólsk yfirvöld viðurkenndu að væru í haldi, var sleppt. Um nokkurt skeið hefur verið búist við að sendi- herrar færu til Washington og Yarsjár til merkis um að fullt stjóm- málasamband væri komið á að nýju. Hafa ríkisstjómir landanna sakað hvora aðra um að þæfa málið. George Bush, varaforset Banda- ríkjanna, kemur i opinbera heim- sókn til Póllands á laugardag og virðist yfirlýsing Urbans hafa verið miðuð við hana. Bush er háttsett- asti ráðamaður frá Bandaríkjunum sem kemur til Póllands í tíu ár. Bandaríkjamenn vildu ekkert láta hafa eftir sér um málið. Noregur: Noregur: Nýtt olíusvæði fundið í Norðursjó? Keuter Þingað um kjarnorkumál Þing Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) hófst í Vínarborg á mánudag. Hér sést Kurt Waldheim, forseti Aust- urríkis, flytja setningarræðu þingsins, sem nú er haldið 31. sinni. Grænfriðungar sektaðir Krístíansand, Reuter. Stavangrí, Reuter. FRANSKA olíufélagið Ste Nati- onale Elf- Aquitaine hefur fundið olíu und- an vesturströnd Noregs og var haft eftir heimildarmönnum í olíuiðnaði að sennilega væri um mikla olíu að ræða. Fyrirtækið Elf er nú að kanna hafsbotninn skammt frá olíusvæð- inu Frigg, sem er skammt frá breska hluta Norðursjávar. Tals- maður norsku olíustjómarinnar, sem er hluti af olíuráðuneyti lands- ins, sagði í gær að Elf hefði fundið olíu og fyrstu tilraunir til að bora hefðu lofað góðu. „Hér gæti verið um jafn mikla olíu að ræða og á Ula-svæðinu, sem talið er að geymi um 40 milljónir tonna af olíu og gefi af sér 70 þús- und tunnur af olíu á dag,“ sagði heimildamaður Reuters-fréttastof- unnar, sem ekki vildi láta nafns getið. Norðmenn eru næststærstu olíu- framleiðendur í Evrópu og dæla þeir um einni milljón tunna af olíu úr Norðursjó á dag. SKIPSTJÓRI Siríusar, skips um- hverfisvemdarsamtakanna Greenpeace, var á mánudag dæmdur til að greiða 50 þúsund norskar krónur (um 300 þúsund ísl.kr.) fyrir að sigla yfir hemað- arsvæði á leið til hafnar í Kristian- sand. Skipsljórinn, Peter Willcox frá New York, var ekki viðstaddur uppk- vaðningu dómsins, en að sögn lögreglu greiddi hann sektina þegar honum var greint frá úrskurðinum. Norska lögreglan dró tilbaka í gær að hann hefði greitt sektina: „Við höfum ekkert samband við hann haft og sendum kröfu um greiðslu til höfuðstöðva Greenpeace í Banda- ríkjunum. Ef hann borgar ekki fer málið fyrir dómstóla," sagði talsmað- ur lögreglunnar. Siríusi var siglt til Noregs í því skyni að mótmæla mengun frá iðn- fyrirtækjum. Hvorki lögregla né strandgæsla gerðu tilraun til að fara um borð í skipið þegar það lagðist við festar í Kristiansand á sunnudag. Strandgæslan fór um borð í skipið þegar það sigldi upp Oslóarfjörð og var skipveijum sagt að þeir ættu handtöku yfir höfði sér fyrir að fara ekki að lögum. Siríus hefur nú látið úr höfn og er á leið til Skotlands. 30-50% afsláttur á útsöluvörum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.