Morgunblaðið - 23.09.1987, Síða 60
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987
„ 60
KNATTSPYRNA
„ÓSKAR, Óskar, Óskar“
' kyrjuðu nokkur hundruð
ánægðra Ólafsfirðinga á
Þróttarvellinum í
Reykjavík, þegar Leiftur
hafði sigrað heimamenn
og þar með tryggt sér
sæti í 1. deild karla í knatt-
spyrnu næsta ár. Á Ólafs-
firði hljómaði sami söngur
sem og á miðunum fyrir
utan. Fögnuðurinn var
gífurlegur, gleði skein úr
hverju andliti. Knatt-
spyrnufélagið Leifturvar
komið í hóp þeirra bestu í
fyrsta sinn í sögunni —
Olafsfjörður á fótboltakor-
tið. Hafi einhvern Ólafs-
firðing dreymt um að lið
heimamanna ætti eftir að
leika í 1. deiid, hélt sá hinn
sami þeim draumi leynd-
um — þar til í sumar.
Morgunblaðið/Bjami
Mikil gleði ríkti á Þróttarvelli þegar Leiftur frá Ólafsfirði hafði tryggt sér sæti í 1. deild næsta ár. Enginn var samt ánægðari en Óskar Ingimundarson, þjálfari
liðsins og markakóngur. Á myndinni fagnar hann sigrinum með eiginkonunni Hrafnhildi Halldórsdóttur og Ingimundi syni þeirra. Dætumar Karen og Bima
fundust ekki í mannþrönginni.
Bólan sem aldrei sprakk
„Vorum stimplaðir malarlið, sem ekkert gat á grasi, en fengum uppreisn
æru,“ segir Óskar Ingimundarson þjálfari Leifturs sem komst upp í 1. deild
Oskar Ingimundarson var ráð-
inn þjálfari Leifturs eftir að
liðið féll úr 2. deild fyrir tveimur
árum. Hann hafði staðið sig vel
Steinþór
Guðbjartsson
skrifar
með Leikni á Fá-
skrúðsfírði keppn-
istímabilið á undan
— lið, sem kom upp
úr 4. deild og var
dæmt aftur niður, en hafnaði um
miðja 3. deild — en það var frum-
raun hans sem þjálfari. „Ég hafði
lengi hugsað um að fara út í að
þjálfa lið. Því setti ég mig oft í
spor þeirra þjálfara sem ég hafði
og skrifaði niður æfíngar þeirra.
Alvaran var samt ekki mikil fyrr
en ég fann að ég var á síðasta snún-
ingi sem leikmaður og átti ekki
Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson
Leiftur 1987
Leikmenn Leifturs eftir 2:1 sigurinn gegn Þrótti, sem tryggði liðinu sæti í 1. deild næsta ár. Aftari röð frá vinstri: Guðmundur Garðarsson, Geir Hörður
Agústsson, Helgi Jóhannsson, Gústav Ómarsson, Ólafur Bjömsson, Friðrik Einarsson, Óskar Ingimundarson, Gunnlaugur Sigursveinsson, Guðmundur Bjöms-
son, Hermann Baldursson, Rúnar Guðlaugsson gjaldkeri og Óli H. Ingólfsson ritari. Fremri röð frá vinstri: Sigfús Jónsson, Sigurbjöm Jakobsson, Friðgeir
Sigurðsson, Hafsteinn Jakobsson, Þorvaldur Jónsson, Steinar Ingimundarson, Halldór Guðmundsson, Róbert Gunnarsson og Þorsteinn Þorvaldsson formaður
knattspymudeildar Leifturs.
lengur fast sæti í KR-liðinu,“ sagði
Óskar um tildrög þjálfarastarfsins.
EkklméraAþakka
Óskar hefur náð árangri sem þjálf-
ari. Reynsla hans sem leikmanns
hefur komið að miklu gagni — hann
þekkir leikinn og les hann vel, nær
því besta úr þeim efnivið, sem hann
hefur hverju sinni, er raunsær. „Ég
hef ekki búið til neitt á Ólafsfírði.
Þar snýst allt um fótbolta og kjarni
liðsins hefur leikið saman í áratug
eða meira. Þetta eru reyndir strák-
ar, sem þekkja hvem annan vel.
Þeir hafa haft marga þjálfara og
árangurinn er ekki mér að þakka."
Óskar er lítillátur og vill sem minnst
um eigin þátt tala, en auk þess að
þjálfa liðið hefur hann leikið með
því og var markakóngur þess í sum-
ar. En kom árangurinn þjálfaranum
á óvart?
Sveltavargar
„Það var skrekkur í okkur í vor.
Við sigruðum í 3. deild í fyrra og
2. deildin á að vera erfiðari. Onnur
lið í deildinni litu á okkur sem al-
gjöra sveitamenn og við fengum
ekki einu sinni æfingaleiki við þessi
félög. Þau töldu tíma sínum betur
varið en að spila við einhveija
„sveitavarga". Því urðum við að
spila æfíngaleiki við lið í 3. og 4.
deild og í upphafi móts höfðum við
ekki hugmynd um hvar við stóðum.
En við vomm ákveðnir í að selja
okkur dýrt og fljótlega komumst
við að raun um að við vorum síst
lakari en hin liðin í deildinni.
En við gerðum okkur líka grein
fyrir að stutt var á milli fyrstu og
þriðju deildar — gleði og sorgar.
Því var ég ekki sáttur við allt það
umtal sem við fengum á miðju
sumri, hélt að það myndi jafnvel