Morgunblaðið - 23.09.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.09.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 23 Laugardalshöll 19.-23.september Tæplega 450 útlensk fyrirtæki ásamt 125 íslenskum aðil- um kynna vörur sínar og þjónustu fyrir sjávarútveg um víða veröld. Með tveimur nýreistum sýningarskálum og stóru útisvæði er sýningarsvæðið alls yfir 10.000 m2 - langtum stærra en við eigum að venjast hér á landi enda um að ræða eina allra stærstu sýningu sinnar tegundar í heiminum. Allt það nýjasta í heimi sjávarútvegsins er kynnt og þúsundir erlendra gesta koma hingað til lands til þess aö sjá sýninguna og fylgjast með á sínu sviði. íslenska sjávarútvegssýningin á erindi til allra lands- manna og enginn „í faginu“ má láta þennan heimsvið- burð fara framhjá sér. Opið alla daga kl. 10:00-18:00 laugard. 19. sept.-miðvikudags 23. sept. Afslattura innanlandsflugi Gomsætir sjávarréttir alla daga! í veitingasölu Laugardalshallar býður Veitingahöllin sýningargestum upp á glæsilega sjávarréttaveislu gegn vægu verði. A meðan Islenska sjávarútvegssýningin stendur yfir bjóða Flugleiðir sérstakan af- slátt á innanlandsflugi fyrir sýningargesti utanaflandi s Alþjóðlegar ITF Indusi TradéFai Intematfc FLUGLEIDIR ■ Helgi Hálfdanarson: Vandamál aldarinnar í þrítugasta og þriðja sinn fer ég Ég lét þess getið á sínum tíma, á stúfana út af orðinu prósentu- að ég mælti ekkert sérstaklega stig, að þessu sinni vegna greinar Víkverja í Morgunblaðinu 19. þ.m. Þar svarar hann vel og skilmerki- lega þeim spumingum sem ég hafði kastað fram. Og það gerir hann af þeirri hæversku sem hans var von og vísa (hver sem hann er). Ég hlýt að biðja hann afsök- unar á hvatskeytlegu orðbragði mínu á dögunum, þegar ég sagði „orðræksni" um þennan skjól- stæðing hans. Mér hefur ætíð þótt veijendur orðsins prósentustig eyða púðri sínu að þarflausu í að útskýra, hvemig þeir reyni að nota það. A því hefur aldrei leikið neinn vafí. Hins vegar þykir mér óljóst enn sem fyrr, hvemig lesa megi úr því þá merkingu sem þeir ætlast til. Raunar virðist mér Víkverji fallast á það í síðustu prósentu- grein sinni, að það sé ekki sem ljósast; enda þykir honum ástæða til að svipast um eftir öðru orði, sem betur hæfi. Og þá sýnist mér farið að styttast í að við verðum sammála. Ekki átta ég mig á því, að t.d. heildarprósent sé óþjálla orð en prósentustig. Orðin eru jafnmörg atkvæði, hvort um sig tveir orðlið- ir, og þau beygjast eins; og erfíð hljóðasambönd eru þar engin. Hins vegar lái ég Víkveija það ekki að kunna því illa; nýyrði sem aðrir stinga upp á, þykja manni ævinlega vond. En sjálfum kom honum til hug- ar að nota prósenta í staðinn fyrir prósentustig. Og þar fékk hann stuðning Snorra Siguijónssonar í Hafnarfírði. Þeim hafði hvomm um sig dottið þetta í hug að fyrra bragði. Gallinn á þeirri hugmynd er hins vegar sá, að merkingar- mið þess orðs væri alveg jafn- óljóst og hins fyrra, ef það ætti að gegna þessu nýja embætti. Og sá galli verður enn verri fyrir það, að prósenta hefur aðra merk- ingu fyrir, sem rækist illilega á þá nýju. Hvorugkynsorðið prósent merkir hundraðshluta; en kven- kynsorðið prósenta merkir tiltek- inn fjölda af hundraðshlutum, eins og þegar sagt er: Tíu prósent eru ekki há prósenta, þegar um vexti er að ræða. með neinu þeirra orða, sem ég varpaði fram, fremur en öðrum, sem kynnu að hæfa betur í mark. Þau áttu öðru fremur að sýna, hvaða merking ég teldi æskilegt, að úr slíkum orðum yrði lesin, ef þeirra þætti þörf á annað borð. Hins vegar tel ég allt slíkt orða- basl öldungis óþarft; því sá kostur er jafnan beztur að segja blátt áfram hvað við er átt með orðinu prósent, ef fyrir kæmi, að það lægi ekki í augum uppi. Hitt er verra, að unga út orðum sem rísa ekki undir hlutverki sínu. Það eru málspjöll. Ef sagt skal, að stjómmála- flokkar auki kjörfylgi sitt um 5 prósent af kjörsókn, þá er vafn- ingalaust að segja það, og ekkert fer á milli mála. Ef hins vegar skal sagt, að flokkurinn auki fylgi sitt um 20 prósent af fyrra fylgi, þætti mér fróðlegt að sjá, hvemig það yrði betur orðað á annan hátt. Mér skilst að þeir Víkveiji og Snorri Siguijónsson vilji kalla svo, að þá bæti flokkurinn við sig 20 prósentum og búið. Hræddur er ég um að það kynni að mis- skiljast ekki síður en annað. Um verðbólgu gegnir öðm máli. Þar kæmu til álita orð eins og verðbóiguprósent, verðbólgu- stig, verðbólguþrep og hver veit hvað fleira. En prósentustig er sami ráðleysinginn á því sviði sem öðmm. Víkveiji gefur í skyn, að hann hefði látið þessa merkilegu um- ræðu niður falla, hefði ég ekki farið að spyija. Því fremur þakka ég honum vandaða svargrein hans, sem skrifuð er „í kurteisis- skyni við Helga Hálfdanarson". Og nú verð ég að segja hið sama. Ég hefði látið orð hans vera hin síðustu í spjalli okkar um þetta efni, hefði hann ekki lokið grein sinni með því að óska eftir skoðun minni á sinni tillögu. En þó að ég hafi hér lýst henni — i kurteis- isskyni við Víkveija — skal því ekki leynt, að fremur hefði ég viljað rabba við svo góðan viðmæl- anda um eitthvað annað, enda þótt hér virðist vera á ferðinni sjálft vandamál aldarinnar. 1 VISA ■■■■ 1 ( HRINGDUi og fáðu áskriftargjöld- in skuldfærð á greiðslukortareikning þinn mánaðarlega SIMINN ER 691140 691141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.