Morgunblaðið - 23.09.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.09.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 37 Fiskmarkaður Norðurlands hf. opn- aður á f östudag: Flugleiðir: Vetraráætlun tekur gíldi Vetraráœtlun Flugleiða tók gildi sl. mánudag, 21. september, og gildir hún til 30. apríl. Fyrsta vél fer frá Akureyri kl. 9.20 alla daga nema sunnudaga, en þá fer hún kl. 10.20 og flýgur í gegnum Sauðárkrók til Reykjavík- ur. Næsta vél fer kl. 12.20 frá Akureyri alla daga til 25. október og síðan aftur tímabilið 8. febrúar til 30. apríl. Vél fer síðan kl. 15.20 alla daga vikunnar í vetur og aftur kl. 20.20. Vél fer frá Akureyri kl. 18.20 í vetur á fimmtudögum, föstudögum og sunnudögum og aftur kl. 20.50 á sömu dögum. Þá fer síðasta vél frá Akureyri kl. 21.20 á föstudög- um og sunnudögum til 25. október og á tímabilinu 8. febrúar til 30. apríl. Ellilífeyrisþegar geta nú fengið 50% afslátt fjórum sinnum í viku í stað þrisvar í viku áður og hafa fimmtudagamir bæst við þriðju- daga, miðvikudaga og laugardaga. Þá verða áfram í gildi hopp- og apex-fargjöld. Apex gildir á miðvikudögum og laugardögum og er lágmarksdvöl fjórir dagar og hámarksdvöl 21 dagur. Bóka og borga þarf með viku fyrirvara. Hoppfargjöld fást með fyrstu vélum á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum og fást þau án bókunar séu laus sæti. Guðbjörn Grímsson íslandsmeistari á sérútbúnum jeppa rennir sér í eina torfæruna. Torfærukeppni: Gunnar Hafdal og Guðbjörn Grímsson f slandsmeistarar TORFÆRUKEPPNI Bíla- klúbbs Akureyrar var haldin síðastliðinn sunnudag. Alls voru tólf keppendur og var keppt í tveimur flokkum, flokki sérútbúinna jeppa og flokki óbreyttra jeppa. Sigurvegari í flokki óbreyttra jeppa var Gunnar Hafdal frá Skagaströnd á Willys. Hann sigr- aði með 886 stigum, en sá er komst næstur fékk 883 stig, Jón Kristinsson á Willys. í flokki sér- útbúinna jeppa var aðeins einn keppandi, Guðbjöm Grímsson frá Reykjavík á Bronco, og hlaut hann 889 stig. Keppnin var liður í íslands- meistarakeppninni og tryggðu sigurvegaramir í hvomm flokki sér íslandsmeistaratitla í torfæru- akstri eftir keppnina á Akureyri. Fyrsta uppboð fer fram 29. september nk. FISKMARKAÐUR Norðurlands hf. verður formlega opnaður nk. föstudag, 25. september, en fyrsta uppboðið fer að öllum likindum fram þriðjudaginn 29. september. Hluthafar í fyrirtæk- inu eru nú orðnir 32 talsins og nemur hlutafé 2.650.000 króna. Fyrirtækið hefur afnot af 300 fermetra húsnæði á Strandgötu 53 undir starfsemina og hefur verið innréttuð þar 60 fermetra skrif- stofa. Markaðurinn verður ein- göngu fjarskiptamarkaður til að byija með og fara uppboð fram í gegnum tölvur. Síðar kemur til greina að starfrækja jafnframt lítinn gólfmarkað. Verkfræðistofan Strengur í Reykjavík hefur hannað allan hugbúnað fyrir starfsemina. Notendur tengjast markaðnum í gegnum gagnanet Pósts og síma. Til að byija með verða tíu fisk- vinnslufyrirtæki á Norðurlandi tengd markaðnum. Þau eru: Hrað- frystistöð Þórshafnar, Sæblik hf. á Kópaskeri, Fiskiðjusamlag Húsavíkur, Kaldbakur hf. á Grenivík, Útgerðarfélag Akur- eyringa hf., Frystihús KEA á Dalvík, Frystihús KEA í Hrísey, Hraðfrystihús Magnúsar Gamalí- elssonar hf. á Ólafsfírði, Þormóður Rammi hf. á Siglufírði og Fiskiðjan hf. á Sauðárkróki. Samkomulag er um að fleiri en einn aðili geti nýtt sér hveija stöð og þegar fram líða stundir má gera ráð fyrir því að netið þéttist smá saman og að fleiri kaupendur teng- ist markaðnum, segir í frétt frá Fiskmarkaði Norðurlands hf. Ekk- ert er því til fyrirstöðu að kaupend- ur utan Norðurlands tengist markaðnum, en fyrst í stað verður aðaláherslan lögð á notendur á Norðurlandi. Seljendur þurfa hins vegar ekki að vera tengdir mark- aðnum. Þeir tilkynna uppboðsbeiðn- ir í síma, að minnsta kosti fyrst í stað. — og hátt í þrefaldar húsnæði sitt á Akureyri NORÐLENSKA dagblaðið Dag- ur hefur opnað ritstjórnarskrif- stofu á Öldugötu 27 í Reykjavík og hefur Andrés Pétursson, 26 ára Reykvíkingur, verið ráðinn til að sjá um dagleg fréttaskrif þaðan. Andrés hefur meðal annars starf- að í lausamennsku við Morgun- blaðið og Fijálst framtak, en hann lauk BA-prófi í fjölmiðlun frá Vancouver í Kanada síðastliðið vor. Jóhann Karl Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Dags, sagði í samtali við Morgunblaðið að nýi blaðamað- urinn kæmi til með að skrifa fréttir af Alþingi, íþróttaviðburðum auk þess sem hann myndi sinna blaða- mannafundum á höfuðborgarsvæð- inu. „Við höfum hingað til ekki verið með sérstakar þingfréttir nema þær sem unnar hafa verið í gegnum síma að norðan," sagði Jóhann Karl. Auk reykvísku skrif- stofunnar hefur Dagur komið sér upp ritstjómarskrifstofum á Húsavík, Sauðárkróki og á Blöndu- ósi. Jóhann Karl sagði að ritstjóm Dags teldi nú 16 manns, _en alls ynnu yfír 30 manns á Degi. í bígerð er að stækka Dag upp í 16 síður, en að undanfömu hafa síðumar yfírleitt verið 12 talsins. „Við þurf- um að bæta við fleira fólki áður en við stækkum blaðið auk þess sem við þurfum að byggja við húsnæði okkar í Strandgötunni." Húsnæði Dags er nú 580 fer- metrar, en fyrirhugað er að byggja við tæplega 900 fermetra á lóð þeirri er Snorrahúsið svokallaða stóð og rifíð var fyrir skömmu. „Verið er að ljúka við teikningar viðbyggingarinnar þessa dagana og gert er ráð fyrir að framkvæmdir geti hafíst í næsta mánuði. Þeir Dagsmenn stefna á að geta tekið húsnæðið í notkun í ágústmánuði á næsta ári. Byggingin verður U-laga, tvær hæðir og ris, sem standa mun við Strandgötuna og tengjast núverandi húsnæði Dags. Prentsalur Dagsprents verður síðan byggður inn í U-ið. Dagur hefur nýlega fest kaup á prentsmiðju þrotabús Fonts hf. og verður hún notuð til að sinna alhliða prent- þjónustu. Jóhann Karl sagði að kostnaður við nýbygginguna hljóðaði upp á rúmar 30 milljónir króna. „Við ætl- um að halda okkur við 16 síðumar núna, en meira gerum við ekki fyrr en við fáum aukið lými. Þá sjáum við líka fram á að geta ráðið 22 til 23 menn á ritstjómina." Fyrirhugað er að bæta 900 m2 við húsnæði Dags í Strandgötu. Dagur ræður blaða- mann í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.