Morgunblaðið - 23.09.1987, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 23.09.1987, Qupperneq 54
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 54 fclk í fréttum Knútur Lárusson Knútsen. Stykkishólmur: Hefur unnið við sama frysti- húsið í 50 ár Stykkishólmi. ótt ótrúlegt sé þá hefir Knútur Lárusson Knúts- en í Stykkishólmi unnið við sama frystihús í Stykkis- hólmi í 50 ár og allan þann tíma gætt vélanna og gert það þannig, að um er nú rætt í hópi starfsmanna að ef Knútur hætti að líta eftir vélunum, muni þær stoppa. Hann hefir að visu tekið sumarfrí, en hvort það hefir verið samfellt eða í tvennu eða þrennu lagi, skal ósagt látið. Knútur byijaði sem aðstoðar- maður við vélamar undir stjóm Sigurðar Sigurgeirssonar, sem hér var lengi ólærður völundur og gat leyst alla hluti eins og sumir orðuðu það. í það minnsta ef eitthvað bil- aði kom Sigurður í hugann og til hans var haldið og hann kom því í lag. Knútur var einn af þeim fyrstu sem tóku hér bílpróf og á þeim vettvangi var hann liðtækur. Þá gætti hann í viðlögum rafvélanna, bæði við Skólastíginn og eins hjá systmnum ef aðalmaðurinn hann Lárus Rögnvaldsson, sem var einn af aðalmönnunum í rafmagninu hér í Hólminum á meðan hann lifði, þurfti að víkja frá. Því vel varð að gæta vélanna. Tvö fyrirtæki hafa verið hús- bændur hans þessi ár, Kaupfélag Stykkishólms og Sæborg hf. eftir að það fyrirtæki eignaðist frystihús- ið og það segir sig sjálft að þetta em góðir húsbændur ef marka má feril Knúts hjá þeim. Knútur er nú rúmlega sjötugur. Hann er fæddur og alinn upp í Hólminum og hér hefír hann átt alla tíð heima. Kona hans er Hrefna Þórarinsdóttir og eiga þau tvær uppkomnar dætur. Bandarisk tíska í Moskvu. Reuter Brasilísk tíska í París. Pað var mikið um að vera í tísku- heiminum nú um helgina, eins og sjá má af meðfylgjandi myndum. Fyrst ber til að nefna mikla sýningu á bandarískri tísku í Moskvu-borg, sem á að standa í viku, og nefnist „Hönnun fyrir friðinn". Það em Samtök sovéskra fatahönnuða sem buðu hinum kapít- alísku kollegum sínum til Moskvu, og telja heimildir að bráðabrigðasam- komulag um hækkun meðalsíðra pilsfalda sé í deiglunni, þó að slíkt sé auðvitað alltaf smekksatriði. Þrátt fyrir leynimakk stórveld- anna, þá em höfuðstöðvar heimstísk- unnar enn í París, og það sannaðist á mikilli tískusýningu sem þar var haldin á laugardaginn. Þar komu fram 900 manns, sem sýndu fatnað frá fjölmörgum löndum frá öllum heimsálfunum fímm. Þriðja sýningin sem þótti tíðind- um sæta nú um helgina var sýning sem haldin var í Vestur-Berlín í tilefni af því að 150 ár em liðin frá því að tískuiðnaði var komið á fót í Berlín. Meðal þess sem mesta athygli vakti þar var klæðnaður japanska hönnuðarins Kimijima, sem gerður er úr silki og blúndum, með höfuðskrauti sem líkist blómkrónum. Nýjasta tíska íaustrí ogvestri Reuter
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.