Morgunblaðið - 03.10.1987, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987
H
Margeir Pétursson varði íslands-
meistaratitilinn í skák:
Hefur teflt 36
skákir í röð
án þess að tapa
MARGEIR Pétursson varði íslandsmeistartitil sinn í skák á Skák-
þingi íslands sem lauk á Akureyri í gær. Margeir fékk 12
vinninga af 13 mögulegum og hefur nú teflt 36 kappskakir. í
röð án taps. Úr síðustu 25 skákum sínum hefur Margeir fengið
22 vinninga. Helgi Ólafsson varð í öðru sæti með 11 vinninga
og Karl Þorsteins í 3. sæti með 8'/2 vinning.
Mótinu lauk ekki fyrr en a
tíunda tímanum í gærkvöldi þar
sem úrslit úr skák Hannesar
Hlífars Stefánssonar og Jóns G.
Viðarssonar fengust ekki fyrr en
eftir 114 leiki. Hannes átti þess
kost að deila þriðja sætinu með
Karli ynni hann skákina. Hannes
tefldi til sigurs með peði og
drottningu gegn drottningu Jóns
en varð að sætta sig við hálfan
vinning og fjórða sætið.
Margeir sagði í samtali við
Morgunblaðið eftir mótið að þótt
sigurinn hefði virst áreynslulítill
væri alltaf erfitt að þurfa að ná
svona háu hlutfalli. „Það má ekk-
ert út af bera og maður þarf ekki
annað en missa athyglina eitt
augnablik til að allt sé unnið fyr-
ir gýg. Mér tókst að bægja slíku
frá. Það hjálpaði mér einnig að
hafa teflt á mótinu í fyrra og ég
þekkti þessa menn því nokkuð
vel.“
Sigurganga Margeirs byrjaði á
skákmóti í Moskvu sem hann tók
þátt í síðastliðið vor. „Ég hafði
tapað ijórum skákum í röð og var
síðan kominn í mikil vandræði
gegn sovéska stórmeistaranum
Vasjukov. En á því augnabliki í
skákinni, sem ég hélt að ég ætti
mér ekki viðreisnar von, hugsaði
hann sig um í klukkutíma og þá
lyftist aðeins á mér brúnin. Síðan
tókst mér að snúa á hann og þetta
varð ágætis skák hjá mér á endan-
um. Síðan hef ég ekki tapað skák
svo þetta hefur haft góð áhrif á
mig,“ sagði Margeir. Hann vann
síðustu tvær skákimar á þessu
móti og síðan tefldi hann 11 skák-
ir á Norðurlandamótinu í Færeyj-
um, sem hann vann, 9 skákir á
alþjóðlegu móti í Gausdal í Nor-
egi, sem hann vann einnig, og
loks 13 skákir á íslandsmótinu.
Margeir bjóst ekki við áð tefla
á sterkum mótum fram að ára-
Morgunblaðið/Guðmundur Svansson
íslandsmeistarinn Margeir Pétursson stýrir hvítu mönnunum
gegn Gylfa Þórhallssyni í siðustu umferðinni í gær.
mótum en eftir þau væri dagskrá-
in ströng. Þar væri fyrst opið mót
í Kanada í tengslum við áskor-
endaeinvígin, síðan tæki
Reykjavikurskákmótið við, að því
loknu mót í Sviss og síðan opna
mótið í New York.
í síðustu umferð í landslið. -
flokki vann Margeir Gylfa
Þórhallsson, Helgi vann Sævar
Bjamason, Hannes og Jón G.
gerðu jafntefli, Karl vann Þröst
Amason, Gunnar Freyr Rúnars-
son og Ólafur Kristjánsson
skyldu jafnir, Áskell Öm Kárason
vann Þröst Þórhallsson, og Davíð
Ólafsson og Dan Hansson gerðu
jafntefli.
Lokastaðan í landsliðsflokki
varð sú að Margeir fékk 12 vinn-
inga, Helgi 11, Karl 8V2, Hannes
Hlífar 8, Davíð 7’/2, Sævar og
Þröstur Þórhallsson 6V2, Jón G.
6V2, Dan 6, Þröstur Árnason 5,
Ólafur 5, Áskell 4V2, Gylfi 3 og
Gunnar 1 vinning.
Menntamálaráðu-
neytið og KHÍ:
Sturla ráð-
inn til árs
STURLA Kristjánsson hefur ver-
ið ráðinn til að kanna og semja
greinargerð um með hvað hætti
ákjósanlegast sé að standa að
skipulagi og framkvæmd mennt-
unar kennara samhliða starfi,
aðallega úti á landi. Það eru
menntamálaráðuneytið og Kenn-
araháskóli íslands sem ráðið
hafa Sturlu til verksins.
Umrædd könnun miðast einkum
við fræðsluumdæmin á Norður-
landi, eins og segir í frétt frá
menntamálaráðuneytinu og Kenn-
araháskóla íslands. Er Sturlu falið
að skila greinargerð um málið fýrir
septemberlok árið 1988.
Að því loknu er fyrirhugað að
fulltrúar ráðuneytisins og Kennara-
háskólans vinni að því að marka
áframhaldandi stefnu um endur-
menntum kennara, starfsmenntun
leiðbeinanda í skólum, þróunarverk-
efni í fræðsluumdæmum og ein-
stökum skólum auk rágjafar
Kennaraháskóla íslands um fagleg
málefni.
Hlíf hafnar
atvinnu-
umsóknum
útlendinga
Kaupfélag V-Barðstrendinga
óskar eftir greiðslustöðvun
Sambandið tilbúið að afskrifa 30 milljóna króna skuld
STJÓRN Kaupfélags Vestur-
Barðstrendinga á Patreksfirði
ákvað á fundi sínum í gær að
fara fram á þriggja mánaða
greiðslustöðvun. Samband ís-
lenskra samvinnufélaga hefur
lýst því yfir við sýslumann
Barðastrandarsýslu að það sé til-
búið að afskrifa 30 milljón króna
skuld kaupfélagsins við Sam-
bandið að því tilskyldu að aðrir
lánardrottnar geri slíkt hið sama.
Erfiðleikar Kaupfélags Vestur-
Barðstrendinga á Patreksfirði felast
fyrst og fremst í offjárfestingu
vegna sláturhússins á Patreksfírði
að sögn Jens Valdimarssonar kaup-
félagsstjóra. Hann sagði í samtali
við Morgunblaðið að fé hefði fækk-
að mjög mikið á þessum slóðum á
IRorjnnhlatiiþ
í dag
iesbkm
undanfömum árum og ýmsir aðrir
erfiðleikar verið í rekstri félagsins
á síðustu §órum til fimm árum.
Sagði hann að ákveðið hefði ver-
ið að sækja um greiðslustöðvun í
þeirri von að hægt yrði að endur-
skipuleggja reksturinn og fjárhag-
©
INNLENT
inn og ganga til nauðungasamninga
ef mögulegt væri.
Kjartan P. Kjartansson, fram-
kvæmdastjóri hjá Sambandi
íslenskra samvinnufélaga, sagði í
samtali við Morgunblaðið að hann
hefði staðfest við sýslumanninn í
Barðastrandarsýslu að Sambandið
væri tilbúið að leggja til hliðar eða
afskrifa 30 milljónir af skuldum
kaupfélagsins við Sambandið.
„Ef leitað er nauðungarsamninga
getur kaupfélagið vænst þess að
Sambandið muni taka mjög vel
beiðni þeirra um að færa niður eða
afskrifa 30 milljónir að því tilskyldu
að aðrir lánardrottnar geri það
sama,“ sagði Kjartan. „Þetta er
gert til þess að sýna kaupfélaginu
og öðrum lánardrottnum velvilja
Sambandsins við aðgerðir Kaup-
félagsins," sagði hann.
ALMENNUR félagsfundur í
verkamannafélaginu Hlíf S Hafn-
arfirði hefur samþykkt að hafna
öllum umsóknum erlendra
manna um atvinnu á félagssvæð-
inu, þar til leiðretting hefur
fengist á launum verkafólks.
Fundurinn var haldinn 1. október
síðastliðinn og hljóðar samþy'kkt
hans þannig í heild: „Fundur í
verkamannafélaginu Hlíf samþykk-
ir að félagið hafni öllum umsóknum
erlendra manna um atvinnu þar til
leiðrétting, sem félagið getur sætt
sig við, er fengin á launum verka-
fólks".
Skólinn á Núpi
tekinn til starfa
HÉRAÐSSKÓLINN á Núpi í
Dýrafirði tók til starfa í liðinni
viku eftir árs hlé. Miklar endur-
bætur hafa verið gerðar á
húsnæði skólans sem var í nið-
urníðslu að sögn Kára Jónssonar
skólastjóra. Hreppstjórnir í sýsl-
unni munu veita nemendum
Forsætisráðherra um yfirlýsingu Gorbachev:
Gagnkvæm afvopnun að
Úralfjöllum frumskilyrði
ÞORSTEINN Pálsson forsætisráðherra telur kjarnorkuvopna-
laust svæði á Norðurlöndum geta orðið að veruleika gangi
Sovétmenn að sömu skilyrðum og sett voru í ályktun Alþingis
um afvopnunarmál vorið 1985. Aðspurður um yfirlýsingu Mik-
hail Gorbachev leiðtoga Sovétríkjanna um afvopnun í Norður-
höfum sagði Þorsteinn að hún væri óljós og þvi varla hægt að
taka afstöðu til hennar.
„Ef Gorbachev er að meina
gagnkvæma afvopnun sem nær
til þess hluta Sovétríkjanna sem
að Norðurlöndunum snýr erum
við tilbúnir að ræða tillöguna.
Vilji hann leggja víghreiðrið á
Kolaskaga niður stendur ekki á
okkur," sagði Þorsteinn. „Þessi
yfirlýsing er mjög óljós og í raun
ekkert ákveðið um hana að segja
á þessu stigi."
Þorsteinn sagði að ályktun Al-
þingis frá 23. maí 1985 um
afvopnunarmál, eins og hún hefði
verið skýrð af formanni utanríkis-
málaneftidar, yrði lögð til grund-
vallar ef til viðræðna kæmi um
afvopnun í þessum heimshluta.
Samkvæmt henni nær Norður-
Evrópa allt frá Grænlandi til
Úralfjalla.
Sjá ennfremur viðtöl á blað-
síðu 27 og nánar um ræðu
Gorbachevs á bls. 30 og 31.
styrk til að stunda nám við skól-
ann.
Skólinn var settur sunnudaginn
27. september að viðstöddu íjöl-
menni. Síðastliðinn miðvikudag
hófst kennsla. Þrjátíu og fimm nem-
endur setjast á skólabekk og njóta
handleiðslu sjö kennara, þar af
þriggja fastráðinna. Kennsla er
veitt í níunda bekk grunnskóla og
framhaldsdeild, sem skiptist í
heilsugæslusvið og fomám.
Heilsugæslusviðið veitir réttindi
til náms á þriðja ári sambærilegra
brauta í fjölbrautaskóla, en fomám-
ið er ætlað til undirbúnings fyrir
framhaldsskóla.
Skipverji á Detti-
fossi slasaðist
HÁSETI á Dettifossi slasaðist við
vinnu sína um borð þegar skipið
lá i höfn í Riga i Sovétríkjunum
þann 20. september. Hann var
fluttur í sjúkrahús þar í borg, en
kom aftur til íslands í gær.
Slysið varð þegar verið var að festa
keðju um borð. Strekkjari, sem notað-
ur var við vinnuna, slóst í andlit
mannsins, sem mun meðal annars
hafa misst nokkrar tennur og skadd-
ast á nefi. Gert var að meiðslum
hans í sjúkrahúsi í Riga og varð hann
...þar-eftirþegarDfittifoss.sigldi heim..