Morgunblaðið - 03.10.1987, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 03.10.1987, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987 11 Dósi og skáld- skapur Steins eftir Þorgeir Þorgeirsson Margoft heyrir maður því hald- ið fram að Steinn hafi drepið kveðskaparviðleitnina í Dósóteusi félaga sínum Tímóteussyni, sem vissulega hafði og hefur mjög tæra ósvikna ljóðaæð. Sumir hafa jafnvel lagt Steini þetta illa út. Það er fólk sem er að safna fúl- menskusögum um Stein. Þeir safna þessu ekki á vegum neins skilnings, þvímiður. Þeir eru bara að leita uppi skítugar leifamar af því sem einu- sinni voru kanski staðreyndir. En staðreyndir, einsog það er kallað á því andartaki sem hlutir eru að gerast, eiga tvo möguleika líktog flest annað í veröldinni héma. Tvíeðlið lætur engan hlut í friði. Staðreyndir geta vel orðið að dóti handa andlegum mslasöfnur- um og staðreyndir geta líka orðið að skáldskap. Hvorutveggja þetta hefur tilhneigingu tilað geymast, en fólk með andlegt þefskyn getur óðara vitað hvor geymsluaðferðin hefur verið viðhöfð. Undanfarin tvö kvöld hefur Dósi birst heimahjá mér, brosleit- ur og hlýr til augnanna, svolítið reikull í gangi en skýr í kollinum ef maður nennir að hlusta og þegja. Hann vill bara tala um Stein. — Mér finst að þú þurfir að vita hvað hann var fátækur. Hann fór altaf seinastur úr Unuhúsi, Steinn Steinarr aldrei fyren klukkan tvö á nótt- unni. Bólið freistaði hans ekki. Hann átti hvorki sæng né kodda. Þetta mikla skáld átti heldur ekki penna. Skrifaði ljóðin á renninga, afgangspappír, sem Stefán Og- mundsson gaf honum. Með blýantstubb, sem hann einhver- staðar hafði getað stolið. Aidrei bað hann nokkum mann um neitt. Aldrei kvartaði hann. Þetta var löngu áðuren þú fæddist. Og seinna líka. Svona heiðarleg fátækt er nú ekki til lengur. En einusinni áttum við Steinn túkall. Og það er saga í framhaldi af þeim túkalli. Þeir fóm semsé, skáldbræðum- ir, fyrir þennan túkall í rútu suðurmeð sjó að finna Sigvalda Kaldalóns. Hann tók vel á móti skáldunum og hýsti þá, fæddi þá og ræddi við þá. Síðan fóm þeir að finna eitt- hvert kunningjafólk Steins sem bjó í Reykjanesvita. Ætluðu að setjast upp og vinna bókmentaaf- rek þar í næði. Dósi ætlaði að ganga frá handriti að ljóðabók, en hinn að þýða sögu eftir Mar- tin-Andersen Nexö. Aldrei varð Steinn afkastamik- ill þýðandi, enda gleymdist víst bókin eftir Nexö í Reykjavík. Eða honum mistókst að stela henni áðuren þeir lögðu af stað. Og Dósi gaf ljóðin sín aldrei heldur út á bók. Þvímiður. Ekki skaut hann heldur neitt úr byssu þann skamma tíma sem þeir vom þar suðurfrá. Þegar í bæinn kom var auðvitað farið beint á Skálann. Þar sátu fyrir andans menn að vanda og vildu hafa ferðasögu. Saga Steins var nokkuð kjamyrt: — Djöfull sem hann Dósi er góð skytta. Hann skaut máfana svo beint og fast að þeir vom löngu dauðir á stundinni. Og Dósi ljómar af sælli melan- kólíu þegar hann rifjar upp söguna þá. — Hann var svo andskoti mikið skáld hann Steinn og þurfti ekki mörg orð tilað segja hlutina. Þó ekki væri nema'þessi saga hans Dósa má öllum vera það ljóst að skáldið í þeim manni var aldr- ei drepið. Enda ódrepandi. Dósi orti líf sitt af mikilli hind og það er enn sólskinblettur í kringum hann þarsem hann ferðast um gráar heiðar kvunndagsins. Og þannig mun það áfram verða. Eins líka hitt að flestir munu enn skynja návist mikils skálds sem fúlmenskuna uppmálaða. Hér em svo miklufleiri msla- tunnur en manneskjur. Höfundur er rithöfundur. Sjálfhverf ljóð Bókmenntir Erlendur Jónsson Halldór Ólafsson: MARS. 14 bls. Hálfljóð. Reykjavík, 1987. Hálfljóð nefnist útgefandi þess- arar litlu bókar. Vera má að það sé höfundur sjálfur? Nafnið á þá kannski að gefa vísbending um form og efni. Hér em á ferðinni þrír stuttir ljóðaflokkar án fyrirsagnar. Halldór er skáld myrkrar tjáningar, dulúðar og draums. Því tjóir lítt að leila beinna skýringa. Engu að síður hafa orðin sinn samhljóm og sína skírskotun. Mikið er undir orðaval- inu komið í ljóðum sem þessum þar sem merkingin vísar inn á við. Það hefur í þessu tilfellinu tekist mis- vel. Skoða má eftirfarandi sem dæmi um það sem vel hefur tekist: Sunnudagur í garðinura. Hann hefur þegið sóleyjar að gjöf. Brár hans alltaf jafn spurular gagnvart sólinni. I leiðslum sem flétta sig eins og net. Halldór á margt ólært í ljóðlist- inni. Vafalaust hefur hann kynnt sér vel ljóð annarra skálda, inn- lendra og erlendra. Gott er það út af fyrir sig. En reynslu sína verður hver að tjá með eigin orðum. Eigi ljóðið að verða farvegur fyrir per- sónulega tjáningu má skáldið ekki vera þvingað af forminu; það verður að finna sfna aðferð og sinn stíl. Með þessum ljóðum má vænta þess að Halldór sé kominn svo sem hálfa leið að því marki. Höfóar til .fólks í öllum starfsgreinum! Bankastræti 10, sími: 13122 Kringlunni sími: 689122 Hausi- tilboð ■jr I Kosta Boda 20% staðgreiðsluaísláttur af öllum vörum íverslunum okkar dagana 1. til 8. október. KOSTA BODA BODA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.