Morgunblaðið - 03.10.1987, Síða 16

Morgunblaðið - 03.10.1987, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987 Bamastarf að hefjast í Hallgrímskirkju Á MORGUN, sunnudaginn 4 október, hefst barnastarf í flest- um kirkjum höfuðborgarinnar. I Hallgrímskirkju verður það með sama sniði í vetur og undanfarin ár, þ.e. á sama tíma og aðal- messa sunnudagsins, kl. 11 f. hádegi. Með því móti viljum við gera foreldrum kleift að koma með börnum sínum til kirkju og njóta þess sem þar er að gerast í helgihaldi og fræðslu. Börnin taka þátt í upphafi messunnar með hinum eldri, en þegar sunginn er sálmurinn fyrir prédikun þá fara þau yfir í safn- aðarheimilið í fylgd starfsliðs barnastarfsins, og eiga þar sam- veru með fræðslu og söng við sitt hæfi, sem lýkur í sama bili og messan, um kl. 12. Jafnframt verður boðið upp á barnagæslu fyrir allra yngstu börnin. Stór hóp- ur sjálfboðaliða annast barnastarfið í samvinnu við sóknarpresta kirkj- unnar og gera það kleift að hafa þennan háttinn á, sem hefur gefið ákaflega góða raun á undanförnum ámm. Barnastarf kirkjunnar er útrétt hönd til heimilanna og tilboð um aðstoð við fræðslu í kristinni trú og siðfræði. Við hvetjum foreldra og forráðamenn bama til að þiggja þetta boð og koma með börn sín til messu og njóta þess, sem þar fer fram og styrkja með þátttöku sinni kirkju sína. Frá sóknarprestum Hallgríms- kirkju. iii Icelandic Freez- ing Plants Ltd.: 6 þúsund fer- metra frysti- geymsla tek- in í notkun Dótturfyrirtæki Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna, Icelandic Freezing Plants Ltd., sem hefur höfuðstöðvar í Grimsby í Bret- landi, hefur látið byggja fyrir sig sex þúsund fermetra frysti- geymslu i Grimsby og var hún tekin formlega í notkun síðastlið- inn mánudag. Viðstaddir opnunina voru, meðal annarra, borgarstjórinn í Grimsby, Ólafur Egilsson sendiherra íslands í Bretlandi, Friðrik Pálsson forstjóri SH og stjómarmenn IFPL, þeir Ólafur Guðmundsson forstjóri IFPL, Jón Páll Halldórsson stjórnar- formaður, frá Isafirði, Jón Ingvars- son frá Reykjavík, Knútur Karlsson frá Grenivík, Láms Ægir Guð- mundsson frá Skagaströnd og Einar Oddur Kristjánsson frá Flat- eyri. Um þrjú hundruð manns vinna nú í fiskréttaverksmiðju IFPL í Grimsby sem sett var á laggimar fyrir fimm ámm. Fiskréttimir em seldir í Bretlandi, Frakklandi og Belgíu. Nýbygging IFPL kostaði, ásamt þeim tækjum sem í henni em, um eina og hálfa milljón sterlingspunda eða 96 milljónir íslenskra króna. IFPL hefur 31 þúsund fermetra lóð til umráða í Grimsby og er nú búið að leggja 22 þúsund fermetra af henni undir steypu og malbik. Á lóðinni er einnig til húsa dótturfyrir- tæki IFPL, Brekkes Foods Ltd. Hótel Selfoss: Gríniðjan skemmtir Selfossi. NÝJIR rekstraraðilar tóku við rekstri Hótel Selfoss 1. október. Það er fyrirtækið GÓMA hf. sem rekur hótelið og er hótelstjóri Ari Páll Tómasson. Yfir vetrar- tímann verður lögð áhersla á fjölbreyttar skemmtanir. Sú starfsemi hefst á laugardaginn með skemmtikröfum frá Gríniðj- unni og hljómsvcitinni Körmu. Skemmtanastjóri er Ólafur Þór- arinsson. Á laugardaginn verður Gríniðjan, það er Laddi, Edda Björgvinsdóttir og Júlíus Bijánsson, með nýja skemmtidagskrá á Hótel Selfossi. Þau munu meðal annars bregða sér í gervi þeirra Skúla rafvirkja, Bibbu og Halldórs á Brávallagötunni og Hallgríms kokks í atriðum sem aldr- ei áður hafa verið sýnd almenningi. Einnig leikur hljómsveit hússins, Karma, fyrir dansi. — Sig. Jóns. KFUM og K; Vetrarstarf Vinadeildar hefstí dag VINADEILD KFUM og K byrjar vetrarstarf sitt í dag, laugardag, kl. 10.30. Eins og undanfarin ár stendur Vinadeildin fyrir fundum fyrir böm á aldrinum 6-8 ára á laugardags- morgnum kl. 10.30 í húsi KFUM og K að Amtmannsstíg 2b. Á þessum fundum verður böm- unum boðið upp á vandað og fjölbreytt efni og þeim kennt úr Guðs orði, segir í frétt frá Vina- deildinni. HAUSTSALA Á ÚRVALSFíRÐUM m SEX BORCA ÍEVRÓPU! Helgar-, fimm daga- og vikuferðir. < O Q LONDON Fjórir dagar - þrjár nœtur. Gisting í tueggja manna herbergi m/morgunverði. Verð frá kr. J Gilair frá 15. sept. CLASCOW Nú bjóðum uið aftur hinar uinsœlu helgarferðir til Glasgow, á tíma- bilinu 24. okt. til 15 des. Fjórir dagar - þrjár nœtur. Gisting í tueggja manna herbergi m/morgunuerði. ‘U5.362.- HÝJUNG! Bjóðum einnig Glasgowferðir frá þriðjudegi til laugardags. Innifalið afsláttarkort sem ueitir uerulegan afslátt í helstauöruhúsi Glasgow, House ofFraser. Fimm dagar - fjórar nætur. Gisting í tueggja manna herbergi m/morgunuerði. 16.370,- Gildir frá 15. sept. LUXIMBORG Tuœr til þrjár nætur. Gisting í tueggja manna herbergi m/morgunuerði. 14.643,- Sérstakt tilboð í október og nóuember. PARlS 23.-30. okt. Innifalið flug, ferðir til og frá flug- uelli erlendis, gisting m/morgun uerði og íslensk fararstjórn: Sigmar B. Hauksson. •»34j30m AMSTtRDAM Þrír dagar - tuœr nœtur. Gisting í tueggja manna herbergi m/morgunuerði. 17.130,- Gildir frá 1. okt. KAUPMANNA- HÖFN Fjórir dagar - þrjár nœtur. Gisting í tueggja manna herbergi m/morgunverði. 21 ^ ]QQ0. Gildir frá 15. sept. & \y FERÐASKRIFSTOFAN URVAL - fólk sem kann sitt fag! Pósthússtræti 13 - Sími 26900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.