Morgunblaðið - 03.10.1987, Síða 36

Morgunblaðið - 03.10.1987, Síða 36
36 / MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987 Fjórðungssjúkrahús Akureyrar: Morgunblaðið/GSV Röntgendeild sjúkrahússins flytur i þetta nýja hús 1989. Auglýsir eftir starfs- fólki í þýskum blöðum Fjórðungssjúkrahús Akureyrar hyggst á næstu dögtun auglýsa eftir hjúkrunarfræðingum i þýsk- um dag- og fagblöðum. Halldór Jónsson framkvæmdastjóri FSA sagði í samtali við Morgunblaðið að mannekkla væri alltaf einhver á sjúkrahúsinu, þó mismikil hveiju sinni. „Það vantar alltaf hjúkrunarfræð- inga til starfa hér auk þess sem okkur vantar tvo til þijá sjúkraþjálf- ara í viðbót við þann eina sem við höfum, en sérstaklega hefur gengið erfíðlega að fá þá til starfa. Mikifi er búið að reyna bæði hér innanlands og erlendis, en lítið gengið auk þess sem þetta er oft þungt í vöfum. Umsókn barst um daginn frá Suður- Afrískri stúlku sem var þá stödd í Englandi og vildi koma hingað sem sjúkraþjálfari, en þegar allir pappírar voru loks tilbúnir, hætti hún við,“ sagði Halldór. Hann sagði að sjúkrahúsið hefði auglýst mikið eftir sjúkraþjálfurum í enskum blöðum og einnig hefði verið leitað til Norðurlandanna eftir hjúkrunarfræðingum. Næsta skrefíð væri því að vita hvort þýskir hjúk- runarfræðingar sýndu áhuga. „Við höfum haft nokkra hjúkrunarfræð- inga frá Norðurlöndunum í störfum hér, ungt fólk sem er að sjá sig um í heiminum og hefur það allt nýst vel í vinnu. Gallinn er hinsvegar sá hversu stutt þeir stoppa.“ Sjúkrahú- sið býður í auglýsingum sínum erlendis fríar ferðir báðar leiðir til og frá landi, ráði viðkomandi sig í eitt ár, en aðeins fría aðra ferðina, ráði viðkomandi sig í hálft ár. Þá reynir sjúkrahúsið að vera erlendum starfsmönnum sínum innan handar með húsnæði, en tekur ekki þátt í að greiða leigu. Halldór sagði að svokölluð at- vinnuauglýsingablöð væru heppileg- ust erlendis þar sem þeir, sem væru á annað borð í atvinnuleit, keyptu þau yfírleitt. Hinsvegar skiluðu aug- lýsingamar í dagblöðunum sér oft á tíðum betur en þær sem færu inn í fagblöðin. NÝJAR BÆKUR NÝJAR B4EKUR NÝJAR BÆKUR NÝJAR BÆKUR NÝJAR BÆKUR Röntgendeild FSA: Útboð á frá- gangi innanhúss ÚTBOÐ verður auglýst innan skamms í innréttingar og inn- anhússfrágang við nýja rönt- gendeild Fjórðungssjúkrahúss Akueyrar. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 35 til 40 milljón- ir króna og er þá ekki talinn kostnaður við tæki og búnað sem gert er ráð fyrir að nemi 60 niiiyónum króna. Áætlað er að deildin verði full- búin fyrri hluta árs 1989, að sögn Halldórs Jónssonar fram- kvæmdastjóra FSA, en flutt verður inn í hluta húsnæðisins um áramótin ’88/’89. Byggingin er hátt í 1.200 fermetrar að stærð. Röntgentæknar búa nú við þröngan kost á annarri hæð í gömlu byggingu sjúkrahússins og hefur röntgendeildin verið þar til húsa síðan sú bygging var tekin í notkun 1953. Skátafélagið Klakkur: Innritun hefst á morgnn Fálkafellsveisla haldin í kvöld INNRITUN hjá skátafélaginu Klakki hefst á morgun, sunnu- dag. í félaginu eru starfandi 360 börn og unglingar á öllum aldri. Skátastarfið býður upp á ýmis verkefni, jafnt úti sem inni allan ársins hring. Innritunin fer fram milli kl. 14.00 og 17.00 á morgun í skáta- heimilinu Hvammi, Hafnarstræti 49, skátaheimilinu Völubóli Helga- magrastræti 17, í kjallara Lunda- skóla og í Síðuskóla. Auk þess er hægt að hringja í síma 26894 og 21812 á sama tíma. Þá verður tekið á móti umsóknum á skrif- stofu félagsins í Hvammi alla næstu viku milli kl. 17.00 og 19.00. í kvöld verður hin árlega Fálka- fellsveisla haldin í tilefni vígslu nýrra dróttskáta að vanda. Einnig verður Fálkafell formlega opnað fyrir útilegur í vetur. Veislan verð- ur með hefðbundnum hætti og hefst við Pásustein kl. 20.15. Nýr söngstjóri í Glerárkirkju Askell Jónsson hættir eftir 42 ára starf ÁSKELL Jónsson lætur af störf- um söngstjóra og organista í Glerárkjrkju á morgun, sunnu- dag. Áskell hefur starfað samfellt í sókninni í 42 ár, en auk starfs hans þar hefur hann samið fjölda laga við ljóð mætra manna. Sonur Áskels, Jón Hlöðver, hef- - ur starfað við hlið föður síns síðastliðin tvö ár. Þeir feðgar láta báðir af störfum og við tekur Jó- hann Baldvinsson sem nýkominn er heim frá námi í Þýskalandi. Hátíðarguðsþjónusta verður í Glerárkirkju á morgun kl. 14.00 og munu þar allir þrír organistam- ir og söngstjóramir koma við sögu. Eftir guðsþjónustuna verður síðan sérstök hátíðarsamvera í kirkjunni til heiðurs Áskeli og konu hans, Sigurbjörgu Hlöðversdóttur. Kven- félagið Baldursbrá annast kaffi- veitingar og eru bæjarbúar hvattir til að fjölmenna við þetta tækifæri. TVær nýjar bækur Gerist áskrifendur það borgar sig, tvær bækur í mánuði kosta aðeins kr. 550. Hringið í áskriftarsíma 96-24966. NÝJAR BÆKUR NÝJAR BÆKUR NÝJAR BÆKUR NÝJAR BÆKUR NÝJAR BÆKUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.