Morgunblaðið - 15.10.1987, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 15.10.1987, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987 19 á Norðurlandi þegar málið var rætt við hann. Fækkunarsamningar seint á ferðinni í sláturtíðinni hóf Framleiðni- sjóður að bjóða mönnum svokallaða fækkunarsamninga, eins og gert var í fyrrahaust, til að hjálpa þeim að aðlagast fullvirðisréttinum. Geta menn þannig losað sig við kjötið af fullorðnu fé sem þeir eru með umfram fullvirðisrétt, gegn því að ijölga ekki fé næstu árin. Ýmsir hafa haft áhuga á þessu og bíða með ákvörðun um ráðstöfun um- framffamleiðslunnar. Hefur ýmsum bændum þótt þessi möguleiki koma allt of seint fram og erfítt hafí ver- ið að fá nákvæmar upplýsingar hvað væri í boði og með hvaða skil- yrðum. Það dregur til dæmis úr áhuga margra að dilkamir fylgja ekki fullorðna fénu við þessa samn- inga og þeir sitja því uppi með dilkakjötið eftir sem áður. Guð- mundur Sigþórsson skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu svarar þessu þannig til að þessum bændum hafí staðið til boða að gera fækkun- arsamning í fyrrahaust til að koma í veg fyrir þessa framleiðslu og vandi þeirra nú sé til kominn vegna þess að þeir þáðu ekki fækkunar- samning þá. En ljóst er að margir bændur sem eru með umframlömb á túnunum hjá sér hafa áhuga á fækkunarsamningum en slátra lömbunum heima að öðmm kosti. „Svartamarkaðsverð“ Stór hluti kindakjötsins sem fell- ur til við heimaslátrunina er vafalít- ið notaður af heimilisfólki og gefínn ættingjum. En eitthvað af kjötinu er selt öðrum. Af augljósum ástæð- um er erfítt að grafast fyrir um „svartamarkaðsverðið" á kjötinu en það hefur f einhveijum tilvikum verið selt á 150—200 krónur kílóið. Bændur fá 240 krónur fyrir kílóið af 1. flokks dilkakjöti við innlegg í sláturhús, þ.e. ef þeir hafa fullvirð- isrétt fyrir kjötið, en þeir fá ekkert fyrir innlagt kjöt umfram fullvirðis- rétt. Hámarkssmásöluverð á 1. flokks dilkakjöti í heilum skrokkum er nú 303,40 kr. kílóið. Sigurður Sigurðarson settur yfír- dýralæknir segir að aukin heima- slátrun sé áhyggjuefni. Eftirlit með því fé sem slátrað væri heima væri lakara en í sláturhúsum, en gott eftirlit með fullorðna fénu væri sérstaklega nauðsynlegt vegna smitsjúkdóma sem kjmnu að vera í því. Þá væru menn ekki í sömu æfíngu við slátrun og áður fyrr þegar meira var slátrað heima og því meiri hætta á að ekki væri geng- ið nógu vel frá úrgangi, og hann þannig orðinn dreifíngarleið fyrir sjúkdóma. Vildi Sigurður hvetja menn til að vanda sig sérstaklega við frágang úrgangs og að taka sýni af fullorðna fénu. Heimilt að slátra til heimanota Sveitafólki er heimilt að slátra fé til heimanota. Kjötið má þó hvorki gefa né selja annað, að sögn Sigurðar. Þá er heimaslátrun í þétt- býli bönnuð. Sigurður segir að þó heimaslátrun hafí viðgengist lengi megi búast við að hún verði meiri í haust og þá jafnframt meiri hætta á að reynt sé að selja kjötið. Hann sagði að menn væru almennt ekki vanir því að slátra heima og slátrað væri við misgóð skilyrði. Því vildi hann vara fólk við því að taka við kjöti af heimaslátruðu þó það væri í boði. Guðmundur Sigþórsson segir að samkvæmt reglugerð um fullvirðis- rétt í kindakjötsframleiðslu sé bændum óheimilt að taka til heimil- is meira kjöt en sem svarar til 60 kg á hvem heimilismann. Ef menn slátruðu heima í stórum stíl væru þeir að taka markað frá heildinni og ef það sannaðist væri óhjá- kvæmilegt að skerða fullvirðisrétt þeirra. Kirkjur og líknar- félög njóta góðs af Bændur sem slátra heima eiga sumir í vandræðum með gæmmar af kindunum. Þeir geta lagt þær inn í sláturhús og fengið 250—300 krónur fyrir stykkið. Það getur hins vegar haft slæmar afleiðingar fyrir þá. Framleiðsluráð og skattstjóri sjá strax að gæmmar passa ekki við fjölda innlagðra kjötskrokka. Getur því komið bakreikningur frá skattstjóra og yfirvöld landbúnað- armála geta reiknað kjöt inn í gæmmar og dregið frá fullvirðis- rétti viðkomandi bónda. Bændur sem ekki vilja grafa gæmmar hafa sumir leyst málið á þann hátt að setja umframgærumar í poka, merkja þá sóknarkirlqunni og skilja eftir við sláturhúsdymar. Gæmmar em þannig lagðar inn á nafn kirkj- unnar. í einum hreppi á Vesturlandi var heimaslátmn svo mikil að gæm- innleggið dugði fyrir upphitun kirkjunnar allt árið en upphitun er víða erfíðasti kostnaðarliður sókn- amefnda. Ýmis líknarfélög hafa einnig notið góðs af gærainnleggi á haustin. Einstaka menn hafa ver- ið svo bíræfnir að leggja gæmmar inn á nafn skattstjórans síns. Hvort það er til vitnis um vilja þeirra til að standa skil á sköttum sínum eða eitthvað annað skal ekki fullyrt um. Uorgunblaðið/Sig.Sigm. Láttu verðin koma þér þægilega á óvart Settu markið hátt fáðu þér - sjónvarpstæki - myndbandstæki - útvarpstæki -morgunhana Háþróuð hljómtæki Mikið úrval - í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI &SAMBANDSINS Og KAUPFÉLÖGIN ÁRMÚLA3 SÍMAR 687910-81266

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.