Morgunblaðið - 15.10.1987, Page 42

Morgunblaðið - 15.10.1987, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987 Stjörau- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Að þykja vœnt um í dag ætla ég að fjalla um væntumþykju. Ástæðan fyrir þvf að ég tek þetta efni til athugunar er sú að mig grunar að þar sé umhugsunar þörf. Ég held að við tjáum okkur ekki nógsamlega, oft vegna hugsunarleysis eða af því að við gerum okkur ekki grein fyrir mikilvægi þess að tjá tilfinningar okkar í garð annars fólks. Gamli vinur Um daginn var ég á gangi upp Skólavörðustíg og mætti þar gömlum vini mínum sem ég hafði ekki séð lengi. Hann sá mig fyrst og kallaði til mln: „Nei, blessaður Gulli, manstu eftir mér, ég heiti... o.s.frv." Það sérstaka við þetta mál var að ég mundi vel eftir honum, enda hefur mér alltaf þótt vænt um hann. Ekkertsagt Eftir á var mér hugsað til þess að ég gerði ekkert til að leiðrétta að ég ætti sérstak- lega að muna eftir honum. Það eina sem ég sagði var að auðvitað myndi ég eftir hon- um. Það var hins vegar ekki sérlega persónuleg eða hlý kveðja. Af hveiju sagði ég ekkert hlýlegra? Köld samskipti Þetta litla mál vakti mig til umhugsunar. Ég fór að líta í kringum mig. Það sem ég sá, þó til séu undantekningar í sumum Qölskyldum, var að fólk virðist sjaldan tjá tilfinn- ingar sfnar og væntumþykju í garð hvers annars, eða segja beint að því þyki vænt um ákveðinn mann. Það virðist sem við séum heldur óper- sónuleg og lokuð gagnvart hvert öðru. En skyldi það vera nauðsynlegt? Er þessi lokun nokkuð annað en slæmur ávani sem við getum breytt ef við viljum? JákvœÖ hvatning Sálfræðingar segja að hrós og jákvæð hvatning hafi góð áhrif á allt fólk og sé í raun nauðsynleg. Böm þurfa á hrósi og væntumþykju að halda til að geta byggt upp heilsteyptan persónuleika. 011 þurfum við að finna að ein- hveijum þyki vænt um okkur. Þá vitum við um leið að við eigum bakhjarl ef á bjátar. Fólk sem vinnur við hjálpar- störf segir t.a.m. að meðferð geðlækna, sálfræðinga og fé- lagsfræðinga dugi skammt þegar geðrænir erfiðleikar eru annars vegar ef hinn sjúki fái ekki jákvæðan stuðning frá ættingjum og vinum. Þetta er í raun það sem allir vita. Við vitum að líf okkar er lítils virði ef enginn elskar okkur. Skiptir þá einu hvort við erum sjúk eða heilbrigð. AÖ segja frá Það sem ég er að hugsa f þessu sambandi er að ef já- kvæð hvatning er okkur nauðsynleg af hveiju gerum við þá ekki meðvitað átak f því að tjá jákvæðar tilfinning- ar okkar? Af hveiju segjum við ekki því fólki sem okkur þykir vænt um að okkur þyki vænt um það. Á þann hátt getum við glatt aðra og veitt stuðning. Oft gengur fólk í gegnum erfið tímabil óvissu og efa, án þess að við vitum af því. Á slfkum stundum gætu fáein vinarorð verið dýr- mæt. Hveiju höfum við svo sem að tapa með þvf að segja nokkur vingjamleg orð? Verð- um við okkur til skammar? Nei, við sýnum að við erum fólk með tilfínningar, að okk- ur þyldr vænt um vini okkar. Slíkt gleður. Þegar við vitum að annað fólk elskar okkur, verðum við sterkari. fy'áum því væntumþykju okkar. GARPUR GRETTIR :::::::: TOMMI OG JENNI 4V /VOU KNOW UiHAT'5) V5ICKENING?/ T0 BE PRINKIN6 FKOM A 6LA55 IN A RE5TAUKANT, ANPTHEN PISCOVERTMAT THERE'5 LIP5TICK 0N IT! _ / VOU'RE KI6MT.. / VjHAT'S 5ICKENINGI/ Veiztu hvað er viður- styggilegt? Að drekka úr glasi á veit- ingastað og sjá svo varalit á því. Satt er það, þetta er viður- styggilegt. SMÁFÓLK Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Einn af meðlimum bandarfsku sigursveitarinnar um Rosen- blumbikarinn sfðastliðið haust er Bob Lipsitz. Hann er hér að verki, sem sagnhafi f flórum hjörtum: Austur gefur; allir á hættu. Vestur ♦ K ♦ 874 ♦ G1043 + ÁD852 Norður ♦ Á74 VKG93 ♦ Á872 ♦ K6 Austur ♦ DG9652 ♦ 6 ♦ D6 ♦ G1093 Suður ♦ 1083 ♦ ÁD1052 ♦ K95 ♦ 74 Vestur Norður Austur Suður — — 2 spaðar Pass Pass Dobl Pa8s 4 fyðrtu Pass Pass Pass Opnun austurs var veik og lofaði sexlit f spaða. Vestur kom út með spaða- kóng og fékk að eiga þann slag. Hann tók þá laufás og spilaði meira laufí á kóng blinds. Lipsitz tók þrisvar tromp og velti vöngum. Tvær leiðir komu til greina, í fyrsta lagi var hægt að spila upp á tfgulinn 3—3, þ.e.a.s. gefa þar slag og vonast til að hægt yrði að losna við spaða ofan í ftftígul. í öðru lagi kom til greina að taka tvisvar tfgul og spila spaðaás og meiri spaða. Eigi austur ekki tígul í þeirri stöðu verður hann að spila út í tvöfalda eyðu og gefa tromp- un og afkast. Talningin í hálitunum var ljós, austur var sannaður með sex spaða og eitt hjarta, en hvort átti hann 3—3 eða 2—4 f láglit- unum? Lipsitz hafði aðeins við eitt að styðjast, sem var opnun austurs. Hún var greinilega f veikara lagi og því voru líkur á að skiptingin bætti upp háspila- fæðina. Með þessum rökum valdi Lipsitz sfðamefndu leiðina og reyndist hafa rétt fyrir sér. Umsjón Margeir Pétursson Á Lloyds-banka skákmótinu f London um daginn kom þessi staða upp f skák ensku stórmeist- aranna Murray Chandler, sem hafði hvftt og átti leik, og Jim Plaskctt. 28. Hxe7! og svartur gafst upp, þvf hann kemst ekki hjá því að tapa manni. 28. — Hxe7 er auðvit- að svarað með 29. Rxd5 og ef svartur leikur 29. — Bxd5 verður hann mát í borðinu. Chandler sigr- aði á mótinu ásamt Bandarfkja- manninum Wilder. Þeir hlutu báðir 8 v. af 10 mögulegum. 7V2 v. hlutu Bandaríkjamennimir Benjamin og Federowicz. Rogers frá Ástralfu og Svfinn Emst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.