Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987 47 Sesselja Eysteins- dóttir - Minning Fædd 20. mars 1914 Dáin 5. október 1987 Kveðja frá Blindravina- félagi íslands Sesselja Eysteinsdóttir fæddist í Litla-Langadal á Skógarströnd 20. mars 1914. Foreldrar hennar, hjón- in Jóhanna Oddsdóttir og Eysteinn Finnsson, bjuggu þar við vanalegt búskaparlag þess tíma og ólu upp stóran bamahóp. Þau eignuðust 13 böm. Sesselja var 8. bamið. Það má vel hugsa sér að stundum hafí bláþráður mnnið þar um greipar til að „endar næðu saman", eins og nútímafólk kemst að orði. En það tilheyrir þeirri sögu, sem landið geymir og aldrei verður skráð. Seinna, eða 1940, flutti fjölskyld- an að Breiðabólstað í sömu sveit, en þá var Sesselja farin að heiman til að vinna annarstaðar, svo hún átti sín æskuár í Litla-Langadal. Það em óblíð örlög fyrir unga stúlku, sem bíður þess að láta æsku- draumana rætast, að missa ljós augna sinna, en slíkt varð hlut- skipti Sesselju. Hún missti sjón 23—24 ára gömul, þó sjónleifar hafí varað eitthvað lengur og eftir langa og stranga baráttu og sjúkra- húsvist varð hún alblind. Á þeim tíma leið hún oft miklar höfuðkvalir. Þegar öll von var úti að endur- heimta sjónina kom hún til Blindra- vinafélags íslands og hóf að læra þau störf, sem þar vom unnin. Hún lagði stund á burstagerð, körfugerð og vefnað og faldaði gólfklúta í saumavél. Hún var vandvirk og vann öll sin störf af kostgæfni. Á fyrstu ámnum lærði hún einn- ig að lesa blindraletur og skrifa á blindraritvél og einnig dálítið á vanalega ritvél til að geta skrifað vinum sínum smábréf. Jónína Þorleifsdóttir frá Ólafs- fírði bjó með Sesselju í Ingólfsstræti 16. Hún hafði fyrri árin nokkra sjón og var Sesselju til hjálpar á margan hátt, auk þess sem hún var yndis- legur félagi bæði í starfi og sambúð. Að því kom að Jónína treysti sér ekki lengur til að búa heima og flutti á Hrafnistu árið 1980 og dvel- ur þar aldin að ámm. Síðan bjó Sesselja ein í litlu íbúðinni þeirra og var ótrúlega dugleg að hjálpa sér sjálf með daglegar þarfír og vann á vinnustofunni niðri. Sesselja var vinföst og trygglynd. Hún var áhugasamur félagi Blindravinafélags íslands og sat í stjóm þess um árabil, þar til yfír lauk hjá henni. Hún var ein af hetj- um hversdagslífsins, bar sína byrði með hljóðlátri reisn og kannski fannst okkur hinum sjáandi félög- um stundum ekki taka því að kvarta yfír lágum launum og löngum vinnutíma, þó aðrir gerðu það, því við hlutum að fínna hvað við vomm rík, við höfðum þau forréttindi fram yfír blinda félaga okkar að geta notað blessað dagsljósið með eigin augum. Já, við lærðum sannarlega margt af þeim. Sesselju er sárt saknað af sam- starfsfólki í Ingólfsstræti 16 og mörgum góðum vinum. Burtför hennar varð með skjótum hætti. Við þökkum henni samfylgdina. Hennar stund var komin og því samfögnum við henni er hún byijar nýtt lífsskeið í himnesku ljósi. Það er aftur bjart hjá henni Sesselju. Systkinum hennar, venslafólki og frændum vottum við innilega samúð. Kveðjuorð: Bragi Jónsson framkvæmdasljóri Fæddur 12. september 1936 Dáinn 5. október 1987 Bragi Jónsson, framkvæmda- stjóri Orku hf., er horfínn af sjónarsviðinu. Við ræðum ekki oftar um sameiginlega áhugamálið okkar — það mál að íslenska þjóðin eign- ist tónlistarhús. Bragi var mikill tónlistaraðdá- andi og fastagestur á tónleikum mörg undanfarin ár. Ég hafði oft tekið eftir þessum hógværa og kurt- eisa manni á tónleikum þegar leiðir okkar lágu svo saman fyrir fjórum árum þegar áhugamenn um tónlist bundust samtökum um að vinna að framgangi þess að hér risi tónlistar- hús. Bragi skipaðist ósjálfrátt þar í fremstu víglínu, boðinn og búinn til hvers þess sem mætti verða málinu til framdráttar. Hann valdist í framkvæmda- stjóm og varð formaður happdrætt- isnefndar og hrinti landshappdrætti af stokkunum. Það happdrætti varð til þess að mögulegt var að halda Norræna samkeppni um hönnun hússins og innsiglaði Bragi þar með að hér var ekki um stundarfyrir- brigði að ræða. Við yrðum að halda áfram og linna ekki fyrr en tónlist- arflutningi yrði búin sú umgjörð sem íslandi hæfði. Boðið, sem Bragi og Kolbrún héldu okkur eftir að happdrættinu var lokið og Bragi afhenti þá Samtökunum milljónir króna, líður okkur seint úr minni. Þá var gott að gleðjast í góðra vina hóp. Bragi hafði víða ferðast og kom- ið í tónlistarhús í mörgum löndum. Enda lagði hann mörg góð ráð til þegar kom að forsögn hússins. Fátt var fjær honum en að flíka tilfinn- ingum sínum eða að láta ljós sitt skfna. Það sem hann tók að sér var gert og þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur af þeim hlutum, sem Bragi sá um. Svo var einnig í þeim viðskiptum sem fyrirtæki mitt átti við Orku hf. Þar stóð allt eins og stafur á bók. Enda þótt oft væri rætt saman síðastliðinn vetur og í vor og sumar fór ekki hjá því að við tækjum eft- ir að eitthvað amaði að f lífí Braga. Ekkert okkar grunaði þó að hann myndi ekki komast yfír þá erfíðleika og leggja áfram hönd á plóginn. Vegir guðs eru órannsakanlegir og megi Bragi fara á hans vegum. Frá okku1- fylgja honum góðar hugsanir og minningin um elskuleg- an dreng. Ég votta aðstandendum virðingu mína og samúð. F.h. Samtaka um byggingu tónlistarhúss. Ármann Ö. Armannsson. t Faðir minn, BJÖRN HARALDSSON bankafuUtrdl, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 16. október kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Axel Bronko Björnsson. t Hjartans þakkir til ykkar allra sem auðsýnduð okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, fööur, tengda- föður og afa, GUÐMUNDAR KOLBEINS EIRÍKSSONAR, Bergstaðastræti 60a. Þórný Magnúsdóttir, Þórdís Guðmundsdóttir, Helgi Hákon Jónsson, Runólfur Þ. E. Guðmundsson, Camilla Richardsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúö við fráfall, BRAGA JÓNSSONAR. Fyrir hönd vandamanna, Jón Pálsson, Jónína Magnúsdóttir. byrjendanámskeið FJölbreytt, gagnlegt og skemmtilegt byrj- endanámskeið í notkun einkatölva. Leiðbeinandi: Dagskrá: • Grundvallaratriði við notkun PC- tölva. • Stýrikerfið MS-DOS. • Ritvinnsiukerfið WordPerfect. • Töflureiknirinn Multiplan. • Umræöur og fyrirspurnir. Logi Ragnarsson, tölvufræðingur. T!mi: 20., 22., 27. og 29. okt. kl. 20-23 Innritun í símum 687590 og 686790 VR og BSRB styðja sina félaga til þátttöku i námskeiðinu. Tölvufræðslan Borgartúni 28. HAUSTTILBOÐ RAFHA eldavél og vifta. Pakkaverð Kr. 36.875.— * miðað við stgr. NYJA ELDAYELIN FRÁ vörumerki hvers heimilis í 50 ár. LÆKJARGÖTU 22 HAFNARFIRÐI SÍMI 50022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.