Morgunblaðið - 04.11.1987, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987
21
Brynjólfur Mogensen
„Eins og venjulega ræð-
ur fjármagnið ferðinni.
Núverandi kostnaður
vegna mjaðmarbrota á
Islandi er áætlaður um
200 millj. króna. Má
áætla, að árið 2000
verði kostnaðurinn
a.m.k. 400 millj. á ári á
núvirði, ef ekkert er að
gert.“
c) Bætt hönnun deilda. Núverandi
slysa- og bæklunardeildir hafa
verulegan hönnunargalla, það
er m.a. ekki til neinn borðsalur
á deildum. Gamalt fólk, sem
kemur inn með brotna mjöðm,
er að sjálfsögðu lagt í rúmið og
gert er við mjöðmina eins fljótt
og þvi verður við komið. Daginn
eftir aðgerð má sjúklingur stíga
að fullu í fótinn, ef hann treyst-
ir sér til þess. Flestir verða til
þess að gera mjög fljótt sjálf-
bjarga, en fá þó alla björg í
rúmið. Þurfa t.d. ekki að bera
sig eftir matnum eins og flestir
gera að staðaldri heima hjá sér.
Þannig er öll sjálfsbjargarvið-
leitni drepin niður á skömmum
tíma og sjúklingamir einfaldlega
þora ekki heim til sín. Þetta gild-
ir að hluta til einnig um þá, sem
fara í gerfiliðaaðgerðir. Þessu
verður einfaldlega að breyta.
d) Öldrunarbæklunardeild. B-álma
Borgarspítalans stendur að stór-
um hluta til ónotuð. Þar er öll
nútíma aðstaða fyrir hendi og
það kostar aðeins 30 millj. að
opna þar öldrunarbæklunar-
deild. Slík deild myndi að sjálf-
sögðu annast bæði aldraða
sjúklinga með mjaðmarbrot og
slitna liði ásamt endurhæfingu
aldraðra á þessu sviði. Biðtími
eftir gerfiliðaaðgerðum myndi
styttast verulega.
MARMÉLAÐI
6 MISMUNANDI
• Bláberja- • Aprikósu-
• Brómberja- • Ananas-
Appelsínu- • Rifsberja-
Heildsölubirgöir:
Þ. Marelsson
Hj.ill.ncgi 27, 104 Reykjavrk
g 91-37390 - 985-20676_
ZENTIS VÖRUR FYRIR VANDLATA
Heilbrigði handa öllum
árið 2000?
Vegna aukins fjölda mjaðmar-
brota verða gerðar helmingi færri
gerfíliðaaðgerðir um aldamót en
árið 1986 ef ekkert er að gert.
Kostnaðurinn fyrir þjóðfélagið verð-
ur miklu mun meiri en hann annars
þyrfti að vera, að ógleymdum
mannlegum þjáningum.
Biðtíminn fyrir gerfiliðaaðgerð
hér á landi er óeðlilega langur í
dag, miðað við þær kröfur, sem
gerðar eru í nútímaþjóðfélagi. Ég
fæ ekki betur séð, en algert ófremd-
arástand ríki árið 2000. Hvers eiga
aldraðir að gjalda?
Það er hægt að leysa þetta mál,
ef vilji er fyrir hendi. Stjómmála-
mennimir eiga næsta leik.
Höfundur er læknir i Slysadeild
Borgarspítalans.
SKRIFSTOFUVELAR H.F.
Hverfisgötu 33, sími: 62-37-37
Akureyri: Tölvutæki - Bókval
Kaupvangsstræti 4, sími: 26100
töhfuprentarar
Tölvuprentararfrá STAR styðja þig í starfi. Þeir eru
áreiðanlegir, hraðvirkir og með úrval vandaðra leturgerða.
STAR prentarar tengjast öllum IBM PC tölvum og öðrum
sambærilegum.
Leitin þarf ekki að verða lengri. Hjá Skrifstofuvélum hf. eigum
við ekki aðeins rétta prentarann, heldur einnig góð ráð. Nú er
tíminn til að fullkomna tölvuumhverfið með góðum prentara.
- STAR ER STERKUR LEIKUR.
Verð f rá kr. 25.500,-
- og viö bjóðum þér góð kjör.
♦