Morgunblaðið - 04.11.1987, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 04.11.1987, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987 Nörrelands-kirkja er nýtiskuleg, í turni hennar eru 44 klukkur. Klukknatónleikar á Stóra torgi í Holstebro. 14*7- Af klukknahljóm og öðrum tónum í turni Holstebro-kirkju eru 49 klukkur, sem vega um 10 tonn. ur til almennrar notkunar við guðsþjónustur eða önnur tækifæri. Þá er þeim stundum hringt einni í senn, eða fleirum saman með ákveðnum samhljómum. Ove Pedersen fræddi mig um útbreiðslu þessarar gerðar tónflutn- ings. Væri hún helst notuð á Norðurlöndum, hluta Nv-Þýska- lands og um vestur Jótland. T.d. væri aðeins ein kirkja í Kaup- mannahöfn búin slíku klukknaspili, það er Vor Frelsers Kirke. Hin kirkjan hér í bænum sem hefur klukknaspil er Nörrelands- kirlg'a, sem er mjög nýtískuleg. Ég bý í námunda við ’nana og heyri oft fagurlega leikið á klukkur hennar. í sérstæðum tumi Nörrelands- kirkju eru 44 klukkur. Tónleikamir á Stóra torgi, sem ég gat um í upphafi greinarinnar, vom haldnir í sambandi við ráð- stefnu klukknaleikara frá ýmsum löfidum, sem haldin var hér í ágúst- mánuði. Hér í bænum er merkur tónlistar- skóli, sem hefur á að skipa fjöl- mörgum góðum kennurum. í vetur stunda 1.965 nemendur þann skóla í ýmsum greinum tónmennta. Þeir skiptast á um sæmdarheitið stærsti tónlistarskóli Danmerkur, Tónlist- arskóli Holstebro og Jónlistarskóli Kaupmannahafnar. Ég veit ekki hve margir sækja Kaupmannahafn- arskólann nú í vetur. Hitt veit ég að skólinn hér þykir að ýmsu leyti vera vel rekinn og til fyrirmyndar. í fyrstu viku októbermánaðar var haldin hér ráðstefna skólastjóra tónlistarskóla frá öllum löndum Norðvestur-Evrópu. Ég óttaðist að ísland hefði gleymst er boðið var til ráðstefnu þessarar, en sá ótti reyndist ástæðulaus, því ísland átti þar góð- an fulltrúa. Gestum ráðstefnunnar var kynntur skólinn og starfsemi hans. Sunnudagskvöldið 8. október hélt symfóníuhljómsveit skólans fyrstu tónleika sína á þessum vetri. Hús- fyllir var á tónleikunum, sem þóttu takast afar vel. Flutt voru verk eft- ir Beethoven, Honegger, Straw- insky og Respighi. Greinilegt var að þama voru margir ágætir hljóðfæraleikarar og undraðist ég hve góð sveitin var í heild og samhæfíng góð. Yngsti hijóðfæraleikarinn var 10 ára stúlka, ættuð frá Rúmeníu, og lék á fiðlu. Marimbaorkestret er hljómsveit sem oft er nefnd í yfírliti yfír síðasta starfsár skólans. Þykir mér líklegt að ýmsir jassunnendur heima kann- ist við nafn þeirrar hljómsveitar, sem hefur vakið athygli víða um lönd fyrir góðan leik. Hljómsveit þessi er æfð á vegum tónlistarskól- ans hér, kennarar þar eru Niels Burckardt Andersen og Holger Schreiber. Fleiri hljómsveitir starfa á vegum skólans, m.a. lúðrasveit, harmon- ikkusveit og óperukór, svo eitthvað sé nefnt. Höfundur er smíðakennari. eftirBjarna Olafsson Spumir hefí ég haft af því að þeir sem dvelja í Amsterdam njóti oft sérstæðrar tónlistar, þegar þeir eiga erindi á ijölfömustu götur og torg. Forvitni mín um þá gerð tónlistar vaknaði er auglýstir voru Klukkna- tónleikar við aðalverslunartorgið hér í Holstebro á nýliðnu sumri. Ég vissi raunar að tvær af kirkjum bæjarins eru búnar klukknaspili. Ég hafði hlítt á slíka hljómleika í nánd við þær. Við umrætt torg stendur ekki kirkja! Efnisskrá umræddra tónleika var svona: Ferðaklukknaspilið á Stóra torgi! Miðvikudaginn 19. ágúst 1987 kl. 17.00-18.00. Einleikari: Karel Keldermans, frá Springfíeld, Illinois. 1. La Dandrieux, (Rondo, Sicil- iana) Joost Boutmy. 2. Prelude opus 3 nr. 2. Serge Rachmanioff. 3 Sonata nr. 58. Domenico Scarl- atti. 4. Toccata í g-moll. Joao de Sousa Carvalho. 5. Tema með tilbrigðum. Staf Nees. 6. Romance (úr frönskum kvik- myndum). Höfundur ókunnur. 7. Les Barricades l’listerieuses. Höfundur ókunnur. 8. Prelude úr suite 1. J.S. Bach. 9. On the San Antonio River. Robert Bymes. 10. ’t Zonnetje schijnt zo heerlijk. Flemish Folksong. 11. Concerto í f-dúr, allegro, largo, presto. A. Vivaldi. Þegar hinn auglýsti dagur rann upp gekk ég niður á torgið til að forvitnast um hvort undirbúningur væri hafínn, með því að koma klukkum fyrir á torginu. Nei, ekki bólaði á neinskonar undirbúningi, svo ég hélt að ég færi dagavillt. En, ... nokkru fyrir hinn aug- lýsta tíma gaf að líta stóra vörubif- reið. Á palli þessarar bifreiðar hafði verið komið fyrir klukknaspili með fímmtíu og tveimur klukkum ásamt nótnaborði og öðrum búnaði til- heyrandi þessu spilverki. Bifreiðin var merkt Olsen Nauen Klokkestöperi, Tönsberg, Norway. Fékk ég að vita að þessar 52 klukk- ur hefðu tónsvið frá c-1 til d-5, eða rúmlega fjórar áttundir. Stærsta klukkan vegur 1.050 kg og er 1,18 m að þvermáli en sú minnsta vegur 12 kg og er 0,18 m að þvermáli. Alls vega þessar klukkur 7.500 kg og með bifreiðinni er þunginn 16.000 kg samtals. Ef ég hætti mér út á þá hálu braut að segja eitthvað um þessa tónleika, þá var skemmtilegt að heyra verk þessi leikin á klukkur og Karel Kalderman lék af mikilli fími, mér þótti hann samt leika af of miklu afli, svo að flestir sem á hlýddu, stóðu langt frá bifreiðinni á torginu. Áheyrendur voru fjöl- margir og veður var fagurt og blítt. En einleikarinn gætti þess ekki að hafa nægjanlega mismunandi styrkleika. Eg hefi heyrt leikið á klukknaspilin bæði í Nörrelands- kirkju og Holstebro-kirkju, þar sem mýkt og tilfinning fengu betur not- ið sín. Hér á undan nefndi ég þær tvær kirkjur hér í bæ, sem búnar eru klukknaspili. Það eru organistar við kirkjumar sem hafa aflað sér menntunar til að geta einnig leikið á klukkumar og annast þeir það jafnframt því að æfa kór og leika á orgelið. Við Holstebro-kirkju er kantor Ove Pedersen, sem einnig er kenn- ari við tónlistarskólann í Holstebro. Fór ég þess á leit við þann ágæta mann að fá að fræðast af honum um klukknaspil og að skoða búnað- inn í tumi Holstebro-kirkju. Tók hann þeirri málaleitan með ljúfu geði og sýndi mér nótnaborðið og klukkumar, já, lék meira að segja fyrir mig falleg lög, sem aðrir bæj- arbúar í nágrenni kirkjunnar fengu einnig að njóta. Hann fór æfðum höndum um nótnaborðið, sýndi mér hve undur veikt hann gat látið klukkurnar hljóma. Þá sýndi hann mér hvemig hægt er að undirbúa vélrænan flutning klukknanna, með því að gata þar til gerðan renning, sem síðan er settur í rafeindavél sem leikur á klukkumar lag renn- ingsins. Þessi vélræni flutningur hefur þá annmarka að styrkurinn verður ekki mismunandi. Einnig Bjarni Ólafsson Hín kirkjan hér í bæn- um sem hefur klukkna spil er Nörrelands kirkja, sem er mjög nýtískuleg. Ég bý í námunda við hana og heyri oft fagurlega leikið á klukkur henn- ar. I sérstæðum turni Nörrelands kirkju eru 44 klukkur.“ sýndi hann mér lítið herbergi í tum- inum þar sem komið hefur verið fyrir sérstöku nótnaborði til æfínga. Það svarar með hljómum frá litlum cylofóni. Svo sýndi hann mér klukk- umar og gaf mér upplýsingar um þær. I tumi Holstebro-kirkju eru alls 49 klukkur. Ein þeirra er gömul stór klukka sem ekki er hægt að nota með hinum, hljómur hennar fellur ekki að hljómi hinna klukkn- anna. í sjálfu klukknaspilinu eru því 48 klukkur, sem spanna fjórar áttundir. D-1 er dýpsti tónn og d-5 sá hæsti. Fimm þessara klukkna nr. 1, 2, 5, 7 og 9, hafa tóna d-1, e-1, g-1, a-1 og h-1 og eru þær hengdar upp sem hringingarklukk-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.