Morgunblaðið - 04.11.1987, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987
27
Brotajám
- unihverfis-
vemdarmál
eftir Halldór Jónsson
Á þessu ári verða líklega fluttir
inn til landsins um 20.000 bílar.
Sjálfsagt hugsar stoltur eigandinn
lítið um það, þegar hann tekur við
lyklunum að gljáfægðum gripnum,
hver verði að lokum endalok hans.
En það er þó að verða raunverulegt
vandamál á íslandi. Allskyns brota-
járn hleðst upp um landið, því það
er ekki hagkvæmt að gera neitt í
því að endurvinna það. Stærri fyrir-
tæki grafa stundum haugana í jörð,
eins og mun vera gert víða, og þá
jafnvel á viðkvæmum vatnsvemdar-
svæðum með ófyrirséðum afleiðing-
um. Skipsflök liggja í ijörum,
bjórdósir skreyta botna íslenzkra lax-
veiðiáa og aðrar dósir og flöskur
prýða vegakanta um land allt.
í Bandaríkjunum er skylda að
kaupa tómar dósir á 2 kr. stykkið.
Lifa margir fátæklingar á því að
safna dósum. Sjálfsalar taka við dós-
um og borga út. Þannig hefur verið
unnin sigur á miklu umhverfisvanda-
máli þar í landi. Hér grýtir landinn
dósinni þar sem hann klárar úr
henni. Einhver væri sjálfsagt feginn
að tína þær upp fyrir túkall. Verður
ekki að fara að sinna þessum málum
hér með því að selja dósina með
panti?
Gildir ekki sama með bílana? Er
ekki eðlilegt að eigandinn greiðir
útfararkostnaðinn og einhvem pant
eða tryggingu strax þegar hann
kaupir bílinn nýjan? Trygginguna
fengi hann svo greidda þegar hann
kæmi með bílinn að tilteknum út-
fararstað rétt eins og um dós eða
flösku væri að ræða.
Hvað vantar hér
á landi?
Erlendis starfrækja menn stór-
fenglegar pressur, sem búa til böggul
á stærð við sjónvarp úr bílhræinu.
Böggulinn má svo setja í tætara og
vinna síðan hin aðskiljanlegu efni
bflsins í sundur. Um þriðjungur af
stálframleiðslu Bandaríkjanna err
fenginn á þennan hátt úr brotajámi.
Ekki hefur blásið byrlega fyrir
íslenskri stálbræðslu enn sem komið
er, hvað sem verður. En til þess að
geta komið brotajámi okkar á mark-
að þarf í það minnsta góð fram-
vinnslutæki, svo sem stóra pressu.
Svona útbúnaður kostar tugmilljónir
króna, og getur þá afkastað tugum
þúsunda bílhræja á ári.
Hér á landi er líklegt, að til muni
falla um 10.000—15.000 bilhræ á
ári næstu ár. Þetta er of lítið til
þess að rekstur svona pressu borgi
sig einn og óstuddur. Fyrirtækið
Sindrastál hf. hefur verið eini aðil-
inn, sem tók við bflum og vann í
brotajám. Þessari vinnslu er hinsveg-
ar hætt, vegna þess að hún er ekki
arðbær og vélar fyrirtækisins of litl-
ar, en arðasemisgrandvöllur ekki
fyrir hendi til kaupa á nýjum og
stærri vélum.
Og nú sjáum við afleiðingamar. Á
öskuhaugum eru að hlaðast upp bíla-
fyöll. Manni skilst að meiningin sé
að jarða þá alla þar með tíð og tíma,
á kostnað skattborgaranna allra,
ekki bara þeirra sem áttu þá í lif-
anda lífi. En skyldi þetta vera sú
landnýting og umgengi við fóstur-
jörðina, sem við stefnum að?
Hvað er til ráða?
Hefði verið lagt t.d. 5—10.000
króna gjald á alla bíla innflutta á
þessu ári, hefði verið hægt að mynda
landþrifasjóð til þess að kaupa tæki
til landsins svo hægt sé að setja upp
slíka útfararstofnun bíla. Reksturinn
sjálfan mætti t.d. fela fyrirtæki eins
og Sindrastáli hf. sem hefur verið í
brotajámsstarfsemi í 40 ár og braut-
ryðjandi á því sviði. Á þeim tíma
hefur það fyrirtæki flutt út brotajárn
fyrir meira en 10 milljónir dollara,
Halldór Jónsson
„Hér áður fyrr safnaði
Sindrastál brotajárni
um allt land í gáma, en
nú er því hætt vegna
arðsemisleysis, þó fyr-
irtækið vinni enn
brotajárn í Reykjavík.
Vandamál landsbyggð-
arinnar fer því vaxandi
eins og bílakirkjugarð-
ar þéttbýlissvæðanna.
Svo það er einungis
spurningin hvort við
ætlum að gera eitthvað
eða gefast upp. Er það
svo fráleitt almennt
séð, að þeir sem flytja
vöru úr illforgengilegu
efni til landsins inn-
heimti nauðsynlegt
gjald fyrir það að fyrir-
koma vörunni, þegar
kaupendurnir vilja ekki
lengur eiga hana?“
þannig að svona starfsemi gefur
þjóðarbúinu tekjur auk menningar-
áhrifanna. Hinsvegar er það lítill
hagnaður af vinnslu bílhræja í brota-
jám, vegna lágs heimsmarkaðsverðs
á stáli, að arðsemin leyfir einkafyrir-
tælq'um eins og t.d. Sindrastáli hf.
ekki fjárfestingu í þeim tækjabúnaði
sem til þarf. Því þarf að grípa inn í
með einhveijum stjómvaldsaðgerð-
um, til þess að afstýra því umhverfís-
slysi sem brotajám og bílaflök era
að verða.
Hér áður fyrr safnaði Sindrastál
brotajámi um allt land í gáma, en
nú er því hætt vegna arðsemisleysis,
þó fyrirtækið vinni enn brotajám í
Reykjavík. Vandamál landsbyggðar-
innar fer því vaxandi eins og bíla-
kirkjugarðar þéttbýlissvæðanna. Svo
það er einungis spumingin hvort við
ætlum að gera eitthvað eða gefast
upp.
Er það svo fráleitt almennt séð,
að þeir sem flytja vöra úr illforgengi-
legu efni til landsins innheimti
nauðsynlegt gjald fyrir það að fyrir-
koma vöranni, þegar kaupendumir
vilja ekki lengur eiga hana?
íslendingar eiga fagurt og gjöfult
land. Ber okkur ekki skylda til þess
að vemda það og bæta á allan hátt?
Við gerum það ekki með því að grafa
brotajám í jörð og menga grannvatn
og jarðveg. Brotajám er orðið um-
hverfisvandamál á íslandi.
Höfundur er verkfræðingur og
nnnaraf forstjórum Steypustöðv-
arinnarhf.
Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson
Söfnuðu
könglum
og seldu
Þessi skólaböm í Borgamesi söfnuðu
könglum af tijám og seldu fólki til
jólaskreytinga. Alls söfnuðu þau
3.055 krónum. Kváðust þau ætla að
gefa peningana til slysavamardeild-
arinnar í Borgamesi. Þau heita, frá
vinstri: Eðvar Ó. Traustason, Ingvar
A. Kristjánsson, Þórdís Sigurðar-
dóttir og Þorgerður Gunnarsdóttir.
GENGI5ÁHÆTTA
OG SKULDASTÝRING 19.11
INNRmJNTlL
17. NÓ V.
GENGISSVEIFLUR
HAFA BEIN ÁHRIF Á AFKOMU
FLESTALLRA FYRIRTÆKJA.
MEÐAL EFNIS:
Grundvallaratriði í skuldastýringu varðandi gengis-
áhættu • Áhætta vegna gengisbreytinga á erlendum
markaði og tiltækar leiðir til að verjast þeim
• Kostnaðarsamanburður á lánasamningum
0 Kostnaður vegna gengis- og vaxtatrygginga
0 Leiðir til að verjast gengistapi.
LEIÐBEINENDUR:
Dr. Sigurður B. Stefánsson hagfræðingur og Tryggvi
Pálsson framkvæmdastjóri.
TÍMI OG STAÐUR:
19. og 20. nóv. kl. 8.30-12.30 að Ánanaustum 15.
INNRITUN TIL
13.NÓV.
SÍMI:
621066
LAGERTÆKNI 17.11
ÓPARFUR BIRGÐAKOSTNAÐUR
SKERÐIR ÁGÓÐA.
Er vörulagerinn of stór? Birgðakostnaður of hár? Er
beitt nýjustu tækni við vörumóttöku, geymslu,
flutninga innan húss og samsetningu pantana?
Eru tengsl við framleiðslu, innkaup og dreifingarkerfi í
samræmi við kröfur um lágmarkskostnað
og hámarkstekjur?
LEIÐBEINANDI:
Thomas Möller, hagverkfræðingur.
TlMI OG STAÐUR:
17. og 18. nóv. kl. 13.30-17.30 að Ánanaustum 15.
ATHUGIÐ! VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA FÉLAGSMENN SÍNA
_________________________TIL ÞÁTTTÖKU í NÁMSKEIÐUM SFÍ._______________
INNRITUN ER AÐ LJÚKA í: Samskipti við fjölmiðla 9.-10. nóv., Ákveðniþjáifun fyrir
konur /0.-7 7. nóv. og Vörusýningar 13. nóv.
Stjórnuridrfélag íslands
Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66
SETTASEM TREYSTERÁ
&TDK
GYLMIR/SlA