Morgunblaðið - 04.11.1987, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987
29
miðlamir undir hans stjóm hafi
bolmagn til dagskrárgerðar án
styrkja utan úr bæ.
„Ef aðstæður eru ekki hagstæðar
og fyrirséð er að innlend dagskrár-
gerð verði fyrirferðarlítil þá hugsa
menn málið. En hvert tilvik verður
að skoða gaumgæfílega. Ég geri
ekki ráð fyrir því að þetta verði
regla, því fá fyrirtæki hafa mikið
fjármagn umfram það sem þau
veita í almennar auglýsingar."
Sighvatur Blöndal segir að inn-
lend dagskrárgerð í þeim mæli sem
raun ber vitni hefði verið Stöð tvö
um megn án fjárframlaga fyrir-
tækja. Hann gerir ráð fyrir því að
styrkir fyrirtækja til dagskrárgerð-
ar stöðvarinnar nemi um 15 milljón-
um króna á þessu ári, eða tæpum
fjórðungi af þeim 70 milljónum
króna sem til hennar er varið. Að
mati Sighvats mun þessi upphæð
ekki hækka að neinu marki á kom-
andi árum og hlutfall hennar í
tekjum stöðvarinnar minnka.
„Sem stendur eru kannski 20-30
fyrirtæki á íslandi sem eiga nægt
fé og hafa hag af því að kynna sig
með þessum hætti," segir Sighvat-
ur. í þessu sambandi bendir hann
á að Stöð tvö stefni að því að tekj-
ur af auglýsingum verði 15% af
veltu innan fárra ára í stað 30% á
þessu ári. Stöðin verði því ekki háð
þessum tekjustofni, heldur byggi
reksturinn á afnotagjöldum áskrif-
enda.
Hlustendur veita að-
hald
Útvarpsstöðvamar hafa lítið haft
sig í frammi á þessum vettvangi,
að sögn talsmanna þeirra. Þorgeir
Astvaldsson á Stjömunni segir að
áður en útvarpsrekstur var gefínn
frjáls hafí þeirri kenningu verið
haldið á lofti að stöðvar sem byggðu
afkomu sína á auglýsingum hlytu
að verða ofurseldir valdi pening-
anna. „Sumir töldu gefíð að fyrir-
tæki myndu kaupa og stjóma
dagskrá stöðvanna. Kók sæi um
morgunþáttinn, Sanitas um miðjan
daginn og Sól kvölddagskrána.
Þetta er auðvitað fjarri öllum
sanni."
Þorgeir segir að fjölmiðlamenn
séu meðvitaðir um aðhald hlustenda
og áhorfenda. Engar skráðar reglur
gildi um mörkin á milli auglýsinga
og dagskrár, en þau seu engu að
síður skýrt dregin. „Á okkur er
ákveðin sjálfsstýring. Hlustendur
hafa mjög skýrar hugmyndir um
magn auglýsinga og hvemig þær
eigi að vera fram settar. Brytum
við í bága við þessar reglur yrðu
hlustendur ekki lengi að hegna okk-
ur með því að skipta um stöð. Það
er þeirra vald og við beygjum okkur
undir það.“
en allir hefðu lagt sig fram eftir
getu og því hefði mikið áunnist.
Hann sagði einnig að það hefði
verið mjög skemmtilegt að koma í
Hólminn og sagði að þar væru góð
skilyrði til að ná árangri í söng og
lét í ljósi ánægju yfír hinu góða
hljóðfæri sem félagsheimilið ætti. Á
sunnudaginn kl. 16 var síðan kór-
æfing og var öllum sem áhuga
höfðu boðið að koma og fylgjast
með. Tókst þessi æfing með ágæt-
um. Fólk kom til að fylgjast með
og hafði mikla ánægju af.
Að æfíngu lokinni ávarpaði
Sigríður Pétursdóttir, formaður
landssambandsins, viðstadda og
færði þakkir fyrir þátttöku og
árangur og afhenti stjómendum
viðurkenningu. Stefán Jóhann Sig-
urðsson, Ólafsvík, tók þá til máls,
rakti sögu kóra á Snæfellsnesi og
störf þeirra um áraraðir. Fagnaði
hann mjög að hafa fengið að taka
þátt i æfíngum þessum og var ekki
í vafa um að þetta myndi lyfta
mjög sönglífi hér um slóðir og
tengja betur saman hina ýmsu kóra
til átaka og samstarfs. „Þetta er
upphaf að öðru rneira," sagði Stefán
og þakkaði um leið öllum sem hér
áttu hlut að máli. Stjómendur sögðu
nokkur orð og voru eins og aðrir
harðánægðir með þessa daga.
Sögufélag Skagfirðinga 50 ára:
Bauð til samsætis í Safnahúsinu
Saudárkróki.
UM ÞESSAR mundir er Sögufé-
lag Skagfirðinga 50 ára. í tilefni
þessara tímamóta bauð félagið
til veglegs samsætis í Safnahús-
inu á Sauðárkróki þann 24.
október síðastiiðinn. Um það bil
200 gestir sóttu hófið sem stóð
fram á nótt.
Hjalti Pálsson forstöðumaður
Safnahússins og formaður Sögufé-
lagsins bauð gesti velkomna og
rakti í stuttu máli aðdragandann
að stofnun Sögufélagsins og stikl-
aði á stóm í sögu þess. En félagið
er hið elsta sinnar gerðar sem starf-
að hefur óslitið. Taldi ræðumaður
það engum einum manni fremur
að þakka en Jóni alþingismanni
Sigurðssyni á Reynistað, að félagið
var stofnað 16. apríl 1937.
Að lokinni ræðu Hjalta tók sr.
Hjálmar Jónsson við veislustjóm og
las ámaðaróskir og kveðjur sem
félaginu höfðu borist.
Sigurjón Bjömsson prófessor
flutti ræðu og ræddi meðal annars
um Sögufélagið, tilurð þess og þann
þátt sem það á í menningarsögu
héraðsins. Þá flutti Siguijón kveðj-
ur frá Jóhannesi Geir listmálara
,sem gaf félaginu útgáfurétt á
myndum af tveim málverka sinna
af Örlygsstaðabardaga, ásamt 10
eftirprentunum af myndum, sem
unnar vom um sama efni.
Þá fluttu félagar úr Leikfélagi
Sauðárkróks valda kafla úr ritum
Sögufélagsins undir stjóm Hilmis
Jóhannessonar.
Andrés Valberg og Friðrik Mar-
geirsson fluttu vísnamál. Þórdís
Magnúsdóttir stjómarmaður sögu-
félagsins lýsti kjöri nýs heiðurs-
félaga, Páls Sigurðssonar frá Lundi,
og afhenti honum heiðursskjal því
til staðfestingar. En Páll hefíir um
margra ára skeið safnað heimildum
til skráningar æviþátta Skagfírð-
inga sem búandi voru eftir 1910.
Eftir að orðið var gefíð laust
voru fluttar kveðjur og ámaðaró-
skir félaginu til handa. Milli atriða
þágu gestir kaffíveitingar, og þótti
hóf þetta takast hið besta.
í viðtali við Hjalta Pálsson for-
Gestir í afmælishófinu.
stöðumann Safnahússins kom fram
að í upphafí var markmið félagsins,
auk söfnunar á þjóðlegum Skag-
fírskum fróðleik, að ná saman sem
heillegastri mynd af sögu Skagfírð-
inga frá upphafi, og gefa út á bók.
Samkvæmt þessu kom fyrsta bókin,
Ásbimingar eftir prófessor Magnús
Jónsson, út árið 1939, og síðar
Landnám í Skagafirði eftir Ólaf
Lárusson, Frá miðöldum í Skaga-
fírði eftir Margeir Jónsson og Heim
að Hólum eftir Brynleif Tobíasson.
Var þar þá komin nokkuð heilleg
mynd af sögu héraðsins frá land-
námi og til siðaskipta.
Langmerkasta útgáfuverk Sögu-
félagsins er, að mati Hjalta, Jarða-
og búendatal í Skagafírði
1781—1958, sem út kom á sjötta
áratugnum í fjórum bindum. Er
þetta einstakt rit, og mun einsdæmi
að hérað eigi svo nákvæma og ítar-
lega skráða sögu sem nær yfir
nærri tvær aldir. Er hér um að
ræða grundvallar rit fyrir alla
skagfírska sögu og sagnritun, að
áliti Hjalta. Margir ágætir fræði-
menn lögðu hönd að við samantekt
á Jarða- og búendatali, en þó mun
Jón Sigurðsson á Reynistað hafa
skráð ríflega helming ritsins.
Skagfírskar æviskrár, sem nú
þegar hafa komið út í átta bindum,
eru beint framhald af Jarða- og
búendatali.
Nú er unnið að ritun æviskráa
Sr. Hjálmar Jónsson var veislu-
stjóri.
frá 1850—1890 og hefur Guðmund-
ur Jóhannsson ættfræðingur verið
starfsmaður Sögufélagsins undan-
fama vetur, og unnið að samningu
þessa verks.
Hjalti Pálsson telur að þegar
þessu er lokið verði komið svo ítar-
legt yfírlit yfír sögu Skagfírðinga
á nítjándu öld, að allir þeir sem
ættir eiga að rekja til Skagafjarð-
ar, ættu fyrirhafnarlítið að fínna
þar rætur sínar.
Að lokum kom fram í viðtalinu
við Hjalta, að nú í nóvember kemur
út fjórða og næstsíðasta bindi af
Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson
Hjalti Pálsson forstöðumaður
Safnahússins og formaður Sögu-
félagsins.
ritsafni Stefáns fræðimanns Jóns-
sonar frá Höskuldsstöðum, og á
næsta ári, þegar liðin verða eitt
hundrað ár frá fæðingu Jóns frá
Reynistað, er áætlað að gefa út bók
með þáttum úr Skagfírskri sögu
,sem hann skráði.
Síðast en ekki síst taldi Hjalti
rétt að minna á Árbók Sögufélags-
ins, sem er einn af föstumpunktum
í starfi félagsins, en af Árbókinni
eru nú komin út sextán bindi.
- BB.
Swans og Sykurmol-
ar á tónleikum 1MH
TÓNLEIKAR verða haldnir í
Hátíðarsal Menntaskólans við
Hamrahlíð fimmtudagskvöldið
5. nóvember. Á tónleikunum
koma m.a. fram Sjón, S/h draum-
ur og Sykurmolamir en aðal-
atriði kvöldsins er bandaríska
rokksveitin Swans.
Swans er fímm manna hljóm-
sveit ættuð frá New York og er
talin af mörgum einn helsti boðberi
neðanjarðartónlistar þeirrar borgar.
Hljómsveitin er skipuð þeim Mich-
ael Gira sem er söngvari og laga-
smiður, Jarboe söngkonu og
hljómborðsleikara, Norman West-
berg gítarleikara, A1 Kizys bassa-
leikara og Ted Parsons trommuleik-
ara.
Það er Listafélag MH sem gengst
fyrir tónleikunum og hefjast þeir
kl. 21.00. Aðgöngumiðar verða
seldir við innganginn.
Merktar gangbraut-
ir í Hveragerði
Hveragerði.
MERKTAR hafa verið tvær
gangbrautir hér í Hveragerði á
aðalgötu bæjarins Breiðumörk.
Er önnur við Hótel Ljósbrá en
hin við Gagnfræðaskólann. Á
þessum stöðum eru ferðir skóla-
barna tíðastar, en báðir skólarnir
eru austan Breiðumerkur.
Morgunblaðið/Sigrún Sigfúsdóttir
Börnin í leikskólanum Undralandi voru að læra umferðarreglumar
og að notfæra sér gangbrautir þegar myndin var tekin.
Komið hefur til tals að setja upp-
hækkaðar hraðahindranir á Breiðu-
mörk vegna of mikils hraðaksturs
þar miðað við aðra umferð og að-
stæður, en þær hafa ekki verið
samþykktar ennþá.
— Sigrún.