Morgunblaðið - 04.11.1987, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987
31
Samtök um jafnrétti og
félagshyggju:
Kjördæmisfund-
ur á landsvísu
Morgunblaðið/Þorkell
Frá vinstri Sigurður Guðmundsson forstöðumaður Þróunarsviðs Byggðastofnunar, Guðmundur Malm-
quist forstjóri Byggðastofnunar, Stefán Guðmundsson formaður stjómar Byggðastofnunar, Sigurgeir
Sigurðsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Unnar Stefánsson starfsmaður Sambands
íslenskra sveitarfélaga.
Ráðstefna um byggða-
mál haldin á Selfossi
B Y GGÐ ASTOFNUN og Sam-
band íslenskra sveitarfélaga
gangast fyrir ráðstefnu um
byggðamál dagana 13. og 14.
nóvember næstkomandi undir
yfirskriftinni „Hefur byggða-
stefnan brugðist?". Fer ráðstefn-
an fram í félagsheimilinu
Ársölum á Selfossi.
Meðal framsögumanna er Þor-
steinn Pálsson forsætisráðherra sem
mun gera grein fyrir byggðastefnu
ríkisstjómarinnar. Leif Grahm pró-
fessor við Verslunarháskólann í
Kaupmannahöfn fjallar um byggðar-
þróun og byggðastefnu á Norður-
löndum, Einar K. Guðfinnsson
útgerðarstjóri í Bolungarvík ræðir
um hlutverk og ábyrgð sjávarútvegs
á byggðarþróun, Davíð Oddsson
borgarstjóri I Reykjavík flytur erindi
um hlutverk höfuðborgarinnar I
Baldur Óskarsson
Döggskál
í höndum
Ný ljóðabók eft-
ir Baldur
*
Oskarsson
ÚT ER komin ljóðabókin
Döggskál í höndum eftir Bald-
ur Oskarsson. Bókin er 56
blaðsíður að stærð og útgef-
andi er Ljóðhús.
Um höfundinn segir svo á bók-
arkápu: „Baldur Óskarsson gaf
út fyrstu ljóðabók sína fyrir rúm-
um tuttugu árum og mun þeirri
bók hvorki hafa verið betur né
ver tekið en venjan er um
frumsmíðar. Síðan hafa komið út
eftir Baldur allmargar ljóðabæk-
ur, og er hann meðal athyglisverð-
ustu ljóðskálda þessara ára.
Ljóðstíll hans og tónn er sérkenni-
legur, en myndmálið er þó sú
eigind ljóða hans sem gerir þau
að alveg persónulegu framlagi til
ljóðabókmennta þessara ára.“
byggðarmynstrinu og Bjöm Hafþór
Guðmundsson sveitarstjóri á Stöðv-
arfirði fjallar um þátt sveitarstjóma
og landshlutasamtaka í byggðar-
þróun.
Auk þess flytur Þórhallur Pálsson
arkitekt á Egilsstöðum erindið:
Byggðastefna eða nýlendustefn?,
Hjörtur Þórarinsson framkvæmda-
stjóri Samtaka sveitarfélaga á
Suðurlandi og Haukur Ágústsson
formaður Menningarsamtaka Norð-
lendinga fjalla um þátt menningar I
byggðafestu og Indriði G. Þorsteins-
son rithöfundur talar um byggðar-
öskun í bókmenntum í kvöldverðar-
boði Byggðastofnunar á
föstudagskvöldið.
Á laugardaginn hefst dagskrá ráð-
stefnunnar klukkan rúmlega 9 með
því að Ingi Bjömsson framkvæmda-
stjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar
§allar um nýjungar í atvinnulífi
landsbyggðarinnar. Þá talar Guð-
mundur Stefánsson landbúnaðar-
hagfræðingur um stijálbýli á
krossgötum og Bjöm G. Ólafsson
þjóðfélagsfræðingur hjá Byggða-
stofnun fjallar um gengi og gjaldeyr-
isöflun.
Að loknum hádegisverði verða al-
mennar umræður um nýja byggða-
stefnu. Málshefjendur eru Guðjón
Ingvi Stefánsson framkvæmdastjóri
Sambands sveitarfélaga á Vestur-
landi, Bjami Einarsson aðstoðarfor-
stjóri Byggðastofnunar, Haraldur L.
Haraldsson bæjarstjóri á fsafirði,
Halldór Blöndal alþingismaður og
Guðfinnur Sigurvinsson formaður
Sambands sveitarfélaga á Suðumesj-
um.
Ráðstefnan verður öllum opin en
fjöldi þátttakenda er takmarkaður.
Skráning fer fram hjá Sambandi
íslenskra sveitarfélaga og lýkur
henni föstudaginn 6. nóvember n.k.
Á blaðamannafundi þar sem ráð-
stefnan var kynnt sagði Sigurgeir
Sigurðsson formaður Sambands
íslenskra sveitarfélaga að á þessari
ráðstefnu yrði ekki sneitt framhjá
viðkvæmum málum heldur yrðu þau
vakin upp til þess að skapa umræðu-
grundvöll. Sagðist hann vonast til
að umræður á ráðstefnunni yrðu fjör-
ugar. Ef ráðstefnan heppnaðist vel
yrði önnur haldin í kjölfarið annars
staðar á landinu. Stefán Guðmunds-
son tók forstjóri Byggðastofnunar
tók undir orð Sigurgeirs og sagðist
vonast til að ráðstefnan yrði kveikjan
að meiri umræðu um byggðamál. Á
fundinum kom fram að þetta er I
fyrsta sinn sem Samband íslenskra
sveitarfélaga gengst fyrir ráðstefnu
sem eingöngu flallar um byggðamál.
SAMTÖK um jafnrétti og félags-
hyggju munu um næstu mánaða-
mót halda kjördæmisfund í
Norðurlandskjördæmi eystra. Á
fundinn verður boðið fólki úr
öðrum kjördæmum.
„Það hafa ýmsir aðilar úr öllum
kjördæmum talað við mig og virðist
vera áhugi fyrir okkar málflutr.-
ingi,“ sagði Stefán Valgeirsson,
þingmaður samtakanna, í samtali
við Morgunblaðið. „Það hefur verið
rætt á fundum fyrir norðan hvort
ekki væri rétt að efna til funda á
landsvísu og gefa mönnum kost á
að koma saman og ráða úr því
hvemig við getum náð rétti lands-
byggðarinnar og um ieið láglauna-
fólksins í landinu. Um helgina hefur
sú hugmynd verið rædd að halda
kjördæmisfund um næstu mánaða-
mót og bjóða þangað því fólki sem
vill kynna sér stefnu okkar og úr-
ræði.
Ég hef orðið var við að það er
gífurleg óánægja með ríkisstjómina
og áhugi á að hrinda þeirri hug-
mynd að setja söluskatt á búvörar
og einnig að sjá til þess að þeir sem
era á lægstu laununum fái mann-
sæmandi laun til lífsviðurværis.
Menn era að átta sig á því að það
sem er að era lágu launin og að
störf framleiðslustéttanna era van-
metin.“
Ekki hefur enn verið ákveðið
hvar fundurinn verður haldinn en
framkvæmdanefnd samtakanna
mun halda fund um næstu helgi
þar sem það verður ákveðið.
Akraneskaupstaður:
Selur eignarhlut sinn í
fyrirtækjum á Akranesi
Akranesi.
BÆJARSTJÓRN Akraness hefur
samþykkt að selja eignarhlut sinn
í nokkrum fyrirtækjum á Akra-
nesi og meðal þeirra er útgerðar-
fyrirtækið Krossvík hf., sem á
og rekiu- skuttogarana Krossvik
AK og Höfðavík AK. Akranes-
kaupstaður átti 25% hlut i fyrir-
tækinu og var söluverðið um 12,5
miiyónir króna.
Það vora útgerðarfyrirtækin Haf-
öm hf., HB og Co. hf. og Heimaskagi
hf. sem keyptu þennan eignarhlut
en þessi fyrirtæki áttu ásamt Síldar-
og fiskimjölsverksmiðju Akraness
langstærstan hlut í fyrirtækinu.
Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan tók
ekki þátt I kaupum á þessum eignar-
hlut.
Það er stefna bæjaryfírvalda að
losa sig sem mest út úr eignaraðild
í fyrirtækjum og í byijun þessa árs
fór fram sala á hlut bæjarins í Nóta-
stöðinni hf. Þá hefur bæjarstjóm
samþykkt tilboð sem starfsmenn
Verkfræði- og teiknistofunnar sf.
gerðu í eignarhlut bæjarins í fyrir-
tækinu sem er 70%. Gengið verður
frá kaupunum á næstu dögum og
er söluverðið röskar fimm milljónir
króna staðgreitt.
Akrar.eskaupstaður hyggst með
sölu á eignarhlutum færa fjármuni
úr rótgrónum fyrirtækjum til ann-
arra í gegnum nýstofnaðan atvinnu-
þróunarsjóð Akraness. Ekki liggur
fyrir sala á eignarhlutum bæjarins í
öðram fyrirtækjum að sinni.
- JG
Dögun hf.
vill reisa
mótel við
Skúlagötu
BYGGINGAFÉLAGIÐ Dögun hf.
hefur óskað eftir því við
Reykjavíkurborg að fá keypta
Völundarlóðina við Skúlagötu.
Þar hyggst félagið reisa 130 til
160 ibúða mótel með svipuðu
sniði og tiðkast viða erlendis.
Verið er að kynna borgaryfir-
völdum hugmyndina.
í frétt frá Dögun hf. segir að
hugmyndin sé að stofna sérstakt
rekstrarfélag um íbúðimar sem
verða tveggja til þriggja herbergja
með eldunaraðstöðu. Einstakling-
um og fyrirtækjum verður gefinn
kostur á að kaupa íbúðimar fullbún-
ar, en rekstrarfélaginu er ætlað að
sjá um rekstur og viðhald milli þess
sem eigendur nota íbúðimar sjálfir.
íbúðimar gætu komið námsmönn-
um utan af landi að góðum notum
auk annarra sem þurfa að gista
Reykjavík langdvölum að vetri.
Þá segir enn fremur að hér geti
verið um arðbæra og áhættulitla
fjárfestingu að ræða þar sem íbúð-
imar verða þinglýst eign hvers um
sig.
Morgunblaðið/Gréta Friðriksdóttir
Skemma hefur verið byggð við söltunarstöðina hjá AustursQd.
Reyðarfjörður:
Austursíld byggir
Þijár bækur frá Æskunni
BÓKAÚTGÁFA Æskunnar gef-
ur út þijár bækur fyrir jólin,
unglingabók eftir Eðvarð Ingólfs-
son sem nefnist „Pottþéttur
vinur“ barnabókina „Ásta litla lip-
urtá“ eftir Stefán Júlíusson, sem
er endurútgefin, og bókina „Leð-
uijakkar og spariskór" eftir
Hrafnhildi Valbjörnsdóttur, en
hún vann fyrstu verðlaun i hand-
ritasamkeppni um unglingabók
sem Stórstúka íslands hélt í til-
efni 100 ára afmælis sína á síðasta
ári.
Að sögn Karls Helgasonar hjá
Æskunni er nýja bókin níunda bók
Eðvarðs, en bók hans „Sextán ára í
sambúð" var söluhæsta bókin á
íslenskum bókamarkaði fyrir jólin
1985. „Pottþéttur vinur“ fjallar að
sögn Karls um unglinga sem era að
ljúka 9. bekk, og samskipti þeirra
við flölskyldur sínar og hitt kynið.
Aðalpersónar bókarinnar er Pétur,
fatlaður strákur sem er einangraður
og með minnimáttarkennd vegna
fötlunar sinnar. Hann kynnist tveim-
ur skólasystrum sínum sem eiga
þátt í því að losa hann úr þessari
einangran, og verður hrifínn af ann-
arri þeirra.
Reyðarfirði.
AUSTURSÍLD stækkaði við sig
í haust og lét byggja skemmu
við söltunarstöðina. Húsið er
frá Aldek í Danmörku. Það er
byggt úr léttbyggðri stálgrind,
sem er skrúfuð saman og síðan
strengdur á grindina plast-
o
INNLENT
dúkur, sem er bæði eldþolinn
og níðsterkur.
Húsið er reist á malbikuðu plani
og fest niður með jarðteinum sem
reknir eru í gegnum malbikið.
Gólfflötur hússins er 360 m2 og
vegghæð 4 metrar. Mjög fljótlegt
var að reisa húsið, tók aðeins 4
daga fyrir 3—4 menn.
Þetta hús er ætlað sem lager-
hús undir léttverkaða saltsíld og
má með góðu móti lagera 5 þús-
und tunnur í því. Þetta gjörbreytir
allri vinnuaðstöðu hjá fyrirtækinu,
þegar hægt er að lagera alla síld
inni, í stað þess að vera að vinna
við pæklun og hirðingu úti í mis-
jöfnum veðram.
— Gréta