Morgunblaðið - 04.11.1987, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987
33
Áfrýjunardómstóll á Bretlandi:
Mál dæmdra fjölda-
morðingja tekið fyrir
Segjast saklausir af sprengj utilræðum í Birmingham
London, Reuter.
ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL í Lon-
don tók á mánudag fyrir mál sex
íra, sem fundnir voru sekir um
að hafa staðið að baki tveimur
sprengjutilræðum í Birmingham
árið 1974. 21 maður lét lífið í
sprengingunum og voru írarnir
sex dæmdir til ævilangrar fang-
elsisvistar. Ný gögn hafa komið
fram i málinu og hafa í kjölfar
þeirra vaknað efasemdir um að
mennirnir hafi borið ábyrgð á
óhæfuverki þessu.
írski lýðveldisherinn (IRA) lýsti
yfir ábyrgð á verknaðinum en 21
maður fórst og rúmlega 160 særð-
ust er sprengjumar sprungu á
vinsælum ölstofum í borginni Birm-
ingham árið 1974. Sex menn voru
handteknir og kvaðst dómarinn
aldrei hafa haft svo óræk sönnunar-
gögn undir höndum er hann kvað
upp dóminn sem hljóðaði upp á
lífstíðarvist innan fangelsismúra.
Mennimir játuðu auk þess sem í
ljós kom að tveir þeirra höfðu með-
höndlað sprengiefnið nítró-glýserín.
Síðar drógu mennimir játningar
sínar til baka og bám við að þeim
hefði verið þröngvað til gangast við
verknaðinum.
Þeir áfrýjuðu dómnum árið 1976
en málinu var vísað frá. Þá nafn-
greindu þeir einnig 14 lögreglu-
menn sem þeir sögðu hafa beitt sig
ofbeldi en því máli var vísað frá
árið 1981.
í bók sem skrifuð hefur verið um
mál sexmenninganna em niðurstöð-
ur rannsóknarinnar dregnar í efa.
Hið sama var gert í sjónvarpsþætti
sem sýndur var nýlega. Fullyrt er
að framburður lögreglumanna hafi
ekki verið réttur og menn efast um
réttmæti vísindalegra prófana, sem
sýndu að tveir mannanna hefðu
meðhöndlað sprengiefni.
Búist er við réttarhöldin standi í
einn mánuð. Að þeim loknum munu
dómaramir standa frammi fyrir
þremur valkostum. Þeir geta vísað
málinu frá, sleppt sexmenningunum
eða fyrirskipað ný réttarhöld.
Stjómvöld í Dublin hafa átt náið
samstarf við lögregluyfirvöld í Lon-
don í því skyni að hefta hryðju-
verkastarfsemi Irska lýðveldishers-
ins. Þykir mörgum að samvinnu
og tilraun til að þvinga einni skoðun
upp á samtökin á heild. Sagði hún,
að meirihluti græningja ætlaði að
halda áfram á þeirri braut, sem
hefur verið ákveðin, þ.e. að taka
engar ákvarðanir fyrr en í janúar.
Græningjahrejrfingin hefur unnið
sigra í sveitarstjómakosningum og
þingkosningum á síðastliðnum
árum. Skipulagsleysið háir henni
hins vegar og hefur meðal annars
þær afleiðingar, að græningjar
njóta talsvert meiri stuðnings í
skoðanakönnunum en í kosningun-
um sjálfum. Hafa menn útskýrt
þetta á þann hátt, að kjósendur séu
hlynntir stefnu græningjanna en
þori samt ekki að kjósa menn sem
vinna ekki eftir hefðbundnum
vinnuaðferðum stjómmálaflokk-
anna. Menn hafa allt frá upphafi
hreyfingarinnar deilt um hvort
skipulagsleysið sé styrkur eða veik-
leiki. Annars vegar em menn
sammála um, að stjómmálaafl þurfí
að vera skipulagt til þess að geta
keppt við hefðbundna flokka lands-
ins. Græningjar hafa einnig viljað
undirstrika að þeir séu hreyfing en
ekki stjómmálaflokkur með því að
bjóða ekki fram í forsetakosningun-
um í vetur.
þéssari sé stefnt í voða þar eð al-
menningur á írlandi er þeirrar
skoðunar að mennimir hafi verið
dæmdir saklausir. „Breska dóms-
kerfíð er fyrir rétti. Almenningur
um heim allan mun fylgjast náið
með þessu máli til að sjá hvort
dómaramir hafa hugrekki til að
viðurkenna mistökin og binda enda
á þetta hneyksli í eitt skipti fyrir
öll,“ sagði Chris Mullin, þingmaður
Verkamannaflokksins, en hann hef-
ur verið einn helsti formælandi þess
að mál sexmenninganna verði tekið
fyrir að nýju.
Frumlegar
alnæmis-
varnir
Að undanfömu hefur hópur
sænskra kvenna í Gautaborg
klætt sig í netsokkabuxur og pínu-
pils, úðað sig með ódýmm ilm-
vötnum, roðið andlitið farða-
þykkni og falboðið sig. Þetta
þætti nú ekki til nýmæla ef kon-
umar væm ekki borgarstjómar-
fulltrúar og embættismenn
Gautaborgar. Þær gera reyndar
ekki meira en að falbjóða sig, því
að þegar að viðskiptunum kemur
vara þær vonkúnnana við alnæm-
ishættunni. Hefur það komið mjög
flatt upp á margan viðskiptavin-
inn „in spe“ og hafa þeir sig
yfírleitt á brott við svo búið. Er
getum að því leitt að úr viðskipt-
um raunvemlegra vændiskvenna
dragi af þessum völdum.
PEIR SEM SPARA
GETA FENGIÐ 8,5-12% ÁVÖXTUN
UMFRAM VERÐBÓLGUÞ
OG ÞAÐ ER EKKERT ERFITT
AÐ STÍGA FYRSTU SKREFTN
Hér eru sjö heilræði frá Verðbréfamarkaði Iðnaðarbankans til þeirra sem eru að byrja að spara:
Leggið fyrir fasta fjárhæð við hverja útborgun.
Það er meira virði að halda þessa reglu en hversu
há fjárhæðin er.
2
Vextir eru leiga iyrir afnot af peningum. Því fyrr
sem bvrjað er að leggja fyrir því lengur vinna vext-
irnir við aö auka eignirnar.
3
Hvggið vel að vöxtunum. hverju einasta prósentu-
broti! Leitiö hæstu vaxta hverju sinni en gætið
þess jafnframt aö fjárfesting veröi ekki of áhættu-
söm eóa torskilin.
Haldiö lausafé í lágmarki og á sem hæstum vöxt-
um. Þegar vextir eru háir er dýrt að liggja með fc
sem ekki ávaxtast.
Takið upp sparnað er afborgunum lána lýkur!
Grípið tækifærið er lán hafa verið greidd upp og
leggið samsvarandi fjárhæð fyrir í stað þess að
eyða peningunum í annað.
6
Gætið að skattahliðinni og reiknið jafnan ávöxtun
eftir skatt því að skattlagning sparnaðar er með
mismunandi hætti.
Góð yfirsýn yfir fjármálin er nauðsynleg. Best er
að geta jafnan fylgst með hvernig eignir og skuldir
breytast frá einum tíma til annars.
Heiödís, Ingibjörg, Sigurður B., Vilborgog Þórólfur munu leitast við að veita nánari upplýsingar
um sparnað og ávöxtun. Verið velkomin í afgreiðslu VIB að Árinúla 7 eða hringið í síma 91-68 15 30.
■Al^er.^ir vextir uj verdbréfiim lijú VIII nii.
VIB
VERÐBREFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF.
Ármúla 7, 108 Reykjavik. Simi68 15 30