Morgunblaðið - 04.11.1987, Page 48

Morgunblaðið - 04.11.1987, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987 Meðferð beitilanda fer batnandi eftir ÓlafR. Dýrmundsson Nú um skeið hafa umræður og skrif um tengsl beitar og gróðureyð- ingar hér á landi einkennst af öfgakenndum málflutningi þar sem hið versta og besta er borið saman. Gróskumestu, friðuðu gróðurlendin eru borin saman við þau mest beittu og gróðursnauðustu, og bændum er oft stillt upp sem andstæðingum gróðurverndar og skógræktar. Skoðanir eru vissulega skiptar og ljóst er að annars vegar er í landinu sá hópur fólks sem hefur þá bjarg- föstu trú að öll beit sé skaðleg gróðri og hins vegar fyrirfmnast þeir bændur og hestamenn sem óttast sinumyndun og viðurkenna aldrei ofbeit, a.m.k. ekki á eigin landi. Ég tel fráleitt að láta mál- flutning slíkra jaðarhópa ráða ferðinni því að hann er í senn óraun- hæfur og skaðlegur öllum skynsam- legum úrbótum. Við skulum gagnrýna það sem miður fer en gera það með þekkingu og sann- gimi að leiðarljósi. Gróðurverndaráhugi Eftir a 2 hafa unnið við leiðbein- ingar um beit í réttan áratug tel ég mig geta fullyrt að skilningur og áhugi meðal bænda á gróður- vemd fer vaxandi og yfirgnæfandi meirihluti þeirra verðskuldar mál- efnalegar umræður um beitamýt- ingu. Skemmst er að minnast jákvæðra viðhorfa í ályktunum frá aðalfundi Stéttarsambands bænda sem haldinn var á Eiðum í byijun þessa mánaðar. í öllum stéttum og hópum er misjafn sauður í mörgu fé. Ástand gróðurlenda er afar breytilegt, jafnvel innan hverrar sveitar, og bændur fella sig ekki við alhæfingar og sleggjudóma um heilar sýslur eða landshluta. Þeim sámar þegar ijölmiðlamir eru að hampa harðlínumönnum sem ekki virða samþykktir meirihlutans um gróðurvemdaraðgerðir því að víða umland hafa hreppsnefndir og upp- Hér fer á eftir jómfrú- ræða Júlíusar Sólnes (B.- Rn.) flutt við utandagskrár- umræður um efnahagfsað- gerðir ríkisstjórnarinnar 15. október sl. Hæstv. forseti. Heiðraði þing- heimur. Það er kærkomið að fá tækifæri til að ræða efnahagsstefnu ríkisstjómarinnar. Almenningur og þm. hafa verið að fá hana í smá- skömmtum allt frá því að stjómin var mynduð í júlí eftir erfiðar fæð- ingarhríðir. Eins og kom fram í máli hv. 5. þm. Reykn., málshefjanda þessarar umræðu, virðist almenningur hvorki botna upp né niður í efna- hagsstefnunni. Það sem verra er að svo virðist sem þm. stjómarflok- kanna og sumir ráðherranna skilji hana ekki heldur. Þessi umræða hefur því verið nauðsynleg og eink- ar gagnleg, en því miður held ég að efnahagsstefnan sé eftir sem áður jafnóskiljanleg flestum. Fýrsta plaggið sem birtist var stefnuyfirlýsingin og starfsáætlun ríkisstjómarinnar. Þar er að fínna mörg fogur fyrirheit og góðar tillög- ur. Hugmyndasmiðir ríkisstjómar- rekstrarfélög beitt sér fyrir marg- víslegum umbótum í samvinnu við Landgræðslu ríkisins og Búnaðar- félag íslands. Má þar m.a. nefna seinkun upp- rekstrar á vorin, bætta dreifíngu fjár um afrétti, breyttan gangna- tíma á haustin, takmarkanir eða algert bann gegn afréttarbeit hrossa og uppgræðslu á gróður- snauðu eða örfoka landi. Á nokkr- um stöðum hefur verið gerð ítala, oftast að frumkvæði bænda sjálfra. En víkjum nánar að beitinni og áhrifum hennar því að mér finnst allt of lítill greinarmunur gerður á hóflegri beit og ofbeit. Hófleg beit Beitin er býsna flókið mál, en margir telja sig þó sérfróða i þeim efnum og ýmsar bábiljur eru á kreiki í hita umræðna. Þótt beit hafí áhrif á gróðurfar og geri það að jafnaði einhæfara er hægt að viðhalda býsna ijölbreyttum gróðri á hóflega beittu landi. Það er of- beitin sem er skaðleg og getur átt þátt í gróður- og jarðvegseyðingu, einkum þegar gróðurskilyrði eru skert stórlega, t.d. vegna langvar- andi kulda eða þurrka. Sums staðar sjáum við greinileg merki ofbeitar, t.d. við sumar afréttargirðingamar og í nauðbeittum hrossahólfum. Beitartilraunir sýna einnig glögg- lega hvað gerist við beit og vek ég sérstaklega athygli á sauðijárbeit- artilraun við Sandá á Auðkúluheiði í Austur-Húnavatnssýslu sem hefur nú staðið á annan áratug. í ofbeitta hólfínu er gróðurfar einhæft, hvergi sést víðir, fjalldrapinn er ósköp rýr, lyngið vesælt, mosinn er troðinn og annar gróður að mestu uppurinn á haustnóttum. Á hóflega beitta hólf- inu, og enn frekar á því léttbeitta, er komin veruleg gróska í víðinn, fjalldrapinn dafnar vel, á lynginu þroskast ber og mikið af uppskeru grasa og blómjurta er ósnert á haustnóttum. Lítill munur er á létt- beitta hólfínu og hólfum sem hafa verið friðuð um margra ára skeið. Við vitum líka að hægt er að græða innar virðast hafa fengið sumar þeirra að láni úr stefnuskrá Borg- arafl. Okkur þykir vænt um að hafa þannig getað orðið að liði. Ef gömlu flokkamir vilja taka að sér að hrinda í framkvæmd ýmsum af stefnumálum okkar skal ekki standa á þm. Borgarafl. að styðja þá í því. Eg tel þó nokkuð víst að málin væm betur komin í okkar höndum. Að því kemur eflaust fyrr en seinna. Fjárlagafrv. hefur verið lagt fram og margendurskoðuð þjóðhagsáætl- un. Þessi plögg hafa verið endur- skoðuð frá degi til dags í takt við nýjar óskir og hugmyndir ráðherr- anna og mikill pappír farið til spillis. Það sem vekur mesta athygli er eftir sem áður ósamlyndið og sundr- ungin innan ríkisstjórnarinnar. Á því virðist leika nokkur vafí hvort sumir ráðherranna og ýmsir stjóm- arþm. styðja frv. Hafa þeir gert ýmsa fyrirvara varðandi fjárlaga- frv. sem hlýtur að teljast í hæsta máta óvenjulegt. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. í fyrsta sinn i langan tíma, eða allt frá því að Albert Guðmundssor., þáv. §mrh., lagði fram ijárlagafrv. með tekjuaf- gangi fyrir árið 1986, er gert ráð upp örfoka eða gróðursnautt land með áburði og grasfræi þótt það sé beitt hóflega, en melgresi og lúpína em viðkvæmari fyrir beit. Minnkandi beitarálag Þótt sauðfé og hross nýti meiri hluta úthagabeitarinnar munar töluvert um hreindýrabeit og fugla- beit, einkum gæsa og álfta, á ákveðnum svæðum. Eftir að sauðfé fækkaði hefur hlutdeild hrossa auk- ist þannig að sumir telja að nú taki hrossin allt að því eins mikla beit í úthaga og sauðféð. Núorðið er þó lítið um hross í afréttum, en sums staðar þurfa þau það mikla beit í heimalöndum að bændur em háðari afréttarbeit fyrir sauðfé en ella. Hross skipta því verulega máli auk þess sem þau ganga öllu nær landi en sauðfé. Þótt hrossum fari nokk- uð fjölgandi fækkar fénu það mikið að beitarálag í úthaga er nú allt að fjórðungi minna en það var fyr- ir áratug og samfara tiltölulega hagstæðu tíðarfari síðustu árin hef- ur mun minna borið á ofbeit _en á ámnum í kringum 1980. Áhrif ýmissa gróðurverndaraðgerða em einnig farin að segja til sín eins og áður var vikið að. Stefna Búnaðar- félags Islands Þar eð hross og sauðfé nýta eink- um úthagabeitina skiptir þróun þessara búgreina miklu máli svo og hestaeign þéttbýlisbúa. Ég nota hér tækifærið til að vekja athygli á því að stefna Búnaðarfélags Is- lands og búnaðarsambandanna í landinu, bæði í hrossarækt og sauð- íjárrækt, samræmist ágætlega sjónarmiðum gróðurvemdar. Leið- beiningar til bænda miðast við ræktunarbúskap, að byggja fremur á arðsemi einstakra gripa en fjölda. Höfðatölusjónarmiðið er orðið úrelt þótt enn sé það við lýði hjá fáeinum ijárbændum og allmörgum stóð- bændum. Við stefnum áfram að aukinni fijósemi sauðfjár sem er virkasta leiðin til að auka arðsemina fyrir hallalausum rekstri ríkissjóðs. Þá er enn fremur gert ráð fyrir að fyrir hönd ríkissjóðs verði ekki tek- in nein erlend lán á næsta ári. Betur að rétt reynist. Ég tel að allir lands- menn séu sammála um að hallalaus ríkisrekstur og minnkandi erlendar skuldir séu af hinu góða. Þetta eru því hinar jákvæðu hliðar frv. Hins vegar er spurt hvort þetta sé raunhæft. Eru hinar margvíslegu hliðarráðstafanir ekki of dýru verði keyptar? I frv. er reiknað með því að ríkissjóður taki innlend lán, 4,2 milljarða kr., þar af um 3 milljarða með verðbréfasölu eða sölu spari- skírteina og reyndar er þá eftir að innleysa gömul spariskírteini að upphæð 2,7 milljarðar kr. Eins og hv. 6. þm. Norðurl. e. benti á í ræðu sinni áðan eru vextir umfram verðtryggingu á útlánum sumra banka komnir í 9%. Með slíkri skuldabréfasölu ríkissjóðs, eins og hér er að stefnt, má reikna með að raunvextir fari í 10—12%. Má öllum vera ljóst að atvinnulíf lands- manna verður nánast lagt í rúst með þessum hætti svo að ég tali ekki um hvernig hinn almenni laun- þegi ætlar að fara að. Hér er enn verið að skerpa á skilunum milli þeirra sem eiga og þeirra sem eiga Ólafur R. Dýrmundsson „Eftir að hafa unnið við leiðbeiningar um beit í réttan áratug tel ég mig geta fullyrt að skilning- ur og áhugi meðai bænda á gróðurvernd fer vaxandi og yfir- gnæfandi meirihluti þeirra verðskuldar mál- efnalegar umræður um beitarnýtingu. “ og hún stuðlar jafnframt að gróður- vemd því að þá þarf færri ær til að framleiða hvert tonn af hóflega feitu dilkakjöti. í hrossaræktinni kemur æ betur í ljós að gæðin skipta mestu máli og með mark- vissu kynbótastarfí er að skaðlausu hægt að grisja stofninn verulega. Sumir þéttbýlisbúar eiga fleiri hross ekki. í rauninni er verið að stefna að því að stéttaskipting á íslandi verði eins og tíðkaðist á Bretlandi á 19. öld. Hún byggir á hyldýpinu milli fjármagnseigenda og venju- legs fólks. í tíð fyrrv. fjmrh. var mikil óstjóm á fjármálum ríkisins er náði hámarki með útaustri á ríkissjóði í formi aukafjárveitinga skömmu fyrir alþingiskosningamar í vor. Er hér um að ræða kosningavíxil Sjálfstfl. Enginn veit hver hallinn verður á ríkissjóði fyrir árið 1987, en hann mun hlaupa á mörgum milljörðum kr. Við myndun ríkis- stjórnarinnar var þessi fjárlagahalli eitt erfiðasta málið og leiddi af sér hinar mjög svo furðulegu fyrstu aðgerðir ríkisstjómarinnar í efna- hagsmálum. Með því að leggja á nýjar álögur og skatta, sem koma fyrst og fremst niður á almenningi og heimilunum, t.d. matarskattur, viðbótarálögur og gjöld af bifreið- um, hækkun á allri þjónustu svo að eitthvað sé nefnt, átti að greiða niður kosningavíxilinn. Mig langar til að flalla um einn þátt þessara fyrstu aðgerða í efna- hagsmálunum sérstaklega, en það er söluskattur, sem settur hefur verið á tölvur og hugbúnað. Albert Guðmundsson felldi niður aðflutn- ingsgjöld af tölvum og hugbúnaði í tíð sinni sem fjmrh. Þetta varð þess valdandi að á Islandi hefur orðið mjög merkileg þróun í tölvu- notkun og hugbúnaðargerð hin síðari árin. Höfum við náð umtals- verðu forskoti á þessu sviði miðað við hin Norðurlöndin. Þegar komið er í stærstu tækniskóla í álfunni vekur það athygli hversu tölvubún- aður er þar fátæklegur miðað við það sem gerist á Islandi. Lítil hug- búnaðarfyrirtæki hafa náð undra- verðum árangri á erlendum en góðu hófí gegnir en mikið af þeim fer í hagagöngu út í sveitimar. Ný viðhorf Horfur em á að enn létti vem- lega á afréttarlöndum, ekki aðeins vegna fækkunar heldur einnig vegna styttingar á beitartíma. Bændur em hvattir til að flýta göngum til að koma dilkum fyrr til. slátmnar og sjást nú þegar merki slíkrar þróunar. Fækkun §'ár og ijárbænda leiðir trúlega til þess að æ fleira sauðfé verði í heimalöndum sumarlangt, en nú gengur vart meira en helmingur sauðijár lands- manna á afréttum. Ósennilegt er að stóðhrossabeit aukist á afréttum. Á nokkmm gróðurvinjum í hálend- inu er álag vegna beitar ferðahesta of mikið, sérstaklega þegar stórir hópar fara um, og brýnt er fyrir hestamönnum að taka með sér fóð- ur í slíkar ferðir og treysta ekki á beitina. Hvað aðra beit varðar ganga nautgripir að mestu á rækt- uðu landi og ekki em líkur á að geitum fjölgi, en þær em mjög fáar og ganga í heimalöndum. Engu skal spáð um gæsa- og álftabeit, en þær ganga sums staðar nærri landi og reynslan sýnir að þeir aðil- ar sem vinna að gróðurvemd em mótfallnir því að hreindýrin dreifíst út fyrir Austurland. Ýmiss konar gróðurskemmdir af völdum hrein- dýra em þekktar þar, m.a. á lerki- skógum og á fléttugróðri. Raunhæfar úrbætur Þótt víða megi greina úrbætur í meðferð beitilanda má margt betur fara. Jafnframt ber að meta að verðleikum það sem vel er gert. Áfram verður haldið á þeirri braut og svigrúm er fyrir frekari gróður- vemdaraðgerðir á komandi ámm innan ramma núgildandi laga. Æskilegt er að opinber afskipti verði sem minnst og reynslan sýnir að gróðurvemd verður að byggjast á góðu samstarfí hlutaðeigandi stofnana, gróðurvemdamefnda og bænda. mörkuðum með sölu á tölvuforritum og þannig mætti lengi telja. Það er mikil skammsýni að ætla að stemma stigu við þessari jákvæðu þróun fyrir nokkra tugi millj. upp í kosningavíxilinn. Hér er um fram- tíðina að ræða, hvemig við ætlum að skapa ný atvinnutækifæri fyrir það unga fólk sem er að taka við í þessu landi. Þessar ráðstafanir færa okkur heim sanninn um að gömlu flokk- amir skilja ekki tæknibyltinguna og virðast hræðast hana. Það leikur enginn vafí á því að upplýsinga- og tækniöld hefur haldið innreið sína hér á íslandi. Borgarafl. hyggst nýta sér hana til hins ýtrasta og Jómfrúræða Júlíusar Sólnes: Efnahagsstefnan óskiljanleg flestum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.