Morgunblaðið - 04.11.1987, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987
51
Morgunblaðið/Þorkell
Dr. Sigfús Björnsson dósent, for-
stöðumaður Upplýsinga- og
merkjafræðistofu Háskóla Ís-
lands.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Dr. Hannes Hafsteinsson mat-
vælaver kf ræðingur, starfsmáð-
ur Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
liúsanna.
Ljósmynd/V erktœkni
Mynd tekin með hljóðbylgjusmásjá af hringormi í miðju 2,5 sentí-
metra þykku óroðflettu þorskflaki.
hringorma dýpra í ferskum flök-
um en frystum með þessari tækni.
Ég komst að þeirri niðurstöðu
að hægt er að nota hljóðbylgju-
tæknina til að greina orma í allt
að fjögurra til fimm sentímetra
þykku fiskholdi. Með hljóðbylgju-
aðferðinni er einnig hægt að sjá
í gegnum roð. Því miður var ekki
hægt að gera heildarúttekt á því
hversu hátt hlutfall orma í físki
er hægt að greina með hljóð-
bylgjum.
Gallamir við þessa aðferð eru
hins vegar nokkrir. Hún yrði
kostnaðarsöm, svo og ráða fáir
aðilar yfír þeirri þekkingu sem
þarf til að smíða ormaleitartæki
af þessari tegund. Þegar físk-
flökin eru skoðuð þurfa þau að
vera í vatnsbaði en loftbólur í
vatninu gætu haft truflandi áhrif
á hijóðbylgjumar. Það er heldur
ekki vitað hvaða áhrif titringur
frá vélum og tækjum hefði á
ormagreiningu með hljóðbylgju-
tækninni," sagði Hannes.
„Ljóstæknin
auðveldari“
Dr. Jón Pétursson á Raunví-
sindastofnun Háskóla íslands
hefur rannsakað hringorma með
ljóstæknimælingum í nokkur ár.
A Upplýsinga- og merkjafræði-
stofu Háskólans hefur verið unnið
frá því í júlí í fyrra að þróun
merkjafræðiaðferða við hringor-
maleit í físki og veitir dr. Sigfús
Bjömsson, dósent, henni forstöðu.
„Við byggjum við okkar starf,
hvað mælitæknina snertir", sagði
Sigfús, „á reynslu Jóns Pétursson-
ar sem við erum í samvinnu við.
Mér fínnst skynsamlegra að byija
á að kanna hvað ljóstæknin megn-
ar og taka til við erfiðari og
flóknari tækni síðar ef þörf kref-
ur. Svo langt sem ljóstæknin
dugar er auðveldara að smíða
nothæft ormaleitartæk[ sem
byggir á ljóstækni heldur en hljóð-
tækni. Mælingar Hannesar
Hafsteinssonar á deyfíngu út-
hljóðs í fískvef og ormum era hins
vegar mjög góður skerfur til þessa
máls.
Varðandi eigintíðnimælingar,
bæði hljóðmælingar og NMR, sem
Hannes minnist á, er mér ekki
kunnugt um að slíkar mælingar
hafi verið gerðar, hvorki á ormum
né beinum. NMR-tæknin, sem t.d.
er beitt við gegnumlýsingu í heil-
brigðisþjónustunni, er hvorki ódýr
né einföld tækni. Hún gefur hins
vegar mun á vefjum ef vatnsinni-
hald þeirra er mismunandi. Og
það er tilfellið þegar ormamir eiga
í hlut.
Eigintíðnimælingum með út-
hljóði er t.d. beitt til að fínna
galla í hálfleiðuram, glerþráðum
og fleira. Bein kynnu að gefa
okkur greinanlega svöran með
þessari tækni, mér fínnst hins
vegar ólíklegt að ormamir geri
það. En þetta era ágiskanir, það
þyrfti að gera mælingar til að sjá
hver ávinningurinn er.
Við eram að þróa merkjafræði-
legar aðferðir meðal annars til að
greina orma í fískflökum með
meira öryggi og afköstum en nú
tíðkast. Starfíð er enn á rann-
sóknastigi en því miðar vel. Við
höfum leiðst út í mælingar með
ýmiss konar tækni og þær era
bæði dýrar og tímafrekar og okk-
ur skortir enn raunhæfari mæli-
gögn.
Það er varla tímabært að spyija
hvenær við verðum tilbúnir með
tæki. „Ormavandamálið" hefur
verið stórt vandamál í áratugi,
stærstu hagsmunaaðilamir hafa
yfírleitt leitað til erlendra aðila
varðandi lausn á því og enn er
það sama vandamálið. Mér fínnst
það ekki sanngjamt að vænta til-
búinna lausna frá okkur eftir 13
mánaða rannsóknir á því.
Við fengum fimmtán hundrað
þúsund króna opinberan styrk í
fyrra og báðum um tæpar þijár
milljónir króna í ár, sem svarar
til eðlilegs stfganda í uppbyggingu
verkefnisins, en við fengum ein-
ungis rúmlega tvær milljónir
króna. Það verður þó vonandi eitt-
hvert gagn af þessu innan tíðar,
ég er að minnsta kosti ánægður
með árangurinn til þessa,“ sagði
Sigfús.
AF ERLENDUM VETTVANGI
Eftir RALPH BOULTON
Breskar geimrannsóknir
í hættu veg*na fjárskorts
Stjórnvöld hyggjast setja þak á framlög
GEIMRANNSÓKNUM Breta var veitt þungt högg fyrir skömmu
er tilkynnt var að fjárframlög til þeirra yrðu fryst. Þetta gæti
haft í för með sér að Bretar misstu af lestinni í geimáætlun
Evrópu, sem þeir áttu drjúgan þátt í að hleypa af stokkunum.
Kenneth Clarke, iðnaðarráðherra Breta, fordæmdi Geimvís-
indastofnun Evrópu í ræðu, sem hann flutti á sunnudag, og sagði
að þessi „rándýri klúbbur" ætti síst skilið að framlög til hans
yrðu þrefölduð eins og farið hefur verið fram á.
Kenneth Clarke hefði rétt eins
getað varpað sprengju inn á
þing breskra geimvísindamanna,
sem safnast höfðu saman í Brigh-
ton til að bera saman bækur sínar
við samstarfsmenn utan úr heimi.
„Ef við beijumst ekki af alefli
fyrir auknum fjárframlögum þá
leyfír geimvísindastofnunin okkur
í mesta lagi að mála geimflaug-
arnar,“ sagði Peter Conchie,
háttsettur starfsmaður bresku
flugvélaverksmiðjanna British
Aerospace. „Meira fáum við ekki
að gera. Þá fáum við ekki að fást
við það sem máli skiptir."
í mesta lagi
að mála flaugarnar
Ráðherrar frá þeim þrettán
ríkjum, sem sitja í Geimvísinda-
stofnun Evrópu, hittast í Haag í
Hollandi í nóvember til þess að
ræða áætlanir um evrópsku geim-
skutluna Hermes, nýja geimflaug,
Ariane 5, og sameiginlega geim-
stöð Evrópuríkja og Bandaríkja-
manna. Geimflaugin Ariane 4 er
eina burðarflaugin, sem vestræn
ríki hafa getað notað til að skjóta
á loft gervihnöttum síðan banda-
ríska geimskutlan Challenger
sprakk í loft upp í flugtaki í jan-
úar 1986 og geimáætlun Banda-
ríkjamanna var slegið á frest.
Breskur embættismaður, sem
ekki vildi láta nafns getið, sagði
að Bretar gætu hrökklast úr geim-
áætluninni með þeim afleiðingum
að þeir hefðu lítið sem ekkert að
segja um smíði bæði Ariane og
Hermes, ef fjárframlög ríkis-
stjórnarinnar yrðu fryst við þær
80 milljónir sterlingspunda, sem
nú er varið til hennar.
„Með lítilli fjárfestingu yrðum
við áfram þátttakendur í áætlun-
inni án þess að njóta góðs af
árangri af henni," sagði embætt-
ismaðurinn. Eins og málum er nú
komið veija Frakkar tífalt meira
fé til geimrannsókna en Bretar
og framlag Vestur-Þjóðveija er
þrefalt hærra. Embættismaðurinn
kvaðst fullur efasemda vegna
smíði geimskutlunnar Hermesar,
þar sem Frakkar ráða lögum og
lofum. Geimvísindastofnun Evr-
ópu ætti að snúa baki við geim-
skutlunni og hefjast handa við það
verkefni að^smíða breska „geim-
flugvél" sem nota mætti til að
flytja fólk og búnað til stöðvar á
braut í geimnum fyrir fimmtung
þess kostnaðar, sem samfara
væri Hermesi.
Geimflugvél fyrir bí
Hætt er við því að „geimflug-
vélin" eða hið svokallaða
HOTOL-verkefni renni út í
sandinn ef þak verður sett á fram-
lög til geimvísinda. „Geimflugvél-
in“ á að geta hafíð sig til flugs
Ariane-geimflaug skotið á loft.
og lent lóðrétt. Geimflugvélin er
hugarfóstur Alans Bond, starfs-
manns British Aerospace. Hann
kom fram í viðtali í sjónvarpi og
sást við hlið hans módel af flugvél-
inni: „Ef stjómin veitir ekki meira
fé fer ég annað með sérfræðiþekk-
ingu rnína," sagði Bond og bætti
við að stjómir erlendra ríkja, til
dæmis Frakklands og Vestur-
Þýskalands, hefðu áhuga á smíði
vélarinnar ef breska stjómin væri
áhugalaus. „Ég hef verið í fang-
elsi undanfarin fimm ár vegna
þessa verkefnis," sagði Bond og
vísaði þar til hinna ströngu leynd-
arlaga, sem í gildi eru á Bretlandi,
og hafa sveipað verkefnið hulu
launungar.
Geimflugvélin gæti lent og haf-
ið sig til flugs eins og venjuleg
flugvél öfugt við Hermes og Ar-
iane. Skutlan og geimflaugin
þurfa að bera risastóra geyma
með eldfímu og hættulegu fljót-
andi súrefni, en ætlunin er að
geimvélin vinni súrefni úr lofti
með sérstökum „öndunartækj-
um“.
Bretar segja að geimflugvélin
verði tilbúin árið 2005, hún muni
geta flogið umhverfis jörðina á
sex klukkustundum og þurfí ekki
lengri flugbraut en Concord-þota.
Aftur á móti mun kosta mikið fé
að leggja drög að vélinni og því
getur Geimvísindastofnun Evrópu
ekki fjármagnað verkefnið á eigin
spýtur. Nauðsynlegt er að leita
einnigtil Bandarísku geimvísinda-
stofnunarinnar (NASA). NASA
hefur um 7,6 milljarða dollara til
geimrannsókna á ári, en ESA
hefur aðeins um 1,25 milljarða
dollara. „En við hugsum aðeins
þijá mánuði fram í tímann hvað
varðar geimflugvélina og nú höf-
um við nægt fé til næstu þriggja
mánuða,“ sagði Conchie, starfs-
maður British Aerospace.
Christian Lourier, fulltrúi
franska fyrirtækisins Matra, tal-
aði um framtíð Geimvísindastofn-
unar Evropu: „Spumingin er sú
hvort Evrópuríki vilji verða óháð
geimáætlun Bandaríkjamanna.
Ég tel að það væri æskilegt."
Hann sagði að Bandaríska geim-
vísindastofnunin hefði sett fram
miklar kröfur í samningaviðræð-
um um þátttöku Geimvísinda-
stofnunar Evrópu í geimstöðvar-
áætluninni. Einnig léki grunur á
að Bandaríkjamenn vildu halda
vissum þáttum áætlunarinnar
leyndum af hemaðarlegum
ástæðum. „Þeir vilja að Evrópu-
menn fái aðeins takmarkaðan
aðgang að tækjum og búnaði og
vilja eiga of stóran hluta af rann-
sóknarstofum út af fyrir sig,“
sagði Lourier.
Samstarf við
Bandaríkjamenn?
Gert er ráð fyrir að geimstöðin
verði komin á braut umhverfís
jörðu um miðjan næsta áratug og
um borð verði breskur rafeinda-
og fjarskiptabúnaður.
Vestur-þýskir fulltrúar, sem
rætt var við í Brighton, virtust
ekki jafn áfjáðir í að halda starfi
sínu áfram án samstarfs við
Bandaríkjamenn og Frakkar,
enda er áætlað að fjárframlög til
NASA sexfaldist á næstu fjöratíu
árum.
„Geimáætlun ESA hefur geng-
ið snurðulaust. Þrætur og deilur
einkenna starfsemi Evrópubanda-
lagsins, en við höfum verið lausir
við allt slíkt," sagði starfsmaður
frá vestur-þýsku fyrirtæki, sem
gegnir forystuhlutverki. Aftur á
móti höfum við einfaldlega ekki
bolmagn til að halda áfram án
Bandaríkjamanna,“ sagði einn
V estur-Þjóðveij anna.
Bretar voru meðal þeirra ríkja,
sem stofnuðu ESA. Að stofnun-
inni standa einnig ítalir, Aust-
urríkismenn, Norðmenn,
Spánveijar, Belgar, Hollendingar,
Svíar, Irar og Danir.
Franskir og vestur-þýskir
vísindamenn á ráðstefnunni voru
undrandi á að nú ætti að setja
þak á framlög til geimrannsókna,
aðeins tveimur áram eftir að Bret-
ar opnuðu sérstaka geimrann-
sóknastöð. „Auðvitað getum við
komist af án Breta ef þeir ákveða
að taka hvorki þátt í Hermes- né
Ariane-áætluninni," sagði Christ-
ian Lourier, fulltrúi franska
fyrirtækisins Matra. „En það yrði
vissulegra erfiðara ef við yrðum
þekkingar þeirra og fjárframlaga
ekki aðnjótandi og ég vona að til
þess komi ekki.“
Höfundur er blaðamaður
Reuter-fréttastofúnnar