Morgunblaðið - 04.11.1987, Síða 60

Morgunblaðið - 04.11.1987, Síða 60
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987 60 Minning: Albertína F. Elías- dóttir - ísafirði Fædd 10. desember 1906 Dáin 28. október 1987 Hvað er hel? öllum líkn, sem lifa vel, engill, sem til lífsins leiðir, ljósmóðir, sem hvflu breiðir. Sólarbros, er birta él, heitir hel. (Matthías Jochumsson) A kveðjustundinni viljum við þakka fyrir öll okkar kynni, sem voru mjög á aðra lund en spaugsög- umar alkunnu um erfið samskipti tengdamæðra og tengdadætra. Frá upphafi einkenndust þessi kynni af þeirri gleði og þeim kærleik sem ávallt fylgdu tengdamóður okkar. Af gjafmildi sinni gaf hún öllum þeim sem hún kynntist hlutdeild í þessum eiginleikum sínum. Með lífsviðhorfi sínu kenndi hún okkur þau dýrmætu sannindi, að gleðin er gullinu betri og gimsteinum feg- urri. Fátt er ungmennum hollara í umróti æskuáranna en að eiga gott samband við eldri ættliði, sem af umburðarlyndi lífsreynslunnar gefa sér tíma til að hlusta og skilja. Bömin okkar vom svo lánsöm að eiga ömmu á Grænagarði, sem allt- af tók þeim fagnandi, hvenær sem þeim datt í hug að fara inneftir. Og það voru ekki fáar ferðimar þeirra inn að Grænagarði til afa og ömmu, til ömmu sem hafði svo einstakt lag á því að létta lundina þegar eitthvað bjátaði á. Þær voru ómetanlegar bömunum okkar, ferðimar með ömmu og afa á Sigurvoninni til Hesteyrar. Það vom ævintýraferðir sem þau munu minnast alla tíð. Þá lærðu þau að t Eiginmaður minn, ODDURÞÓRÐARSON frá Eilífsdal, Álfheimum 46, lést í Borgarspítalanum aðfaranótt þriðjudagsins 3. nóvember. Fyrir hönd vandamanna Sigurbjörg Sigurjónsdóttir. t GUÐBJÖRG LIUA ÁRNADÓTTIR, Bólstaðarhlið 45, Réykjavík, lést í Landspítalanum 2. nóvember. Jóhannes Björnsson, Ingólfur Jóhannesson, Þórunn Benný Finnbogadóttir. t Eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÓLÖF LYDÍA BRIDDE, Kjalarlandi 9, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju 5. nóvember kl. 13.30. Ólafur Ólafsson, Þórdfs G. Bridde, Ólafur Alexander Ólafsson, Ellen María Frederiksen, Andrés Ellert Ólafsson, Anna Margrét Halldórsdóttir. Þórdfs Ólafsdóttlr, Gyða Ólafsdóttir, Díana Ósk Ólafsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓRUNN S. JÓNSDÓTTIR, Hagamel 27, sem lést laugardaginn 24. október, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni föstudaginn 6. nóv. kl. 13.30. Gunnar Ægir Sverrisson, Anna Th. Rögnvaldsdóttir, Ólafur Rögnvaldsson, Victor Gunnarsson, Ólafur Björn Gunnarsson, Úlfur Karlsson, Óla Kjartansdóttir, Selma Rut Gunnarsdóttir, Ingunn Helga Gunnarsdóttir, Arnar Steinn Ólafsson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, CLARA GUÐRÚN ISEBARN, Gnoðarvogi 40 Reykjavfk, verður jarðsungin frá Langholtskirkju miðvikudaginn 5. nóvember kl. 13.30. Elfn Halldórsdóttir, Skaftl Björnsson, Margrét Halldórsdóttir, Pótur V. Maack, Björn H. Halldórsson, Ólöf B. Ásgeirsdóttir og barnabörn. BrynjarK. Gunn- laugsson—Minning höggva í eldinn og kveikja upp í ofninum, vitja um silunganetið og fylgjast með bátnum á legunni. Þar fengu þau að kynnast náttúrunni, ótrufluð af skarkala nútímans. Það var bömunum okkar ávallt tilhlökkunarefni að heimsækja ömmu sína. Þá voru gjaman dregin fram spil, og þeir vom ófáir ólsen- amir og mannamir sem voru spilaðir við eldhúsborðið á Græna- garði. Eða þá að lagið var tekið, eða sagðar sögur, oft frásagnir úr raunveruleikanum, sem amma gæddi lífí og lit. Það voru sögur um líf og leiki fyrri ára, sem tengja æskuna við liðinn tíma og flytja þannig íslenska menningu frá einni kynslóð til annarrar. Fyrir allt þetta, og fyrir alla þá hlýju og umhyggju sem tengdamóð- ir okkar umvafði okkur, viljum við þakka með þessum fátæklegu orð- um. Æviferill hennar er fögur lífssaga tryggðar, kærleika og gleði. Við vomm svo lánsamar að eignast hlutdeild í þeirri sögu. Albertína Elíasdóttir, tengda- móðir okkar, verður lögð til hinstu hvíldar við fjörðinn sinn, þar sem fjöllin speglast í lognsléttum pollin- um. Við biðjum þess að hún megi hvfla þar í Guðs friði. Lena og Sigga Fæddur 28. september 1965 Dáinn 27. október 1987 Dáinn, horfínn! - Harmafregn! Hvflíkt orð mig yfir dynur. En ég veit að látinn lifir; Það er huggun harmi gegn. (J. Hall.) Á sunnudegi berst sú fregn að Brynjar frændi liggi þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir eldsvoða. Nokkrir dagar líða í angist og kvíða, en honum varð ekki bjargað. Eins og svo oft áður emm við minnt á að vegir Guðs em órann- sakanlegir. Brynjar var fæddur 28. septem- ber 1965. Hann var yngstur bama hjónanna Þorbjargar Einarsdóttur, systur okkar, og Gunnlaugs Gunn- arssonar. Hann átti þijú systkini, Gunnar Karl, Einar Má og Bimu. 22 ár er ekki löng ævi. Erfítt er að sætta sig við að svo ungur mað- ur sé hrifínn brott í blóma lífsins. Minningar um Brynjar em marg- ar og góðar. Við munum eftir litlum ljóshærðum dreng með fagurblá augu. Sólargeisli allra í fjölskyld- unni. Drengurinn óx og varð myndarlegur ungur maður. Það var gaman að fylgjast með honum við leik og störf. Hann hafði sínar ákveðnu, sjálfstæðu skoðanir, var alltaf hress, glaðlyndur og átti auð- velt með að koma fólki í gott skap. Brynjar var góður sonur, bróðir og mikill félagi foreldra sinna og systkina. Eftir að skólanámi lauk starfaði Brynjar við fyrirtæki föður síns og reyndist einstakur og alls trausts verður. Elsku Dodda, Gulli, Gunni, Einsi, t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA Þ. GUNNLAUGSDÓTTIR, Hæðargarði 32, áður búsett íVestmannaeyjum, verður jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 5. nóvember kl. 15.00. Guðjón Gislason, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Sonur minn og bróðir okkar, BARÐI GUÐMUNDSSON, sem lést af slysförum 23. október sl. verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, miðvikudaginn 4. nóvember, kl. 13.30. Elín Guðjónsdóttir og börn. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, ÁRNA GUÐMUNDSSONAR frá Kambi f Holtum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu fyrir frábæra umönnun. Guðrún Árnadóttir, Alfreð Guðmundsson, Guðfinna Árnadóttir, Atli Örn Jensen, Guðmundur Árnason, Elín Sæbjörnsdóttir, Ágústa Birna Árnadóttir, Þorsteinn Eggertsson, Adda Gerður Árnadóttir, Börkur Thoroddsen, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR G. SIGURÐARDÓTTUR frá Hólabaki, Hraunbæ 98. Baldur Magnússon, Magnhildur Baldursdóttir, Ingibjörg Baldursdóttir, Hörður Hafsteinsson, Kristjana Baldursdóttir, Kristinn Karlsson, barnabörn og barnabarnabarn. Biddý og Erla, við vottum ykkur öllum okkar dýpstu samúð. Megi góður Guð veita ykkur styrk í þess- ari miklu sorg. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Blessuð sé minning Brynjars Gunnlaugssonar. Hafdís og fjölskylda, Ingvar og fjölskylda. Símhringing á sunnudags- morgni. Binni bróðir hafði lent í eldsvoða og er á gjörgæsludeild Borgarspítala í lífshættu. Það var eins og allur máttur hyrfí og gífur- legur dofí kom. Næstu dagar voru martröð sem ekki var hægt að vakna úr. Eftir tíu daga var litli bróðir dáinn, aðeins 22 ára gamall með allt lífíð framundan. Hann sem oftast var glaður og hlæjandi með sínar ákveðnu skoð- anir. Hann sem var alltaf svo hjálpsamur. Ekki þurfti nema eitt símtal þá var hann kominn til að- stoðar, t.d. hengja upp gardínur, tengja hitt og þetta eða bara passa Dagný litlu meðan skroppið var í bíó. Það voru ófá skiptin sem við sátum saman að tala um lífíð og tilveruna, ræða framtíðarplön eða bara nýjustu kjaftasögumar. Við náðum vel saman þrátt fyrir fímm ára aldursmun og þó sérstak- lega á síðustu árum. Það var svo margt sem hann ætlaði að gera. Næsta sumar átti að keyra um Bandaríkin og skoða sig um. Ekki er langt síðan við vorum að tala um jólagjafír og þá langaði okkur í sama hlutinn, kínverskan steikingarpott. Svo við ákváðum að gefa hann hvort öðru, því honum þótti svo gaman að elda. Elsku mamma, pabbi, Erla, Gunni, Einsi og þið öll hin. í hjarta okkar er nístandi sársauki. En við eigum góðar minningar, minningar sem við aldrei gleymum. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (Vald. Briem.) Biddý Blóma-og skreytingaþjónusta hvert sem tilefnið er. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álfheimum 74. sími 84200

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.