Morgunblaðið - 13.12.1987, Page 19

Morgunblaðið - 13.12.1987, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987 C 19 Morgunblaðið/Þorkell Rafn Stefánsson afgreiðir viðskiptavini í Fiskbúðinni Sæbjörg í Dunhaga. söluskatti á físki. Hann sagði að svo virtist sem aðgerðir ríkisstjóm- arinnar beindust að því að auka sölu á fjallalambi. Læknar legðu þó áherslu á að breyta þurfí neyslu- venjum fólks og hvetji það til að neyta hollustufæðis, þar á meðal físks. Nú væri aftur á móti lagður hár söluskattur á þessa hollu fæðu og á sama tíma væri kjöt greitt niður. Hann bætti því við að þessar aðgerðir kæmu helst niður á lág- launafólki og þá aðallega öldruðum, sem hefðu margir hveijir ekki efni á kaupa kjöt og margir þeirra væru- þar að auki hættir að geta borðað það. Rafn sagði ennfremur að svo gæti farið að svindlað verði á sölu- skattinum, til að mynda gætu mötuneyti tekið upp á því að kaupa físk án þess að greiða söluskatt. Helgi Helgason, verslunarmaður í Fiskverslun Hafliða Baldvinssonar, var hins vegar á þeirri skoðun að söluskatturinn myndi skila sér í ríkissjóð. Hann sagði hins vegar að ef til vill væri raunhæft að leggja 8% söluskatt á físk en 25% væri alltof há skattlagning. Hann benti á að á sama tíma og gert sé ráð fyrir að dilkakjöt hækki ekki, og annað kjöt aðeins um 10-15%, væri fískur gerður að munaðarvöm. Hann taldi að sala á öllum fískteg- undum myndi minnka, að minnsta kosti fyrst um sinn. Hann sagði þó að ekki væri vist að þessi skattlagn- ing tæki gildi og hann taldi ekki útilokað að áformin um söluskatt á matvæli væm aðeins lögð fram til að ríkisstjómin hefði eitthvað að semja um í komandi kjarasamning- um. Eins og í Þýskalandi í stríðinu Fisksalamir vom sammála um að líklega hefði fólk almennt ekki enn gert sér grein fyrir hversu mikla hækkun væri hér um að ræða. Ingunn Jónsdóttir, viðskiptavinur í Fiskverslun Hafliða Baldvinssonar, var á sama máli og sagði í stuttu samtali við Morgunblaðið að yegna vinnu sinnar hefði hún ekki haft tíma til að fylgjast með umræðunni um söluskatt á matvæli, en þegar físksalinn tjáði henni að ýsan myndi hækka upp í 300 krónur kílóið sagði hún að það væri alltof mikil hækk- un. Hún sagðist þó ekki gera ráð fyrir að hætta að kaupa físk eftir hækkunina. Viðskiptavinur í Fiskbúðinni Sæbjörg sagði að fískur væri það sem þjóðin lifi á og hækkunin bitni helst á fátæka fólkinu sem hefði ekki efni á að borða físk og yrði að borða kjöt. Hann hefði oft séð ellilífeyrisþega tína til smápeninga upp á búðarborðið og biðja físksal- ann um dálítið minna flak til að peningamir dygðu. Elísa Tómasson var sammála þessu og sagði að peningar ellili- feyrisþega dygðu varla þótt þeir væm alltaf að reyna að kaupa það allra ódýrasta. Hún sagði að ekki myndi ástandið batna ef lagður yrði söluskattur á matvæli og hún lýsti ástandinu sem hörmung. Hún hefði aldrei upplifað annað eins og þó hefði hún búið í Þýskalandi á stríðsámnum. Þá hefði verið skort- ur á vömm en ekki hefði vantað peninga til að kaupa þær. Nú væri aftur á móti nægar vömr en skort- ur á peningum. « OPNUM ÞER DYR AÐ NYRRIVEROLD Með auknum viðskiptum og þarafleiðandi hagstæðari samningum við hin ýmsu flugfélög heimsins, getum við boðið viðskiptavinum okkarýmis ódýr sérfargjöld tii fjar- lægari staða. Við höfum á að skipa starfsfólki með áralanga reynslu í skipulagningu ferða til fjarlægari staða. í Austurlöndum fjær bjóðum við alla almenna ferðaþjónustu í samvinnu við eina virtustu og stærstu ferðaskrifstofuna þar. Hvort sem þú ert að fara í viðskiptaerindum eða einkaerindum þá líttu við og láttu okkur skipu- leggja fyrir þig ferðina. Hótel, flug, bílaleigubílar, skoðunarferðir o.fl. Örugg og fyrsta flokks þjónusta okkar nær alla leið. Hér á eftir eru nokkur dæmi um ódýr sérfargjöld er við bjóðum víðs vegar um heim: EVRÓPA - JÓLAFARGJÖLD Reykjavík-Glasgow-Reykjavík 14.040,- Reykjávik-London-Reykjavík 16.150,- Reykjavík-Osló-Reykjavík 18.490,- Reykjavík-Gautaborg-Reykjavík 18.630,- Reykjavík-Kaupm.höfn-Reykjavik 18.790,- Reykjavík-Stokkhólmur-Reykjavík 21.440,- AUSTURLÖND FJÆR Bangkok 45.820,- Singapore 49.770,- Hong Kong 52.450,- Tokyo 54.230,- Seoul 69.210,- HongKongogTaipeisaman 70.060,- SUÐUR AMERÍKA Rió 54.230,- BuenosAires 56.300,- ÁSTRALÍA Sydney 82.680,- Við bjóðum einnig hina vinsælu DELTA PASSA innan Bandaríkjanna Reykjavík-New York-Los Angeles- New York-Reykjavik 30.630,- Reykjavik-New York-Bahamas- NewYork-Reykjavík 38.030,- Reykjavík-New York-Alaska- NewYork-Reykjavík 38.030,- Reykjavík-New York-Hawaii- New York-Reykjavik 41.730,- Reykjavík-New York-Mexico City- NewYork-Reykjavík 38.410,- Þetta eru aðeins örfá dæmi um samsetningu. UMHVERRS HEIMINN Á 30 DÖGUM Þarf aðeins að bóka fyrstu tvö flugin, ótakmarkað stopp 111.670,- pr.gengi og verð á flugi 27.11 '87. Suðurgata 7 sími 624040

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.