Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987 C 19 Morgunblaðið/Þorkell Rafn Stefánsson afgreiðir viðskiptavini í Fiskbúðinni Sæbjörg í Dunhaga. söluskatti á físki. Hann sagði að svo virtist sem aðgerðir ríkisstjóm- arinnar beindust að því að auka sölu á fjallalambi. Læknar legðu þó áherslu á að breyta þurfí neyslu- venjum fólks og hvetji það til að neyta hollustufæðis, þar á meðal físks. Nú væri aftur á móti lagður hár söluskattur á þessa hollu fæðu og á sama tíma væri kjöt greitt niður. Hann bætti því við að þessar aðgerðir kæmu helst niður á lág- launafólki og þá aðallega öldruðum, sem hefðu margir hveijir ekki efni á kaupa kjöt og margir þeirra væru- þar að auki hættir að geta borðað það. Rafn sagði ennfremur að svo gæti farið að svindlað verði á sölu- skattinum, til að mynda gætu mötuneyti tekið upp á því að kaupa físk án þess að greiða söluskatt. Helgi Helgason, verslunarmaður í Fiskverslun Hafliða Baldvinssonar, var hins vegar á þeirri skoðun að söluskatturinn myndi skila sér í ríkissjóð. Hann sagði hins vegar að ef til vill væri raunhæft að leggja 8% söluskatt á físk en 25% væri alltof há skattlagning. Hann benti á að á sama tíma og gert sé ráð fyrir að dilkakjöt hækki ekki, og annað kjöt aðeins um 10-15%, væri fískur gerður að munaðarvöm. Hann taldi að sala á öllum fískteg- undum myndi minnka, að minnsta kosti fyrst um sinn. Hann sagði þó að ekki væri vist að þessi skattlagn- ing tæki gildi og hann taldi ekki útilokað að áformin um söluskatt á matvæli væm aðeins lögð fram til að ríkisstjómin hefði eitthvað að semja um í komandi kjarasamning- um. Eins og í Þýskalandi í stríðinu Fisksalamir vom sammála um að líklega hefði fólk almennt ekki enn gert sér grein fyrir hversu mikla hækkun væri hér um að ræða. Ingunn Jónsdóttir, viðskiptavinur í Fiskverslun Hafliða Baldvinssonar, var á sama máli og sagði í stuttu samtali við Morgunblaðið að yegna vinnu sinnar hefði hún ekki haft tíma til að fylgjast með umræðunni um söluskatt á matvæli, en þegar físksalinn tjáði henni að ýsan myndi hækka upp í 300 krónur kílóið sagði hún að það væri alltof mikil hækk- un. Hún sagðist þó ekki gera ráð fyrir að hætta að kaupa físk eftir hækkunina. Viðskiptavinur í Fiskbúðinni Sæbjörg sagði að fískur væri það sem þjóðin lifi á og hækkunin bitni helst á fátæka fólkinu sem hefði ekki efni á að borða físk og yrði að borða kjöt. Hann hefði oft séð ellilífeyrisþega tína til smápeninga upp á búðarborðið og biðja físksal- ann um dálítið minna flak til að peningamir dygðu. Elísa Tómasson var sammála þessu og sagði að peningar ellili- feyrisþega dygðu varla þótt þeir væm alltaf að reyna að kaupa það allra ódýrasta. Hún sagði að ekki myndi ástandið batna ef lagður yrði söluskattur á matvæli og hún lýsti ástandinu sem hörmung. Hún hefði aldrei upplifað annað eins og þó hefði hún búið í Þýskalandi á stríðsámnum. Þá hefði verið skort- ur á vömm en ekki hefði vantað peninga til að kaupa þær. Nú væri aftur á móti nægar vömr en skort- ur á peningum. « OPNUM ÞER DYR AÐ NYRRIVEROLD Með auknum viðskiptum og þarafleiðandi hagstæðari samningum við hin ýmsu flugfélög heimsins, getum við boðið viðskiptavinum okkarýmis ódýr sérfargjöld tii fjar- lægari staða. Við höfum á að skipa starfsfólki með áralanga reynslu í skipulagningu ferða til fjarlægari staða. í Austurlöndum fjær bjóðum við alla almenna ferðaþjónustu í samvinnu við eina virtustu og stærstu ferðaskrifstofuna þar. Hvort sem þú ert að fara í viðskiptaerindum eða einkaerindum þá líttu við og láttu okkur skipu- leggja fyrir þig ferðina. Hótel, flug, bílaleigubílar, skoðunarferðir o.fl. Örugg og fyrsta flokks þjónusta okkar nær alla leið. Hér á eftir eru nokkur dæmi um ódýr sérfargjöld er við bjóðum víðs vegar um heim: EVRÓPA - JÓLAFARGJÖLD Reykjavík-Glasgow-Reykjavík 14.040,- Reykjávik-London-Reykjavík 16.150,- Reykjavík-Osló-Reykjavík 18.490,- Reykjavík-Gautaborg-Reykjavík 18.630,- Reykjavík-Kaupm.höfn-Reykjavik 18.790,- Reykjavík-Stokkhólmur-Reykjavík 21.440,- AUSTURLÖND FJÆR Bangkok 45.820,- Singapore 49.770,- Hong Kong 52.450,- Tokyo 54.230,- Seoul 69.210,- HongKongogTaipeisaman 70.060,- SUÐUR AMERÍKA Rió 54.230,- BuenosAires 56.300,- ÁSTRALÍA Sydney 82.680,- Við bjóðum einnig hina vinsælu DELTA PASSA innan Bandaríkjanna Reykjavík-New York-Los Angeles- New York-Reykjavik 30.630,- Reykjavik-New York-Bahamas- NewYork-Reykjavík 38.030,- Reykjavík-New York-Alaska- NewYork-Reykjavík 38.030,- Reykjavík-New York-Hawaii- New York-Reykjavik 41.730,- Reykjavík-New York-Mexico City- NewYork-Reykjavík 38.410,- Þetta eru aðeins örfá dæmi um samsetningu. UMHVERRS HEIMINN Á 30 DÖGUM Þarf aðeins að bóka fyrstu tvö flugin, ótakmarkað stopp 111.670,- pr.gengi og verð á flugi 27.11 '87. Suðurgata 7 sími 624040
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.